Tíminn - 07.08.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.08.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN rmiOOOJTTTTTT Fimmtudagur 7. ágúst 1975 Slæmar tennur — slaemar einkunnir Svo sýnist sem slæmar tennur og slæmar einkunnir i skólanum séu i samhengi a.m.k. i v-þýzku skóluríum. Á ráðstefnu, sem haldin var nýlega i Hamborg, vakti visindakonan Therese Kupzek, athygli á þvi að skörp- ustu nemendurnir heföu venju- lega bezt hirtu tennurnar, lök- ustu nemendurnir hefðu verst hirtu tennurnar. Henni leizt svo á, að foreldrar, sem hirtu litt um heilbrigði barna sinna hefðu einnig litinn áhuga á skólavinnu þeirra. ★ Etið sykur í hófi Allir vita, eða ættu að vita, að sykurát orsakar skemmdir i tönnum. Það, sem margir vita ekki, að meira er undir þvi kom- ið með skemmdirnar, hversu oft sykur er etinn frekar en hversu mikiö af honum. 1 hvert skipti sem sykur er etinn, breytist hann i sýru, sem eyðileggur glerunginn á tönnunum og getur það veriö að gerast i um 20 minútur. A ráðstefnu Félags ameriskra lyfjafræðinga sem haldin var nýlega lýsti dr. W.H. Bowen frá Rannsóknastofnun tannlækna, Bethesda, yfir, að fólk sem borðar aðeins þrjár máltiðir á dag, þó þær séu sykurrikar, er i minni hættu en þeir sem maula allan daginn smáskammta af sælgæti. Skál fyrir Ginu Forseti Vestur-Þýzkalands, Walter Scheel, (t.v.), og Ste- ward Granger eru þarna að lyfta glösum með óskum um velfarnað og góða heilsu til handa Ginu Lollobrigida, itölsku kvikmyndastjörnunni. Þetta gerðist nýlega við alþjóð- lega kvikmyndahátið i Vest- ur-Berlin. En þarna var ekki aö- eins kvikmyndahátið heldur einnig iþróttahátiö, þar sem einstaklingar og hópar sýndu fimleika undir berum himni. Forsetinn notaði tækifærið og bauð stórum hópi af kvik- myndaleikurum og öðrum lista- mönnum til Bellevue-kastala. En Scheel hafði sjálfur persónu- lega ástæðu til að halda upp á aaginn. Nákvæmlega ár var lið- ið siðan hann tók við forseta- embættinu. Walter Scheel, sem er 56 ára gamall, fæddur i Rin- arlöndum, lét i ljós i viðtali i v- þýzka útvarpinu (WDR), að hann hefði ekki eitt augnablik séö eftir þeirri ákvörðun. Eins árs starf i embætti hefði að visu verið annasamt, en einnig gefiö mikla ánægju. Æðstu skyldu sina sem þjóðhöfðingja Sam- bandslýðveldisins þýzka telur hann að vinna að sem mestri samstöðu almennings gagnvart hinum þýðingarmestu pólitlsku vandamálum. □□□DaaaaaaaaaaaaaaaaDDDa ll^sJ L \ * - % % Z~.. .. (V -* C í '&ttmi ^ J -SÍf^ og hvaö hefur litla stiilkan hans pabba veriö að gera i dag? — Fyrst og fremst verður þú að gleyma öllu þvi, sem maðurinn þinn hefur kennt þér. DENNI DÆMALAUSI „Þið skuluð ekki kenna mér um þótt hér verði einhver vandræði. Það getur enginn ætlazt tii að vera I friði innan um svona marga nágranna”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.