Tíminn - 01.08.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.08.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 1. ágúst 1975 Flest fljótustu hross landsins á Vindheimamelum Gó-Sauðárkróki. Hestamót Skag- tiröinga verður að venju haldið um Verzlunarmannahelgina á Vindheimamelum og má búast við spennandi keppni, því að þar verða flest fljótustu hross lands- ins. Það hefst á iaugardag kl. 17 með undanrásum kappreiða. Á sunnudag hefst dagskráin kl. 14.00 með hópreið félagsmanna úr Léttfeta og Stiganda. Séra Gunnar Gisiason i Glaumbæ hef- ur helgistund. Gæðingakeppni fer fram i tveim flokkum og dæmt fyrir áhorfendum. Að lokum verða úrslit kappreiða og móts- slit. Þrir efstu hestar i hverjum flokki gæðinga fá áletraða bikara til eignar. Bræðurnir Arni Guð- mundsson og Hreinn Guðmunds- son á Sauðárkróki gefa farand- bikar i A-flokki gæðinga. Hann er gefinn til minningar um Blesa Árna Guðmundssonar, sem á sin- um tima var þekktastur gæðinga i héraði. Á 30 ára afmæli Stiganda s.l. vor gaf Halldór Sigurðsson gull- smiður félaginu fagran bikar, sem veita skal efsta alhliða gæðingi Stiganda ár hvert. Nú er keppt um báða þessa gripi i fyrsta sinn. 1 hlaupum er keppt um há peningaverðlaun. Einnig vinnast verðlaunapeningar til eignar. Undanfarin ár hafa landsmet verið sett á Vindheimamelum, eitt eða fleiri. Nú má búast við æsandi keppni, þar sem flest fljótustu hross landsins keppa. Gaman verður til dæmis að fylgjast með Loku Þórdisar Al- bertsson, sem nú keppir i fyrsta sinn i 80Ö metra hlaupi, en hún hefur verið nær ósigrandi i styttri hlaupum. Sami aðgangsmiði gildir báða dagana og börnyngrien 12 ára fá ókeypis aðgang. Sambandslaust meo öllu við slökkvistöð H.V. Reykjavik. —A miðvikudag var slökkvistöðin i Hafnarfirði al- gerlega sima- og talstöðvarsam- bandslaus, vegna þess að kapall slitnaði i jörðu á mótum Slétta- Hátíð í Árnesi um verzlunar- mannahelgina Ungmennafélag Gnúpverja efnir til þriggja kvölda hátiðar- halda I félagsheimilinu Árnesi um Verzlunarmannahelgina. A föstu- dagskvöld verður þar dansleikur þar sem fram koma hljómsveit- irnar Haukar og Pelican. A laug- ardagskvöldið leika Haukar fyrir dansi, en sérstakur gestur kvöldsins verður hinn góðkunni söngvari Engilbert Jensen. Hátiðinni lýkur svo á sunnudags- kvöldið með Haukum og einnig mun þá koma fram spánski söngvarinn og gitarleikarinn Ramón. Árnes er vel i sveit sett með til- liti til umferðar á Suðurlands- undirlendinu og ekki langt frá vinsælum tjaldsvæðum svo sem Þjórsárdal og Laugarvatni. Auk þess verður aðstaða til að taka ,á móti fólki á sjálfum staðnum en þar eru tjaldstæði og matsala verður i félagsheimilinu yfir alla helgina. Spænski söngvarinn og gltarleik- arinn Ramón verftur meðal þeirra, sem skemmta mönnum I Árnesi um helgina. hrauns og Flatahrauns i Haínar- firði. Kapallinn slitnaði af völdum verktaka, sem voru að grafa upp skurð, sem búið var að fylla. Verktakarnir bera að íegu kapalsins i skurðinum hafi verið breytt frá þvi sem vera átti og þvi hafi þeir ekki varazt hann. Að sögn lögreglunnar i Hafnar- firði er mjög algegnt að bæði sima- og rafmagnskaplar slitni i jörðu þar, þegar verktakar eða aðrir aðilar eru að grafa vegna einhverra framkvæmda. Getur þetta oft orðið til mikils baga og jafnvel stórtjóns. Fjórir stólu hljómflutnings- tækjum fyrir tæpa milljón H.V. Reykjavik, Rannsóknarlög- reglan i Reykjavik