Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 6. ágúst 1975 TÍMINN 11 SAGA timarit Sögufélags, 227 bls. tsafoldarprentsmiðja h.f. 1974. ÞAÐ MUN VERA nokkuð al- menn skoðun,.að sérfræðileg timarit séu þurr og heldur óskemmtileg aflestrar fyrir aðra en þá, sem eru heimamenn á viðkomandi vettvangi. Þetta viðhorf er ekki óeðlilegt, þegar þess er gætt, að vist er slikum ritum fremur ætlað að flytja fræðslu og frásagnir af visinda- legum rannsóknum en að hafa uppi almenna skemmtan. Þó er ýmsum fræðimönnum sú náðar- gáfa gefin að geta talað og ritaö um fræðileg efni á máli, sem hversæmilega vitiborinn maður skilur, og nægir að minna á Sigurð heitinn Nordal þvi til sönnunar. Þvi er á þetta minnzt nú, aö það nýja hefti af Sögu, sem hér er til umræðu, er svo fjölbreytt að efni og vel ritað, að það hlýt- ur að teljast* hin skemmti- legasta lesning, þótt hvergi virðist slakað á visindalegri ná- kvæmni. Fremst I ritinu er minningar- orð um Guðna Jónsson prófessor, skrifuð af dr. Birni Þorsteinssyni. Grein Björns er ekki löng, en ágætlega skrifuð og veitir mikla vitneskju um hinn góðkunna fræðimann, Guðna Jónsson, og störf hans. Hún ber vott um mikla virðingu og mannlega hlýju i garð hins látna prófessors. Næsta grein er eftir Hörð Agústsson, og nefnist Meistari Brynjólfur byggir ónstofu. Þetta er löng grein, nær frá bls. 12 til 68 að báðum meðtöldum. Höfundur byrjar á þvi að tala um hvilik býsn af fróðleik leynist I gömlum bókhaldsgögn- um islenzku kirkjunnar, og væri synd að segja, að Hörður komi tómhentur þaðan. Kunnugir vita^að hann hefur lengi safnað að sér ókjörum af fróðleik úr fornum uppskriftum og úttekt- um, sem hann síðan vinnur úr á fræðilegan hátt, teiknar hús eftir lýsingu úttektarmanna o.s.frv. • Hér ræðir Hörður Agústsson um óninn, „þessa gömlu grjót- ofna, sem forfeður okkar kölluðu ón. Grjótbyrgi mætti eins nefna þá, ekki óáþekkt islenzku fjárborgunum I smækkaðri mynd eða lágri vörðu með eldmunna.” (Bls. 51). Enn fremur er mikið um ónstofuna, ónshúsið. Ekki eru nein tök á þvi að ræða hér Itarlega um hina löngu grein Harðar Ágústssonar, en lesendum til glöggvunar skulu birtar „helstu niðurstöður um tiðni og útbreiðslu ónstofunn- ar”, sem höfundur birtir á bls. 46: „1. Ónshúsið eða ónstofan hef- ur verið þekkt og notað i a.m.k. fimm aldir. frá 15. öld og fram á þá 19. 2. Af heimildum er ljóst, að notkun hennar er mismikil eftir landshlutum. 3. Mest virðist ónstofan vera i brúki i Borgarfirði, Skagafirði, Þingeyjarsýslu, á Austurlandi og um Vestfirði. Dæmi um hana finnast einnig i Rangárvalla-, Árnes-, Gullbringu-, Dala- og Eyjafjarðarsýslum, en aldrei I Húnavatns- og Snæfellsness- sýslum. 