Tíminn - 02.08.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.08.1975, Blaðsíða 1
Landvélarhf 173. tbl. — Laugardagur 2. ágúst 1975 — 59. árgangur TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 SAMNINGAFUNDIR UAA KJÖR UNDIRMANNA Á KAUPSKIPAFLOTANUM BH-Reykjavik. — Það hefur flogið fyrir, að samkomulagið hafi verið 'fellt á þeim forsendum, að farmenn væru óánægðir með tollfriðindi sin, enda sama talan óbreytt frá 1968. Þetta tel ég ekki vera alls kostar rétt, og hefur margt annað komið til. Nií liggur fyrir fyrirheit fjármálaráðherra um að taka þetta atriði til endurskoðunar. Þetta fyrirheit gefur ekki tilefni til nýrrar at- kvæðagreiðslu, eitt sér, og er stjórn Sjómannafélagsins að at- huga, hvaða atriði önnur skipta máli i þessu sambandi. Þannig komst Sigfús Bjarnason hjá Sjómannafélagi Reykja- vikur að orði, er Timinn ræddi við hann I gær, vegna þess að undirmenn á kaupskipum felldu i allsherjaratkvæðagreiðslu samkomulag, sem gert hafði verið um kjör þeirra. Kvað Sigfús hafa verið efnt til fundar með útgerðarmönnum á fimmtudag, strax er úrslit atkvæðagreiðslunnar voru kunn, og væri annar fundur ákveðinn á miðvikudaginn. Bað Sigfús Timann að geta þess sérstaklega, að kaup undir- manna á kaupskipum væriþvióbreytt eins og það var 1. marz sl. og yrði svo, þangað til nýtt samkomulag hefi verið gert. Grenvíkingar snúastgegn veiðiþjófum ASK-Akureyri. — Viðhöfum mjög rökstuddan grun um, að veiði- . þjófnaðir hafi átt sér stað, en okk- ur vantar sannanir fyrir þvi, áður en hægt er að kæra nokkurn sér- stakan, sagði Pétur Axelsson, formaður Veiðifélagsins Strengir á Grenivik. Að sögn Péturs munu það vera sjómenn úr nágranna- byggðarlögunum, sem stundað hafa veiðiþjófnað i Gilsá í Hval- vatnsfirði, þegar landleiðin frá Grenivik er ófær á vorin, en það hefur viðgengizt árum saman, að menn hafi lagt net og dregið fyrir enda hægt um vik, þegar engir mannabústaðir eru nærri. Þá mun það oft hafa komiö fyrir, að bátar hafa verið uppi undir landsteinum en horfið skyndilega, er mannaferða varð vart i landi, og tvisvar sagði Pét- ur, að net nefðu verið skilin eftir i fjörunni, en bátur horfið til hafs, er ferðamenn birtust þar óvænt. Veiðifélagið Strengir hefur i hyggju að reyna að auka silungs- gegnd með þvi að sleppa i Gilsá 2-3000 bleikjuseiðum á næstunni, og sagði Pétur, að félagið hefði fullan hug á þvi að vakta ána- a.m.k. til að byrja með til þess að koma i veg fyrir frekari veiði- þjófnaði. Hvassafell í áætlun á nýjan leik FJ-Reykjavilc. Viðgerð á Hvassafelli er nú lokið og sigldi skipið frá Kiel i gær- kvöldi áleiðis til Arkartgelsk. Hjörtur Hjartar, fram- kvæmdastjóri skipadeildar StS tjáði Timanum, að i gær hefði borizt skeyti frá skip- stjóranum á Hvassafelli og sagði hann allt I bezta lagi. Hvassafell strandaði við Flatey 7. marz sl. og náðist á flot aftur 14. mai. Að lokinni bráðabirgðaviðgerð á Akur- eyri var skipið svo dregið út til Kiel. Hjörtur sagði, að viðgerðin hefðikostaðá annað hundrað milljónirkróna, en allt tjónið vegna strandsins -skipti hundruðum milljóna. Mesta útilifshelgi ársins fer I hönd. Um land allt eru tjöldin að risa. Ungir sem aldnir leita á vit lands sins, og undir kvöldið fara primusarnir að suða á Hornafirði og Horn- ströndum og alls staðar þar á milli, og yngsta og elzta kyn- slóöin unir I næði i tjöldunum, meðan gáskakynslóöin svlfur á dansi á pöllum og gólfum. Timinn óskar lesendum slnum ánægjulegrar helgi með frið- sæld til handa þeim, sem eftir þvl sækjast og heilbrigða skemmtun þeim, sem þess óska helzt. Getum ekki lengur l'itið á ávísun sem staðgreiðslu — segja útsölustjórar í „ríkinu" AKUREYRINGAR ÍHUGA SORPMÖLUN ASK-Akureyri. Akureyringar