Fréttablaðið - 16.10.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.10.2005, Blaðsíða 22
Nöfn skipta miklu máli. Það er gott að vera fljótur að læra nöfn samstarfsfélaga á nýjum vinnustað. Það getur auðveldað samskipti.[ ] Sjö a›fer›ir til a› fá vinnuna Atvinnuviðtöl geta verið stressandi en það skaðar ekki að vera vel undirbúinn. VERTU TÍMANLEGA Besta leiðin til að klúðra atvinnu- viðtali er að koma of seint. Það ber skipulagshæfileikum þínum ekki fagurt vitni og segir vinnuveitand- anum, sem tók frá tíma til að hitta þig að tími þinn sé of dýrmætur fyrir hann. VERTU VIÐEIGANDI TIL FARA Það skaðar aldrei að vera frekar of fín(n) en hitt, jafnvel þó þetta sé mjög afslappaður vinnustaður. Með klæðaburðinum gefur þú til kynna að þú sért alvarleg(ur), fag- leg(ur) og til í slag- inn. Ef þú mætir eins og pönkari eða með magann beran man fólk eftir þér en vill kannski ekkert endilega ráða þig í vinnu. NÁÐU AUGNSAMBANDI Reyndu að ná augnsambandi við alla sem þú hittir í viðtalinu. Það gefur til kynna sjálfstraust og sýnir líka að þú hefur áhuga á því sem sagt er og starfinu. Gleymdu ekki að áhugi er lykilatriði. EKKI BLAÐRA ÚT Í EITT Reglurnar eru svona: Sá sem tek- ur viðtalið spyr og þú átt bara að svara vel. Hafðu svörin stutt og beinskeytt og ekki bulla um hluti sem koma málinu ekkert við. Ekki reyna að ná yfirhöndinni í viðtal- inu með því að kaffæra allt í mál- æði. EKKERT MONT Vinnuveitendurnir eru að leita að hæfum og sjálfsöruggum starfskrafti. Mont, að lítillækka fólk eða kenna öðrum um allt sem miður fer ber vott um mjög lítið sjálfstraust og eyðir möguleikum þín- um á að fá starfið. Viðmæl- andi þinn vill vita hvað þú getur- ekki hvernig allir stálu góðu hug- myndunum þínum í hinni vinnunni. AUKAEINTÖK Passaðu að hafa meðferðis auka- eintök af feril- skránni þinni því það er ekkert víst að allir við- staddir séu með hana handbæra. Feril- skráin á að vera einföld, hvít eða ljós blöð eru alltaf betri en marg- lit. HEIÐARLEIKI ER LYKILATRIÐI Einlæg spurning kallar á einlægt svar. Ekki gera meira úr afrekum þínum á menntasviðinu eða í at- vinnulífinu en efni standa til. Ef ferilskráin þín sýnir fram á einhver ár þar sem þú virðist ekki hafa verið að gera neitt vertu þá reiðu- búin(n) til að svara spurningum um það tímabil. Ekki vera fórnar- lamb. Guðrún Þórsdóttir telur að dýpka þurfi skólahlið Vinnu- skólans. Börnin eigi að fá fræðslu um allt sem viðkemur borginni. Guðrún Þórsdóttir var nýlega ráð- in skólastjóri Vinnuskólans í Reykjavík. Hún er kennari að mennt og hefur meðal annars reynslu af kennslu, kennsluráð- gjöf og verkefnastjórn yfir verk- efnum sem tengjast börnum og umhverfismálum. „Ég er mjög ánægð og þakklát fyrir starfið og tel mig hafa eitthvað í það að sækja,“ segir Guðrún, sem hefur sterkar skoðanir á fyrirkomulagi og áherslum í vinnuskólanum. Hún hefur mikinn áhuga á um- hverfismálum og segir að skóla- maðurinn og umhverfissinninn í sér muni takast í hendur og von- andi gera gang. „Ég vil tala um tvíþættan skóla, annars vegar vetrarstarfið og hins vegar sumarstarfið,“ segir Guðrún en fáir vita að yfir 100 nemendur fara í gegnum vetrar- skólann á hverju ári. Hann er snið- inn að þeim sem hafa með einum eða öðrum hætti ekki fundið sig í hefbundnu skólastarfi og eru því settir inn í svokölluð innherjaverk- efni sem öll eru undir hatti Vinnu- skólans. „Vinnuskóli Reykjavíkur sinnir mörgum sérverkefnum sem að mínu mati krefjast miklu meiri samstarfs við skólanna og þjón- ustumiðstöðvanna sem búið er að stofnsetja. Einnig þarf að vinna í meira samstarfi við ÍTR og höfuð- borgarstofu.