Tíminn - 01.08.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.08.1975, Blaðsíða 1
«k C—.._ll.i — Landvélarhf KOMIÐ UPP UM HÓP AFBROTA- UNGUNGA A SAUÐARKROKI GERÐARDOAAUR VEGNA AAJÓLKÁRVIRKJU N AR Gsal—Reykjavík. — Skipaður hefur verið gerðardómur í deilumáli Rafmagnsveitna rikisins og tstaks h.f. en deilurnar eru sprottnar vegna galla i rörum sem RARIK keypti til Mjólkárvirkjunar, en Istak h.f. er verktakafyrirtæki þeirrar virkjunar. Deiluaðilar óskuðu eftir geröardómi. Gallar i áðurnefndum rörum voru allmiklir og þvi tók verkið við að tengja þau saman mun lengri tima en áætlað var i fyrstu. Telur tstak sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni af þessum sökum. Deilurnar snúast aðallega um það, hversu mikið tjón hafi orðið vegna rörgallanna, en ekki er enn fullljóst hvort RARIK muni stefna hinu þýzka fyrirtæki, sem smiðaði rörin, enda munu niðurstöður gerðardóms eflaust ráða þar einhverju um. leyti. Alls munu það vera allt að fjörutiu afbrot: innbrot, þjófnaðir, hnupl, rúðubrot og fleira: sem upplýst hafa verið og munu allt að 28 ungmenni, á aldrinum 14-17 ára vera flækt i málin að einhverju leyti. Kjarni þessa hóps er þó mun þrengri hópur drengja, liklega sjö eða átta drengir, sem virðist hafa starfað saman að afbrotum þess- um og hafa haft yfirstjóm á framkvæmd og skipulagningu þeirra. I flestum tilvikum hefur verið um litið þýfi að ræða hjá ung- mennum þessum, mest 30.000 krónur I innbroti i húsgagna- verzlunina Vökul á Sauðárkróki fyrir tæpum mánuði siðan. Hópurinn hefur gert nokkuð af þvi að brjótast inn i ibúðarhús og stela þaðan áfengi, bæði til eigin neyzlu og til þess að selja kunningjum sinum. Ungmennin 28, sem flækt eru i afbrot þessi, eru öll búsett á Sauð- arkróki, en einnig munu vera við- riöinnokkur ungmenni, sem sóttu skóla þar i vetur, en eru búsett annars staðar á landinu. Sumir þessara unglinga hafa komið mjög litiö nærri afbrotunum, en munu þess i stað vera flækt i ýmis konar óknytti. Afbrot af þessu tagi hafa verið nokkuð tiö á Sauðárkróki undan- farin ár og hafa farið svo vaxandi að það olli yfirvöldum nokkrum áhyggjum. Nýlega bættist þó að- staða lögreglunnar til rannsókna að mun, þegar hún fékk útbúnað til þess að taka fingraför og það voru einmitt fingraför, sem skilin voru eftir I verzluninni Vökull, sem urðu þessum afbrotaflokki að fótakefli. NÖFN LANDNEAAANNA Viö opnun Heklugarðs við Winnipegvatn á dögunum var af- hjúpuð minningartafla um fyrstu Islenzku landnemana þar en um helgina verður tslendingadagurinn haldinn hátiðlegur og þess sérstaklega minnzt að 100 ár eru liðin frá þvi fyrstu Is- lendingarnir komu til Nýja tslands og settust þar að. Á töflunni i miðjunni er mynd af Heklueyju og býli landnemanna númeruð inn á myndina. Á töflunum til beggja hliða eru svo nöfn land- nemanna. Sjánánar frásögn á bls. 3.Tímamynd: G.E. H.V. Reykjavlk. Lögreglan á Sauðárkróki, I samvinnu við em- bætti bæjarfógetans á Sauðár- króki, hefur nú upplýst mikinn fjölda innbrota og annarra af- brota, sem framin hafa verið þar á staðnum undanfarin tvö ár og virðist sem svo að hópur drengja á aldrinum 14-17 ára, hafi staðið að baki þessara afbrota að mestu Spáin fyrir verzlunarmannahelgi: SÓLARLAUST OG RIGNING UAA ALLT ® LAND 172. tbl. — Föstudagur 1. ágúst 1975 —59. árgangur 200 milljón sparnaður kynditæki rétt að hafa BH—Reykjavik. — A vegum við- skiptaráðuneytisins verður efnt til nokkurra námskeiða í meðferð og stillingu olíukynditækja. Til- gangur námskeiðanna er tvfþætt- ur, og miðar að þvl að draga úr oliukostnaði og auka öryggi með þvi að draga úr eldhættu af völd- um kynditækja. Talið er að minnka megi kostnað við ollu- kyndingu um allt að 200 milljón- um á landinu öllu. Mikill áhugi er á námskeiðunum og eru nú þegar fullskipað á tvö fyrstu námskeið- in, sem haldin eru I Vélskólanum I Reykjavik. Upphafið aö þessu var frum- kvæði nokkurra vélskólanema, sem undir stjórn kennara sins, Olafs Eirikssonar, héldu til ýmissa staða á landinu um sið- ustu páska og stilltu oliu- kyndingartæki með góðum árangri. Þórhallur Asgeirsson ráðu- neytisstjóri kvað eðli námskeið- anna, sem nú væri efnt til að vekja athygli á möguleikunum á sparnaði á oliu, sem væri sam- eiginlegt hagsmunaatriði allra landsmanna. Benti Þórhallur á, að reynslan heföi sýnt, að brennslunotagildi katla hefði hækkað um 10% að meðaltali á Akranesi i stillingarferð vélskóla- nema, og sýndi fram á, að næði slík stilling til allra