Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 20
Núfima búskapur þarfnast BAUER hauqsuqui Guöbjörn Guöjónsson fyrirgóóan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - Wilson aðvarar Brézjnef Reuter— London — Harold Wilson, forsætisráöherra Bretiands, sagði i gær, að hann hefði gert Leoníd Brézj- nef, leiðtoga sovézka komm- únistaflokksins, það ljóst, að framtið Portúgals hefði.afger- andi áhrif á sambúð austurs og vesturs i framtiðinni. Wilson lét svo um mælt á þingi, er rætt var um leiðtoga- fundinn i Helsinki. Hann kvaðst og hafa hitt Francisco Costa Gomes Portúgalsfor- seta að máli, og lagt áherzlu á, aö Bretar litu þróun mála i Portúgal mjög alvarlegum augum. Miki og Ford ræða öryggi í Asíu Reuter—Washington — Takeo Miki, forsætisráðherra Jap- ans, er nú staddur i Washing- ton. t gær ræddi hann við Ger- ald Ford Bandarikjaforseta og snerust viðræðurnar einkum um ieiðir til að tryggja öryggi þeirra Asiurikja, er fylgja Bandarikjunum að málum — eftir fall Kambódíu og Suð- ur-Vietnams. Ron Nessen, blaðafulltrúi Hvita hússins, sagði að við- ræðunum loknum, að Ford hefði fullvissað Miki um stuðning Bandarikjamanna við Japana i framtiðinni. Hert eftirlit með fóstureyðingum í Bretlandi? 60 þúsund konur leita órlega til Bretlands, til að fó framkvæmda fóstureyðingu Reuter—London. í ráði er að herða mjög eftirlit með fram- kvæmd fóstureyðinga i Bret- landi. Arið 1967 var brezkri fóstureyðingarlöggjöf breytt á þann veg, að skilyrði fóstureyðingar voru mjög rýmkuð. Reynslan af þeirri lagabreytingu hefur aftur á móti sýnt, að full ástæða er til að fylgjast náið með fram- kvæmd löggjafarinnar. Brezka þingið samþykkti nýja fóstureyðingarlöggjöf ár- ið 1967, þar sem félagslegar ástæður einar heimiluðu fóst- ureyðingu — að þvi tilskildu, að aðgerðin væri framkvæmd á stofnunum, er væru viður- kenndar I þvi skyni. Sérstök nefnd á vegum þingsins hefur nú nýlega lagt til, að löggjöf- inni frá 1967 verði breytt, og eftirlit rneð framkvæmd henn- ar hert. Þannig gerir nefndin ráð fyrir, að fjöldi fóstureyð- ingastofnana verði tak- markaður og auglýstur verði taxti fyrir aðgerðina. Þá leggur þingnefndin til, að eftirlit með fóstureyðingum hjá erlendum konum verði sérstaklega hert. Talið er, að u.þ.b. sextiu þúsund konur leiti til Bretlands i þeim til- gangi einum að fá fram- kvæmda fóstureyðingu. Til þessa hefur stór hluti þeirra lent I höndum skottulækna, er þegið hafa stórfé fyrir sjálfa aðgerðina, án þess að gefa konunum tækifæri til að jafna sig — hvað þá veita þeim nokkrar ráðleggingar. Nefndin leggur þvi til, að er- lendum konum verði tryggð lágmarksdvöl fyrir og eftir aðgerð i stofnunum — svo og veittar ráðleggingar i sam- bandi við aðgerðina. Þeir nefndarmenn, er lengst vilja ganga, kjósa að meina út- lendingum að fá framkvæmda fóstureyðingu i Bretlandi. Aðrir benda á, að hert eftirlit geti skapað hættu á aukinni starfsemi skottulækna. Þ'að er þvi erfitt að þræða hinn gullna meðalveg — i þessu tilliti sem öðru. Japanskir hryðjuverkamenn tóku fimmtíu gísla í Kuala Lumpur: NÍU LÁTNIR LAUSIR — og von til, að fleiri fylgi í kjölfarið NTB/Reuter—Kuala Lumpur — Siðdegis I gær var búizt við, að japönsku hryðjuverkamennirnir, er hafa á að gizka fimmtiu gisla á vaidisinu i Kuaia Lumpur, höfuð- borg Maiasiu, létu flesta þeirra lausa. Sú von brást vegna tor- tryggni mannræningjanna i garð lögregluy firvaida. í fyrradag ruddust nokkrir félagar úr japönsku hryðjuverka- samtökunum Rauði herinn inn i byggingu i Kuala Lumpur, sem er I eigu þarlends tryggingafélags, en hýsir jafnframt ræðismanns- skrifstofur Bandarikjanna, Kan- ada og Sviþjóðar. Japanarnir tóku fimmtiu gisla, þ.