Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. áglist 1975 TIMINN 5 Þreyttir menn í stjórnarandstöðu Það eru þreyttir og vonsviknir menn, sem sitja á ritstjórnarskrifstofum Þjóðviljans. Innan Alþýðubandalagsins eru þeir taldir bera ábyrgð á þvl, að ekki var mynduð ný vinstri stjórn eftir kosningarnar i fyrra. Bæði Lúðvik og Magnús Kjartansson voru viljugir til að sitja áfram I ráðherrastól- um, en stjörnuspámennirnir á Þjóðviljanum þóttust sjá lengra fram i tlmann og töldu klókara að vera utan stjórnar meðan framkvæma þyrfti ýmsar óvinsælar ráðstafanir I efnahagsmálum. Þeir töldu öruggt, að stjórn Fram- sóknarfiokksins og Sjálf- s t æ ðis f 1 o k k s in s myndi „springa á limminu” áður en langt um liði. Þá gæti Alþýðubandalagið fleytt rjómann ofan af. En það getur hent beztu stjörnuspámenn að missa marks, svo var um Svavar Gestsson og Kjartan Ólafsson I þetta sinn. Reiðin brýzt út Af skiljanlegum ástæðum eru þeir félagar mjög reiðir vegna þróun mála, og beinist öll heiftin gegn Framsóknar- flokknum, sem að þeirra sögn er ekki einungis hægri flokkur af verstu tegund, heldur þróast alis konar brask og spiliing innan flokksins. Að sögn Svavars Gestssonar er spillingin aðaliega fólgin i þvi, að einhverjir vondir menn kaupa happdrættismiða af flokknum, og að gengið hafi verið fram hjá iandsfrægum komma, þegar ráðinn var deildarstjóri að Veðurstof- unni! Langar í stjórn með Sjólf- stæðisflokknum Ef það er rétt, sem haldið er fram I Þjóðviljanum s.i. sunnudag, að Framsóknar- flokkurinn sé hægri flokkur, þá hefur Alþýðubandalagið starfað I rlkisstjórn með hægri flokki á árunum 1971-’74. Var ekki annað á Alþýðubanda- lagsmönnum að heyra en þeim likaði sá félagsskapur vel. Samkvæmt þvl virðist engin fyrirstaða vera fyrir þvl af hálfu Alþýðubandalagsins Stöðugt fjölgar þeim, sem senda framiög til styttunnar af „járnblendimanninum” Magnúsi Kjartanssyni, en þannig hugsar Sigmund I Mbl. sér styttuna. Það er nýjast að frétta af „járnblendimann- inum” að hann er að fá sér nýjan Benz. 4- ■sratAouo að starfa með hægri flokkum aimennt, og gæti það þess vegna starfað með Sjálf- stæðisflokknum eins og Fram- sóknarfiokknum. Sannleikur- inn er llka sá, að sterk öfl innan Aiþýðubandalagsins vilja mjög gjarnan annan ný- sköpunardans. Þess vegna beinist öll gremjan yfir þvl að vera utan stjórnar gegn Framsóknarfiokknum. Svo glórulaus er reiðin, að ekkert annað kemst að. Meira segja varnarmálin hverfa algerlega I skuggann, en á þau hefur ekki veriö minnzt I Þjóöviljan- um um langt skeið. Hldtursefni Almennt er brosað að þeim fuilyrðingum Þjóðviljans, að aðrir flokkar, og þá sérstak- lega Framsóknarflokkurinn, séu fjármagnaðir með annar- legum hætti. Dettur mönnum þá strax I hug hin nýja Þjóðviljahöil, sem ér veriö að reisa I Slðumúla. Engin svör hafa fengizt við þvl, hvernig fjárvana blað eins og Þjóðviljinn skuli geta staðið I tugmilljóna króna fram- kvæmdum. Hvaðan er það fjármagn fengið? Ef það eru ekki gjafir frá vinum Þjóðviljans austan járntjalds, sem gera Aiþýðubandalags- mönnum kleift að ráðast I þessa framkvæmd, hvaðan kemur féð þá? Það skyldi aldrei vera ávöxtur húsa- brasks Guðmundar Hjartar- sonar og fleiri? „Við erum öðru vísi fólk" öll skrif Þjóðviljans eru á þá lund að reyna að sannfæra almenning um, að Alþýðubandalagsfólk sé ákaf- lega heiðarlegt fólk, sem lifi venjulegu og óbreytiu llfi. Sér- staklega eiga foringjar flokksins að vera til fyrir- myndar I þessum efnum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að þeir ganga oft lengra I óhófi og Iburði en aðrir, sbr. frásögn Frjálsrar verzlunar, sem er nýkomin út, en þar er greint frá þvl, „að vinur alþýðunnar, Magnús Kjartansson, sé að kaupa tollfrjálsan lúxusbil frá Vestur-Þýzkalandi”. Hér mun vera átt við nýjan Mersedes Benz. Samkvæmt þvl hugsar Magnús Kjartansson hátt I fjármálum. Það skyldi aldrei vera, að Magnús væri leyni-Framsóknarmaður? Gaman væri, ef Þjóðviljinn gerði að umtalsefni fjármála- tröll Alþýðubandalagsins I næsta sinn. -a.þ. ARAAULA 7 - SIMI 84450 Radiomobile Útvörp Segulbönd Loftnet Hátalarar llTiQSSI! Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa Höggdeyfar i flestar gerðir bifreiða frá Japan og Evrópulöndum 13LQSSII Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa Staða skólastjóra Umsóknarfrestur um áður auglýsta skóla- stjórastöðu við Barna- og gagnfræða- skólann á Hellu, Rangárvallasýslu fram- lengist til 15. ágúst 1975. Upplýsingar veitir Filippus Björgvinsson, Freývangi 8, Hellu. Simi 99-5829. Skólanefnd. YOKOHAMA ir BÍLALEIGAN EKILL BRAUTARHOLTI 4, SlMAR: 28340-37199 Ford Bronco VW-sendibilar Land/Rover VW-fóIksbnar Range/Rover Datsun-fólks- Blazer bllar Tilboð Tilboð óskast i að gera 2 grasvelli og 1 malarvöll á iþróttasvæði KR við Kapla- skjólsveg, og einnig i uppsetningu girðing- ar um iþróttasvæðið. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofu vorri gegn 5.000.- króna skilatryggingu. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚLI4 REYKJAVlK SlMI 84499 Veitum alhliða hjólbarðaþjónustu KomiÖ meö bilana inn í rúmgott húsnæöi mánud.-fimmtud. 8-19 föstudaga 8-22 laugardaga 9-17 Véladeild Sambandsins HJÓLBARÐAR HÖFOATÚNI 8 SlMAR 16740 OG 38900 SNOGH0J Nordisk folkehojskole (v/ den gl. Lillebæltsbro) 6 mdrs. kursus fra 1/11 send bud efter skoleplan DK 7000 Fredericia, Danmark tlf.: 05 - 95 22 19 Forstander Jakob Krpgholt Bílavara hlutir Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla m a-: ChevroletNova ’66 Willys station ’55 VW rúgbrauð ’66 Opel Rekord ’66 Saab ’66 VW Variant ’66 Öxlar i aftaníkerrur til sölu frá kr. 4 þús. Það og annað er ódýrast hjá okkur. BILAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—51augardaga. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.