“ Guðrún vill dýpka skólahlið vinnuskólans. „Tímarnir eru breyttir síðan vinnuskólinn var stofnaður árið 1951. Tvær áhersl- ur er í skólanum. Annars vegar er þörf fyrir börnin í borginni sem vinnuafli, til að bæta útlit borgar- innar. Hins vegar þarf miklu meiri dýpkun á skólaþættinum, þau eru í skóla og eiga að vera að læra. Þar vil ég leggja mesta áherslu á borgina og allt sem henni viðkemur. Börnin eiga að fá að læra út á hvað margslungið borgarstarfið gengur. Þetta á að vera sannkallaður Reykjavíkur- skóli enda slík fræðsla mjög nauðsynleg fyrir fólk framtíð- inni,“ segir Guðrún, sem tekur við skólastjórastöðunni hinn 1. nóv- ember næstkomandi. mariathora@frettabladid.is Sannkalla›ur Reykjavíkurskóli Guðrún Þórsdóttir, nýráðinn skólastjóri Vinnuskólans í Reykjavík. Bresk fyrirtæki ekki viðbúin FYRIRTÆKI Í BRETLANDI KUNNA EKKI AÐ BREGÐAST VIÐ ÁFÖLLUM Á BORÐ VIÐ HRYÐJUVERKAÁRÁSIR OG NÁTTÚRUHAMFARIR. Mörg bresk fyrirtæki eru langt frá því að vera undir það búin að eitthvað fari úrskeiðis, kemur fram í skýrslu frá Staðlaráði Bretlandseyja. Næstum 45% eru óviðbúin að takast á við hryðjuverkaárásir eða náttúruhamfarir og 25% í viðbót lamast ef tölvukerfið hrynur. Skammt er að minnast áfallinu sem verkfall starfsmanna fyrirtækis sem býr til matarbakka í flugvélar var fyrir stærsta flugfélag Bretlands, British Airways. Hjá Breska staðlaráðinu hafa menn af þessu þungar áhyggjur þar sem gífurlegir fjármunir eru í húfi og áhrif náttúruhamfara til dæmis á efna- hagslífið gætu orðið skelfileg. Atvinnuleysi hefur minnkað hratt síðustu vikur og var 1,4% að jafnaði í september. Skráðir atvinnuleysisdagar voru 49.987 og jafngildir það að 2267 manns hafi að meðaltal verið á atvinnu- leysisskrá í september. Meðal- fjöldi atvinnulausra var 20% minni í september en í október og hefur atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í einstökum mánuði frá því í október 2001. Atvinnuleysi hefur minnkað jafnt og þétt allt árið. Atvinnu- leysi minnkaði mun meira meðal kvenna en karla í septem- ber en eini hópurinn þar sem at- vinnuleysi hefur sveiflast á þessu ári er konur á höfuðborg- arsvæðinu. Atvinnuástand versnar yfir- leitt milli september og október vegna árstíðsveiflu því er lík- legt að atvinnuleysi aukist lítið eitt í októbermánuði ef mið er tekið af þróun undanfarin ár. Dregur úr atvinnuleysi Atvinnuleysi hefur minnkað hratt. Lundúnir gætu lamast ef fellibylur skylli á borginni. Líklegt er að meðalaldur fólks á vinnumarkaði á Vest- urlöndum hækki stöðugt. Því er spáð að vinnandi fólki á aldrinum 35-44 ára í Bandaríkj- unum muni fækka um 19% fram til ársins 2010 en að starfsfólki á aldrinum 45 til 54 ára muni fjölga um 21% og starsfólki á aldrinum 55 til 64 um 52%. Á áttunda áratugnum fjölgaði vinnandi fólki í Bandaríkjunum um 30% og um 12% frá tíunda áratugnum til dagsins í dag. Á næstu árum er ekki búist við nema 3% fjölgun og stöðnun á ár- inu 2010. Og það er ekki bara í Banda- ríkjunum sem þessarar þróunar er vart. Í Þýskalandi er búist við 27% fækkun starfsfólks á aldrin- um 35 til 44 ára, 19% í Bretlandi, 10% í Japan og 9% á Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Kynslóðin sem nú er á leið á eftirlaun er afar fjölmenn í Bandaríkjunum og óttast menn þar að ekki verði nægilega marg- ir til að sinna störfum þeirra þeg- ar það gerist. Þó er bót í máli að margir úr þessum hópi telja að vinnan göfgi manninn og hafa engan áhuga á að hætta að vinna á tilsettum eftirlaunatíma og eru ástæðurnar bæði fjárhagslegar og persónulegar. Eldra fólk getur verið afar hæfir starfskraft- ar en ætti samt að láta það vera að príla mikið upp um alla veggi. Vinnandi fólk eldist Atvinnuleysi hefur minnkað hratt undanfarna tvo mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.