Tíminn - 02.08.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.08.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 2. ágúst 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 85 TÓLFTI KAFLI. Rambo hvatti sjálfan sig óspart. — Komdu þér þá af stað. Illu er bezt aflokið, sagði hann við sjálfan sig. En hann sat sem fastast i myrkrinu á klettasyllunni og hlustaði á vatnsdyninn undir fótum sér. Hann vissi vel hvaða áhrif þetta hljóð hafði á hann. Þetta stöðuga suð- andi hljóð myndi smám saman svæfa hann. Rambo hristi höfuðið til að halda sér vakandi. Hann ákvað að skrfða strax inn í leðurblökugrenið.á meðan hann bjó enn yf ir einhverri orku. En hann gat ekki hreyft sig úr stað. Vatnsdynurinn suðaði í eyrum hans. Þegar hann vaknaði lá hann á klettasyllunni og annar handleggurinn dinglaði fram af. Hann var dasaður eftir svefninn og óttinn við að hrapa fram af stuggaði ekki eins við honum og fyrr. Hann var of þreyttur til að láta sig það nokkru skipta. Honum fannst það sannkallaður munaður að mega liggja svona og teygja úr sér, með annan handlegginn dinglandi tómlega fram af. Hann var líka dofinn eftir svef ninn. Líkaminn var tilf inningalaus, rif in voru meira að segja dauðadofin. — Þú deyrð hérna, hugsaði hann með sér. Ef þú kemur þér ekki bráðlega af stað munu myrkrið og há- vaðinn draga svo úr þér, að þú verður of máttlaus og hugsunarlaus til að gera nokkurn hlut. — ÉG GET EKKI HREYFT MIG. Ég er aðframkom- inn.. verð að hvíla mig. — Þú máttir þola meira í Viet Nam. — Það veit ég. Nú kemur það niður á mér. — Allt í lagi. Drepstu þá. — Ég vil ekki drepast. Ég er bara of máttvana. — Fjandinn hafi það, reyndu að andskotast af stað, sagði hann upphátt í vatnsniðnum. Rödd hans var f löt og án bergmáls. Vertu fljótur. Farðu þarna inn strax, inn i bælið og beina leið í gegnum það, gegnum skítinn og ó- þverrann. Þá er það versta afstaðið. — Það er djöfuls rétt, sagði hann enn upphátt — og hinkraði ögn. En ef eitthvað verra tekur við á eftir þessu, þá þoli ég ekki meira, hugsaði hann með sér. — Nei. Þetta er það versta. Það er óhugsandi að verra taki við. — Ég trúi því. Rambo skreið af stað, hægt og treglega að inngangin- um í holuna. Hann nam staðar, safnaði kröftum og tróðst svo inn. ímyndaðu þér að þetta sé súkkulaðibúðingur, sem þú snertir, sagði hann hughreistandi við sjálfan sig. Hann brosti að þessari fyndni sinni. bn þegar tramrétt hönd hans snerti skítinn og greip eitthvað mjúkt, þá kippti hann henni ósjálfrátt að sér. Hann andaði að sér brennisteinskenndum skítafnyk og rotnunarlykt. Gasið þarna inni var eitrað. Þegar hann kæmist allur inn yrði hann að f lýta sér. Skál fyrir því, sagði hann upphátt og þóttist vera fyndinn. Svo skreið hann út í leðjuna. Hann var þegar orðinn sljór og kenndi ógleði af gasinu. En á- fram hélt hann ótrauður og fylgdi golunni. Nei. Það var ekki rétt. Golan blés á MÖTI HONUM. Þetta var annar lofttraumur. Sá loftstraumur, sem hann fylgdi hlaut því að fara út aðra leið. Og enn eitt var rangt hjá honum. Hversu mjög sem hann langaði til að f lýta sér, þá mundi hann vel að það mátti hann alls ekki gera. Gjótur gætu leyzt í gólfinu. Hann varð að þreif a f yrir sér með f ótunum. Við sérhvert skref fram á við bjóst hann við að finna gapið undir fót um sér en ekki skitinn og gólfið. Hljóðið i holunni var nú annað en áður. Áður heyrði hann skræki og vængjablak. Nú heyrði hann aðeins skvampið undan eigin fótum,þegar hann óð forina, einn- ig heyrði hann daufan óm vatnsniðsins. Leðurblökurnar hlutu að vera farnar. Hann hlaut að hafa sof ið lengur en hann grunaði. Að minnsta kosti f ram undir nótt. Um það leyti fóru leðurblökurnar á