handtók i gær- morgun fjóra pilta um tvitugt, sem hafa við yfirheyrslur viður- kennt að hafa staðið að innbroti þvi, sem framiö var i vöru- skemmu Hafskip h.f. i Reykjavik, aðfaranótt mánudags siðast- liðins. Við leit fannst hjá piltunum allt þýfið, sem hvarf úr skemm- unni — fimm plötuspilarar, fjórir stereo magnarar og fjögur út- varpstæki i bifreiðar — en það er talið um 900.000 króna virði. Þann fyrsta af piltunum hand- tók lögreglan á miðvikudags- kvöld, en hina þrjá i gærmorgun. Tveir þeirra hafa komið litillega við sögu lögreglunnar áður. Sesar skal hann heita Diskótekið og matstaðurinn nýi við Ármúla 5 i Reykjavik hefur nú hlotið nafn og hefur veriö skirður Sesar. IDNVAL byggingaþjónusta BOLHQLTI 4 c 8-31-55 %Vv8-33-54 Sjónvarpsdagskróin með léttara móti ó næstunni BH-Reykjavik. — Sjónvarpið tekur til starfa I kvöld að loknu sumarleyfi, og að sögn Her- manns Jóhannessonar, dag- skrárfulltrúa, eru talsverðar nýjungar á döfinni, enda þótt dagskráin verði nokkuð I sama dúr og verið hefur, ef til vill þó með léttara móti fram að upp- hafi vctrardagskrár i byrjun október. Hermann tjáði Timanum i gær, að af framhaldsmyndum og þáttum væru þessir helztir fyrirhugaðir i september: í kvöld, föstudagskvöld, hefst nýr sakamálamyndaflokkur, sem nefnist „Skálkarnir”. Enda þótt hann fjalli um banka- rán, þykir sýnt að hann sé byggður á sannsögulegum at- burðum i sambandi við lestar- ránið fræga. A sunnudaginn verðurfluttur fimmti þáttur Jökuls Jakobs- sonar, en óvist er enn hversu margir þessir þættir verða. Á mánudaginn hefjast svo þættir um Onedin aftur, en þeir virðast óendanlegir og vinsæld- irnar eftir þvi. A þriðjudaginn i næstu viku veröur fluttur fyrsti þátturinn af þrettán um upphaf og þróun þýzkrar kvikmyndagerðar og nefnast þættir þessir „lifandi myndir”. A miðvikudag verður fluttur fyrsti þáttuninn af sex, sem gerðir hafa verið um Gunnlaugs sögu ormstungu. Teikningar eru með þáttum þessum, og hefur Haraldur Einarsson gert þær, en Óskar Halldórsson les sög- una. Föstudaginn 8. ágúst verður fluttur skemmtiþáttur um söng- konuna Diönu Ross, en þátt- urinn er framleiddur af sömu aðilum og framleitt hafa aðra vinsæla söngvaþætti, sem sýnd- ir hafa verið i sjónvarpinu, m.a. þátturinn um Denis Rousseau. Laugardaginn 9. ágúst hefjast svo læknaþættirnir viinsælu að nýju. Nú heita þeir „Læknir i vanda” (Doctor atLarge) og að venju byggðir á sögum Richards Gordon. Nú er sú breyting á orðin, að Upton er ekki með, sagður vera kominn til Bandarikjanna, svo að skipt hefur verið um aðalpersónuna, og nú er það Duncan, sem er mest áberandi. Það er ómögu- legt að segja, hversu margir þessir þættir verða, — en byrjað á 13 og siðan séð til. Sama kvöld verður þáttur Rolf Harris, en eitthvað er ósýnt af þáttum hans. Þriðjudaginn 12. ágúst hefjast svo að nýju sýningar á banda- risku gamanmyndasyrpunni „Love American Style”, sem hlotið hefur nafnið „Svona er ástin”, en þar eru sýndar 2-3 myndir I hverjum þætti. Loks er svo þess að geta, að miðvikudaginn 13. ágúst hefjast sýningar á myndaflokknum „ShouldertoShoulder” sem enn hefur ekki hlotið islenzkt heiti, en fjallar um kvenréttinda- baráttuna i Bretlandi og þá aðallega þær Pankhurst-mæðg- ur. Þættir þessir þykja spenn- andi og hafa náð vinsældum miklum, en þeir eru 6 talsins. Þetta eru helztu nýjungar hjá sjónvarpinu i ágúst-mánuði, hvað snertir framhaldsmynda- flokka. ELDBORG