Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN MiOvikudagur 6. ágúst 1975 Sterkar líkur d því að þurramæði hafi verið útrýmt hér — segir Sigurður Sigurðarson, dýralæknir Vegna fréttar f Timanum sunnu- daginn 27. júlí s.l. um þurramæði hefur Sigurður Sigurðarson, dýralæknir beðið blaðið að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. „Ekki er timabært að gefa út yfirlýsingar þess efnis að þurra- mæði hafi verið útrýmt. Hún fannst siöast i sauðfé að Hreims- stöðum I Norðurárdal árið 1965 (ekki 1964). Siðan hefur verið fylgzt meö heilsufari sauðfjár á þvi svæði og viðar, ma. hafa sér þjálfaðir menn og aðstoðarfólk verið við skoðun liffæra úr slátur- fé við sláturhúsið í Borgarnesi á hverju hausti og verður svo gert enn I haust. Þar hafa einnig verið tekin blóðsýni úr öllu fullorðnu sláturfé af hinu grunaða svæði. Sauðfé af öllum bæjum á svæðinu hefur einnig verið skoðað árlega og teknar frá til rannsókna allar grunsamlegar kindur, sem náðst hefur til. Við skoðun liffæra i Borgarnesi hafa nokkrum sinnum eftir 1965 fundist grunsamleg lungu, og einnig hafa grunsemdir vaknað við prófun blóðsýna þennan tima. Aldrei hefur tekizt að einangra þurramæðiveiru frá hinum grun- samlegu liffærum né heldur að fá staðfestingu á grun um þurra- mæði við aðrar kannanir. Likurnar eru þvi orðnar sterkar á þvi að veikinni hafi verið út- rýmt. Ráðlegt mun þó vera, að láta a.m.k. eitt ár liða áður en fullyrt verður um það, hvort þurramæði er úr sögunni hér- lendis eða ekki. Skynsamlegt væri að gera itar- lega könnun á heilsufari sauðfjár á hinu sfðasta þurramæðisvæði, áður en slakað verður á eftirliti og vömum. Þar dugar skammt einhvers konar skyndikönnun. Svo sem margir muna gerði C' Allar Konur fylgjbít með Tímanum þurramæði (fyrstnefnd þingeysk- mæðiveiki) mjög mikið tjón á stórum hluta landsins um langt árabil. Hún var fyrst greind af Guðmundi Gislasyni, lækni, 1939 og stóð baráttan gegn henni sleitulaust að kalla til ársins 1965, eða full 25 ár. A undan þurramæðinni hafði farið önnur tegund af mæðiveiki svokölluð Vota-mæði (fyrstnefnd Deildartungu-veiki) eða Borg- firzk-mæðiveiki). Votamæðin var skæð í fyrstu og fór geyst, en rénaði fljótt og var ekki eins varanleg plága og þurramæðin. Báðir voru þessir lungnasjúk- dómar fluttir inn með Karakúl- fé 1933. Þá barst einnig til lands- ins garnaveikin, sem enn heldur áfram að breiðast út um landið. Þurramæði og Vota-mæði voru kallaðar einu nafni mæðiveiki (ekki mæðuveiki) þann tima sem barizt var gegn þeim báðum.en eftir að þurramæði var eina við aö fást hefur hún oftast verið köll- uð mæði og er það nafn notað i fræðigreinum um þessa veiki. Rétt er það eftir haft i fréttinni 27. júlf að þurramæði hafi fundizt f Noregi. Þangað barst hún með innfluttu fé, hollenzku, frá Dan- mörku fyrir tæpum tiu árum að þvitalið er. Enn hefur þurramæði ekki valdið beinu tjóni á sauðfé svo teljandi sé i Noregi, en þar í landi hefur mikil vinna og kostnaður verið lagður f það að fylgjast með og takmabka út- breiðslu veikinnar og hafa Norð- menn haft til hliðsjónar reynslu annarra þjóða gegn veikinni, þar á meðal islenzkra reynslu.” Sigurður