Tíminn - 02.08.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.08.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 2. ágúst 1975 Þekkið þið" * hann? Biðum við, — hver er þetta? Jú, er þetta ekki Ford Bandarikja- forseti. Eins og oft hefur sézt i blöðum, þá eru margir, sem halda þvi fram, að Ford sé gam- aldags i hugsun, og ræður hans séu daufgerðar og litið skemmtilegar. Hann þyrfti, segja sumir, að reyna að vera svolitið nútimalegri i fram- göngu og ræðum sinum og á blaðamannafundum. Ljós- myndari, sem heitir Alfred Ge- scheidt, fékk rakara og hár- jollumeistara nokkurn til að hjálpa sér við að taka þessar ljósmyndir með ýmiss konar tæknibrellum, og sýndi á ann- arri þeirra Ford forseta með „villimannagreiðslu”, en á hinni myndinni er forsetinn sýndur með venjulega nýtizku herragreiðslu. Sjáið þið bara hvað þetta breytir manninum, segir Alfred Gescheidt ljós- myndari. Ekki er vist, að allir séuþósammála honumum.að þessi breyting á Gerald Ford sé til bóta, en svo vongóður var hárkollumeistarinn, að hann sendi þessar myndir til Hvita hússins, og rakarinn sagðist vera reiðubúinn til þjónustu fyrir forsetann hvenær sem hann óskaði þess! ☆ ☆ Feðgar á ferð — og báðir í ^ vangadans Söngvarinn frægi Tom Jones hefur n-Sagt skilið við konu sina, og sést nú meir á dansgólfum skemmtistaðanna en á sviðinu. Nýlega var hann á ferð á Spáni ásamt hinum stórvaxna syni sinum, Mark, sem er 18 ára. A næturklúbbi i Madrid voru með- íylgjandi myndir teknar af þeim feðgum. Tom Jones dansar við stúlku, sem heitir Martha Heaver, og er mikil vinkona hans þessa dagana, eins og myndinsýnir. Mark, sonur hans dansar við ljóshærðat?) spænska stúlku, sem heitir Marola Pinto. DENNI DÆMALAUSI „Mér þykir leiðinlegt að segja þér það, en jójóið mitt kom ekki til baka.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.