Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 10. ágúst 1975. TÍMINN 7 TIMINN HEIMSÆKIR OLAFSFJORÐ Texti og myndir: Áskell Þórisson ÞAÐ ER EKKI TEKIÐ TILLIT TIL RAUNVERULEGRA ÞARFA SVEITARFÉLAGA VIÐ ÚTHLUTUN ÚR JÖFNUNARSJÓÐNUM segir Pétur M. Jónsson, bæjarstjóri Um siöastliðin áramót tók Pét- ur Már Jónsson við embætti bæjarstjóra á Ólafsfirði af As- grimi Hartmannssyni, er hafði_ gegnt þvi frá árinu 1946. Timinn spurði Pétur fyrst um hitaveit- una, en eins og kunnugt er þá fannst — óvænt — heitt vatn á Ólafsfirði fyrir skömmu. Ekkert heitt vatn hafði fundizt í áratug Siðan 1963 má segja að ekkert heitt vatn hafi fundizt hér á Ólafs- firði, en þá fannst það er við not- um nú i dag, sagði Pétur. Vatns- magnið nægði má segja til ársins 1971, en þá fór að bera á skorti, enda einun&is um 29 sekúndulltra að ræða. Siðan má segja að borað hafi verið árlega án árangurs og þá alltaf grynnri holur en boruð var nú seinast. Jarðfræðingar höfðu spáð þvi, að mest væri von- in innan við 600 metra en útilokað væri að holur á 1 kilómetra dýpi gæfi nokkuð af sér. Það sýndi sig hins vegar, að það hafði borgað sig að taka áhættuna þvi núna i dag streyma milli 25-30 sekúndu- litrar af 65 gráðu heitu vatni úr borholunni á Laugaengi. Þessi fundur hefur svo aftur þá þýðingu fyrir staði við Eyjafjörð eins og Dalvik og Akureyri, þeir geta átt von á að innan tiðar verði fram- kvæmdir álika vel heppnaðar og hér. 30 milljón króna sparnaður — Hafa einhverjir útreikningar verið gerðir á þvi hve mikill sparnaðurinn er I að nota hita- veitu á Ólafsfirði? — Það hafa verið gerðir laus- legir útreikningar á þvi og þá miðað við það rými er hitað var upp með vatni en þaðvoru um 105 þúsund rúmmetrar. Reyndist það vera um 30 milljónir sem annars hefðu farið i oliukaup, en I þessu dæmi var ekki tekið tillit til oliu- styrks. — Skortið mikið á að öll hús á Ólafsfirði séu hituð upp með vatni? — Það munu vera 10-12 ibúðar- hús sem eru i byggingu sem ekki hafa hitaveitu og þá höfum við ekki látið fyrirtæki hafa heitt vatn. Eins hefur sundlaugin verið afskipt, en það stendur til bóta og verður nú hægt að hafa hana opna yfir veturinn. í fyrrgreindar ibúð- ir verður hitaveita kornin fyrir veturinn, en fyrirtækin verða að biöa enn um sinn. Pétur M. Jónsson Tekjur á siðastliðnu ári 6 milljónir, tap 5 millj —- Hvernig er þá hagur hitaveit- unnar? — Hann er fremur bágborinn, á siðastliðnu ári varð rekstrarhalli 5 milljónir en allar tekjur námu 6 milljónum, þannig að litt var eftir aflögu til frekari framkvæmda. Það er þvi fyrirsjáanlegt að gjaldskrá hitaveitunnar þarf að hækka ef hún á að veita þá þjón- ustu sem fólk krefst, að visu hefur hún verið hækkuð um rúmlega þrjátiu prósent, en þegar ein hola kostar milli 10-12 milljónir og rekstrarhalli fyrirsjáanlegur á þessu ári þá má ekki viö svo búið standa. Áætlanir/Sem hafa verið gerðar I þessu sambandi gera ráð fyrir að greiðsluafgangur verði uppúr 