Sigurðarson, dýralæknir. Rétta gíróreiknings- númerið er 60600 1 FRÉTT i blaöinu á laugardag- inn var sagt frá sjóði, til styrktar rannsóknum f dulsálarfræði. Mis- hermt var I fréttinni, að gíró- reikningsnúmer sjóösins væri 60500. Hið rétta er að númerið er 60600 og geta þeir, sem vilja styrkja sjóðinn, lagt fé inn á þann reikning. kérndum . líf Kerndum, votlendL/ LANDVERND Gleymiö okkur einu sinni - og þid gleymib því alarei í Snemma I þessum mánuði, eða nánar til tekið 1. júli s.l. fiuttu borgarfulltrúar Fram- sóknarflokksins merkilega til- iögu um útivistarsvæðið i Naut- hóisvfk, en áður höfðu fulltrúar flokksins flutt yfirgripsmikla og vandlega grundaða tillögu um svæðið f heiid, þar eð það er trú margra, að i Fossvogi, öskju- hliö og Nauthólsvik verði I framtiðinni kjörið útivistar- svæði. Þangað leita Borgararn- ir ótilkvaddir þrátt fyrir enga eða mjög litla þjónustu, og þarf raunar ekki annað fyrir borgar- yfirvöldin en að elta fólkið þangað og tii að sannfærast um áhuga almennings á þessu úti- vistarsvæði. Tillagan var svohljóðandi: Tillaga frá borgarfulltrúum Framsóknarflokksins: Borgarstjórn samþykkir að ráðast i bráöabirgðafram- kvæmdir við Nauthólsvík, en miði að þvi að nýta hið mikla magn afrennslisvatns, sem nú rennur frá hitaveitutönkunum niður í Fossvoginn til iauga- gerðar i hliðinni eða vikinni nú i sumar, þannig að borgarbúar geti notið þar útivistar og úti- baða. Ljóst er, að flugvallarmál höfuðborgarsvæðisins eru I deiglunni. Borgarstjórn leggur áherzlu á, að við lausn þeirra mála verði tekið fullt tillit til áætlana um, að Nauthólsvíkin, öskjuhliðin og suðurströnd borgarinnar verði I framtiöinni útivistar- svæði borgarbúa. Guðmundur G. Þórarinsson, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins fylgdi tillögunni úr hlaði og þá sagði hann I ræðu sinni m.a.: Tvær tillögur um útivistarsvæði „Borgarfulltrúar Framsókn- arflokksins hafa Itrekaö og flutt hér I borgarstjórn tillögur um framtfðarnýtingu Nauthólsvík- ur, öskjuhliðar og reyndar allr- ar suðurstrandar höfuðborgar- svæöisins, en ávallt talað fyrir daufum eyrum borgarstjórnar- meirihlutans. Tillaga sú, sem hér er flutt nú er tvfþætt. Fyrri hlutinn fjallar um bráðabirgöaframkvæmdir til nýtingar heita afrennslis- vatnsins, sem nú rennur niður i Fossvog og veröur til lítils gagns, hinn liöurinn er um al- mennt gildi svæðisins. Eins og menn vita er grunn- hiti vatns undir höfuðborginni um 130 gr. Celcius, og úr borhol- um I Reykjavfk streymir um 100 gr. C heitt vatn. Þetta vatn er of heitt til þess að senda það beint inn í aðalæðar fbúðahverfa höfuðborgarinnar. Þvf er bak- rennslisvatn frá þeim hluta hitaveitukerfisins, sem er tvö- falt, notað til blöndunar, þannig að um 40 gr. C heitu vatni er blandað I þetta heita vatn til þess að rennslishitinn til neyt- enda verði um 80 gr. C. Á sumrin er vatnsnotkun borgarbúa miklu minni, en það þýðir að mikiö magn bakrennsl- isvatnsins I kerfinu nýtist ekki. Það er þá látið renna ónotað frá hitaveitutönkunum beint niður I Fossvog. Er þarna um að ræða 1 Guðmundur G. Þórarinsson. 