á.m. þrjátiu og sjö Malasiubúa. 1 gær lenti japönsk þota með fimm félaga úr Rauða hernum innan borðs á flugvellinum við Kuala Lumpur. Mannræningj- arnir höfðu áður krafizt þess, að fimmmenningarnir yrðu látnir lausir úr japönskum fangelsum. 1 staðinn lofuðu þeir að láta lausa Malasiubúana — 37 að tölu — en hina gislana, sem eru frá Ameriku eða Evrópu, ætluðu þeir að taka með sér tii flugvallarins. Lögreglan i Kuala Lumpur sló hring um byggingu trygginga- félagsins, lögreglu- og sjúkrabif- reiðar streymdu að til að flytja á brott þá gisla, sem kynnu að hafa særzt. Þessi viðbúnaður skaut mannræningjunum aftur á móti skelk I bringu og neituðu þeir að láta gislana lausa. Yfirvöld i Malasiu létu það þó ekki á sig fá, heldur tóku upp þráðinn I samn- ingaumleitunum, þar sem frá var horfið. Arangurinn varð sá, að einum NTB-Kaupmannahöfn Danska stjórnin ákvað i gær að mótmæla ákvörðun N-Atiantshafs fisk- veiðinefndarinnar um veiðikvóta á síld í Norðursjó og Skagerak. Danskir sjómenn og útvegsmenn hafa krafiztþess, að stjórnin virði ákvörðun nefndarinnar að vett- ugi, þar eð þeim finnst þeir fá of litið I sinn hlut. gislanna — fuilorðinni konu — var sleppt — og von var til, að fleiri fylgdu i kjölfar hennar siðar. StÐUSTU FRÉTTIR: Reuter—Tókió — Japanska utan- rikisráðuneytið tilkynnti I gær- kvöidi, að mannræningjarnir hefðu látið laus fjörar konur og fimm börn, er voru i hópi gisl- anna fimmtiu. Samkvæmt þeirri ákvörðun mega Danir veiða mest, 69 þúsund tonn af sild frá þvi 1. september i ár til 1. apríl á næsta ári. Siðustu ár hafa þeir hins vegar veitt allt að 200 þúsund tonn á þessu tima- bili. Danskir sjómenn og útvegs- menn telja, að hinn skerti veiði- kvóti skapi alvarlegt ástand i dönskum siávarútvegi. Danska stjórnin mót mælir veiðikvóta á síld í Norðursjó og Skagerak Sterk andstaða gegn kommúnistum í norðurhluta Portúgals: SNÚAST ÓEIRÐIRNAR UPP í BORGARASTYRJÖLD? NTB/Reuter-Lissabon. Hersveitir voru i skyndi sendar til bæjarins Famalicao i norður- hluta Portúgais síðdegis I gær, tii að stilla til friðar: í bænum gengu hundruð manna berserksgang, rændu og rupiuðu heimiii kommúnista og settu upp vega- tálma, til að hindra aila umferð um bæinn. Siðustu atburðir i norðurhluta Portúgals sýna, að i þeim lands- hluta rikir sterk andstaða gegn kommúnistum og bandamönnum þeirra. Nær stanzlausar mót- mælaaðgerðir — er margar hverjar hafa endað með óeirðum — hafa nú staðið þar siðan á föstudag I fyrri viku. A meðan reynir Vasco Goncalves að koma saman starf- hæfri stjórn I landinu — stjórn, er getur komið á friði og komið i veg fyrir, að óeirðirnar snúist upp i borgarastyrjöld. A fundi fimmtiu leiðandi herforingja innan Stjórn- málahreyfingar hersins (MFA) I fyrrakvöld var lýst yfir eindregn- um stuðningi við Goncalves I við- leitni hans til að mynda nýja stjórn. Jafnframt var ógilt brott- vikning hægri sinnaðs herforingja úr áhrifastöðu innan leyni- lögreglu landsins (COPCON). Sú ákvörðun er álitin mikill hnekkir fyrir yfirmann COPCON, Otelo de Carvalho, er stóð að brottvikning- unni. Carvalho hefur verið leið- togi þeirra herforingja innan MFA, er standa lengst til vinstri. Myndin er tekin fyrir skömmu, er æstir fbúar bæjarins Alcobaca höfðu ruðztinn i skrifstofur kommúnista og voru i óða önn að rifa niður vegg- spjöid og tæta sundur allt lauslegt. AKUfitVflflR /flflff|8RínnSLfl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.