Fréttablaðið - 08.10.2005, Page 53

Fréttablaðið - 08.10.2005, Page 53
LAUGARDAGUR 8. október 2005 GÓÐ ÞJÓNUSTA – GÓÐ VARA – GOTT VERÐ Dugguvogi 10 • 104 Reykjavik 568 2020 Pitstop opnar á Íslandi Í heimi akstursíþrótta merkir pitstop örstutt pása. Ökumaðurinn fær tækifæri til að anda á meðan bíllinn er yfirfarinn og skipt er um dekk. Nú hefur verið opnuð glæsileg Pitstop dekkjaverslun og þjónustustöð að Dugguvogi 10 í Reykjavík þar sem farið er eftir sömu formúlu. Viðskiptavinirnir njóta hvíldarinnar á Pitstop Café, glugga í blöðin eða athuga tölvupóstinn og leyfa krökkunum að dunda sér í leikhorninu. Við sjáum um bílinn á meðan. Eftir furðuskamman tíma eru bíll og eigandi til í næsta hring. Starfsfólk Pitstop er traustur og samhentur hópur með mikla sérþekkingu og reynslu. Hjá Pitstop fer saman góð þjónusta, frábær vara og mjög gott verð. Frábær opnunartilboð BF Go odr ich flíspeysa Fylgir keyptum dekkjaga ngi un di r j ep pa Pit sto p thermo-kanna Fylgir keyptum dekkjagangi u ndi r f olk sb íl fiarf a› klára verkefni› HANDBOLTI Valur mætir í dag Sjundea IF öðru sinni í Evrópu- keppninni í handbolta en Valur vann fyrri leikinn með sex marka mun, 33-27, í Finnlandi. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, á von á erfiðum leik, þar sem fyrri leikurinn var jafnari en lokatöl- urnar gefa til kynna. „Við höfðum undirtökin í fyrri leiknum lengst af en náðum ekki að hrista Finnana af okkur fyrr en undir lokin, en við unnum síðustu fimm mínúturnar með fimm mörkum gegn einu. Þó við höfum unnið fyrri leikinnn með sex marka mun er ekki þar með sagt að við séum komnir áfram. Það þarf að klára þetta verkefni og það þurfa allir að vera einbeittir allan leikinn og tilbúnir til þess að leggja sitt af mörkum.“ Óskar segir það veikja finnska liðið töluvert að vera ekki með neina eiginlega hægri skyttu. „Það er slæmt fyrir Finnana að þurfa að spila með hornamann í skyttuhlutverkinu og það mynd- ast veikleikar í sóknarleik þeirra út frá því. En annars finnst mér við vera með betri markverði og það skipt- ir auðvitað miklu máli. Bæði Hlyn- ur Jóhannesson og Pálmar Péturs- son hafa verið að verja vel í leikj- um okkar til þessa. En það eru margir sterkir leikmenn hjá þessu liði sem mega alls ekki fá tíma til þess að ná góðum skotum að mark- inu þannig að varnarleikurinn verður að vera góður. Það er til- hlökkun í mannskapnum og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja Val áframhaldandi þátttöku í Evrópu- keppninni.“ magnush@frettabladid.is SIGURÐUR EGGERTSSON Sigurður hefur leikið vel með Valsliðinu það sem af er tímabili og á örugglega eftir að láta mikið að sér kveða í dag. Óskar Bjarni Óskarsson, fljálfari Vals, á von á virki- lega erfi›um leik í dag flegar Valur mætir Sjundea.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.