4. Tiðni hennar er minni á 18. en 17. öld. 5. Onstofan hverfur úr heimildum stuttu eftir aldamót- in 1800.” Það situr sizt á leikmanni að ætla að fella dóm um fræðilegar niðurstöður I ritgerð eins og þeirri, sem Hörður Agústsson hefur skrifað um óninn og ón- stofuna, enda verður þess auðvitað ekki freistað á þessum stað. Hitt liggur I augum uppi, að fólk, sem býr viö þau þæg- indi, að geta hitað upp hibýli sin geta málfræðingar og oröa- bókarmenn best dæmt. Er oröið Njörður komið af Niföld jörð? Er orðið Njáll komið af Niföld- um alu (Nialu)? Er Jalangur (þ.e. Jellinge) komið af Nialuvangur? Er Niala skylt að uppruna hittitiska orðinu Alalu? Eru yfirleitt til heimildir um orðið Niala frá elstu tlmum?” Án efa mun mörgum þykja grein Kolbeins Þorleifssonar fróölegur lestur, hvort sem menn hafa veitt kenningum Einars Pálssonar athygli eða ekki. Næst ber að nefna tiu sendi- bréf frá Valtý Guðmundssyni til Skúla Thoroddsens, skrifuð á árunum 1893-1897, en alls eru I bréfasafni Skúla 27 bréf frá ur þeirra er bæði fræösla og skemmtun. Við blðum spennt eftir framhaldinu. Gisli Jónsson skrifar grein, sem heitir 1 rikisráði, og er að meginstofni til útvarpserindi, flutt á hvitasunnudag 1974. Þar er rætt um þá gömlu þrætu, hvort „ráðgjafinn fyrir sérmál íslands skyldi sitja I ríkisráði” Danmerkur. Þessi grein vekur sjálfsagt áhuga þeirra, sem hafa gaman af að kynna sér ein- stök atriði i deilum Dana og ts- lendinga, en öðrum mun tæp- lega þykja hún mikill skemmti- lestur. Einar Bjarnason ritar ágæta grein um Arna Þórðarson, Smið Andrésson og Grundar-Helgu. Lýsing hans er svo lifandi og frá. FRÆDSLA OG SKEMM TUN á litilli stundu með þvl að hreyfa einn rofa, það hefur ákaflega gott af því að fræðast um að- ferðir forfeðra okkar til þess að verjast Islenzkri veðráttu. Kolbeinn Þorleifsson á I Sögu grein, sem heitir Nokkrar at- huganir á kenningum Einars Pálssonar um trú og landnám íslands til forna. Kolbeinn Þorleifsson skiptir grein sinni i nokkra kafla, svo sem eins og „Ræturnar að til- gátum Einars Pálssonar,” „Til- gátur Einars Pálssonar i „Bak- svið Njálu”” og „Kostir og gallar ritverka Einars Pálsson- ar.” Kolbeinn telur, að Einar trúi um of á kenningar ýmissa fræðimanna, t.d. Eliades, Campbells og Coomaraswamys, en segir siðan: „Meðferð hans á tölvisi fornaldar og Eddukvæða ásamt rúnavisindum er ég ekki dómbær á, og um orðsifjarnar Valtý, og ná þau yfir timabiliö 1893-1906. Þessi bréf eru tvimælalaust merk heimild um það, hvernig stjórnmálamenn ræddust við á þessum árum, — hvernig menn ræddu um Islenzk stjórnmál, eins og þau horfðu viö á árunum um — og fyrir siðustu aldamót En þegar við lesum gömul sendibréf, fer okkur gjarna eins og gamla fólkið sagði stundum, að okkur „gerir bæöi sárt og aö klæja’Wið gleðjumst af þeirri fræðslu, sem bréfin veita, og okkur getur hungrað og þyrst i meiri fróðleik, en i aðra röndina finnst okkur eins og við séum að fremja vitavert athæfi, lesa úr perina manns yfir öxl hans að honum óvitandi. Bréfin hefur Jón Guðnason búið til prentunar, og það er ekki að þvi að spyrja, þegar gömul sendibréf eru birt: Lest- sögnin svo glögg, að lesandan- um er sem hann sjái þetta fólk, sem háði lifsstríð sitt mitt I póli- tískum sviptingum og hrotta- skap fjórtándu aldar Einar Bjarnason segir, að Grund- ar-Helga og Einar Eiriks- son hafi ekki verið gift, og aö Einar hafi aldrei búið á Grund, og hann kemst einnig að þeirri