Tíminn - 01.08.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.08.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 1. ágúst 1975 • I Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 84 eftir handlegg hans. Rambo lá í þykkum óþverra, sem þrengdi sér gegnum rifnar skyrtur hans og snerti kvið hans. Hann heyrði væl yfir höfði sér og flöktandi vængjaslátt. Jesús guðssonur — þetta voru leðurblökur. Hann lá í saur þeirra og nú voru um sex kvikindi/ sem skriðu á höndum hans og nörtuðu. Þetta voru ruslætur, sem nærðwst á eigin úrgangi og dauðum leðurblökum^ sem féllu á gólf ið. Þær gátu hæglega étið heilt hræ — og' nú nörtuðu þær í húðina á hóndum hans, ftambo hörfaði aftur í trylltri skelf ingu. Hann lamdi þær af höndum sér, rak höf uðið í og hlífði hvergi illa förnum rif jum sínum. Þessar leðurblökur voru smitberar. Þriðjungur sér- hverrar leðurblökuholu voru smitberar. Færi svo að þær vöknuðu og skynjuðu hann,var vel líkíegt að þær gerðu áráá og hyldu hann, sibítandi, á meðan hann öskraði. — Hættu þessu, sagði hann við sjálf an sig. Þú leiðir at- hygli þeirra aö þér. Hættu að öskra. Vængjaslátturinn var að aukast. Rambo gat ekki stillt sig. Hann öskraði meðan hann krafsaði sig aftur á bak. Loks var hann aft- ur kominn út á sylluna. Hann burstaði hendur og hand- leggi. Hann vildi vera þess f ullviss að þær væru ekki enn sitjandi á sér. En fann hann fyrir þeim. Þá f laug honum annað i hug: KANNSKI ELTA ÞÆR MIG.... Hann hörf- aði því enn lengra frá opinu inn í holuna.... Hann var áttavilltur í myrkrinu. Annar fótur hans dinglaði fram af syllunni. Það munaði minnstu að hann félli fram af. Við þetta greip hann enn meiri skelf ing, svo hann þaut í gagnstæða átt og rakst á klettavegg. Hann skalf allur og þurrkaði af sér rakan óþverrann á steininn. Einnig reyndi hann að strjúka af skyrtunni. Skyrtan. Eitthvað | Auglýsácf ilimanumi var að klóra á kvið hans. Rambo greip kvikindið og kramdi það. Svo: henti hann hræinu af öllu af li inn í hol- una. Leðurblökur. Pestarbæli. Sjúkdómar. úldin fýlan af saurnum þrengdi sér i nasir hans og háls. Þannig hafði námamaðurinn þá dáið. Leðurblökurnar. Kvikindin höfðu bitið hann án þess hann yrði þess var. Nokkrum dögum seinna altók sjúkdómurinn vesalings manninn, sem reikaði vitstola gegnum skóginn, inn í námuna, út úr henni, svo enn einu sinni inn í hana og niður í sprunguna. Loks féll hann niður og drapst. Vesalings ræfillinn. Sjálfsagt hefur hann haldið að einmanaleikinn væri að fara með sig. Að minnsta kosti til að byrja með. Þegar ó- ráðið heltók hann var hann orðinn of aðframkominn til að bjarga sér. Eða vissi hann kannski undir það síðasta, að ekkert gat hjálpað honum. Kannski skreið hann þarna inn til að deyja án þess að valda smiti eða hættu fyrir aðra. — Kannski hvað? Kannski þetta og kannski hitt. Hvern f jandann þykist þú vita um það, sagði Rambo við sjálfan sig í huganum. Hann hefði ekki leitað niður í rök göngin ef hann hefði smitazt. Þá hefði hann alls ekki þolað vatn eða raka. Þú ert bara að ímynda þér að þú drepist svona sjálf ur. EF ÞÆR ÉTA ÞIG ÞÁ EKKI ÁD- UR. Hvaðerégeiginlegaað rausa? Leðurblökurnar geta ekki étið mig. Að minnsta kosti ekki þær sem hér eru. En hvað þá um bjöllurnar? Rambo var enn sjálfandi og nötrandi, en hann barðist t hetjulega við að telja kjarkinn í sjálfan sig. Inni í leður- * blökuholunni var golan greinilega sterkari. En sú leið var honum ófær. Hann vissi ekki hvaða leið hann átti að fara til að komast í efri göngin. Nú var komið að því