Tíminn - 07.08.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.08.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. ágúst 1975 TÍMINN / 7 Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500' — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaöaprent h.f. Ekki kredduflokkur Þjóðviljinn er nú byrjaður að þylja gamlan lestur um að Framsóknarflokkurinn sé stefnulit- ill og sveiflist þvi milli hægri og vinstri eftir ástæðum. Þetta er ekki nýr áróður, heldur hefur þetta verið tuggið jafnt i blöðum kommúnista og ihaldsmanna áratugum saman. Með þessu hefur átt að kveða Framsóknarflokkinn niður. En það hefur ekki tekizt betur en svo, að Framsóknar- flokknum hefur á siðustu tveim áratugum ekki aðeins tekizt að halda fylgi sinu I sveitunum held- ur að ryðja sér svo rækilega til rúms I kaupstöð- um og kauptúnum, að hann er nú annar stærsti flokkurinn þar. Þannig hafa kjósendur metið hina frjálslyndu umbótastefnu hans. Framsóknarmenn geta þvi látið sér þennan áróður andstæðinganna i léttu rúmi liggja. Framsóknarmenn viðurkenna fullkomlega að flokkur þeirra er ekki sérkredduflokkur. Hann trúir ekki á eitt úrræði, eins og Alþýðubandalagið segist trúa á þjóðnýtinguna, og Sjálfstæðis- flokkurinn á haftalausa samkeppni. Bæði Al- þýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn hafa lika orðið að reka sig á, að stefna þeirra er iðu- lega ekki raunhæf I framkvæmd. Hvað eftir ann- að hefur reynslan neytt Sjálfstæðisflokkinn til að vikja frá stefnu sinni um algert frelsi, og Alþýðu- bandalagið frá trú sinni á rikisreksturinn. Afstaða Framsóknarflokksins hefur frá upp- hafi verið sú, að beita ætti hinum þremur rekstrarformum: einkarekstri, samvinnurekstri og rikisrekstri, eftir þvi, sem bezt hentaði á hver jum vettvangi og sums staðar gætu öll þessi form komið til greina. Menn ættu ekki að vera haldnir neinni ófrávikjanlegri stefnu fyrirfram i þessum efnum. Bezt væri, að hægt væri að tryggja sem mesta samvinnu og forðast þannig skaðleg átök og deilur, en til þess að ná þvi marki mætti ekki binda sig við of þröng sjónarmið. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn unnið og munhalda áfram að vinna. Hann mun ekki binda sig við neina einsýna stefnu, heldur kappkosta að leggja raunhæft mat frjálslynds umbótaflokks á hin einstöku vandamál.Hann mun leggja kapp á að vera viðsýnn og framsýnn, en binda sig ekki við meira og minna úreltar kreddur. Þessi stefna er i fullu samræmi við hinn nýja tima og nýju kynslóð, sem er á margan hátt minna kreddu- bundin, óháðari og frjálslyndari en fyrri kynslóð- ir voru. Sú uppreisn æskunnar, sem nú ber mest á, beinist fremur öðru gegn kreddustefnum, eins og kapitalismanum og kommúnismanum. Æskan vill ekki vera bundin I viðjar þröngsýnnar kreddutrúar. Flokkur í felum Þjóðviljinn ætti sizt af öllu að nefna henti- stefnuflokk. Tvivegis hefur flokkur hans skipt um nafn til að fela hina raunverulegu stefnu sina. 1 átta ár eru forustumenn flokksins búnir að basla við að koma saman nýrri stefnuskrá fyrir flokk- inn, án þess að hún hafi enn séð dagsins ljós. Ástæðan er sú, að verið er að reyna að koma stefnuskránni i þannig búning, að það sjáist ekki hvort Alþýðubandalagið er heldur sosialdemó- kratiskur eða kommúnistiskur flokkur! \ ERLENT YFIRLIT Fyrsta útlegðarári Nixons er lokið A LAUGARDAGINN kemur verður rétt ár liðið siðan Nixon afsalaði sér forsetaemb ættinu. i tilefni af þvi liefur verið rætt talsvert meira um Nixon i bandariskum blöðum að undanförnu en gert hefur verið áður siðan hann lét af embætti. Einkum snúast þess- ar umræður og frásagnir blað- anna um hagi Nixons, eins og þeim er nú komið, og þær fyrirætlanir, sem kunni að vaka fyrir honum. Nixon hefur fram til þessa lifað mjög einangruðu lifi sið- an hann lét af forsetaembætt- inu. I fyrstu áttu veikindi hans mikinn þátt i þvi, en yfirleitt er nú álitið, að hann hafi verið nær dauða en lifi fyrir niu mánuðum, þegar hann gekk undir læknisaðgerð vegna blóðtappa og æðabólgu. Hann er sagður hafa jafnað sig verulega siðustu sex mánuð- ina, en þó er vinstri fóturinn sagður enn bólginn og hann þolir illa langa áreynslu. Sagt er, að hann reyni helzt að sofa i allt að tólf tima i sólarhring, en vinni i sex tima að bók, sem á að fjalla um stjórnmálaaf- skipti hans og þá ekki sizt Watergatemálið. Hnn les