Tíminn - 07.08.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.08.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. ágúst 1975 TÍMINN 5 Jónas rekinn 1 forsiöufrétt i Visi i gær, er frá þvi sagt, að Jónas Kristjánsson „láti af starfi” sem ritstjóri blaðsins. Eins og fréttin ber með sér, er greini- legt, að Jónas hefur ekki hætt sjálfviljugur. Hefur það raun- ar veriö staðfest, þvi að Jónas sendi stjórn Reykjaprents skeyti, þar ,m ij sem hann ósk- aði eftir þvi að fá að vera áfram við blaöiö, en sú ósk var alger- lega hunzuð. Þar með er lokiö fyrri hálfleik i hinum heiftiiðuga kappleik um Visi. Sveinn Eyjólfsson framkvæmdastjóri blaðsins hefur tiikynnt, að hann muni segja upp hjá blað- inu. Og verður þess nú ekki langt að biða, að slöari hálf- leikur hefjist. Verður sá hálf- leikur e.t.v. miklu haröari og að nú verður bitizt um eigur Visis. Ef að likum lætur eiga andstæðingar Sveins og Jón- asar eftir að reka sig á ýmsar óþægilegar staöreyndir, þegar að þvi kemur. Nýtt blað Þeir félagar Sveinn og Jónas hafa ýmsa möguleika i sambandi við blaðaútgáfu. Þeir munu hafa komið málum þannig fyrir, að Visir veröur nánast á götunni með alla að- stöðu. Aðstöðuna, sem Visir missir, hyggjast þeir nota fyrir nýtt sfðdegisblað, sem mun vera I burðarliðnum. Ýmsir fjársterkir aðilar innan Sjálfstæðisflokksins styðja hugmyndina um nýtt blað, þ.á.m. Albert Guðmundsson, sem lengi hefur haft horn i siöu Mbl.. Þetta nýja blað mun að sjálfsögðu veita Visi harða samkeppni. Telja má vist, að ýmsir af núverandi starfs- mönnum Visis muni fylgja hinum „föllnu” foringjum sfn- um yfir á nýja blaöið, þ.á.m. einhverjir blaöamenn, af- greiöslufólk og fleiri. Getur þaö orðið mikil blóðtaka fyrir Vfsi. Umbætur í land- búnaðarskrifum Sama dag og Jónas kvaddi VIsi birtist leiðari eftir hinn nýja ritstjóra, Þorstein Páls- son, þar sem hann segir orð- rétt: „Landbúnaöurinn er ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar, og án hans getum við ekki verið.” Þannig kveður við nýjan tón i landbúnaðarskrifum Visis, og er það vissulega fagnaðar- efni. Það er lika rétt, sem seg- ir I sama leiöara, að margt megi færa til betri vegar I landbúnaði hérlendis. Sömu sögu er að segja um aðrar atvinnugreinar, sjávarútveg og iðnað. En sllkt gerist ekki með öfgaskrifum eins og þeim, sem birzt hafa i VIsi á undanförnum misserum.-a.þ. Sólaóir hjólbaróar 11 til sölu á ýmsar stærðir fólksbíla. Mjög hagstætt verð. Full óbyrgð tekin ó sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK, Y0K0HAMA Y Veltum alhliöa hjólbarðaþjónustu HJÓLBARÐAR Sambandsins HÖFDATÚNI 8 SlMAR 16740 OG 38900 Fólksbila Jeppa- Vörubila- Lyftara Buvela- Traktors- Vinnuvéla OPIÐ: mánud.-fimmtud. 8-19 föstudaga 8-22 laugardaga 9-17 Bílasalan Höfðatúni 10 SELUR ALLA BÍLA: Fólksbíla — Stationbíla Jeppa — Sendibila Vörubila — Vöruflutningabíla 14 ára reynsla i bflaviðskiptum. Opið alla virka daga kl. 9—7, laugardaga kl. 1—4. Bilasalan Höfðatúni 10 Simar 1-88-70 & 1-88-81 HAGSTÆÐ KAUP I GERIÐ HAGSTÆÐ KAUP Pantið heyvinnuvélarnar strax SIMI S1500-ÁRMÚLA11 Trnktorar Búvélar i Auglýsitf | i Ttmanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.