henda 10 tonnum á dag i rusla- tunnurnar, en það jafngildir um 50-55 rúmmetrum. Iðnaðarfyrir- tæki láta frá sér hér um bil sama magn og af þvi er um það bil helmingur brennanlegur, en nokkuð betur gengur að brenna það, er úr heimahusum kemur. Þetta kom fram I skýrslu er Stefán Stefánsson bæjarverk- fræðingur á Akureyri gerði, en i skýrslunni er fjallað um kosti og ókosti á nútíma sorpeyðingu á Akureyri, en eins og kunnugt er þá hafa bæjarbúar haft sorp- hauga á Glerárdal undanfarin ár sem hafa vakið mismikla hrifn ingu. í skýrslunni er bent á tvær að- ferðir sem til greina koma við eyðinguna, sorpbrennsla og sorp- mölun, en hið siðarnefnda er talið mun heppilegra. Allur rekstrar- kostnaður við mölunina er mun minni en við brennslu, auk þess sem mengunarhætta er af reykn- um og þvi vatni sem hugsanlegt væri að nota til hreinsunar á honum. Við mölunina minnkar rúmmál sorpsins um 50% og allt að 85% eftir þjöppun á haugstæði. Þá er hugsanlegt að nota malaða sorpið til að dreifa yfir það sem hvorki er hægt að mala eða brenna. Mölunin krefst engrar flokkunar úr sorpinu þvi kvörnin sjálf kastar frá sér hlutum- sem ekki malast undir 40 mm.Mesti ókosturinn við brennslu er sá að fyrir hana þarf að flokka sorpið og tina úr því hluti,sem bæði er óþrifalegt og dýrt. Til Akureyrar er einnig ekið sorpi frá Kristnesi og Svalbarðs^ eyri, en ekki væri það óhugsandi að fíeiri staðir kæmu inní spilið. Ekki er það endanlega ákveðið hvenær væri hugsanlegt að bæjarbúar fái fyrrgreinda sorp mölun og enn sem komiö er hefur einungis eitt tilboð komið utan- lands frá. Um kostnað i sambandi við þau tæki er ekki hægt að segja, bæði var ekki uppsetning- arkostnaður reiknaður með né heldur tollar og önnur gjöld. Gsal-Reykjavík — Otsölustjórar hjá áfengisiitsölunum hengdu i gær upp tilkynningu I verzlunum sinum, þar sem vakin er athygli á þvi, að frá og meö 11. ágUst verði áfengi aðeins afgreitt gegn peningagreiðslu. Tilkynningin vakti að vonum mikla athygli og er Timinn leitaði til skrifstofustjóra Afengis- og tóbakseinkasölunnar kom I ljós, að honum var ekki kunnugt um fyrirætlan útsölustjóranna. ,,Þeir hafa sett þessa tilkynningu upp alveg á eigin ábyrgð" sagði hann. Útsölustjóri einn sem við höfðum tal af sagði að þetta væru samræmdar aðgerðir útsölustjór- anna. „Við berum ábyrgð á fjár- mununum og innistæðulausum ávlsunum fer sifjölgandi, — og við getum ekki þolað þetta ástand lengur." Ataldi hann bankana harðlega i þessu sambandi og sagði að nú væri svo komið að þeir gætu ekki lengur litið á ávlsun sem staðgreiðslu. „Við er- um staðráðnir I að losa okkur við þessa bunka af innistæðulausum avisunum" sagði hann. Strax og fréttir um uppsetningu áðurnefndrar tilkynningar bárust til stjórnvalda i gærdag, var formlega óskað eftir þvi af ráðu- neytis hálfu að taka til- kynninguna niður. Þess I stað lofaði ráðuneytið útsölustjórun- um viðræðum um þeirra vanda- mál og leiðir til úrlausnar á þeim. TILKYNNING Samkv, 13. «f. oicn9iOaga nr. 82 Í969 er ohcimiit 08 oíheruío öícngi i útiiit- um ATVR ncmo gogrt staðyrOiStlu. Vcgna stowkms fjofda ltwsta»SuloM«Ki óvisuno vcrðui- óítnyi oS«ns ofgrcitr í ' utsölum ÁTVR gogn pofiineogreiÖsÍU író 09 mtsS II. ágúsí 1975. Útsölustjorar ÁTVR SMYGL Tollverðir hafa fundið smyglvarninglM.s. Skaftá, er skipiö var i Reykjavlkurhöfn nýkomið frá Antwerpen og Hamborg. Um var að ræða 150 flöskur af áfengi, sem að mestu leyti var 75% vodka og 1200 vindlinga. Meginhluti varningsins var falinn milli þilja i stýrishúsi skipsins. Fjdrir skipverjar, sryrimaður, háseti, matsveinn og vélstjóri hafa viðurkennt að vera eigendur smyglvarnings- ins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.