Alþýðublaðið - 03.08.1922, Page 4

Alþýðublaðið - 03.08.1922, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Westminster cigarettur nýkomnar ódýrar. Kaupfélagið. Kl. 2 á morgaana er tilbúið nóg aí heitu kaffi hjá Litla kaífihúsinu. Hentugt íyilr þá, sem byrja vinnu kl 8 Handsápur og aðrsr hreinlætisvör- ur er bezt að kaupa í Kaupfélaginu. Hú@ og byg-gingarlóðir selur sJönas H. JÓSlSSOKt. — Bárunai. — Sími 327. :.... Áherzia lögð á hagfeld viðskifti beggja aðila. .. _ No. 555 State-Express cigarettur, númer 555, ‘munu bráð- lega ná sömu hylli hér og i Englandi. Nýkomnar til Kaujpfélagsins. Munið að biðja um N © • 5 5 5« Kaupendur blaðsins, sem hafa bústaðaskifti, eru vinsamiega beðn- ir að tilkyana það hið bráðasta á afgreiðstu biaðsins við Ingóifsttræti og Hverfisgötu. Skófatnaður er' ódýrastur og beztnr — tnargar tegnndir — í SkóTfirÉmi á Laupav. 2. FÓlk, setn fer norður f síldar- vinnu, getur fengið blaðið sent, en vetður þá aö tiikyana það a ■fgf- Alþbh er blað allrar alþýðu. Ritstjóri og ábyrgð&rmaðnr: Olafur Friðriksscn. PreDtsiniðJaBi Gutenberg. Edgar Rice Burroughs: Tarzan snýr aftnr. var nærri því farinn að efast um heiðarleik minn, þegar þessi Tarzan kom með Nikolas á undan sér, og át- skýrði þetta vesalmannlega bragð*. »Tarzan?“ spurði greifaynjan, sýnilega hissa. ,Já, þekkir þú hann, Olga?" ,Eg hefi séð hann. Þjónn sagði mér hver hann var“. »Eg vissi ekki að hann væri merkur maður“, mælti greifmn. Greifaynjan breytti um umræðuefni. Hún fann, að henni gat veizt það erfitt að útskýra, hvers vegna þjónn- inn hafði sagt henni hver hinn fagri Tarzan var. Ef til vill roðnaði hún ‘ognar ögn, því horfði maður hennar ekki hálf kinlega á hana. „Ah“, hugsaði hún, »það er vandfarið með slæma samvizku“. II. KAFLI. Ráðist gegn hatrl og —I Tarzan sá ekkert til samferðamanna sinna, þeirra er xéttlætistilfinning hans hafði komið i kynni við, fyr en síðdegis næsta dag. Hann rakst alveg óviðbúið á Ro- koff og Paulvitch, einmitt á því augnabliki er þeir sízt hefðu kosið návist hans. Þeir voru á þiljum uppi á þeim stað, er lltil umferð var um, og er Tarzan kom að þeim, voru þeir í ákafri deilu við konu. Tarzan sá að hún var vei klædd, og að vöxtur hennar benti á æsku; en þar sem hún var með þykka slæðu fyrir andlitinu sá hann ekki framan í hana. Karlmennirnir stóðu sinn hvorum megin við hana, bg þau snéru öll bökum að Tarzan, svo hann var kom- inn fast að þeim, áður en þau urðu hans vör. Honum virtist Rokofl vera að þröngva konunni til einhvers; en þau töluðu mál, sem hann skyldi ekki, og hann gat að eins getið sér þess til af látbragði stúlkunnar, að hún væri hrædd. Framferði Rokoffs bar svo greinilega vott um að hann hefði í hyggju að beita líkamlegu valdi, að Tarzan nam ósjálfrátt staðar fyrir aftan þau, þvf honum fanst hætta á ferðum. Varla var hann stansaður, er Rokoff greip hryssingslega um úlflið konunnar og snéri upp á hann, eins og hann ætlaði að pína út úr henni loforð. Hvað næst hafði skeð, ef Rokoff hefði komið sínu fram, verð- ur lesarinn að geta sér til, því hann framkvæmdi það aldrei. í stað þess gripu járnfingur í öxl hans, og hon- um var umsvifalaust snúið við, svo hann mætti gráu augunum ókunna mannsins er daginn áðúr hafði eyði- lagt áform hans. „Djöfullinn /“ öskraði Rokoff fokvondur. „Hvað -á þetta að þýða? Ertu sá asni að sletta þér aftur fram f athafnir Nikolas Rokoffs“. „Þetta er svar mitt við bréfi yðar, herra minn“, mælti Tarzan í láum hljóðum, og þeytti Rokoff frá sér með sllku afli að hann kastaðist út að borðstokknum. „Auga fyrir augal" æpti Rokoff. „Fyrir þetta skaltu lffinu tfna, svfnið þitt*; hann stökk á fætur og réðist á Tarzan um leið og hann dró skammbyssu upp úr vasa sínum. Stúlkan hörfaði aftur á bak af hræðslu. „Nikolasl" æpti hún. „Gerðu þetta ekki — ó, gerðu þetta ekki. Fljóttl Flýið, herra minn, annars drepur hann yður!" En í stað þess að flýja, gekk Tarzan á móti illmenninu. „Gerið yður ekki að aula, herra minn“, mælti hann. Rokoff var alveg viti sínu fjær af reiði yfir meðferð Tarzans á sér. Hann hafði nú náð byssunni upp. Hann nam staðar og miðaði henni á brjóst Tarzans. Bógur- inn lenti á tómu skothylki — handleggur apamannsins rétti úr sér eins og, reiðui höggormur. Það small í, og skammbyssan kastaðist langt út yfir borðstokkinn og féll f Atiantshafið. Þeir horfðust augnablik í augu. Rokoff var búinn að ná sér. Hann tók fyrri til máls. „Tvisvar hefir maður þessi slett sér fram í mál, sem ekki kemur honum við. Tvisvar hefir hann tekið að sér að siða Nikolas Rokoff. f fyrra skiftið var móðg- unin látin niður falla, vegna þess að búist var við að ókunnugleiki hefði valdið aðgerðunum, en fram hjá þessu verður ekki gengið. Ef þér vitið ekki hver Niko- • ' | '

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.