Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 10. ágúst 1975. TÍMINN HEIMSÆKIR ÓLAFSFJÖRÐ Sögu Ólafsfjarðar má rekja allt til land- námsaldar er Gunnólfur sonur Þorbjarn- ar þjóta varð fyrir þvi að drepa mann í Noregi og varð að fara til íslands. Gunn- ólfur nam siðan land i Ólafsfirði og bjó að Gunnólfsá. Bærinn ólafsfjörður er byggður í landi jarðanna Brimness og Hornbrekku. Kaup- staðurinn stendur á malarkambi við Ólafsfjarðarvatn og hefur nú teygt sig allt upp i fjallsrætur. í austur frá bænum er Ólafsfjarðarmúli, sem flestir kannast við vegna vegarins,ef ekki er annað, en hann var lagður 1965. Má segja með sanni að sá vegur hafi komið Ólafsfirðingum í sam- band við umheiminn^því Lágheiðin er lok- uð meirihluta ársins. Á Ólafsfirði búa nú rúmlega ellefu- hundruð manns og mikill fjöldi báta af ýmsum stærðum er gerður út þaðan auk tveggja skuttogara. BORUM 50-100 METRA Á SÓLARHRING, ÞEGAR BEZT GENGUR jallað við Karl S. / — Hvað eruð þið komnir djúpt núna? — Við vorum að hætta borun i dag og erum komnir niður á 7 1148,9 metra dýpi, nákvæmari \ tölu get ég ómögulega gefið upp. i — Hver er hitinn og vatns- magnið? — Hitinn er orðinn um 65 gráður en vatnsmagnið höfum við ekk. getað mælt nákvæmlega en það mun vera á milli 25-30 sekúndu- litrar af sjálfrennandi vatni. — Nú fannst mönnum fram- kvæmdin ganga heldur skrykkjótt, hvað var i raun og veru að? — Það hafa alls konar kringum- stæður orsakað það. Við kom- um hingað i mailok og það er mikið rétt að það er nokkuð siðan áætlunin sagði að við ætt- um að vera farnir héðan. En til dæmis voru borkrónurnar ekki nægjanlega sterkar og við höf- um einfaldlega ekki völ á sterkari krónum við rýminguna, en það voru eins og ég sagði áðan ýmis konar aðstæður sem orsökuðu töfina. — Hvað vinnið þið margir við GLAUM? — Við erum 7, sem vinnum við hann á tveim tólf tima vöktum, þannig vinnum við samtals i þrjár vikur, en fáum svo fimm daga fri. Tekjurnar eru lika góðar, en eins og sést á vinnu- timanum verður maður að vinna eins og vitlaus fyrir þeim. — Hvað er svo næsta verkefni? — Núna förum við til Dalvikur, en þar eigum við að bora á að gizka 300 metra djúpa holu, á þvi dýpi er talið að nægjanlegt vatn sé að finna. Hins vegar verður sú hola frábrugðin þess- ari að upp úr henni þarf að dæla og þvi þarf að fóðra hana meö 10 tommu röri. Glaumur borar i ólafsfiröi. Frá aöalgötunni á ólafsfiröi. Kaupfélagiö til hægri. Hvergi harðari samkeppni milli kaupfélags og einka- aðila en hér á Ólafsfirði — segir Ármann Þórðarson, kaupfélagsstjóri — HVERNIG var útkoman sið- astliðið ár? — Heildarvelta kaupfélagsins var um 110 milljónir og nokkur rekstrarhagnaður fékkst. Launa- greiðslur voru um 10,5 milljónir og fastráðið fólk var tólf manns. — Hvaða starfsemi er önnur hjá kaupfélaginu en verzlunin? — A vegum kaupfélagsins er rekin mjólkurstöð og sláturhús. Mjólkurstöðin tók á móti rúmlega 330 þúsund kilóum af mjólk siö- astliðið ár og var það um 10% aukning frá fyrra ári. Hins vegar tók sláturhúsið einungis á móti 1800 kindum i siðustu sláturtlð, sláturhúsið er gamalt og óvlst hvort það muni starfa mörg ár til viðbótar það er á undanþágum og bara I fyrra stóð til að við fengj- um ekki að slátra. Aöra starfsemi rekur kaupfélagið ekki, það hefur ekkert með fiskverkun eða útgerð aö gera eða einhvers konar þjón- ustustarfsemi, allt slikt er I hönd- um einkaaðila — eða bæjarfél- agsins. — Oft hefur verið rætt um hversu flutningskostnaður er þungur baggi á landsbyggðinni. Það er ekki að ófyrirsynju að talað hefur verið um það og til dæmis erum við Ólafsfirðingar ákaflega illa settir. Hér er ekki um að ræða útibú frá KEA eins og á Dalvik svo allur flutnings- kostnaður lendir á okkur, en inn- an sölusvæðis KEA er honum jafnað niður. Til þess að gefa þér einhverja hugmynd um kostnað- inn þá verður kaupfélagið að greiða að jafnaði 9.20 fyrir hvert kiló sem kemur með bil frá Reykjavik og 3.00 fyrir kilóið frá Akureyri. Eðlilega verða þvi vör- urnar hjá Dalvikingum ódýrari þannig aö þar er enn einn keppi- nauturinn. Hins vegar er það Armann Þóröarson hneyksli að rikið skuli bæta gráu ofan á svart með þvi að skatt- leggja flutningskostnaðinn, en við verðum að reikna söluskatt plús flutningskostnað, — en ef við vild- um reyna að fá vöruna ódýrari til dæmis með skipum, þá gerir það okkur ókleift að skipafélögin heimta ákveðinn þunga á höfnina ef við eigum að fá sömu farm- gjöld og stærri aðilar — Er eitthvað sérstakt á döfinni hjá kaupfélaginu? Það eru engar stórar fram- kvæmdir á dagskrá. heldur mun- um við reyna að halda i horfinu og draga úr kostnaði svo sem verða má. Þannig var 62% söluaukning hjá okkur á siðastliðnu ári, en kostnaður jókst ekki i samræmi við það. Það sem er ef til vill for- vitnilegast fyrir ókunnugan er það, að stjórn Kaupfélags ólafs- fjarðar óskaöi eftir því á sinum tlma, að sameining gæti átt sér stað milli KEA og kaupfélagsins, en 1950 varð K.Ó. sjálfstætt félag. Nú hafa aðstæður breytzt svo mjög að minnsta kosti ég álit það miklu hagkvæmara að reka kaupfélagið sem útibú frá KEA. Hins vegar mun ekki mjög auð- velt vegna gömlu samvinnulag- anna að framkvæma slika breyt- ingu. Við sameininguna fengist lægra vöruverð, meiri hag- kvæmni, minni flutningskostnað- ur og fjölbreyttara vöruval sagði Armann Þórðarson að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.