niðurstöðu, að ákæra Gottskálks biskups Nikulássonar á hendur Jóni lögmanni Sigmundssyni um frændsemishjónaband hans og Bjargar Þorvaldsdóttur (að þau hafi verið fjórmenningar), hafi ekki haft við rök aö styðj- ast. Einar Bjarnason styöur mál sitt m.a. rökum ættfræðinnar, en svo sem kunnugt er, hefur hann lengi verið mann ratvisastur i þeim myrkviði. Þá er loks að minnast á And- mæli við doktorsvörn, sem dr. Björn Þorsteinsson „flutti i Há- skóla tslands 7. september 1974 er Aðalgeir Kristjánsson varöi rit sitt Brynjólfur Pétursson — ævi og störf.” Mér er nú sem ég sjái hátt- virta lesendur þessa blaðs hrista höfuð sin um leið og þeir tauta i barm sér: „Andmæli við doktorsvörn, það er vlst þokka- leg lesning eða hitt þó heldur.” Nei, vinir minir, hér er ekkert að óttast. Þótt dr. Björn Þor- steinsson slaki sjálfsagt hvergi á fræðilegum kröfum, þá er hann svo skemmtilegur i þess- ari ræðu, að hver meðalgreind- ur maður hlýtur að hafa ánægju af lestrinum, hvort sem hann er áhugamaður um ævi Brynjólfs Péturssonar eða ekki. Eftir að dr. Björn Þorsteins- son hefur tiundað ýmislegt, sem honum þykir aðfinnsluvert i bók Aðalgeirs Kristjánssonar, segir hann: „Það, sem ég hef rakið hér, eru ekki 7 dauðasyndir Aðalgeirs Kristjánssonar, heldur 10 vanrækslusyndir hans varðandi ævisögu Brynjólfs Péturssonar.” Og um ævisögur almennt segir Björn Þorsteins- son: „Ævisögur eiga sér virðulegt langfeðgatal langt aftur I aldir, af þvi að þær hafa sameinað og sameina enn fróðleik skemmt- an, nytsemi og þjónustu við ákveðin, nærtæk markmið á hverjum tima. Mönnum er með- fæddur áhugi á örlögum ann- arra manna, einnig dýrlinga og guða.” Og: „Einn af kostum ævisögunnar er sá, að hún a áér hefðbundið form, æviskeiðið, timabil vaxt- ar, þroska og hrörnunar, form náttúrunnar, sem við höfum ávallt fyrir augum.... Annar höfuðkostur ævisög- unnar er sá, að rik þörf er fyrir hana og svo verður um ófyrir- sjáanlegan aldur.” Að lokum ein tilvitnun enn, sem ekki er hægt að neita sér um að birta, svo þráðbeint er þar hitt i mark: , Ævisögur stjórnmálamanna eiga m.a. að opinbera leyndar- mál valdabaráttunnar, en henni er tiðum farið eins og Isjaka á Eiriksfirði: aðeins einn tiundi ris yfir hafflötinn og er sýnileg- ur. Gildi ævisögu stjórnmála- manns fer eftir þvi, hvernig tekst að skýra frá þessum 9/10 hlutum, sem eru eða voru i kafi.” Hér hefur aðeins verið drepið á örfá atriði i þessari snjöllu og bráðskemmtilegu ritgerð. Sé sú ályktun undirritaðs leikmanns rétt, að þar sé hvergi slakað á fræðilegum kröfum, þá höfum við hér i höndum enn eina sönn- un þess, að visindi geta verið skemmtileg, — jafnvel fyrir þá, sem ekki eru visindamenn! Á það var minnzt i upphafi þessa greinarkorns, að þetta nýjasta hefti af Sögu væri fjöl- breytt að efni og aðgengilegt til lestrar. Islendingar hafa alltaf verið forvitnir um fortið sina, góðu heilli, og mikið má vera, ef timaritið Saga á ekki eftir að fagna aukinni útbreiðslu og vaxandi vinsældum meðal þjóðarinnar. —VS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.