Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 1
V\B/\ HH Landvélarhf c 176. tbl. — Miðvikudagur 6. ágústl975.— 59. árgangur TARPAULIN RISSKEMMUR HFHÖRÐURGtJNBÍARSSON SKULATUNI 6 ^SÍMI (91H9460 Erum enn að hugsa um ao kaupa bílaskip HHJ—Rvik — Skipafélögin hafa mi ákveðið að lækka farmgjöld á bilum um 25%. Þessi ákvörðun stendur í sambandi við fyrirætl- anir bflainnflytjenda um að kaupa sérstakt skip til flutninga á bílum til landsins. Einn bilainn- flytjandi, sem blaðið hafði sam- band við i gær, sagði, að þrátt fyr- ir þessa lækkun væri enn verið að athuga um kaup á bilaskipi. Væntanlegir kaupendur skipsins yrðu Bílaábyrgð hf. — félag sem bflainnflytjendur stofnuðu með sér til þess að ábyrgjast greiðslu tollgjalda á bilum, sem innflytj- endur fá að taka út úr tollinum til ryðvarnar fyrir afgreiðslu yr og nokkrir aðilar aðrir. Fjárráð Bflaábyrgðar eru það mikil, að nægir til útborgunar á bilaflutn- ingaskipi sagði innflytjandinn, en talið er, að hún yrði 15-20 milljón- ir. Skip það, sem verið er að at- huga um kaup á, er hollenzkt og kaupverð þess er um 120 milljón- ir. Skipið á að geta flutt 135-150 bfla i hverri ferð og er talið geta annað flutningi á 4000-5000 bilum á ári. BANASLYS Gsal—Reykjavik —Banaslys varð í Reykjavík f gærmorgun um kl. 11 er skurðbakkihrundiofan á fullorðinn mann, þar sem hann var að vinna. Nánari atvik voru þau, að norðan við Kleppsveginn er verið að undirbyggja veg og skammt aústan við gatnamót Langholtsvegar og Kleppsvegar var í gærmorgun verið að grafa skurð niður að rörrsem þurfti lagfæringar með. Fór maðurinn ofan i skurðinn, en skömmu siðar hrundi bakki niður á manninn. Maðurinn var strax grafinn upp úr skurðinum og fluttur á slysavarðstofuna, þar sem hann lézt um kl. 2 i gærdag. Ekki er hægt að birta nafn hins látna að svo stöddu, þar eð ekki tókst að hafa samband við alla ættingja hans f gærdag. BRETAPRINS ANÆGÐUR AAEÐ VEIÐINA í HOFSÁ BH—Reykjavik — Karii Bretaprins sækist vel lax- veiðin i Hofsá i Vopnafirði. Hann veiddi sex laxa I fyrra- dag, þar af tvo nokkuð væna, annan 11,5 pund og hinn 10 pund og aftur hélt hann til veiða i gærmorgun og var búinn að veiða þrjá laxa um hádegið. 1 viðtali við Timann i gær sagði Sólveig Einarsdóttir i Teigi, að prinsinn hefði notið næðis, og virtist mjög ánægður með hingaðkomuna og veiðina. Lögreglumenn eru I fylgd með prinsinum, og hafa þeir séð til þess, að hann hefur ekki orðið fyrir neinu ónæði. Myndin er tekin við komu Karls á laugardag, en meðal þeirra, sem tóku á móti hon- um, var forsætisráðherra, Geir Hallgrimsson. Mynd: Mats Wibe Lund. VEIÐIHORNIÐ Rannsóknanefnd sjóslysa: Kæruleysi of oft ástæða skipsstranda — í tveimur tilfellum sváfu allir um borð þegar strandið varð Smáloðna friðuð undir 12 cm Gsal-Reykjavik — Hafrann- sóknastofunin hefur sent sjávarútvegsráðuneytinu til- lögur um friðunaraðgerðir á smáloðnu á yfirstandandi loðnuvertið fyrir Norður- landi og miðast tillögur Haf- rannsóknastofunarinnar við 12 sendimetra lágmarks- stærð. Greinargerð hér að lútandi er nú til athugunar hjá ráðu- neytinu. Aldrei fyrr hafa verið sett- ar fram tillögur um lág- marksstærð á loðnu, en að sögn Jóns Jónssonar fiski- fræðings og forátöðumanns Hafrannsóknastofunarinnar- innar miðast þessar tillögur að þvi að friða ungloðnu og veita henni tækifæri til að vaxa upp. „Við höfum engan áhuga á þvi, að ýta undir veiðar á smaloðnu, og við