Tíminn - 02.08.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.08.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 2. ágúst 1975 TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Augiýsingastjóri: Steingrimur Gfsla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur í Aðalstræti 7, sfmi 26500. — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Verðtryggt sparifé Hér i blaðinu var fyrir nokkru bent á nauðsyn þess, að vextir yrðu lækkaðir, en i staðinn kæmi til athugunar að auka verðtryggingu sparifjár. Siðan þessu var hreyft hér i blaðinu, hefur birzt grein um þetta efni i Fjármálatiðindum eftir Jóhannes Nor- dal bankastjóra við Seðlabankann. í grein Jóhann- esar Nordals segir m.a.: ,,Verðgildi fjármagns má tryggja með tvennum hætti. I fyrsta lagi með vöxtum, sem á hverjum tima eru nógu háir til þess að vega á móti verð- rýrnun höfuðstólsins og skila um leið nokkurri raunverulegri ávöxtun. Við skilyrði tiltölulega hægrar verðbólgu er þetta vafalaust einfaldasta og hagfelldasta leiðin, og vonandi tekst að skapa þau skilyrði að nýju, áður en mjög langt liður. Á meðan verðbólgan er á svipuðu stigi og verið hefur siðustu tvö árin, er hins vegar nærri þvi óhugsandi að tryggja viðunandi ávöxtun með breytilegum vöxtum einum saman. Við þær aðstæður er verð- trygging eina raunhæfa leiðin, enda hefur hún ver- ið tekin upp i vaxandi mæli siðustu árin. Á þessu ári má búast við þvi, að verðtryggður sparnaður verði i heild um 3000 millj. kr. Er hér einkum um þrennt að ræða: a) útgáfu verðtryggðra spariskir- teina og happdrættisbréfa af hálfu rikissjóðs, b) verðtryggð lán lifeyrissjóða og fjárfestingarlána- sjóða og c) skyldusparnað. Verðtrygging er þvi þegar orðin mikilvægur þáttur i þvi að afla fjár til opinberra framkvæmda og til útlána fjárfesting- arlána. Verðbólguþróunin hefur leikið fjárhag fjárfest- ingarlánasjóðanna grátt og það með ýmsu móti. Vegna óraunhæfra útlánavaxta hefur eigið fé flestra sjóðanna rýrnað verulega að verðgildi sið- ustu árin, jafnframt þvi sem eftirspurn eftir lánsfé hefur stóraukizt, þar sem lántakendur hafa átt visan verðbólguhagnað. Til að anna eftirspurninni hefur verið gripið til þess ráðs að afla vaxandi hluta af ráðstöfunarfé sjóðanna með erlendum lántökum eða verðtryggðum lánum innanlands. Er áætlað, að erlent lánsfé muni nema nálægt 30% af ráðstöfunarfé fjárfestingarlánasjóðanna i heild á árinu 1975, en verðtryggt innlent fé um 20%. Það liggur i hlutarins eðli, að þessi þróun kallar á rót- tæka endurskoðun á lánskjörum sjóðanna.” 1 framhaldi af þessu rekur Jóhannes Nordal efni lagaákvæða, sem sett voru á siðasta þingi um að tryggja, að fjárfestingarlánasjóðir endurláni það fé, sem þeir hafa til umráða með hliðstæðum kjör- um og þeir sæti sjálfir. í framhaldi af þessu þurfi að fara fram almenn endurskoðun lánskjara og komiþar einkum tvennt til greina. Jóhannes Nor- dal segir: ,,1 fyrsta lagi endurskoðun á lánskjörum lifeyr- issjóða, en verðtrygging á fé þeirra er brýn nauð- syn, ef þeir eiga að geta tryggt félögum sinum við- unandi lifeyri i framtiðinni. Er ekki óeðlilegt, að lánskjörum þessum verði breytt með hliðsjón af hinum nýju lánskjörum fjárfestingarlánasjóða. 1 öðru lagi er timabært að athuga að nýju, hvort ekki sé rétt að koma á flokki verðtryggðs sparifjár i innlánsstofnunum. Með þvi móti mætti bæði bæta hag sparifjáreigenda, sem svo mjög hefur hallað á að undanförnu, og um leið efla sparifjármyndun og getu bankakerfisins til að mæta brýnum rekstr- arfjárþörfum atvinnulifsins.” Hér er vissulega hreyft mikilsverðu máli og ef til vill þvi stærsta, sem gæti hamlað gegn verðbólg- unni og verstu afleiðingum hennar, en þar er átt við meðf erðina á sparifj áreigendum. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT v;: Kínverjar vingast við nógrannaþjóðir Vílja sýna að þeir séu góðir nágrannar MEÐAN Brézjnef heldur frið- arræður I Helsinki og vestræn- ir leiðtogar, eins -og Wilson, fagna yfirlýsingum hans um viðurkenningu á landamærum og bætta sambúð, berast frétt- ir og greinar út um allan heim frá Peking, þar sem kveður við talsvert annan tön. Þar er þvi haldið fram, að friðartal Rússa sé áróður einn og þeir séu aðeins að blekkja vestræn- ar þjóðir með þessu hjali sinu. Rússneskir kommúnistaleið- togar stefni eftir sem áður að heimsyfirráðum og þvi væru það hin mestu mistök, ef leið- togar vestrænna rikja létu eitthvað blekkjast af friðar- ræðum þeirra. Fyrir vestræn- ar þjóðir sé nauðsynlegt, að efla nú varnir sinar sem mest og vera viðbúnir, þegar friðargriman fellur af þeim Brézjnef og Kosygin. Arbeiderbladet i Osló birti fyrir nokkru sýnishorn af þessum áróðri Kinverja. Eitt þeirra er á þessa leið: „Brézjnef-klikan fylgir I fót- spor Hitlers og reynir að drottna yfir heiminum. Með þvi að bera saman orð og verknað rússnesku endur- skoðunarsinnanna annars vegar og Hitlers hins vegar, er auðvelt að komast að raun um, að þá dreymir ekki aðeins um heimsyfirráð, heldur haga þeir sér alveg eins og hann i viðleitni sinni til að full- nægja hinum brjálaða metn- aði sinum.” Það dregur að sjálfsögðu ekki úr þessum áróðri Kln- verja, að þeir hafa fundið tals- vert góðan jarðveg fyrir hann vestantjalds. Ýmsir hægri menn i Bandarlkjunum taka undir hann og deila á Ford og Kissinger fyrir undanláts- semi. Þó finnur hann hvað beztan jarðveg meðal kristi- legra demókrata i Vest- ur-Þýzkal., en Josef Strauss, sem er nú sennilega áhrifa- mesti leiðtogi þeirra, hefur heimsött Kina og hlotið þar konunglegar viðtökur. Fyrir atbeina Strauss reyndu kristi- legir demókratar að hindra það i þinginu á siðustu stundu, að Helmut Schmidt færi til Helsinki og undirritaði yfir- lýsinguna, sem hefur hlotið Marcos forseti Chiang Ching, kona Mao, og samþykki á öryggisráðstefn- unni. Þeir báru einkum við at- burðunum i Portúgal. Bæði sósialdemókratar og frjáls- lyndir demókratar höfnuðu þessu. JAFNHLIÐA þvi, sem Kin- verjar deila þannig á Rússa, telja þeir sig hina mestu frið- arsinna og afneita öllum til- hneigingum til að gera Kina að yfirgangsömu heimsveldi. Þeir segjast láta sér nægja að ráða i eigin landi. Eina kraf- an, sem þeir geri til nábúa sinna, sé að eiga við þá frið- samlega sambúð. Forustu- menn Kinverja láta ekki held- ur sitja við orðin ein i þessum efnum. Þeir hafa að undan- förnu reynt að árétta þessa yf- irlýstu stefnu sína i verki. í raun réttri má segja, að þeir grlpi nú hvert tækifæri til að sýna I verki, að þeir stefni ekki að afskiptum af málum ná- granna sinna, heldur vilji hafa sem bezta sambúð við þá, án tillits til þess, hvort þeir búa við kapitaliskt eða kommún- istískt stjórnarfar. Siðan Vietnamstyrjöldinni lauk, hafa stjórnendur þeirra rikja i Suðaustur-Asiu, sem eindregnast fylgdu Bandarikj unum og höfðu þvi ekki stjórn- málasamband við Kina, reynt a6 vingast við stjórnendurna i Peking. Þeir hafa gert þetta með hálfum huga, enda viður- kennt að það væri verðskuld- að, þótt þeim yrði tekið kulda- lega i fyrstu. Sú hefur hins vegar ekki orðið raunin. Þeg- ar þeir Marcos, forseti Filippseyja og Kukrit, forsæt- isráðherra Thailands, komu til Peking I vor var þeim tekið eins og þar væri um gamla og Cou En-lai forsætisráðherra góða bandamenn að ræða. Ekki aðeins náðist samkomu- lag um að taka upp stjórn- málasamband, heldur um stóraukin viðskipti. Jafnframt gáfu leiðtogarnir i Peking yfirlýsingu um, að þeir myndu engan stuðning veita skæru- liðunum I þessum löndum, þar sem slikt væri afskipti af inn- anlandsmálum þeirra. Jafn- framt hvöttu leiðtogarnir i Peking Kinverja, sem eru bú- settir i Thailandi og á Filipps- eyjum, til að sækja um borg- araréttindi þar, en margir þeirra hafa ekki viljað gera það ogviljað láta lita á sig sem útlendinga. Kinversku leiðtog- arnir lýstu yfir þvi, að um- ræddir Kinverjar gætu ekki vænzt neins stuðnings frá Kina. Þá var samið um, að Kina seldi olíu til bæði Filipps- eyja og Thailands á verði, sem er lægra en heimsmarkaðs- verð. Þá lýstu kinversku leið- togarnir yfir stuðningi sinum við bandalag Suðaustur-Asiu, en i þvi eru nú Thailand, Malaysia, Singapore, Filipps- eyjar og Indonesia. Til árétt- ingar þvi hefur verið samið um, að bandalagið sendi sér- staka búfræðinganefnd til Kina, er kynni sér landbúnað þar. Nefndin mun koma til Kina i september. ÞANNIG sýna Kinverjar nú mikið friðarandlit I Asiu, alveg eins og Rússar gera það i Evrópu. Samkeppnin milli kommúnistisku stórveldanna virðist þannig um sinn hvetja þau til að sýna sem friðsam- legasta sambúð i verki. Von- andi verður framhald á slikri samkeppni þeirra. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.