Tíminn - 01.08.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.08.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 1. ágúst 1975 TÍMINN LEITAÐ AÐ STEFNU Þjóðviljinn boðar þá trú siðastliðinn sunnudag að nii sitji að völdum veik rlkisstjórn, sem hafi yfirleitt allt vinnandi fólk á móti sér. Ýmislegt fleira er þar sagt um ráðleysi rikisstjórnar- innar og er svo að skilja sem rit- höfundinum finnist að þjóðin sé skattplnd mjög um þarfir fram. Það er rétt að Alþýðusam- bandið hefur lagt áherzlu á lækkun skatta. Hins vegar er mörgum óljóst hvernig það mál er hugsað. A að afla rlkisfjár öðru vlsi en nii er gert? Eða á að færa niður tekjuöflun rlkissjóðs og þar með greiðslur hans? Ekki er um það að ræða nú að fjár sé aflað I rlkissjóðinn um- fram daglegar þarfir. Nú er þess skammt að minn- ast að Alþýðusambandið átti aðild að rlkisstjórn um þriggja ára skeið. Var reksturskostnað- ur rikisins skorinn niður þau ár- in? Varð einhver sérstakur samdráttur I skriffinnskunni á opinberum skrifstofum? Svo var ekki. Og það er ekki kunnugt um neinar sérstakar sparnaðartillögur þeirra Alþýðubandalagsmanna á þvi sviði. Samt er eflaust hægt að spara ýmislegt I opinberum rekstri. Sjálfsagt gæti það numið nokkr- um tugum milljóna. En það er ekki kunnugt um neinar flokks- legar tillögur/ sem máli skipta I þessum efnum og raunar engar tillögur svo stórkostlegar að þær breyti heildarsvip fjárlaga. Hvað vill svo þetta vinnandi fólk, sem er á móti rikisstjórn- inni? Vill það minnka framlög til verklegra framkvæmda? Það er nú öðru nær. Fólkið er framfarasinnað. Það veit lika að það er dýrt að hafa svo lé- legar hafnir að skemmdir á skipum I þeim nemi hundruðum milljóna. Það veit að lélegir vegir eru dýrir I viðhaldi og notkun. Það veit að drykkfelld þjóð þarf dýra löggæziu. Það vill hafa góð sjúkrahús og vand- aða skóla. Og svo má lengi telja. Vill þetta vinnandi i'ólk al- mennar launahækkanir eða lengdan vinnutima án launa- hækkana? Ekki hafa menn heyrt það á Þjóðviljanum. Það er vlst tæp- ast þörf á að nefna aðra eins fjarstæðu.'Enþaðer vorkunnar- mál að vilja leita af sér allan grun. Skyldi þetta vinnandi fólk vilja spara á almannatrygging- um? Mun það ekki sönnu nær að Þjóðviljinn telji ráðagerðir um slikt höfuðglæp? Skyldi þá þetta vinnandi fólk óska eftir verulegum niður- skurði I skólamálum? Það munu engir hafa heyrt á Þjóðviljanum, þó að ýmsir myndu sjálfsagt vera til viðtals um það. Kannski vill þetta vinnandi fólk fella niður niðurgreiðslur á almennum neyzluvörum? Eflaust fengjust sumir til að taka undir það, án þess þó að vilja taka það á sig i hækkuðu verði. Það er enginn vandi að finna vinnandi menn, sem fall- ast á að rétt væri að minnka við aðra vinnandi menn I öðrum starfáðópum. Þær tillögur eru engan veginn allar sanngjarn- ar. En vlst ættu samtök vinn- andi manna að ræða meira um eðlilegt og sanngjarnt launa- hlutfall. En það kemur ekki við afstöðu til rlkisstjórnarinnar eins og sakir standa. Þegar Magnús Kjartansson var ráðherra talaði hann stund- um af karlmannlegum mann- dómi og raunsæi um þjóðmálin. Þá átti hann til að leggja mat á það hvort gundvöllur væri til almennrakauphækkana. Þá bar þar við.að hann sagði að ekki væru neinar „efnahagslegar forsendur fyrir