Tíminn - 07.08.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.08.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 7. ágúst 1975 Höfundur: David Morrell Blc 88 )ðugur hildarleikur Allt var hljótt. Teasle virtist líða yfir járnaruslið og brotið gler. Hann lét ekkert í sér heyra. Einhvern veginn vissi hann að Rambo var ekki á hælum hans, heldur ein- hver annar. Hvers vegna óttaðist hann að sjá veginn skammt frá bílhræunum? Hvers vegna óttaðist hann að sjá röð af flutningabílum þjóðvarðliðsins, sem lagt var við veginn? Hvað var komið yfir hann? Var hann búinn að missa vitglóruna? Þarna var ekki nokkurn mann að sjá. Enginn var á ferli í nánd við bílana. Öttjnn hjaðnaði. Aftast var lög- reglubíll. Hann var líka auður og tómur. Teasle skreið i leiðslu að bílnum. Hann mjakaði sér áf ram á höndum og fótum, þögull og einbeittur. Allt umhverfis hann voru bílhræin, hurðarlaus, rifin sæti og allt ryðfallið. Hann hrökk við af skyndilegum hávaða. Einhvers staðar brotnaði gler. Hljóðið skall hart í hlustir hans og Teasle deplaði sljóum augunum. Enn einu sinni lá hann á bakinu. Hafði einhver á akrinum skotið á hann? Teasle fálmaði um líkama sinn í leit að sári. Hann snerti á- breiðu. Hvað var orðið af jarðveginum undir honum? Mjúkar sessur. Líkkista. Teasle dauðbrá og skelfing greip hann. Svo áttaði hann sig. Hann lá á sófa. En hvar í ósköpunum? Hvað var að gerast? Hann fálmaði eftir Ijósi og velti lampa um koll. Þegar hann loksins kveikti á honum komst har.n að því, að hann var staddur á eigin skrifstofu. En hvað um skóginn og bílakirkjugarðinn? Hann vissi vel að þessir hlutir voru raunverulegir. Teasle ætlaði að líta á klukkuna og gá hvað tímanum liði, úrið var horfið. Þá leit hann á skrifborðsklukkuna: kortér í tólf. Úti var myrkur. Tólf hlaut að vera á mið- nætti. Síðast mundi hann eftir sér um hádegisbil. En hvað um Rambo? Hvað hafði gerzt? Hann barðist við að setjast upp en gafst upp og greip um höfuð sér. Æðaslátturinn virtist ætla að sprengja það. Veggir og gólf skrifstofunnar virtust á fleygiferð. Teasle bölvaði, en ekki kom orð fram yfir varir hans. Hann reikaði að dyrunum, greip um húninn og rykkti í ST hann með báðum höndum. Hurðin var föst fyrir og Teasle varð að toga af öllum mætti til að geta opnað. Þegar dyrnar opnuðust — gerðist það svo snögglega, að minnstu munaði að hann missti jaf nvægið. Teasle baðaði út höndunum eins og línudansari, þar næst steig hann berfættur eins og hann stóð af hlýju teppinu á skrifstof- unni og fram á kaldar gólff lísarnar í ganginum. Þar var allt slökkt, en á fremri skrifstofunni logaði Ijós. Þegar Teasle var hálfnaður þangað varð hann að styðja sig við vegginn til að falla ekki um koll. — Þú ert þá vaknaður, foringi. Er allt í lagi með þig, heyrði hann sagt við sig frammi á skrifstofunni. Spurningin var f lóknari en svo, að Teasle treysti sér til aðsvara henni. Enn barðist hann við að ná stjórn á hugs- un sinni og líkama. Teasle minntist þess, að hann lá á qólfinu aftur i flutninqabílnum oq starði annarlega á slitinn strigann í loftklæðningunni. Hann minntist radd- arinnar sem ómaði úr talstöðinni: — Guð minn góður, hann er hættur að svara okkur. Hann er hlaupinn langt inn í námuna. Hann minntist þess einnig að hafa rif ist og brotist um þegar Trautman vildi láta bera hann út í sjúkrabílinn. En hvað um skóginn og myrkrið.... — Er allt í lagi með þig, foringi? Heyrir þú ekki í mér? Röddin var háværari. Fótatak nálgaðist utan úr gangin- um. Það bergmálaði tómlega. — Rambo.... Teasle átti erfitt um mál. Rambo.... Hann er í skóginum. — Hvað þá? Röddin var við hlið hans. Teasle litaðist sljólega um. — Þú ættir ekki að vera á