Tíminn - 01.08.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.08.1975, Blaðsíða 9
TÍMINN Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Kekkonen Það var rétt ráðið af Geir Hallgrimssyni for- sætisráðherra, að hefja mál sitt á leiðtogafundin- um i Helsinki með þvi að færa Finnum sérstakar þakkir. Orð forsætisráðherra féllu á þessa leið: ,,1 upphafi máls mins vil ég ekki láta undir höf- uð leggjast, að færa Finnum, gestgjöfum okkar og vinum, verðskuldaðar þakkir fyrir að gera okkur kleift að hittast i hinni fögru höfuðborg þeirra. Við dáumst ekki aðeins að þvi, hve vel Finnar hafa undirbúið þriðja áfanga þessarar ráðstefnu með skömmum fyrirvara, heldur hljót- um við einnig að lýsa þakklæti okkar i garð for- seta Finnlands og finnsku rikisstjórnarinnar fyrir ómetanlegt framlag til þess, að unnt hefur reynzt að stofna til og leiða ráðstefnu þessa til lykta. Finnar hafa hér enn sýnt, trúir sögu sinni, að þeim tekst hið ómögulega." Þessi ummæli Geirs Hallgrimssonar eru vissu- lega verðskulduð. Enginn einn maður á meiri þátt i þvi en Kekkónen forseti,að öryggisráðstefn- an komst á laggirnar og hefur náð þeim árangri, sem nú er fagnað um viða veröld. Það er hlutverk forseta Finnlands að móta utanrikisstefnu lands- ins, og það hefur Kekkonen gert með miklum myndarbrag. Þótt Finnar fylgi hlutleysisstefnu vegna legu landsins og allra aðstæðna, hafa þeir siðustu árin tekið mjög virkan þátt i alþjóðlegu samstarfi og oft og tiðum haft athyglisverða for- ustu. Þannig njóta Finnar mikils álits á vettvangi Sameinuðuþjóðanna, eins og sést á þvi, að finnsk kona skipár nú æðsta embættið, sem kona hefur skipað þar. Þess ber íslendingum svo sérstaklega að minn- ast, að vegna atbeina Kekkonens forseta voru Finnar sú þjóð Norðurlanda, seni studdi okkur bezt, þegar fiskveiðilögsagan var færð út i 50 mil- ur. Það hefur mjög komið til orða, að Kekkonen forseta yrðu veitt næstu friðarverðlaun Nobels. Vissulega er erfitt að benda á annan mann, sem er verðugri til að hljóta þau að þessu sinni. AAannleg samskipti 1 ræðu sinni fagnaði Geir Hallgrimsson forsæt- isráðherra réttilega niðurstöðum öryggisráð- stefnunnar. Forsætisráðherra rakti nokkuð efni þeirra og sagði m.a.: „Ég tel, að samþykktir ráðstefnunnar um auk- in mannleg samskipti, upplýsingamiðlun og menningartengsl séu mjög þýðingarmiklar. Einstaklingar eru ekki frábrugðnir rikjunum að þvi leyti, að þeir vilja vera sjálfstæðir og sinnar eigin gæfu smiðir, án þess að þeim sé haldið i skefjum af ósanngjörnum lagaboðum. Ferðafrelsi einstaklinga, óheft upplýsinga- miðlun og eðlileg samskipti milli einstaklinga, hvar sem þeir búa, skyldra og óskyldra, án tillits til þjóðernis eða kynþáttar, allt eru þetta sjálf- sagðar kröfur nútimamanna. Enda er fram- kvæmd þeirra visasti vegurinn til að eyða for- dómum, vantrausti og ástæðum til vigbúnaðar- kapphlaups." Vafalitið er sá kafli yfirlýsingarinnar, sem f jalla um aukin mannleg samskipti, mikilvægasti þáttur hennar. Batnandi sambúð i Evrópu getur oltið mjög á þvi, hvernig við þetta verður staðið. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Verður Angola skipt í þrennt? Stórveldin keppa um náttúruauðæfin þar SÍDASTA stóra nýlendan I Af- riku, Angola, á samkvæmt samkomulagi, sem náðist milli frelsishreyfinganna I ný- lendunni og portúgalskra stjórnarvalda i janúarmánuði siðastliðnum, að öðlast fullt sjálfstæði 11. nóv. næstkom- andi. Vafasamt er nú, að þvi marki verði náð, og alveg eins liklegt, að þá standi enn borg- arastyrjöld i landinu. Astæðan er á yfirborðinu sú, að þrjár frelsishreyfingar með ólik pólitisk sjónarmið berjast um yfirráðin i landinu, en að baki þeim standa stórveldin, sem vilja eiga itök i Angolu I fram- tiðinni, sökum hinna miklu auðæfa landsins. Angola, sem er um 480 þús. fermilur að flatarmáli, verður eitt auðug- asta land Afriku. Auk góðra landbunaðarskilyrða. býr landið yfir miklum náttúru- auðæfum i jörðu, m.a. oliu. Átökin i Angola minna nú að mögu leyti á átökin I belgisku Kongó, nú Zaire, fyrir 15 ár- um, þegar allt logaði þar i meira og minna vopnuðum á- tökum milli stjórnmálaflokka og ættflokka, en á bak við reru svo stórveldin undir og reyndu að tryggja sem bezt hagsmuni sina. Atökunum lauk með ein- ræði Mobutu, sem virðist all- tryggur i sessi, en ut á við hefur hann