raunverulegum kauphækkunum", „þær yrðu aðeins gervihækkanir, sem brynnu tafarlaust upp I báli verðbólgunnar". í samræmi við þetta vildi hann þegar svo stóð á,að löglega umsamin kauphækkun væri ógilt og afturkölluð. Hann vissi það að lögmál efnahagslifsins verða ekki umflúin. Verðbólgu- bálið var staðreynd þó að. Alþýðubandalagið sæti I rlkis- stjórn. Óraunhæf kauphækkun var eldsneyti á það bal. Þegar Magnús Kjartansson átti sæti I ráðherrastól og ræddi um þessi efni talaði hann um „Htilsigld viðhorf" og „lágkúru- legan pólitlskan tilgang" þeirrar stjórnarandstöðu, sem ekki vildi viðurkenna þetta. Það var nú þá. Það má lengi um það deila að hve miklu leyti einn timi sé sambærilegur við annan. Það má lika deila um hversu hátt kaupgjald efnahagurinn beri. Og það má deila um réttmæti rikisiítgjalda og tekjustofna rikissjóðs. En þyki mönnum útgjöldin of mikil verða þeir að segja til um hvaða greiðslum eigi að hætta. Þyki álögurnar ranglátar eiga menn að segja hvernig þeir vilja haga skattheimtunni. Menn eru raunverulega ekki viðræðuhæfir um málin fýrr en þeir gera grein fyrir sliku. Það er ekki unnt að taka mark á þeim. Þess vegna eru margir, — hlutfallslega margir, — les- endur Þjóðviljans, sem spyrja nú: Hvað vill Alþýðubandalagið? Hvaða ríkisútgjöld vill það skera niður? Og I hópi vinnandi manna eru þúsundir sem spyrja: Hvað vill Alþýðusambandið? Vill það minni verklegar framkvæmdir, minni trygg- ingar, minna skólahald eða hvað? Sé ekki svo, hvernig vill bað þá afla rikisfjár? Er það frekja að spyrja? H.Kr. Nokkrar athugasemdir um framkvæmdir við Lagarfoss og rann- sóknir vegna Bessa- staðaárvirkjunar. Þann 11. júll slðastliðinn birt- ist I fjórum dagblöðum grein frá fréttariturum þeirra hér á Egilsstöðum, þar sem settar voru fram spurningar og gagn- rýni á stjórn framkvæmda við Lagarfoss og á Fljótsdalsheiði og þvi varpað fram hvort um só- un fjármuna væri þarna að ræða. Afrit af þessari grein var send Valgarði Thoroddsen framkvæmdastjóra Rafmagns- veitna rikisins. Viðbrögð Rafmagnsveitnanna við þessari grein voru þau, að fulltrúar fyrirtækisins voru sendir á vettvang til þess að skýra málin fyrir okkur og boð- uðu þeir til fundar hér daginn áður en beðið var um birtingu greinarinnar. Þakka ég fyrir mitt leyti þessi skjótu viðbrögð. Ég var þvl miður fjarverandi, þegar þessi fundur var haldinn og þess vegna hefur dregizt lengur en æskilegt væri að gera grein fyrir honum I þessu blaði. Hins vegar mætti Vilhjálmur Sigurbjörnsson þar I minn stað og hlýddi á röksemdir fundar- boðenda. Það sem fram kom — Gagnrýni okkar beindist eink- um að þremur atriðum, eins og fram hefur komið. Launasamn- ingum, flutningi húss upp að Grenisöldu á Fljótsdalsheiði og kostnaði við mötuneyti við Lagarfoss og I Fljótsdal. Svör þau sem fram komu við þessum atriðum voru þau, að heimild hefði skort frá ráðuneyti til þess að flytja húsiö, þegar færi var betra, þ.e. fyrr I vor. Launa- samningar upp á 14 tlma með 100% álagi heföu verið gerðir til skamms tima við óvenjulegar aðstæður og kostnaður við mötuneyti væri fullkomlega sambærilegur við kostnað á öðr- um stöðum hjá Rafmagnsveit- unum t.d. við Mjólkárvirkjun. Valgarð Thoroddsen hefur Itrekað þessar röksemdir I blöð- um. Þá voru rædd á fundinum atriði sem snertu bilanotkun Rafveitumanna og leigu þeirra á bllaleigubílum, og viöskipti Jón Kristjánsson, fréttaritari Tímans á Egilsstöðum: Nokkrar athugasemdir um framkvæmdir við Lagarfoss og rannsóknir vegna Bessastaðaárvirkjunar við vélaverkstæöi I ein- staklingseigut sem er við Lagarfoss. Þá bar á góma bilanir og hönnunargallar við Lagarfoss þ.