Tíminn - 07.08.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.08.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 7. ágúst 1975 TÍMINN 13 fflli.lf! ||ll:illl!,1 Hugleiöingar um rétt- trúnað og villutrú. Elias V. Einarsson skrifar: „Velvakandi Morgunblaösins birti, sunnudaginn 3. s.l., bréf frii Guöriöar Einarsdóttur frá Bakka, nú búsett að Sólheimum 25, Reykjavik, en orð þessarar konu gefa tilefni til rækilegrar ihugunar. I bréfi sinu, segir hún sig og nokkrar aðrar konur þakklátar biskupi okkar, fyrir að setja nú aftur hina hreinu trú á hásætið og setja stopp á anda- trú og nýja guðfræði, með sálmabók nýrri og handbók prestanna, sem hann er búinn að endurskoða og hreinsa. Frú Guðriður telur þörf á, að rýma kirkjurnar draugum og dúfum, enda sé slikt hjátrú og bábiljur Það sem mér finnst lýsa i gegn i þessu bréfi frú Guðriöar, er tillitsleysi og ofstæki þeirrar manngerðar, sem telur sig eina hafa á réttu að standa, hvað svo sem allir aðrir hafa um málið að segja, eða hvort sannanir liggja fyrir eða ekki. Ef frú Guðriður telur, að einn biskup geti hreins- að út andatrú úr islenzkum kirkjum, er ég hræddur um, að hálftómar kirkjur, sem nú eru, verði galtómar og þvi litið em- bætti að vera kirkjuhöfðingi á eftir. Ég vil minna frú Guðriði á, að þeir sem ekki tóku kristna trú, hér fyrr á öldum voru ein- faldlega drepnir og jafnvel enn viöbjóðslegri eru verkin, þegar trúbræöur myrða hvorn annan, eins og er að gerast á Irlandi og tiðkaðist hér á landi við siða- skiptin, eða hafa kaþólskir og mótmælendur ekki sama guð- inn? Mér hefur skilizt, að spiritist- ar, (þeir sem trúa á tafarlaust framhaldslif sálarinnar i öðru umhverfiog á annari tiðni), trúi á þann kraft,sem öllu stjórnar og er i daglegu tali kallaður Guð. Einnig hefur mér skilizt, að þeir séu mun umburðarlynd- ari gagnvart öðru fólki og trúar- skoðunum þess heldur en þeir. sem telja sig rétttrúaða, enda lita spiritistar á, að það raði meiru innræti og manngæzka einstaklingsins, heldur en hvort viðkomandi tilheyri einhverjum einum trúflokki frekar en öðrum, eða hvers eiga þeir að gjalda, sem aldrei hafa heyrt um Krist eða kristna trú, ef kenningar rétttrúaðra eru á rökum reistar. Að lokum: Það þarf enginn aö vera verri, þó svo, að hann gleypi ekki við trúarboðskapn- um eins og honum er réttur hann, heldur hafieiginskoðanir á málunum. Þess vegna ef hann er góður maður, þá látið hann i friði”. Svo skal böl bæta eða hitt þó heldur. S.S. skrifar: ,,Ég fletti Timanum laugar- daginn 26 júli s.l. og rek augun i hópmynd af glaðlegu fólki. Hvað ætli þetta fólk hafi unnið þjóð sinni til heilla? Jú þessi mynd er liklega af fjölskyldun- um, sem gáfu Krabbameinsfé- laginu þá stóru gjöf, sem getið er i sama blaði. En hvað er þetta? Þau hafa að bakhjarli finan skáp fullan af áfengis- flöskum. Hvað á þetta að merkja? Ég les lengra og þá kemur skýringin, þau hafa borið i bakkafullan (áfengis) lækinn 40 milljónir og jafnframt opnað nýtt vinsöluhús i Ármúla 5 i Reykjavik. Allir vita að þjóðarböl Islend- inga um þessar mundir er ofneyzla áfengis. í hverri viku verða eitt eða fleiri dauðaslys, sem rekja má til áfengis, fyrir utan likamsárásir, innbrot og þjófnaði, sem af ölæði stafa og er þá ótalið það böl og þján- ingar, sem áfengið veldur á heimilum drykkjumanna. Hver nýr vinsölustaður er þvi áfangi til að auka þetta þjóðarböl, fjölga drykkjusjúklingum og auka harma og þjáningar með- bræðra og systra. Það þarf mik- inn kjark til að láta fjölmiðla