helzt hallað sér að Bandarikjunum og Kina, og hefur það haft viss áhrif á at- burðina i Angola, eins og siðar verður vikið að. Ibtíar I Angolu eru um 5,8 milljónir talsins, og skiptast I marga mismunandi stóra ætt- flokka, sem oft eldu saman grátt silfur. Það hefur ekki dregið úr átökunum. PORTÚGÖLUM gekk tiltölu- lega vel að losa sig við völdin I Mosambik og Guinea-Bissau, þvi að I báðum þessum lönd- um var fyrir ein samstæö sjálfstæðishreyfing. í Angolu er þessu öðru visi farið, þvi að þar eru hreyfingarnar þrjár og allar tilraunir til að sætta þær hafa hingað til farið út um þúfur. Elzt þessara hreyfinga er FNLA, hin þjóðlega frelsis- fylking Angola, sem hefur Savimbi aðalfylgi sitt I norðurhluta landsins I héruðunum, sem eru næst Zaire, enda hefur hún haft bækistöðvar sinar að mestu I Zaire. Foringi hennar er Holden Roberto, sem er mágur Mobutu einræðisherra I Zaire. Þessi hreyfing hefur notið stuðnings Zaire og oftast er talið, að hún njóti einnig stuðnings Bandarikjanna. Þá er talið, að Kínverjar hafi stutt hana I seinni tlð, þott hún sé engan veginn sósiallsk. Kinverjar hafa stutt hana vegna þess, að hún er aðal- keppinautur þeirrar hreyfing- ar, sem talin er i tengslum við Sovétrikin. FNLA hefur all- miklum her á að skipa, en er talin laus I reipunum að öðru leyti. Næstelzta hreyfingin I Angola er MPLA, þjóðar- hreyfingin til frelsunar Angola. Hún hefur aðallega fylgi sitt I miðhluta landsins, þar sem var um skeið allöflugt konungsríki. A þessu svæði hafa Portúgalar líka tekið sér mest bólfestu, og er það á marga hátt þróaðasti lands- hlutinn. MPLA þykir njóta þess, en hún er sögð hafa flest- um menntuðum mönnum á að skipa. Tvlmælalaust er hún lika bezt skipulögð, en lélegur vopnabúnaður hefur háð henni þar til siðustu misserin. Talið er, að hún hafi fengið vopn frá Austur-Evrópu, og allnáin tengsli séu milli hennar og Sovétrlkjanna. Hún er lengst til vinstri af frelsishreyfingun- um I Angola og þykir stefna að hreinum kommúnisma. For- ingi hennar er Augustinho Neto. Yngsta hreyfingin m er UNITA, bandalagið um algera frelsun Angola. Þessi hreyfing hefur aðalfylgi sitt I suður- hluta landsins. Hún segist stefna að afrfkönskum sóslal- isma og hefur engin tengsli við erlenda aðila. Hun er þvi illa vopnum búin og hefur litlum her á að skipa, enda reynir hún að sneiða hjá átökum. Vegna þess er taliö, að hún hafi unnið sér -vaxandi fylgi meðal almennings að undan- förnu. Leiðtogi hennar er Jonas Savimbi, sem um skeið var utanrikisráðherra FNLA, en sagði skilið við þá hreyf- ingu 1964. AÐ UNDANFÖRNU hafa aðalátökin staðið milli MPLA og FNLA. Hörðust hafa þau verið um höfuðborgina, Lu- anda, sem telur um 300 þús. manns. Astæðan er m.a. sögð sú, að komið hefur til orða að skipta landinu I þrennt I sam- ræmi við yfirráðasvæði hreyf- inganna, en Luanda er á mörkum yfirráöasvæða MPLA og FNLA, en þó frekar á svæði FNLA. Báðar hreyf- ingarnar hafa haft herbæki- stöðvar I Luanda. MPLA hóf óvænta sókn I Luanda fyrir nokkru og tókst að yfirbuga að mestu hersveitir FNLA þar. FNLA hefur nii safnað liöi, sem stefnir til höfuðborgar- innar, og er þvi óttazt, að mik- il átök geti hafizt þar að nýju. Herstjórnin i Portugal var um skeið talin veita MPLA ó- beinan stuðning, en heldur mun hafa dregið úr þvi I seinni tið. Portúgalar eru nú sagðir hafa mestan áhuga á að komast frá Angola sem fyrst, en þeir hafa þar enn milli 20 og 30 þús. manna her. Um 500 þús. hvitra manna hafa verið búsettir i Angola, en um 100 þús. þeirra hafa þegar farið þaðan. Mikill fjöldi þeirra, sem eru eftir, vill komast burtu og hefur jafnvel komið til orða, að skipuleggja brottflutninga á hvltu fólki frá Angola, ef borgarastyrjöldin þar magnast. Talið er, að sið- an um áramót hafi um 6000 manns fallið I átökum MPLA og FNLA. Héraðið Cabinda, sem ligg- ur við Kongófljót og er aðskillð frá Angola með landræmu, sem tilheyrir Zaire, hefur slð- ustu áratugina verið I stjórn- arfarslegum tengslum við Angola. Frelsishreyfingin þar vill nú slita þessum tengslum og lýsa yfir sjálfstæði Cabinda. Ekki þykir ósenni- legt, að Bandarlkjamenn séu hér á bak við, en I Cabinda er að finna einar auðugustu ollu- námur I Afriku, og hafa ame- rlsk ollufélög hafið þar vinnslu, sem eykst stöðugt. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.