á.m. það atriði að brúarstólpar snua þvert upp I strauminn I fljótinu, einnig leki I stöðvarhúsi. Það var fátt um svör við slðastnefndu atriðunum tveimur og virtust Rafveitu- menn helzt vilja halda sig við þau atriði sem fram komu I áðurnefndri blaðagrein. Svörin litt sannfærandi Það er skemmst frá þvl að segja, að mér finnst það, sem fram hefur komið I þessum mál- um ekki breyta þeirri skoðun minni, að þarna mætti ráðstafa fjármunum af meiri hagsýni en raun ber vitni og framvinda mála slðustu vikurnar hefur styrkt mig I þeirri trú. Kostnaður I mötuneyti er þannig uppsettur að efnið i mat- inn er 740 krónur á dag, annað 498 krónur, samtals 1238 krónur á, mann. Eftir þessu ætti efnið I matinn fyrir fimm manna fjöl- skyldu að kosta kr. 111.000.00 á mánuði og svo annað dæmi sé tekið fæði fyrir einstakling kr. 36.140.00 á mánuði. Mér finnst þessar tölur tala skýru máli. Ég hef ekkert á móti þvi að vel sé gert við menn I mat,sem vinna fjarri heimilum slnum, en það er anzi breytt bil á milli þess sem daglaunamenn verða að láta sér nægja og þess kostnað- ar, sem þarna er tilgreindur. Það var upplýst að bíla- kostnaður Rafveitunnar væri mun meiri heldur en þyrfti að vera,ef Rafveitan ræki eigin bila og er vel að slikar upplýsingar koma fram og er slikt um- hugsunarvert fyrir þá aðila,sem þessum málum ráða. Ég er hiklaust þeirrar skoð- unajr að Rafmagnsveitur rfkis- ins hefðu átt að kaupa vélaverk- stæðið við Lagarfoss og reka það, þegar þeir tóku við fram- kvæmdum þar. Verkstæðið er eingöngu notað við virkjunar- framkvæmdir og það er harla léttvæg röksemd, að ekki hefði verið aðgangur að hæfum iðnaðarmönnum ef nefnt verk- stæði hefði verið I þeirra eigu, ég get ekki skilið þá ráðstöfun að kaupa alla verkstæðisvinnu út með verkstæðisálagi og láta iðnaðarmönnunum I té frltt fæði og uppihald, þó þetta virðist vera gott og'gilt I augum þeirra, sem þessum málum ráða. Framkvæmdir á Fljótsdalsheiði Flytja þurfti húsið upp á Grenisöldu til þess að það yrði tilbúiö, þegar landið yrði tilbuið til rannsókna og launasamning- arnir sem áður eru nefndir voru nauðsynlegir við þá fram- kvæmd. Þetta eru samandregn- ar röksemdir, sem svar við fyrstu tveimur liðunum sem við settum upp I grein okkar. Nú er framkvæmdir þannig á vegi staddar á téðum stað, að húsið stendur hálfgert inn á Grenisöldu, en þess má geta, að landmælingamenn hafa þar af- drep. Unnið er nii við boranir I Valþjófsstaðafjalli, sem er um 600 metra hátt og er ætlunin að bora þrjár holur I fjallið til þess að kanna bergið, eina holuna neðarlega I fjallinu, og er nii unnið við hana, næsta hola verð- ur boruð i fjallsbriinina og hin þriðja inn á heiði við væntanlegt inntak úr miðlunarlóninu. Einn- ig stendur til að bora nokkrar holur við hugsanlegt stiflustæði til þess að kanna þar undirlagið. Vegaslóði liggur upp á f jallið meðfram Bessastaðaá og er nii unnið að vegarlagningu inn að