birta nöfn sin með mynd um leið og slikum skaðvalda er hleypt af stokkunum, þvi ekki leynir sér hver bakhjarlinn er. Ég vorkenni þessu fólki, að nota 40 milljónirnar sinar til þess að auka böl samborgar- anna, þvi að ekki er trúlegt að lánsstofnanir þjóðarinnar láni fé til slikrar fjárfestingar. Fréttinni fylgir, að enginn undir 20 ára aldri sé velkominn á stað- inn — aðeins þeir, sem hafa aldur til áfengiskaupa”. t dag hefst I Skálholti á vegum Hins fsl. Bibllufélags svæðisráðstefna Sameinuðu Bibliufélaganna fyrir Norðurlönd, en á ráöstefnunni verður fjaliaðum nýjar Biblfu-þýðingar, útgáfumái og dreiflngu Ritning- arinnar á Noröurlöndum. Einnig verður fjailað um þátt norrænu Biblluféiaganna I hlnu alþjóölega sam- starfi innan Sameinuðu Bibliufélaganna að útbreiðslu Heilagrar Ritningar I hinum snauðu löndum þriðja heimsins og I Austur-Evrópulöndunum, þar sem Bibliu-útgáfur eiga viða erfitt uppdráttar. Til þessarar ráöstefnu eru m.a. komnir leiðandi starfsmenn allra norrænu Biblfufélaganna. — 1 Laugar- daishöllinni i Reykjavik hófst I gær eitt fjölmennasta mót, sem haldið hefur veriö á tslandi, en það er Norrænt kristilegt stúdentamót meö um 1360 skráðum þátttakendum, þar af um 1200 annars staöar að frá Norðurlöndunum. Stúdentarnir heimsækja Skálholt á morgun við guðsþjónustu, þar sem biskup ts- lands og forseti hins isl. Bibliufélags predikar. Meðfylgjandi MYND er tekin I biskupsgarði s.I. þriðju- dagskvöld. Við hlið biskupshjónanna sitja, sænski biskupinn, Bo Giertz, sem er aðairæðumaðurinn á stúdentamótinu, og Gurli Vibe Jensen prestur við Helligaandskirken — við Strikiö — i Kaupmannahöfn, og jafnframt einn framkvæmdastjóra Det danske Bibelselskab, en hún mun predika viö guðsþjónustu i Skálholtsdómkirkju n.k. sunnudagsmorgun. Aðrir á myndinni eru nokkrir stjórnar- og starfsmenn Bibliufélaganna og konur þeirra. (Tfmamynd Gunnar) Stdlu hrdolíu d bíl- inn í stað bensíns 65áraKópa- vogsbúi í varðhaldi vegna kyn- ferðisbrota Jsal-Reykjavik — Sextiu og timm ára gamall maður hef- ir verið úrskurðaður i gæzluvarðhald i Kópavogi iegna ætlaðra kynferöisaf- jrota á fjölda unglingspilta. Maður sá, sem hér um ræöir hefur verið úrskuröaöur I 30 daga gæzluvaröhald, og gert aö sæta geðrannsókn á þvi timabili. Mál þetta er mjög um- 'angsmikið og enn á frum- itigi, þannig að ekki er hægt ið greina frekar frá mála- /öxt"m að sinni. Gsal-Reykjavik — Það er ekki annað hægt aö segja, en að þeir hafi veriö óheppnir þrjótarnir, sem laumuöu sér upp aö bæ ein- um á Suðurlandi i fyrrinótt þeirra erinda aö stela sér bensíni á bil- inn. Sáu þeir forláta slöngu skammt frá bænum og dældu vökvanum á bilinn, — og héldu siðan á brott. En gleði þeirra yfir eldsneytinu hefur sennilega oröið heldur skammvinn, þvi aö' skömmu eftir að þeir yfirgáfu bæinn drap billinn á sér. Kom i ljós að „bensinið” var hráolia og billinn ncitaði þeim þvi um frek- ari ferðir. Lögreglan á Selfossi hafði verið að svipast um eftir þessum kumpánum, og þegar hún sá bil- inn, var litlum erfiðleikum bundið að handsama piltana. Höföu þeir ýmislegt á samvizkunni, m.a. að aka á þýzka konu daginn áður á Þingvöllum, og innbrot i verzlun- ina við Geysi, en þar höfðu ibúar i næstu húsum tekið einn piltanna sem gisl. Mál þeirra er nú i rannsókn hjiá lögreglunni á Selfossi. Bretaprins landaði 9 löxum í gær KARL Bretaprins veiðir enn vel i Hofsá. 