viljum stemma stigu við þvi, að flotinn sæki i slíkan afla, auk þess sem þessi smáloðna er mjög lélegt hráefni," sagði Jón Jónsson. Gsal—Reykjavfk — „Nefndin hef- ur áhyggjur af of tfðum ströndum báta og skipa beinlinis vegna kæruleysis" segir i nýiítkomnu riti rannsóknanefndar sjóslysa um sjóslys á árinu 1974. Segir nefndin að ef draga megi ein- hverjar aimennar ályktanir af sjóslysum slðasta árs, megi m.a. einna helzt benda á strönd báta og skipa af völdum kæruleysis. — Það virðist algengt; að aðeins einn maður, ekki ætið með skip- Beinagríndin ekki af Snæfellingnum Gsal-Reykjavík — Snæfellingur sá, sem tiðast hefur verið nefnd- ur i sambandi við beinagrindina sem fannst I Faxaskjóli I Reykjavik ekki alls fyrir löngu, — er nú ekki lengur i efsta sæti lögreglunnar um þá, sem til greina koma I þvl sambandi. Dóttir Snæfellingsins kom að niáli við lögregluna nýlega og skýrði frá þvi, að faðir sinn hefði verið með gervitennur, — og þar með er nær útilokað að beinagrindin sé af þeim sama manni. Að sögn Magnúsar Eggerts- sonar, yfirrannsóknarlögreglu- þjóns munu þó verða leitað fleiri raka sem mæla gegn þvi að beinagrindin sé af Snæfellingn- um, en einnig beinist rannsókn- in nú mjög að manni sem hvarf I Reykjavik árið 1940, — og aldrei hefði fundizt. „Það veldur okkur hins vegar miklum erfiðleikum i þessu sambandi", sagði -Magnús, „að svo virðist sem allt það fólk er þekkti til þess manns sé fallið frá og þvi er mjög erfitt að afla haldgóðra upplýsinga". Magnús sagði, að nokkur atriði i sambandi við þennan mann yrðu nú könnuð, eftir þvi sem tök væru á stjóra- eða stýrimannsréttindi, sé hafður á vakt. Slikt er auðvitað með öllu óverjandi. Þá virðist og stundum sem tæki skipanna, svo sem ratsjár og dýptarmælar, séu ekki notuð sem skyldi, segir i ályktun nefndarinhar. Þykir nefndinni full ástæða til að beina þvi til skipstjórnar- manna, að þeir sýni ætið árvekni og ábyrgð i þessum efnum. Timinn sneri sér af þessu tilefni til Haraldar Henrýssonar, for- manns nefndarinnar og Þórhalls Hálfdanarsonar, sem er fulltrúi og starfsmaður nefndarinnar. Kváðu þeir báðir, að tiðni stranda beinlínis af völdum kæruleysis hefði aukizt, og aldrei fyrr hefði borið jafn mikið á ströndum, þar sem einvörðungu væri hægt að rekja orsökina til kæruleysis. „Okkur fannst þetta vera mjög stingandi og uggvænlegt", sagði Haraldur, ,,og það er einmitt i sambandi við þessi strönd, sem við tökum dýpst i árinni i þessari skýrslu okkar, þvi þessi dæmi eru svo áberandi", sagði hann. Kvað Haraldur ekki hægt annað en að viðhafa sterk orð i þessu sambandi, og benti á þá stað- reynd, að stjórnpallur skipanná ogbátanna hefði verið mannlaus I þeim tilvikum sem hér um ræðir. Strand varðskipsins Þórs á Seyðisfirði segir rannsókna- nefnd sjóslysa að ekki sé hægt að rekja til annars en kæruleysis. Þórhallur benti á dæmi I skýrsl- unni, þar sem nefndin hefði kom- izt að þeirri niðurstöðu, að strönd væru af völdum kæruleysis. ,,I tveimur tilvikum sigla bátar i strand með sofandi áhöfn, Hóps- nesog Andvari", sagði hann. ,,Og Þórsstrandið getur nefndin held- ur ekki flokkað undir annað en kæruleysi." — Það er ekki hægt að bæta hér um, nema að mennirnir sjálfir sem hlut eiga að máli sýni meiri ábyrgðartilfinningu og séu vak- andi við það, sem beir eiga að gera, sagði Þórhallur. Islendingur vann orustuna um Bretland

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.