Grenisöldu og einnig er nauð- synlegt að gera akfæran slóða að væntanlegum borholum til þess að unnt sé að komast þar um með tæki. Þessi vegarlagn- ing er algjör forsenda áfram- haldandi framkvæmda á þess- um slóðum og eru 16. milljónir króna ætlaðar til þessara fram- kvæmda. Siðast þegar til fréttist voru þarna I vinnu ein mokstursvél, tveir vörubilar og 14 tonna jarðýta sem notuð er til þess að moka úr hlössum. Hin stórvirku tæki jarðýtan og mokstursvélin eru nýttar sem svarar c.a. 1/3 af afkastagetu þeirra, menn geta gert sér það I hugarlund, hversu mikil vinna það er fyrir 14 tonna jarðýtu að moka úr hlössum eftir tvo vöru- blla. Meðan þessu fer fram er fjöldi vörubíla verkefnalitill hér um slóöir svo ekki getur skortur á vörubllum verið ástæðan fyrir þessu ráðslagi. Vegagerö er eins og lýst hefur verið algjör forsenda fyrir öllu, sem gera á á þessum slóðum og ætti að ganga fyrir öllu öðru, en þannig er að henni staðið,að stórvirk tæki eru ekki hálfnýtt og eru að sjálf- sögðu á timakaupi. Hver er skýringin á þessu? v Þess má geta, að ekki hefur reynzt unnt enn þá að koma upp aðstöðu fyrir starfsfólk á heið- inni þrátt fyrir flutningana frægu i vor, og er ekið I mat nið- ur I Fljótsdal og mat ekið inn á Grenisöldu á jeppa. Útvarpsfrétt Að lokum verður ekki komizt hjá þvi að geta um útvarpsfrétt af áðurnefndum fundi sem var vægast sagt villandi. 1 fréttinni segir orðrétt: „Þrátt fyrir þær skýringar sem fram koma á fundinum birtist bréf fréttarit- ara óbreytt I dagblöðunum i morgun. A fundinum var ijallaö um ýmis fleiri atriði, sem flest voru smávægileg (leturbr. min). svo sem greiðsla fyrir vélarleigu, viðgerðir og þess háttar. Meðal annars kom fram hjá fréttariturunum, að þeir teldu eðlilegra að Rafmagns- veitan ætti eigin bila að öllu leyti, og ræki eigin verkstæði, fremur en að kaupa slika þjón- ustu af heimamönnum. Þá kom fram gagnrýni á það, að mötu- neyti Rafmagnsveitunnar kaupa talsvert af mat I verzlun- um á Egilsstöðum, I stað þess að kaupa I heildsölu I Reykjavlk eða á Akureyri." Það er að sjálfsögðu mat fréttamannsins hvort honum finnst þau atriði,sem rædd voru smávægileg. Hitt vil ég benda á, að heimamenn geta látið bilum I eigu Refmagnsveitnanna I té ýmsa þjónustu og einnig geta heimamenn unnið á verkstæði sem Rafmagnsveiturnar eiga. Hitt er svo rangfærsla að það hafi verið gagnrýnt að kaupa mat i verzlunum á Egilsstöðum — gagnrýnin beindist að óvenju- legum Iburði I mat. Þá skal það tekið fram að sá misskiiningur virðist hafa komið inn hjá for- ráðamönnum RARIK og frétta- manni útvarpsins, að blaða- greininni margnefndu yrði stungið undir stól eftir fundinn. Þessari grein var ætlað að birt- ast til.þess að henni yrði svarað opinberlega þvi þessi mál eru ekki einkamál fréttaritara h'ér á Egilsstöðum og Rafmagns- veitna rikisins. Ekki skal það látið hjá liöa að geta þess, aö þegar Sveinn Arnason hafði samband við Ólaf Sigurðsson fréttamann.höfund þessarar út- varpsfréttar og fór fram á birt- ingu athugasemdar, þá fékk hann það svar að þetta mál væri útrætt I útvarpsfréttum og við það situr. Mér finnst þessi framkoma vægast sagt einkennileg og væri fróðlegt að fá skýringu á henni. Egilsstöðum 27. júli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.