1 gær fékk hann niu laxa, og var sá þyngsti átján pund. Þrátt fyrir mikla veiöigleði gaf Karl sér tima til þess að skoða gamla bæinn að Burstafelli, en annars hefur hann ekki hvikað frá ánni. Karl mun halda áfram veiö- um fram á föstudag. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða i Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Kjósarsýslu 1975 Skoðun fer fram sem hér segir: Mosfells- Kjalarness- og Kjósarhreppur: Mánudagur 11 ágúst Þriöjudagur 12. ágúst Miövikudagur 13. ágúst Fimmtudagur 14. ágúst Skoðun fer fram viö Hlégarö i Mosfellssveit. Seltjarnarnes: Mánudagur 18. ágúst Þriðjudagur 19. ágúst Miövikudagur 20. ágúst Skoöunin fer fram viö iþróttahúsiö. Hafnarfjörður, Garðahreppur og Bessa- staðahreppur: Mánudagur 25. ágúst G-1 til G-200 Þriðjudagur 26. ágúst G-201 til G-400 Miðvikudagur 27. ágúst G-401 til G-600 Fimmtudagur 28. ágúst G-601 til G-800 Föstudagur 29. ágúst G-801 til G-1000 Mánudagur 1. sept. G-1001 til G-1200 Þriðjudagur 2. sept. G-1201 til G-1400 Miðvikudagur 3. sept. G-1401 til G-1600 Fimmtudagur 4. sept. G-1601 til G-1800 Föstudagur 5. sept. G-1801 til G-2000 Mánudagur 8. sept. G-2001 til G-2200 Þriðjudagur 9. sept. G-2201 til G-2400 Miðvikudagur 10. sept. G-2401 til G-2600 Fimmtudagur 11. sept. G-2601 til G-2800 Föstudagur 12. sept. G-2801 til G-3000 Mánudagur 15. sept. G-3001 til G-3200 Þriðjudagur 16. sept. G-3201 til G-3400 Miðvikudagur 17. sept. G-3401 til G-3600 Fimmtudagur 18. sept. G-3601 til G-3800 Föstudagur 19. sept. G-3801 til G-4000 Mánudagur 22. sept. G-4001 til G-4200 Þriðjudagur 23. sept. G-4201 til G-4400 Miðvikudagur 24. sept. G-4401 tii G-4600 Fimmtudagur 25. sept. G-4601 til G-4800 Föstudagur 26. sept. G-4801 til G-5000 Mánudagur 29. sept. G-5001 til G-5200 Þriðjudagur 30. sept. G-5201 til G-5400 Miðvikudagur 1. okt. G-5401 til G-5600 Fimmtudagur 2. okt. G-5601 til G-5800 F’östudagur 3. okt. G-5801 til G-6000 Mánudagw 6. okt. G-6001 til G-6200 Þriðjudagur 7. okt. G-6201 til G-6400 Miðvikudagur 8. okt. G-6401 til G-6600 Fimmtudagur 9. okt. G-6601 til G-6800 Föstudagur 10. okt. G-6801 til G-7000 Mánudagur 13. okt. G-7001 til G-7200 Þriðjudagur 14. okt. G-7201 til G-7400 Miðvikudagur 15. okt. G-7401 til G-7600 Fimmtudagur 16. okt. G-7601 til G-7800 Föstudagur 17. okt. G-7801 til G-8000 Mánudagur 20. okt. G-8001 til G-8200 Þriðjudagur 21. okt. G-8201 til G-8400 Miðvikudagur 22. okt. G-8401 til G-8600 Fimmtudagur 23. okt. G-8601 til G-8800 Föstudagur 24. okt. G-8801 til G-9000 Mánudagur 27. okt. G-9001 til G-9200 Þriðjudagur 28. okt. G-9201 til G-9400 Miövikudagur 29. okt. G-9401 til G-9600 Fimmtudagur 30. okt. G-9601 til G-9800 Föstudagur 31. okt. G-9801, og þaryfir. Skoðun fyrir Hafnarfjörð, Garða- Dg Bessastaðahrepp fer fram við Bifreiðaeftirlitið i Hafnarfirði, Suðurgötu 8. Skoöað er frá 8.45—12, og 13—16.30, á öllum framangreind- um skoðunarstöðum Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreið- anna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreiðsé I gildi. Athygli skal vakin á þvi að skráningar- númer skulu vera læsileg. Eigendur reiðhjóla með hjálparvél eru sérstakiega á- minntir um að færa reiðhjól sin til skoðunar. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á aug- lýstum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Til athugunar fyrir bifreiðaeigendur Við fullnaðarskoðun bifreiða skal sýna ljósastillingarvott- orö. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. JARÐYTA BD 20, 25 - eða Cat 8, 9, óskast til kaups. Má þarfnast viðgerða. Simi 32101.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.