dag- blöðin á morgnana og meðal þeirra eru þau blöð, sem lögðu hann mest i einelti, New York Times og Washington Post. Hann fer i stuttar gönguferðir kvölds og morgna og oftast i sund siðdegis. Hann,fer næst- um aldrei frá bústað sinum i San Clemente i Kaliforniu og tekur ekki á móti heimsókn- um, nema nánustu kunningja og fyrri samstarfsmanna. Meðal þeirra, sem hafa heim- sótt hann, er Kissinger. Kona Nixons, Pat, er sögð sýna hon- um mikla umhyggju og venju- lega borða þau aman tvö ein, nema þegar dætur þeirra og fjölskyldur eru i heimsókn. Ferðamenn gera sér talsvert far um að staldra við fyrir ut- an bústað hans, sem er vel af- girtur, enda ætlaður sem eins konar forsetabústaður á sin- um tima. Fljótlega hverfa þeir þó á brott, án þess að hafa get- að séð hinn fallna forseta, sem býr nánast sagt eins og hálf- gerður útlagi. FLESTUM, sem hafa heim- sótt Nixon, kemur saman um, að hann sé enn andlega niður- beygður og bætist það við hin likamlegu veikindi hans og jafnvel auki þau. Watergate- málið og eftirköst þess eru byrði, sem erfitt er fyrir Nixon að losna við. Þó telja kunnug- ir, að hann áliti sig ekki hafa framið neitt afbrot, heldur hafi honum orðið á mistök, sem einkum hafi verið fólgin i þvi, að hann hafi ekki tekið Watergatemálið nógu föstum tökum i upphafi, m.a. vegna þess, að samstarfsmenn hans hafi ekki sagt honum allan sannleikann, og hann þannig flækzt inn i málið meira og meira óviljandi, til þess að reyna að hjálpa þeim sam- starfsmönnum sinum, sem voru flæktir i málið. Um þetta mun bók sú, sem Nixon vinnur að, fjalla að miklu leyti. Hann vinnur að henni sex tima á dag, eins og áður segir,ásamt tveimur aðstoðarmönnum. Það háir honum, að hann fær ekki nægan aðgang að ýmsum skjölum og heldur ekki að segulböndunum frægu. Það er enn ekki ákveðið, hvort bókin verður frekar eitt eða tvö bindi, en henni er ekki aðeins ætlað að fjalla um Watergate- málið, heldur um stjórnmála- þátttöku Nixons frá fyrstu tið og þá ekki sizt um afskipti hans af utanrikismálunum. Nixon á göngu I garði sinum I San Clemente Fyrir bókina hefur Nixon þeg- ar fengið greidd nokkur hundruð þúsund dollara, að þvi taliö er, en alls mun hann fá fyrir hana 2-2.5 milljónir dollara. Þetta mun rétta við fjárhag hans verulega, ásamt 500 þús. dollurum, sem hann mun fá fyrir þátttöku i sjón- varpsþáttum, sem eiga að fjalla um forsetaembættið. Efnahagur Nixons er hins vegar hvergi nærri góður og á það sinn þátt i þvi, að honum var gert að greiða skatt af sölu á einkaskjölum hans, en upp- haflega höfðu skattayfirvöld úrskurðað hana skattfrjálsa. Eignir hans eru lika mest i fasteignum og mun hann sennilega ekki komast hjá þvi að selja eitthað af þeim til þess að geta greitt skuldir og skatta, sem hann þarf að greiða fljótlega. NIXON er talinn hafa látið i ljós við suma kunningja sina, að honum leiðist iðjuleysiö, einkum þó, ef heilsa hans heldur áfram að batna. Hann hefur t.d. fært það i tal við Barry Goldwater, að hann vildi gjarnan verða einhvers konar talsmaður fyrir repu- blikana. Þessari hugmynd hefur verið tekið með iskaldri þögn. Þá hefur Nixon sagt öðr- um kunningja sinum, að hann gæti vel hugsaö sér að verða sendiherra Bandarikjanna i Kina. Sú tillaga hefur fengið sizt betri undirtektir. Það mun hins vegar hafa styrkt Nixon i þessari fyrirætlun, að ýmsir erlendir valdamenn hafa sent honum kveðjur sinar og er sagt að bæði Brézjnef og Mao séu i hópi þeirra. Það er haft eftir Nixon, að hann hafi áhuga á að ferðast erlendis. Fyrst vilji hann þó ljúka bók sinni. Hann er sagð- ur fylgjast vel með öllum er- lendum atburðum, enda fær hann daglega sendar upp- lýsingar frá utanrikisráðu- neytinu um það helzta, sem er að gerast. Trúarleiðtogar, sem hafa heimsótt Nixon, segja hann hafa áhuga á að ræða trúmál og muni hann hafa gerzt enn trúhneigðari en áður. Einn þeirra hefur látið svo ummælt, að Nixon myndi sennilega hafa gert sig að kvekara, ef þeir hefðu haldið samtalinu áfram, en Nixon er kvekari. Sagt er, að Nixon hafi breytzt verulega i útliti á þvi ári, sem er liðið siðan hann lét af forsetaembættinu. Andlits- drættir nú eru orðnir skarpari, nefið og kjálkarnir enn meira áberandi en áður. Hann klæöir sig snyrtilega að vanda og reynir að halda fyrri reisn sinni i framkomu. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.