oliu- kyndingartækja á landinu, gæti sparnaðurinn komizt upp i 200 milljónir króna. Þaö væri ljóst, að hér væri mikið i húfi, og við- skiptaráðuneytinu mjög I mun, að námskeið þessi væru haldin til að sérmennta menn I méöferö oliu- kyndingartækja. Unnar Stefánsson, framkv. stj. Sambands islenzkra sveitarfélaga skýrði Timanum frá þvi, að sam- bandið hefði hlutazt til um aö sem vlðast um land verði kerfisbundiö unniö að framgangi þessa mikla hagsmunamáls þess hluta lands- manna, sem býr við oliukyndingu húsa, og gengizt fyrir þvi, að hvetja sveitarstjórnir til að send- ur verði maður úr hverju byggðarlagi á námskeiöin, og greitt verði fyrir þátttöku með fjárhagsstuðningi úr sveitarsjóði. Unnar benti á, að þessir 44, sem þegar væru innritaðir á tvö fyrstu námskeiðin, kæmu frá þeim stöö- um og heföu framundan þau starfssvæði, aö öruggt mætti telja, að starf þeirra næði til mik- ils meirihluta þeirra landsvæða, sem ekki hafa hitaveitu. Þá undirstrikaði Unnar nauðsyn þess, aðhér yrði ekki staðar num- ið en fræðslustarfseminni haldið áfram, þar til I hverri sveit lands- ins verði til staðar menn, sem kunni að stilla og fara með oliu- kyndingartæki. Forstöðumaður námskeiöanna verður Sigurður Hilmarsson. Hann veitti blaðinu þær upp- lýsingar, að hér væri um 5 daga námskeið að ræða, og yrði tlminn notaður vel. Kennslan færi fram i húsakynnum Vélskólans og gæfist þátttakendum kostur á kaffi og mat á staðnum. svo timi fari ekki til spillis . Fyrsta námskeiðiö hefst 5. ágúst og það næsta 18. ágúst. Fyrirhugað væri að halda þriðja námskeiðið i lok ágúst, en ekki væri frekar ákveðið varð- andi það. Það væri augljóst, að fjölmargir, sem þörf hefðu fyrir leiðbeiningar sem þessar, ættu illa heimangengt i þessum mánuöi, og þvi yrði athugaö með siðari námskeiö. Þess skal getið, að námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu, aö þvi undan- skildu, að eitthvað þyrfti að Framhald á bls. 19 IMIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUi 1 Heimsmeistarinn í sleggjukasti | | keppir á íslandi-----------------------------------------------------------------------------► 11 Íiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Kvikmyndaklúbbur starfar í Tjarnar- bíóinu í vetur Gsal-Reykjavlk — Stúdentar og menntaskólanemar hafa ákveðið að starfrækja kvikmyndaklúbb I sameiningu og hafa stúdentar fengið vilyrði hjá stjórn Há- skólans um afnot af Tjarnarbíó við Tjarnargötu. Að sögn össurar Skarphéðinssonar hjá Stúdenta- ráði er ætlunin aö sýna kvik- myndir á þremur kvöldum I viku hverri n.k. vetur og tvær sýningar á hverju kvöldi og hefst starf- semin um miðjan september. Það er ennfremur ætlun þessa ný- stofnaða kvikmyndaklúbbs að koma á fót vlsi að kvikmynda- safni, hinu fyrsta hérlendis. Að sögn össurar hefur kvik- myndaklúbburinn enn ekki verið fyllilega mótaður og ýmis atriði varðandi hann enn óljós. Sagði össur að m.a. væri klúbburinn ekki búinn að fá loforö um hús- næöi á næstkomandi sumri en það væri stefna klúbbsins að standa einnigað kvikmyndasýningum að sumrinu til. össur sagði að þó að ýmislegt væri i deiglunni hvað þéssa starfsemi snerti, væri þó ljóst að klúbburinn myndi ekki starfrækja opinbert kvikmynda- hús. „Við losnum við ýmiss gjöld, sem yrðu okkur óbærileg, með þvi að hafa þetta lokaðan klúbb og eins er það, að myndir þær sem viö sækjumst eftir eru fengnar hjá öðrum kvikmyndaklúbbum sem lána myndir aðeins til ann- arra klúbba”, sagði össur. össur kvað það hugmynd klúbbsins að leggja grunninn aö kvikmyndasafni og sagði að þótt undarlegt mætti virðast, væru keyptar kvikmyndir tiltölulega litið dýrari en kvikmyndir sem leigðar væru til skamms tima. Sagði hann að aukakostnaðurinn væri þaö litill þótt myndir yrðu keyptar, að auðveldlega ætti að vera hægt að brúa það bil með þvi að klúbburinn stofnaði smærri klúbba eða „útibú” úti á lands- byggðinni, sem myndu fá myndirnar leigðar gegn vægu gjaldi, og greiða þannig auka- kostnaðinn. össur sagði að háskólaráð hefði brugðizt mjög vel viö þeirra áformum úm stofnun kvik- myndaklúbbs og m.a. hefði háskólaráð boðizt til að greiða þær tvær kvikmyndasýningarvAl- ar, sem klúbburinn þarf á að halda. „Háskólaráð hefur brugöizt eins vel við þessu og bezt verður á kosið, þó það sé hins vegar enn talsverðum erfiðleik- um bundið að fá ráðið til að sætt- ast á það sjónarmið, að við viljum einnig reka þennan klúbb á sumr- in”, sagði össur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.