MEÐ 500 LESTIR — BRÆÐSLA AÐ HEFJAST AF KRAFTI BH-Reykjavik. — Eldborg GK kom til Siglufjarðar i gær um kl. fjögur og landaði um 500 tonnum af loðnu. Veiddist loðnan á svipuðum slóöum og áður, norð- vestur af Kolbeinsey, við Isbrún- ina. Jónas Bjarnason, vigtarmaður á Siglufirði veitti Timanum þær upplýsingar i gær, að nú myndi verða farið að bræða i SR46-verk- smiðjunum, þar eð eitthvert magn aö ráði Hefði fengizt, en a.m.k. fyrsta loðnan, sem til Siglufjarðar barst, hefði verið sett i SRP, sem til þessa hefur annazt beinabræðslu. Kvaðst Jónas hafa heyrt, að eitthvað væri að nótinni hjá Guð- mundi RE, en það fengum við ekki staðfest I gærkvöldi, þar eð ekki náðist i Hrólf skipstjóra. Jónas Bjarnason kvað atvinnu,- lifiö fjörugt á Siglufirði, nógur fiskur væri i báðum frystihúsun- um, og ekki sakaði, að nú bættist loðnan við. Skjálfandafljót Fréttir frá Skjálfandafljóti hafa ekki hingað til fyllt dálka Veiöihornsins en nú ætlum við að gera nokkra bragarbót. Svo lengi sem menn vita, hef- ur lax gengið I neðri hluta fljóts- ins, upp að Barnafossi, Ullar- fossi og hindrun i Skuldaþingeyjarkvisl. Arið 1971 var stofnað veiði- félag, er skiptist I A-deild, neðan fossa, og B-deild, ofan þeirra. Deildirnar hafa samvinnu um fiskvegagerð og fleira. Lokið er laxastiga upp I Djúpá, og að mestu ofar I ánni framhjá raf- stöðvarstiflu, og verður þá lax- gengt upp I Ljósavatn, en jafn- framt er þetta áætlaður áfangi þess, að laxgengt verði framhjá Goðafossi, upp um Bárðardal. Sprengd var hindrun úr Skuldaþingeyjarkvisl, og far- vegur hennar á fljótseyrum lagaður með jarðýtu, en ekki hefur það reynzt varanlegt. Sumariö 1974 veiddust á stöng tæplega 200 laxar og um 600 silungar á svæöi A-deildar, en stundun veiði var oft ekki mikil einkum varð silungsveiðin út- undan. Nú I sumar er stangveiðidög- um skipt með útdrætti i 12 hluta. _ 10 hluti leigja menn I nágrenni fljótsins og á Húsavik og Akur- eyri. 1. hluti ætluðu Reykviking ar að leigja, en drógu sig til baka, vegna sérstöðu, sem þeir töldu sig þurfa að fá, meiri en féll að kerfinu. Þessa 2 hluti hef- ur þvi deildin sjálf. Hver leigutaki notar og selur veiöileyfi svo sem til vinnst, en sameiginlegir sölu- og upp- lýsingaaðilar eru Hótel Húsavik og Sportvöruverzlun Brynjólfs Sveinssonar á Akureyri. Verö á laxastöngum er I almennri sölu kr. 4.000,00 en silungsstengur kosta kr. 1.000,00 og kr. 200.00 eftir svæðum. Skjálfandafljót er jafnan fremur seint á ferð með veiði, enda er veiöitimi til 20. septem- ber. I vor var lengi kalt, en svo kom alllangur kafli mikilla hlý- inda með jökulkorg I fljótinu. Þvi er I raun nýlega fariö aö veiðast, en hins vegar gæti vel veiðzt allvel til 20. september. Laugardagskvöldið 26. júli var skráð veiöi 21 lax, að meðal- þyngd um 11 pund — og um 100 silungar. Umsjónarmenn veiðibóka eru Bragi i Landamótsseli fyrir Barnafellshvamm, sem ekki er til sölu á opnum markaði, Vé- steinn i Vaði fyrir austurbakka og Friðgeir i Felli fyrir vestur- bakka. Friögeir á litið veiðihús I Fellsskógi, sem I sumu má kalla listaverk. Þar munu veiöimenn við fljótið geta fengið að koma inn — og jafnvel gista, ef þeir hafa með sér svefnpoka. Kunnugum veiðimönnum mun þykja gott að frétta, að vel er nú jeppafært alla leið suöur aö Skipapolli — og að möl verðúr viö tækifæri dreift á neðri veg i Fellsskógi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.