Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. áglist 1975 TÍMINN 3 Þrjú slys í umferðinni um verzlunar- mannahelgina Galtalækur, Vestm.eyjar og Vatnsfjörður drógu að sér flesta gesti um helgina Sýslunefnd Skaga- BH-Reykjavik. — Umferðin um verzlunarmannahelgina dreifðist vfða um land. Það var enginn sér- stakur staður, sem laðaði ferða- fólk að sér öðrum fremur. Hér er um verulega breytingu að ræða frá undanförnum verzlunar- mannaheigum, er fóik hefur flykkzt á einn-tvo staði. Þessu og leiðindaveðri viðast hvar á iand- inu, má að lfkindum þakka það, hversu lftið bar á meiri háttar ó- höppum I umferðinni. ölvun var nokkuð áberandi og um 30 manns voru teknir grunaðir um ölvun við akstur, þar af tók Selfoss— lögreglan um tuttugu manns. Þegar Tfminn ræddi við Arna Þór Eymundsson fulltriía umferöarráðs i gær! var hann ekki búinn að vinna úr öllum þeim gögnum, sem borizt höfðu vegna umferð- arinnar um helgina. Þó kvað Arni það liggja ljóst fyrir, að meiðsli á fólki hefðu aðeins orðið I þrem umferðarslysum. Kona hefði slasazt i bilveltu við Geitháls á laugardag. önnur kona slasaðist i Mosfellssveitinni, er bifreið, sem hún var i, var ekið fram úr vöru- flutningabifreið, sem sveigði i veg fyrir hina fyrrnefndu. Loks hefði kona slasazt i árekstri uppi i Lundareykjardal á mánudags- kvöldið. Mest fjölmenni kvað Ami Þór hafa verið samankomið i Galta- lækjarskógi, en þangað hefði komið á sjöunda þúsund manns, er fjölmennast var. Fimm þúsund manns voru á þjóðhátlð i Vest- mannaeyjum, um þrjú þúsund i Vatnsfirði, eitthvað á annað þús- und unglingar að Laugum, og um 1000 manns I Þórsmörk. Þá var talsverður mannfjöldi I Grinda- vik og aö Svartsengi. Ami Þór kvað eina umferðar- talningu hafa farið fram, frá kl. 5 á föstudag til kl. 6 á laugardag. Hefðu talizt 7300 bifreiðar hjá Úlfarsá um Vesturlandseg, 6200 um Vesturlandsveg hjá Geithálsi, 4440 hjá Selfossi, og 2012 á Biskupstungnabraut. — Það má segja, að um helgina hafi verið reytingsumferð um allt land, sagði Ami Þór,— og að hún hafi verið óvenjulega róleg, þrátt fyrir ótalin minni háttar öhöpp, og viröist ekki hafa verið um að ræða sérstakar annir hjá lögregl- unni yfirleitt, þrátt fyrir fjölda dansleikja viðs vegar um land, og má þess geta i þvi sambandi, að 10 dansleikir voru haldnir á svæði Húsavikurlögreglunnar! fjarí iarsýslu á móti Blönduvirkjun — vill heldur virkjun HHJ-Rvik — A aöalfundi sýslu- nefndar Skagafjarðarsýslu nú fyrir helgina var einróma sam- þykkt ályktun, þar sem eindregið er lagzt gegn fyrirhugaðri Blönduvirkjun og skorað á þing- menn kjördæmisins að beita sér fyrir þvl að fremur verði ráðizt I virkjun Héraðsvatna hjá Vill- inganesi og Jökulsá eystri. Þá er skorað á iðnaðarráöuneytið að miða fyrirhugaðar virkjunar- framkvæmdir nyrðra við inn- lenda þörf, en ráðstafa orkunni ekki til útlendra stóriðjufyrir- tækja. Þá var á sýslunefndar- fundinum samþykkt ályktun, þar sem segir, að stofna beri norðan- lands félagsskap sýslufélaga og í Héraðsvötnum eða Jökulsd eystri 300 ára ártíðar Brynjólfs biskups minnzt í Holti bæjarfélaga Norðurlandsvirkjun, sem hafi að marki að afla raf- orku, sem dugi öllum byggðum landshlutans. Alyktunin um væntanlega vatnsaflsvirkjun nyrðra er svolátandi: „Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu fagnar yfirlýsingu iðnaðarráö- herra frá sl. vetri um að tekin verði ákvörðun um vatnsafls- virkjun I Norðurlandskjördæmi vestra þegar á þessu ári. Jafn- framt skorar nefndin á iðnaðar- ráðuneytið að sjá um, að það grundvallarsjónarmið riki við alla áætlanagerð og ákvarðana- töku, að virkjunin miðist fyrst og fremst við, að fullnægt sé orku- þörf innlends markaðar, — þar með talin upphitun alls Ibúöar- húsnæðis, sem ekki fær notiö jarðhita, — áður en orkunni er ráðstafað til stóriðjufyrirtækja I eigu erlendra aðila. Það er skoð- un sýslunefndar, að þegar um er að ræða tvo áþekka kosti (Blanda og Jökulsá), beri aö hafa eftirfar- andi I huga: 1. Gert er ráð fyrir, að með virkjun Blöndu sökkvi undir vatn a.m.k. 60 ferkm. gróins beitilands á afréttum, þar sem beitarþröng er þegar fyrir. Allir viðurkenna, að gróðurlendi landsins sé of litið og sifellt á undanhaldi, m.a. vegna ofbeitar á vissum land- svæðum svo og vegna áhrifa af völdum óviðráðanlegra náttúru- afla. Af þeim sökum verja Islend- ingar árlega verulegum fjármun- um til þess að græða sárin á ör- foka afréttum oft með misjöfnum árangri. Meö þvi að sökkva tug- um ferkm. gróins lands undir vatn, sýnist þvl að verið sé að taka með annarri hendinni það, sem gefið er með hinni. Af þessari ástæðu fyrst og fremst virðist ljóst orðið að samstaða um virkj- un Blöndu muni ekki nást meðal ibúa i Norðurlandskjördæmi vestra. 