stjá í ætisleit Hann reikaði í átt að loftstreyminu. Hann kenndi velgju af dauninum. En leðurblökurnar voru farnar og þess vegna var hann aðeins rólegri. Skítaklessa lenti á nef inu á honum. Hann þurrkaði hana af. Hárið reis á höfði hans,þegar holan virtist springa i þúsundum vængslaga og vængjablaki. Rambo hafði leg- ið svo lengi á syllunni, að hann var orðinn half heyrnar- laus. En það var greinilegt, að leðurblökurnar voru hér enn. Þær skræktu og flögruðu um eins og áður, en eyru hans voru orðin of sljótil að veita því athygli. En nú voru leðurblökurnar alls staðar. Þær þutu allt umhverfis hann. Rambo bar hendur fyrir höfuð sér og öskraði ó- sjálfrátt af skelfingu. Leðurblökurnar rákust utan í hann, leðurkenndir vængirnir slógust í andlit hans og skrækirnir gullu í eyrum hans. Rambo barði þær f rá sér, baðaði út höndun- um og huldi loks höf uð sitt. Hann hentist áf ram. Örvænt- ingin leyfði aðeins eina hugsun, að sleppa út sem fyrst. Hann hrasaði og féll á hnén i kaldan skítinn. Endalaus mergð af leðurblökum virtist sækja á hann. Rambo reif sig á fætur á ný og reikaði áf ram í blindni. Lof tið moraði af leðurblökum. Hann gat ekki andað og barði því f rá sér og dró sig í kúf til að skýla sér. Þær þyrluðust á hann f rá lliiilill 18.00 íþróttir Meðal annars myndir frá knattspyrnu- landsleikjum Islendinga og Norðmanna i júlimánuði. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Nú er önnur tið. Kór Menntaskólans við Hamra- hlið flytur tónlist frá 20. öld. Söngstjóri Þorgerður Ingólfsdóttir. Stjórn upp- töku Andrés Indriðason. 21.00 Gömlu dansarnir. Hljómsveit Guðjóns Matt- hiassonar leikur fyrir dansi í sjónvarpssal. Dansstjóri og kynnir Kristján Þor- steinsson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.30 Guð hjálpi okkur! (Heavens Above) Bresk gamanmynd frá árinu 1963. Leikstjóri John Boulting. Aðalhlutverk Peter Sellers, Cecil Parker og Isabel Jeans. Þýðandi óskar Ingi- marsson. Myndin gerist i breskum smábæ. Þangað kemur nýr prestur, sr. Smallwood að nafni. Hann er hið mesta gæðablóð og reýnir eftir bestu getu að hjálpa bágstöddum. Einnig fær hann auðuga hefðarfrú til að rétta fátæklingum þorpsins hjálparhönd. Sr. Smallwood gengur að sjálf- sögðu gott eitt til, en ýmsir eru óánægðir með verk harts, enda hafa þau ófyrir- sjáanlegar afleiðingar. 23.30 Dagskrárlok 111 jj:iH ■ 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna ki. 8.45: Ólöf Jónsdóttir les sögu sina ,,Rósu og tvibur- ana”. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kl. 10.25: „Mig hendir aidrei neitt”,— stuttur umferðar- þáttur I umsjá Kára Jónas- sonar (endurt.) Óskalög sjúklinga kl. 10.30.: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Á þriðja timanum Páll Heiðar Jónsson sér um þátt- inn. 15.00 Miðdegistónieikar a. Tékkneskir dansar eftir Smetana. Sinfóniu- hljómsveitin i Brno leikur: Frantisek Jilek stjórnar. b. lög eftir Rimsky-Korsakoff Kingsway-sinfóniuhljóm- sveitin og kór flytja: Camarata stjórnar. 15.45 1 umferðinni Arni Þór Eymundsson stjórnar þætt- inum. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir). 16.301 léttum dúr Jón B. Gunn- laugsson sér um þátt með blönduðu efni. 17.20 Nýtt undir nálinni Örn Petersen annast dægur- lagaþátt. 18.10 Síðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hálftíminn Ingólfur Margeirsson og Lárus Óskarsson sjá um þáttinn, sem f jallar um ritskoðun og tjáningarfrelsi Annar þátt- ur. 20.00 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Sumarfri og önnur fri - Umsjón: Sigmar B. Hauks- son. 21.35 i húmi næturLétt tónlist frá austurriska útvarpinu. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.