Tíminn - 02.08.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.08.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 2. ágiist 1975 ItMINN 11 « Umsjón: Sigmundur ó. Steinarssoni^= ÖRN EIÐSSON... sést hér met bofthlaupssveit kvenna — Erna, Lilja, Ingunn og Sigrún —sem setti nýtt met iTromsöf 4x440 m hlaupi (4:01,4 mfnútur). „MEISTARAMÓTIÐ VERÐUR FJÖRUGT OG SKEMMTILEGT" „Ég reikna fastlega með þvi að meistaramótiö verði fjörugt og skemmtilegt, sérstaklega I hlaup- unum,” sagði örn Eiösson, for- maður FRt um 50. Meistaramót tslands, sem fer fram á Laugar- dalsveilinum n.k. þriðjudag og miðvikudag. „Auðvitað vonast maður eftir tslandsmetum. Ef veörið verður gott má alltaf búast við að einhver met fjúki,” sagði örn. Það má búast við spennandi keppni á meistaramótinu, þar sem allt okkar bezta frjáls- íþróttafólk verður i sviðsljósinu, og að sjálfsögðu stefnir það allt að þvl að ná Olympiulágmörkunum og tryggja sér farseðilinn á OL I Montreal 1976. Keppnisgreinar á meistaramótinu verða þessar: Kailar, fyrri dagur: 200 m hlaup, 800 m hlaup, 5000 m hlaup, 400 m gr.hl. 4x100 m boðhlaup, kúlu- varp, spjótkast, hástökk og lang- stökk. Seinni dagur: 100 m hlaup, 400 m hlaup, 1500 m hlaup, 110 m gr. hl., 4x400 m boðhlaup , stangarstökk, þristökk, kringlukast og sleggju- kast. Konur, fyrri dagur: 100 m gr.hl., 200mhlaup, 800 m hlaup, 4x100 m boðhlaup, hástökk, kúluvarp og spjótkast. Seinni dagur: 100 m hlaup, 400 m hlaup, 1500 m hlaup, 4x400 m boð- hlaup, kringlukast og langstökk. — segir Örn Eiðsson, formaður FRÍ SIGURÐUR ÞJÁLFAR STJÖRNUNA — Miklar líkur á, að hann leiki einnig með 3. deildarliðinu SIGURÐUR EINARSSON, hinn þekkti handknattleiks- maður úr Fram, hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildariiðs Stjörnunnar úr Garðahreppi næsta keppnistimabil. íþróttasiðan hefur frétt, að miklar líkur séu á þvi, að Sig- urður leiki einnig með Stjörn- unni i vetur. Ef af þvi verður, þá mun Sigurður verða mikill styrkur fyrir Stjörnuna og ætti liðið að eiga mikla möguleika á að tryggja sér aftur 2. deild- arsætið, sem það missti sl. keppnistimabil. Sigurður hef- ur unnið sér gott orð sem þjálfari, þegar hann var þjálf- ari hjá Fram og Gróttu. KR- ingar komniré á skot- skóna KR-ingar unnu stórsigur (7:0) yfir KA i hinum ári. minningarleik um Jakob Jakobsson knaltspyrnu- mann, sem háður var á Akureyri. Mörkin fyrir KR-skoruðu þeir Baldvin Elíasson (3), Atli Þór Héðinsson (2), Hálfdán örlygsson og Stefán Sigurðsson. Hér á myndinni fyrir ofan sést Hálfdán vera búinn að lcika á einn Akur- eyring i leiknum. (Timamynd ASK) Stjórn KSÍ aefur Vals- mönnum „grænt Ijós" — eiga að leika gegn Celtic 16. september ★ Leika Keflvíkingar gegn Dundee daginn dður? Stjóm KSt hefur gefið Valsmönn- um „grænt Ijós” á að leika Evrópuleikinn gegn Celtic á Laugardalsvellinum þriðjudag- inn 16. september, eða einum degi áður en Keflvikingar áttu að mæta Dundee á vellinum. Stjórn KSt telur, þrátt fyrir hörð mót- mæli Kcflvikinga, að hún geti ekki komið i veg fyrir, að Vals- menn leiki þann 16. — þar sem heimilt er aö skipta á leikdögum i Evrópukeppninni, svo framar- lega sem leikur er ekki settur á sama dag og annar leikur fari fram i sömu borg. Fjórir af sjö stjórnarmönnum KSl héldu fund i sömu borg. Fjórir af sjö stjórnar- mönnum KSt héldu fund um þetta á fimmtudagskvöldið og var þá greitt atkvæði um það að Valur léki 16. september —atkvæði féllu þannig að þrir voru með þvi, en einn á móti. Þá var það til um- ræðu á fundinum hvort það væri ekki rétt að fresta fundinum um þetta viðkvæma mál þar til að all- ir stjórnarmeölimir (7) væru mættir. Fundurinn (3 gegn 1?) taldi það ónauösynlegt. Keflvikingar, sem upphaflega áttu aö leika gegn Dundee United þann 17. september, eru nú að kanna þann möguleika, að færa leikinn fram um tvo daga — 15. september — eða fram fyrir leik- dag Vals og Celtic. Þeir hafa haft samband við Dundee, sem segist verða tilbúið að koma hingað og leika mánudaginn 15. september, þar sem sá leikdagur hentar Dundee betur en miðvikudagur- inn 17. september. Stjórn KSI hefur tilkynnt að hún komi ekki i veg fyrir að Keflvlkingar leiki gegn Dundee mánudaginn 15. september, þar sem leikdagurinn rekist ekki á leikdag Vals. ÞÓRUNN ENN Á FERÐINNI — setti nýtt met í 100 m flugsundi SUNDDROTTNINGIN Þórunn Alfreðsdóttir úr Ægi setti nýtt Is- landsmct i 100 m flugsundi i Laugardalslauginni á fimmtu- dagskvöldið. Þessi unga og efni- lega sundkona synti vegalengdina á 1:10,1 minútu. Þá setti boðsundsveit Ægis — karla — met i 4x100 m boðsundi. Sveitin synti vegalengdina á 4:32,6 mínútum. ÞÓRUNN ALFREÐSDÓTTIR. HERMANN SKALLAÐI SELFOSS Á BÓLAKAF HERMANN GUNNARSSON. HERMANN GUNNARSSON var heldur betur I essinu sinu þegar Valsmenn unnu stórsigur (8:0) yfir Selfyssingum i 16-liða úrslitum bikarkeppninnar á Laugardalsvellinum. Hermann skaut Selfyssinga á bólakaf — skoraði 5 mörk i leiknum — öll með skalla, en hin mörk Vals- manna skoruöu þeir Guðmundur Þorbjörnsson, Alexander Jó- hannesson og Atli Eðvaldsson. Valsmenn eru með þessum sigri búnir að tryggja sér sæti i 8-liða úrslitin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.