Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 6. ágúst 1975 TÍMINN 19 Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn Á þeim timum fóru allir mjög snemma á fætur. Fólkið i borg- inni var þegar komið á kreik. Vopnaðir menn voru að kemba hestum sinum úti á götu, og þarna voru sveitamenn, sem fleygðu stórum hey- knippum fyrir hest- ana. Alan stökk af baki og spurði fyrsta manninn, sem hann hitti, hvar greifinn af Brent væri Það stóð ekki á svarinu við þessari spurningu, þvi að einn af mönnum föður hans hafði séð hann og kom nú hlaupandi alveg for- viða. Hann fylgdi Al- ani þangað, sem faðir hans hafðist við. Greifinn sat að morgunverði, þegar Alan kom þjótandi inn til hans. Hann sleppti steiktum kjötbita, sem hann hafði rétt i þessum svifum tekið með fingrunum — á þeim timum voru engir gafflar til — og mælti: — Hvað er á seyði, drengur? — Margeir greifi er að ráðast á kastalann, sagði Alan. — Hann er búinn að ná á sitt vald vigturninum og ytri kastalagarðinum. Okkar menn eru byrgðir inni i kastal- anum, og Albert býst við, að óvinirnir muni koma i dögun undir á- breiðum sinum og mölbrjóta hurðina. Ég hef verið á ferð i alla nótt til að koma þessum skilaboðum til þin. — Þetta er sannar- paö veröur ekki á nútimagoðann logið að skipt hafi sköpum i klæðaburði frá þvi sem áður var, er gömiu goðin gengu um I loð- feldarskikkjum um Almannagjá. 1 þessari fallegu Timamynd Gunnars sést hvar islenzkt ungmenni virðir fyrir sér landsvæði gömlu goðanna, en mörg islenzk ungmenni hafa vafalítið dvalið utan borgarveggja og steinsteyptra þjóðvega um þessa nýliðnu ferðahelgi, — þótt veðurguðir hafi kannski ekki verið i sinu bezta skapi um helgina. Óvenju kröftugar þrumur á Suð- vesturlandi í gær Gsal—Reykjavik — „Þetta hafa verið nokkuð kraftmiklar þrum- ur, miðað við það sem hér ger- ist”, sagði Páll Bergþórsson, veð- urfræðingur þegar Timinn hafði tal af honum i gærkvöldi, en sið- ari hluta dags og fram eftir kvöldi i gær voru þrumur og eldingar á Suövesturhorni landsins. Páll kvað þá á veðurstofunni hafa fengið upplýsingar um þrumur frá Eyrarbakka, Kefla- vik, Reykjavik og skipi, sem statt var um 20 sjómílur suður af Reykjanesi. — Rakt og heitt loft gefur möguleika á þrumum i sumum tilfellum, sagði Páll og nefndi, að hingað til lands hefðu i gær borizt heitir loftstraumar frá hitabylgju þeirri, sem veriö hefur i nágrannalöndunum. Sagði Páll að hitastigið sunnan- lands hefði hækkað mikið i gær og á Þingvöllum hefði mælzt 18 stiga hiti i gær og stigi minna i Reykja- vik. Þrumuveður er mjög sjaldgæft hér syðra i austan- átt, eins og var hér i gær. Miklu algengara er það i útsynningi að vetrarlagi. Augtýsitf jTimammi Blaðburðarfólk óskast á Grímstaðarholt, Tómasarhaga og Ægissíðu Sími 26500 - 12323 Vestur-Skaftafellssýsla Héraðsmót Framsóknarmanna i Vestur-Skaftafellssýslu. Hér- aðsmótið verður haldið að Vik i Mýrdal, föstudaginn 15. ágúst og hefst kl. 9. Nánar auglýst siðar. Árnessýsla Héraðsmót Framsóknarmanna i Arnessýslu. Héraðsmótið verð- ur haldið að Arnesi 30. ágúst og hefst kl. 9. Nánar auglýst siðar. iiij-L 11 ai Sumarferðii ■ INNANLANDSFERÐ UTANLANDSFERÐIR Framsóknarfélögin i Reykjavik gefa félögum sinum kost á ferð- um til Spánar i sumar og haust. Brottfarardagar: 19. ágúst, 2. september, 16. september. Fyrirhuguð er i sept. 10—15 daga ferð til Vinarborgar. Þeir, sem áhuga hafa á þessari ferð, hafi samband við f lokksskrifstofuna. KAUPAAANNAHAFNARFERÐ 17.-24. ÁGÚST SÉRSTAKT TÆKIFÆRI Nánari upplýsingar um ferðirnar á flokksskrifstofunni. Si'mi: 24480. Framsóknarfélaganna í Reykjavík Sumarferð Framsóknarfélaganna i Reykjavik, sunnudaginn 17. ágúst. Ekið um Þingvelli, Laugarvatn, Gullfoss, Geysi, Brúar- hlöð, Hreppa, Búrfellsvirkjun að Sigöldu og Hrauneyjarfossum. Framkvæmdir við Sigöldu skoðaðar undir leiðsögn verkfræð- ings. Nánar auglýst siðar. Strandasýsla Héraðsmót framsóknarmanna i Strandasýslu verður haldiö laugardaginn 16. ágúst i Arnesi. Ræður flytja Gunnlaugur Finns- son, alþingismaður og Pétur Einarsson. Karl Einarsson skemmtir. ísafjörður Framsóknarfélag Isafjarðar heldur héraðsmót sitt 23. ágúst. Nánar auglýst siðar. Vestfirðir Kjördæmisþing framsóknarmanna i Vestfjarðakjördæmi hefst föstudaginn 22. ágúst. Nánar auglýst siðar. Héraðsmót framsóknarmanna i Skagafirði verður haldið i Miö- garði 30. ágúst og hefst kl. 21.00. Ræðumenn verða Ölafur Jóhannesson formaður Framsóknar- flokksins og Jón Sigurðsson varaformaður SUF. öperusöngvararnir Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson syngja og Karl Einarsson fer með skemmtiþátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.