2. Af framansögöu telur sýslu- nefndin einsýnt, aö ráðamenn raforkumála snúi sér þegar aö þeim valkosti, sem næst liggur, þ.e. fullnaðarrannsóknum á hag- kvæmni Jökulsárvirkjunar eystri. Fyrir liggur, að virkjun Jökulsár verði framkvæmd I á- föngum. Forsenda hennar er þvl ekki orkusala til stóriðjureksturs, svo sem viröist vera með Blöndu- virkjun, stæröin er I samræmi við innlenda orkuþörf. Landsspjöll verða lltil sem engin og loks er liklegt, að fullkomin samstaða heimaaðila sé um þá fram- kvæmd. 3. Sýslunefndin skorar þvl á þingmenn þessa kjördæmis að beita sér fyrir þvi, að virkjun Héraðsvatna hjá Villinganesi og Jökulsár eystri njóti forgangs, svo að nægilegt fjármagn fáist á þessu ári til rannsóknar á virkj- unarmöguleikum þar, og leggur á það þunga áherzlu, að á næsta Al- þingi verði sett lög um virkjun þessa.” 1 ályktuninni um Norðurlands- virkjun segir svo: „Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu lýsir þeirri skoðun sinni, að stefna beri að þvi aö stofna milli sýslufé- laga og bæjarfélaga á Norður- landi félagsskap, Norðurlands- virkjun, sem vinna skal að öflun raforku handa byggöum Norður- lands. Ákveður sýslunefndin aö gerast aðili að slíkum félagsskap, þegar hann veröur stofnaður.” Ö.B. Reykjavlk.— Björgunar- skipið Goðinn lagöi af staö frá Reykjavlk sl. föstudag til að sækja portúgalska togarann David Melgueiro, sem var með bilaða vél. Togarinn var á TVEIR UAA- SÆKJENDUR UM NES- PRESTAKALL ö.B. Reykjavik.— Umsækjendur um Nesprestakall i Reykjavik eru tveir og eru það sr. örn Friðriks- son Skútustöðum, Skútustaða- sókn og sr. Guðmundur óskar Ölafsson prestur við Frikirkju Hafnarfjarðar. leið úr Barentshafi til Ný- fundnalands er vél skipsins bilaöi. Var þegar haft sam- band við fulltrúa útgerðarfé- lagsins hér á landi og beðið um aðstoð, og komu skipin til hafnar i Reykjavik um kl. hálfniu i gærmorgun. Mun við- gerð á togaranum fara fram i Reykjavík, og er búizt við að henni ljúki um næstu helgi. Togarinn, sem er byggður árið 1951, er 1700 brúttólestir að stærð. Á skipinu er 64ra manna áhöfn. Portúgalir höfðu 7000 tonna veiðikvóta i Barentshafi og hafa þeir lokið honum. Myndina tók Gunnar af Malgueiro i Reykjavikurhöfn i gær. Nokkrir skipverja léku knattspyrnu á bryggjunni og endaði sá leikur þannig, að knötturinn barst upp á þak (þar sem örin bendir á). Flateyri K.Sn.— 300 ára ár- tlöar Brynjólfs biskups Sveinssonar var minnzt að Holti sl. sunnudag. Haldin var guðsþjónusta, og predik- aði biskup Islands hr. Sigur- björn Einarsson og þjónaði hann einnig fyrir altari, á- samt prestunum Auði Eir og Lárusi Guömundssyni. Séra Gunnar Björnsson lék einleik á selló, og sameinaðir kirkjukórar i önundarfirði sungu við messuna, og einnig við afhjúpun minnisvarðans. GÁFU SJÚKRAKÖRFU í SNJÓBÍLINN Flatyeri K.Sn. — Stjórn slysavarnadeildarinnar Sæljóss afh. nýlega Sjúkrask. Flateyrar vandaða og góða sjúkrakörfu. Kemur hún igóðar þarfir i nýja snjóbilinn, en Sæljós gaf einnig góða fjárhæð til kaupa á honum. Þáhefur slysavarnadeildin nýveríð gefið 30 þús. kr. til kaupa á gúmmibát til að hafa viö höfnina. Konurnar hafa margháttaða starfsemi til fjáröflunar, svo sem dans- leiki, basar og kaffisölu. Hefur starf Sæljóss verið blómlegt og árang- ursríkt. Minnisvarðinn stendur á hól rétt viö kirkjuna. Ragn- heiður Lárusdóttir i Holti af- hjúpaði hann. Við þá athöfn flutti Hjörtur Hjálmarsson ávarp f.h. gefenda, og Guð- mundur Ingi Kristjánsson f.h. sóknarnefndar Holts- sóknar og séra Lárus Guð- mundsson, sem ábúandi i Holti. Loks var boðið til veitinga I Holtsskóla, en þar flutti Guð- mundur Ingi Kristjánsson erindi um Brynjólf biskup. Hatlð þessi fór vel og virðulega fram i hinu feg- ursta veðri. Veitingar sáu kvenfélögin i önundarfirði um með prýði og myndar- skap, f.h. sóknarnefndanna. Myndirnar að ofan sýna minnisvarðann, sem afhjúp- aður var,ogbiskup og presta ganga úr Holtskirkju að lok- inni guðsþjónustu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.