að horfast í augu við staðreyndir. Hann var kominn í sjálf- heldu og komst hvorki af tur á bak né áf ram. Þó gat hann ekki með nokkru móti fengizt til að trúa því, að svo væri komið fyrir sér. Hann &arð að berjast við skelf inguna og ímynda sér að til væri leið út. Hann varð að setjast upp við klettavegginn og reyna að jafna sig. Kannski dytti hann of an á rétta leið út úr þessum ógöng- um, ef hann hugleiddi málið nógu gaumgæfilega. Gall- inn við þetta var bara sá, að hann vissi f ullvel, að aðeins var ejn leið fær. Inn á eftir golunni í leðurblökuholuna. Hann vætti varirsínar og saup úr málmflöskunni vatnið. — Þú veizt að þú verður að fara þara inn til kvikind- anna, ekki satt, sagði hann við sjálfan sig. Annað hvort það eða að sitja hér og drepast úr sulti og verða veikur af rakanum og deyja þannig. Eða þá að f remja sjálfsmorð. Þér var kennt að gera það líka, í æf ingabúðunum. Eins konar varaskeif a ef ske kynni að atburðarásin bæri mót- stöðuaf lið of urliði. En auðvitað geri ég það ekki. Jaf nvel þóttégdrepisteða missi meðvitund er alltaf möguleiki á því að þeir leiti í sprungunum þar til þeir rekast hingað inn og finna mig meðvitundarlausan. En til þess kemur aldrei. Ég verð að fylgja golunni inn í þessa viðbjóðslegu leðurblökuholu. Ég veit hvað verður að gera, ekki satt? Föstudagur 1. ágúst 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 tþróttir- Nýjustu fréttir og myndir frá iþróttaviö- burðum. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 21.35 Skáld og vikingur-Norsk kvikmynd um ferðir vikinga fyrr á öldum og um hinn dæmigerða viking Egil Skallagrimsson, heiðingja, skáld og bardagamann. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. Atriði úr þessari mynd voru sýnd hér fyrir sex árum I myndaflokknum „Áslóðum vlkinga". (Nord- vision-Norska sjónvarpið) 22.25 Skálkarnir (The Villains) Nýr, breskur sakamálamyndaflokkur. 1. þáttur. George. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Myndaflokkur þessi greinir frá bankaráni og eftirmál- um þess. Ræningjarnir, níu talsins, sleppa úr varðhaldi, og greinir siðan frá ferli og athöfnum hvers þeirra. 23.15 Dagskrárlok Föstudagur l'. ágúst 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „1 Rauðárdalnum" eftir Jó- hann Magnús Bjarnason Orn Eiðsson les (4). 15.00 Miðdegistónleikar Guiseppe di Stefano syngur lög frá Napoli. Hljómsveit Iller Pattacinis leikur með. N.B.C. sinfóniuhljómsveitin leikur „Furutrén I Róm", sinfóniskt ljóð eftir Respighi: Arturo Toscanini stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar 17.30 „Sýslað I baslinu" eftir Jón frá PálmholtiHöfundur les (9). 18.00 Mig hendir aldrei neitt" stuttur umferðarþáttur I umsjá Kára Jónassonar. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Frá sjónarhóli neyt- enda: Meistarakerfið og húsbyggjandinn Reynir Hugason ræðir við tvo iðn- meistara úr Keflavlk um galla meistarakerfisins. 20.00 Frá tónlistarhátiðinni i Helsinki i fyrrahaust Sinfóniuhljómsveitin i Vln leikur undir stjórn Carlo Maria Giulini Sinfónlu nr. 11 c-moll op. 68 eftir Brahms. 20.50 Ljós á vegi. Séra Björn Jónsson flytur erindi um fyrstu prestana i vestur-is- lenzkum söfnuðum. 21.10 Novelettur op. 21 nr. 1, 3 og 4 eftir Schumann Dmitri Blago leikur á pianó. 21.30 Útvarpssagan: „Hjóna- band" eftir Þorgils gjall- anda Sveinn Skorri Höskuldsson les (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. tþróttir Umsjón: Jón Ásgeirsson. 22.40 Afangar Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.