40—100 sekúndulitra af 40—50 gr. C heitu vatni. Með svolitilli hugkvæmni væri unnt aö hagnýta þetta vatn á margvíslegan hátt. Flotgirðing Við framsóknarmenn höfum áður (lfklega 1970) flutt tillögu um að komiö verði upp I Naut- hólsvik flotgirðingu er afmark- aði vfkina og yröi heita vatnið þá látið streyma I lokaða hólfið, en þannig mætti fá ákjósanleg- an útibaöstað með þægilega heitum sjó^hitaðan með vatni). Aö vfsu er sjórinn þarna oft mengaöur, þvf að Fossvogsræs- ið er lagt of stutt fram, og veru- leg mengun mun einnig vera frá Kópavogskaupstað. Magn óæskilegra gerla er of mikið f sjónum þarna til þess að unnt sé að leyfa sjóböð viö nú- verandi aðstæöur, en hins vegar bendir margt til þess, að annað myndi gilda um lokuð hólf, þar eð unnt væri t.d. aö klórblanda heita vatnið. Heita vatnið, sem i hólfið kæmi er lika ómengað, og það yrði aðaluppistaðan I hólf- unum. Ennfremur kæmi mjög til greina að grafa dálitla laug 1 hlföina og verja botn og bakka meö sandi. Heita vatnið myndi AAerk tillaga Framsóknarmanna felld í borgarstjórn Reykjavíkur SJÓBAÐSTAÐUR HITAÐUR MEÐ AFGANGSVATNI 1 sól og sjó I Fossvogi þá renna i þessa laug og þaðan til sjávar. Þriðji möguleikinn er svo sá, að ýta upp bakka i vfk- inni og gera fastan varnargarð um lón til útibaða. Engin þessara hugmynda fel- ur I sér stórvægilegan kostnað, en þær myndu, ef framkvæmd- ar væru, auka ánægjustundir fólks þarna, og stuðla að hollri útiveru og útivist. Hinn hluti tillögunnar fjallar um framtfð þessara svæða. Suðurströndin Við Framsóknarmenn höfum oftsinnis talað fyrir tillögum um að Nauthólsvik, Oskjuhlfð og Suðurströndin verði i framtið- inni samfellt útivistarsvæði. Þeir hafa séð þá framtiöarsýn, að heita vatnið yrði notað til þess að gera þarna sannkallaða útivistarparadis fyrir fólkið. Laugar með baðstöðum f suðurhlið öskjuhliðar, þar sem fallegum gróðri yrði fléttað i umhverfið til prýði. Veitingastaður uppi á hita- veitutönkunum hefur lika verið i þessum tillögum og upphitaðir sjóbaðstaðir úti fyrir ströndinni. 1 hlfðinni mætti reisa fallega garða með hitabeltisgróðri, undir þaki. Ef mál þetta er skoðað sést að hvergi i heiminum er önnur eins aðstaöa fyrir nefnda hluti, og frámkvæmdir þessar myndu draga að sér innlenda og er- lenda ferðamenn og vekja at- hygli margra á heimabæ okkar, Reykjavík. Ný flugbraut á ströndina? Þá vil ég vlkja að þvi, að áform eru uppi um að bæta ör- yggisskilyrði til flugs um Reykjavlkurflugvöll meö þvi að leggja nýja flugbraut I fjöru- borði suðurstrandarinnar. En munum þaö, að eyðilegg- ing fjörunnar þarna verður aldrei aftur tekin. Þessi tillaga er flutt til þess að beina athygli manna aö þessum málum. Reykvikingar hafa þegar not- að alla norðurströndina undir iðnað og atvinnustöðvar. Litil er þeirra gæfa, ef örlög suður- strandarinnar eiga aö verða hin sömu,” voru lokaorð ræðu- manns. Ennfremur tóku til máls um tillöguna þau Elin Pálmadóttir (S), Þorbjörn Broddason (K) og Albert Guðmundsson (S). Tillögunni var vfsað til borgarstjóra með 9 atkvæöum Sjálfstæðisflokksins, gegn 6 atkv. minnihlutans. Þannig mun enn dragast, aö bætt verði úr aöstöðu manna til útivistar I Nauthólsvlk. —JG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.