Fréttablaðið - 06.10.2005, Page 50

Fréttablaðið - 06.10.2005, Page 50
Umsjón: nánar á visir.is Viðræður hefjast Hugsanlega fer að styttast í fréttir af viðræðum FL Group og Sterling. Fulltrúar félaganna munu eiga sinn fyrsta fund í dag þar sem farið verður yfir málin. Hannes Smárason og Pálmi Haraldsson hafa ekki náð að funda enn sem komið er, en lögfræðingar á þeirra vegum hafa rætt saman. Eftir því sem heyrst hefur hafa enn sem kom- ið er ekki verið nefndar neinar tölur varð- andi kaupin og Sterling-menn munu ekki opna bækur sínar fyrr en einhverjar verð- hugmyndir eru á borðinu. Komandi viðræð- ur virðast ekki trufla framrás félagsins sem hefur nú tekið ákvörðun um að bæta Helsinki á lista norrænna höfuðborga sem félagið flýgur frá til fjölda áfanga- staða. Grein fyrir gott taugakerfi Íslensku flugfélögin eru í miklum sóknarhug og uppbygging greinarinnar gríðarlega mikil. Sterl- ing, FL Group og Avion eru öll í sóknarhug á sama tíma og hátt olíuverð dregur máttinn úr stórum flugfélögum, fyrir utan kostnað sem fylgir hertum öryggiskröfum í Bandaríkjunum. Þannig tilkynnti flugfélagið Delta að dregið yrði úr framboði í innanlandsflugi í Bandaríkjunum. Delta er í greiðslustöðvun og sér ekki fyrir end- ann á vandræðum félagsins. Delta er þó ekki bara í vörn, heldur hyggst auka flug til Mexíkó samhliða. Á sama tíma virðist sókn Íslendinganna ganga vel í þessari áhættusömu atvinnugrein þar sem menn geta bæði hagnast mikið og tapað miklu á skömmum tíma. Grein sem gerir kröfur um sterkan fjárhag, gott taugakerfi og hraustan maga. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.489 Fjöldi viðskipta: 283 Velta: 2.210 milljónir -0,71% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... > Úrvalsvísitalan lækkaði í gær þriðja daginn í röð og fór niður fyrir 4.500 stig á tíma. Bankar og fjárfestingarfélög leiddu lækkanir gærdagsins. Landsbankinn tilkynnti í gær að hann væri kominn með yfir fimm prósenta hlut í Íslandsbanka en áður átti bankinn 3,5 prósenta hlut. Markaðsvirði hlutarins er um ellefu milljarðar króna. Lands- bankinn er nú fjórði stærsti hluthafinn í Íslandsbanka. Greiningardeild KB banka telur líklegt að dregið hafi úr spennu á fasteigna- markaði. „Þær miklu hækkanir sem hafa verið á fasteignaverði undanfarið ár eru ekki óeðlilegar í ljósi þess að fjármagns- kostnaður hefur lækkað um 30% á þessu tímabili og fjármagnsskömmtun til íbúðakaupa hefur verið afnumin,“ segir í Efnahagsfregnum KB banka. 28 6. október 2005 FIMMTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 40,10 -0,70% ... Bakkavör 42,30 +0,50% ... FL Group 14,15 -1,10% ... Flaga 3,37 -2,00% ... HB Grandi 9,20 +0,00% ... Íslandsbanki 14,55 - 1,00% ... Jarðboranir 20,50 -0,50% ... KB banki 580,00 -0,90% ... Kögun 54,60 -0,40% ... Landsbankinn 21,60 +0,00% ... Mar- el 64,00 -2,30% ... SÍF 4,47 +0,70% ... Straumur 13,10 -1,90% ... Össur 85,00 +0,00% Mosaic Fashions +2,45% Atorka Group +0,87% SÍF +0,68% Marel -2,29% Flaga -2,04% Straumur -1,87% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Íslandsbanki fjármagnar kaup á félaginu. Sigurjón Sighvatsson hefur keypt danska fasteignafélagið VG Investment samkvæmt frétt danska viðskiptablaðsins Børsen. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Sigur- jón væri í lokaviðræðum um kaup á dönsku fasteignafélagi en þá var óljóst hvaða fast- eignafélag væri um að ræða. Kaupverðið er samkvæmt Børsen ekki minna en tæpir sjö milljarðar íslenskra króna og segir Sigurjón í samtali við Vejle Folks Amtsblad að hann sjái danskan fasteignamarkað fara vaxandi ekki síst þegar efnahagurinn í Þýskalandi tek- ur við sér á nýjan leik. „Þetta eru okkar fyrstu kaup í Dan- mörku en við höfum áhuga á að kaupa meira,“ segir Sigurjón í samtali við blaðið. Það er fasteignafélag Sigur- jóns, Heimiliskaup ehf., sem fjárfestir í félaginu en auk Sig- urjóns koma Íslandsbanki í Lúxemborg og hér heima að fjárfestingunni sem fjármögn- unaraðilar. Baugur Group hefur þegar fest kaup á danska fasteigna- félaginu Keops en áætla má að frá því að Baugur keypti hlut sinn í Keops um mitt sumar hafi verðmæti hans aukist um tvo milljarða íslenskra króna. Gengi Keops hækkaði mjög við opnun markaða í Kaupmanna- höfn í gær og náði á tíma 22 en gengi félagsins var 3,9 í byrjun ársins. - hb Sigurjón Sighvatsson kaupir VG Investment KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ]                                      !  "  %    '  #     (   "    )         !  "# $   % & '%    % (  "# ) !% *     "# + ,  & -../ % #     % &  #   & 0  # "#   *  + "& # ,-,.  /# )  #     &  1  # &#%  2% 2 3"     4 #  "# '% ../ %     %'%  * 4  4 #56  #   0  % &      "# %      "# 0  %   #  4 5 %% .. (  "# )  #     "# !  #  %% 0%  %  5  %      8"# %     % & # &#%'   5#   # 0  #    9# 0  "# %  0  .  %     % & !% 0 # &0 4 0  &   4  # /  4 ) ) SIGURJÓN SIGHVATSSON Ætlar sér frekari landvinninga á dönskum fasteignamarkaði. Líti› bólar á launaskri›i ennflá en fla› mun væntanlega breytast. Í ágúst hafði kaupmáttur launa aukist um 2,9 prósent á tólf mánaða tímabili. Laun höfðu hækkað á sama tíma um 6,7 prósent en vísi- tala neysluverðs um 3,7 prósent. „Launabreytingar umfram samningsbundnar hækkanir hafa verið óverulegar, jafnvel í greinum þar sem umframeftirspurn hefur verið töluverð undangengið ár, svo sem í byggingar- og mannvirkja- gerð. Skýrist það fyrst og fremst af því að umframeftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mætt með innflutningi þess,“ segir í Peninga- málum Seðlabanka Íslands. Þar segir jafnframt að tölu- verð umframeftirspurn eftir vinnuafli virðist vera að mynd- ast í þjónustugreinum, bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera. Launaþrýstings gæti því farið að gæta þar á næstu mánuðum verði henni ekki mætt með innflutningi vinnuafls. Einnig sé líklegt að endurskoðun kjarasamninga feli í sér aukinn launakostnað. Spáir Seðlabankinn að launa- kostnaður á framleidda einingu aukist um rúmlega fjögur pró- sent á þessu og næsta ári. Þetta séu töluvert meiri hækkanir en geti samrýmst 2,5 prósenta verð- bólgumarkmiði bankans til lengri tíma. - bg Launakostna›ur hækki EFTIRSÓTTIR LAUNAMENN Seðlabankinn spáir því að launakostnaður hækki um rúmlega fjögur prósent á hverja framleidda einingu á þessu og næsta ári. Gott sumar fyrir fer›afljónustuna Gistinóttum fjölgar um níu prósent í ágúst. Gistnóttum fjölgaði um níu pró- sent í ágúst miðað við sama mán- uð í fyrra. Alls voru gistinætur í ágúst samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands 151.070 en voru 138.250 í sama mánuði í fyrra. Gistnóttum í ágúst hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 1999 og hafa aldrei verið fleiri en í ár. Mest hlutfallsleg aukning var á Suðurnesjum, Vestfjörðum og á Vesturlandi. Hótel Stykkishólmur stækkaði hótel sitt um 50 herbergi í um 80 herbergi í sumar og má meðal annars rekja aukninguna á Vesturlandi til þess. Á höfuðborg- arsvæðinu fjölgaði gistinóttum um 15 prósent á milli ára. Framboð á gistirými hefur stóraukist á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum en nokkur ný hótel hafa risið í miðbæ Reykjavíkur. Auk þess stefnir Grand Hótel nú að því að stækka þannig að hótelið verið stærst allra hótela á landinu og með 316 herbergi strax á næsta ári. Í Morgunkorni Íslandsbanka er bent á að svo virðist sem sumarið hafi í heild verið nokkuð hagstætt fyrir ferðaþjónustuna sé litið til fjölda ferðamanna og fjölda gistinátta. - hb RADISSON SAS HÓTEL SAGA Ágústmánuður var góður fyrir hótelin á landinu en aukningin var um 15 prósent á höfuðborgarsvæðinu frá sama tíma í fyrra. Forsendur tilbo›s brostnar Tíu prósent hluthafa í Skandia ganga ekki a› yfirtökutilbo›i. Tíu prósent hlut- hafa í Skandia hafa hafnað yfirtökutil- boði Old Mutal eftir að Handelsbanken bættist í hóp þeirra hluthafa sem segja nei. „Við höfum ákveðið að fara eft- ir áliti stjórnarinn- ar en einnig finnst okkur að verðið sé of lágt,“ segir Jo- han Lagerström, talsmaður Handels- banken, í viðtali við Dagens Industri. Þar með er ljóst að Jim Sutcliffe, forstjóra Old Mutual, verður ekki að ósk sinni en hann kvaðst þess fullviss um að níutíu prósent eigenda Skandia myndu samþykkja tilboðið. Forsendur yfirtökutilboðsins virðast því vera brostnar, enda setti Old Mutual það sem skilyrði að níu prósent eigenda gengi að því, en fastlega er búist við því að þau viðmið verði lækkuð. Ýmislegt bendir til þess að meirihluti hluthafa Skandia – allt að sextíu af hundraði – fylgi Old Mutual að málum eins og Straum- ur-Burðarás fjárfestingarbanki og fjárfestahópar tengdir honum. - eþa JIM SUTCLIFFE, FORSTJÓRI OLD MUTUAL Verður ekki að ósk sinni að níu- tíu prósent eig- enda Skandia gangi að yfir- tökutilboði frá Old Mutual. 48-49 (28-29) Viðskipti 5.10.2005 17.03 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.