fótum, sagði röddin. Reyndu að hvílast. Þú ert ekki lengur í skóginum með honúm. Hann er ekki að elta þig lengur. Við hlið Teasle stóð lögreglumaður. Teasle hafði á til- finningunni að hann ætti að þekkja manninn, en gat þó með engu móti komið honum fyrir sig. Hann reyndi að rif ja þetta upp. Harris? Einmitt. — Harris, sagði hann stoltur. — Komdu fram og tylltu þér. Þiggðu kaffisopa. Ég var að hella upp á, en missti vatnskönnuna. Vonandi vaknaðir þú ekki við það? Rödd Harris bergmálaði í höfði Teasle. Tilhugsunin um kaff ibragðið olli honum velgju. Hann kúgaðist, stóð upp og reikaði í átt að selerninu. Harris reyndi að halda i hann og sagði: — Seztu þá á gólf ið. En Teasle var f Ijótur að jaf na sig og bermálið í höfði hans þagnaði. Hann vætti andlitsittog augu upp úr svölu vatninu. Endurminningin leiftraði snögglega í huga hans. Nú var það ekki draunir, heldur raunveruleiki. Rambo, sagði hann. Rambo er í skóginum í nám- unda við bílakirkjugarðinn. -------------!------"" ^ Akilles, ódysseifur, þessar Ég aftur á| FIMMTUDAGUR 7. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og ■ forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Kristján Jónsson lýkur lestri sögunnar „Glerbrots- ins” eftir Ólaf Jóhann Sigurösson (4). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög á milli atriöa. Viö sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræöir viö Sigurstein Jó- hannsson verkstjóra, Borgarfiröi eystra. Morguntónleikar kl. 10.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. A frívaktinni Sigrún Siguröardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miödegissagan: „t Rauöárdalnum” eftir Jó- hann Magnús Bjarnason örn Eiösson les (7). 15.00 MiðdegistónleikarAlicia 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn Eva Sigurbjörnsdóttir og Finn- borg Scheving fóstrur sjá um þáttinn. 17.00 Tónleikar 17.30 „Sýslaö I baslinu” eftir Jón frá PálmholtiHöfundur les (10). 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þættir úr jaröfræöi íslands Stefán Arnórsson jaröfræöingur talar um jarövarma á íslandi. 20.00 Einsöngur I útvarpssal Guömundur Jónsson kynnir lög eftir vestur-islenzk tón- skáld. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.20 Framhaldsleikritiö: „Aftöku frestaö” eftir Michael Gilbert Sjötti og siðasti þáttur. Þýöandi: Asthildur Egilson. Leik- stjóri: GIsli Alfreösson. Persónur og leikendur: Lacey yfirlögregluþjónn/- Gunnar Eyjólfsson, Aöstoöarlögreglustjórinn/- Róbert Arnfinnsson. Bridget/Anna Kristín Arn- grimsdóttir. Harry Gordon/Hákon Waage, Macrae/Sigurður Karlsson, Harbord/Ævar R. Kvaran, Saksóknari rikisins/Bessi Bjarnason, Holland, dóm- ari/Guðjón Ingi Sigurösson, Barret/Erlingur Gislason, Underwood/Klemenz Jóns- son, Tarragon/Arni Tryggvason. Aörir leik- endur Knútur R. Magnús- son, Siguröur Skúlason, Randver Þorláksson og Þorgrimur Einarsson. 20.50 Frá tónlistarhátlöinni I Dubrovnik I fyrrasumar Pierre Fournier og Jean Fonda leika. a. Adagio og allegro op. 70 eftir Schumann. b. Sónata I A-- dúr op. 60 eftir Beethoven. c. Elegie op. 24 eftir Gabriel Fauré. 21.30 „Þaö er hægara sagt en gert”, smásögur eftir Peter Bichsel Ólafur Haukur Simonarson þýddi og flytur ásamt Olgu Guörúnu Arna- dóttur. 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Kvöld- sagan: „Knut Hamsun lýsir sjáifum sér” Martin Beheim-Schwarzbach tók saman. Jökull Jakobsson lýkur lestri þýöingar sinnar (15) 22.45 Ungir pianósnillingar Fjórtandi þáttur: John Lill. Halldór Haraldsson kynnir. 23.40 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. ---------------------------- Tímínner peningar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.