1980-81, þannig að bærinn verður að axla nokkuð þungar byrðar þangað til. Nýja stálþilið ónothæft vegna skemmda — Hvernig er ástand hafnar- mála i Ólafsfirði? — Þrengsli eru mikil i höfninni og þrátt fyrir þær framkvæmdir sem hér hafa átt sér stað er höfn- in talin, af tryggingarfélögum, óhæf fyrir vélvana báta. Á fram- kvæmdaáætlun var að ganga frá stálþilinu, þekja það og setja nið- ur vatns- og rafmagnslagnir, en væntanlega dregst það til næsta árs vegna dýpkunarkostnaðar I höfninni. Þetta stálþil er hins vegar mikill höfuðverkur, það hefur gliðnað sundur á fjölmörg- um stöðum og jarðvegurinn runn- ið I gegn svo þilið er ónothæft og er það i hæsta máta grábölvað að geta ekki notað framkvæmd sem kostar tugi milljóna. Hins vegar hefur sveitarfélag eins og Ólafs- fjörður ekki fjárhagslegt bol- magn til að gera við þó ekki væri annað en stálþilið, en höfnin ein sér stendur ekki undir rekstrar- eða stofnkostnaði. Njóta ekki sömu fyrirgreiðslu og stór-Reykjavik — Hvað um aðrar fralnkvæmd- ir á vegum ólafsfjarðarbæjar? — Hér er unnið að innréttingum við verknámsálmu Gagnfræða- skóla Ólafsfjarðar, en sá skóli er til þess að gera nýr og mjög vel úr garði gerður. Þá er unnið við iþróttavöll er kemst i gagnið á næsta ári. Hins vegar eru leigu- ibúðabyggingar bæjarins ef til vill hvað mikilvægastar, en á sin- um tima sótti bærinn um 15 ibúðir á fjórum árum en lánsfjársloforð eru fyrir tveim og er sú fram- kvæmd komin i gang. Öhætt mun að fullyrða að við erum óhressir yfir þvi hvað ráðamenn hafa lit- inn áhuga fyrir ibúðamálum landsbyggðarinnar og i þeim efn- um njótum við ekki sömu fyrir- greiðslu og forgangs og til dæmis Breiðholtsframkvæmdirnar. Hérna er mjög mikil þörf á leigu- húsnæði og má segja að nær von- laust sé fyrir aðkomumann að fá ibúð á leigu. Heilsugæzlustöð — sjúkraskýli — Elliheimili — — Hér á Ólafsfirði var byrjað að byggja sjúkraskýli og elli- heimili 1967, en þær framkvæmd- ir lögðust niður um skeið og það Hafnarsvæðið Múlavegur út Ólafsfjörð og yfir til Dalvikur. var ekki fyrr en 1973 að aftur var farið i gang. Þá var búið að breyta teikningum og bætt við heilsugæzlustöð, en það mun vera einsdæmi að allir þessir þrir þættir séu undir einu og sama þaki. Menn vona að framkvæmd- ir fari i gang fyrir alvöru nú i ár þvi bæði er mjög brýn nauðsyn að fá þessa starfsemi hingað og eins hefur fé sem safnazt hefur til framkvæmdanna koðnað niður I gengissigum undanfarinna ára. Má þar nefna að gamall Ólafs- firðingur Jónina Sæborg gaf á sinum tima upphæð sem svaraði 5% byggingarkostn. en er i dag um 1%. Annars mun vera til i sjóðum um 2,2 milljónir sem er mest gjafafé en það yrði fljótlega mun meira, yrði fólk vart við að skriður væri kominn á málin. 50% aflaaukning miðað við sama tima i fyrra. — Hefur atvinnuástand verið viðunandi á Ólafsfirði? — Já, það hefur verið nokkuð gott. Skuttogararnir tveir ólafur Bekkur og Sólberg hafa fiskað ágætlega og eðlilega stóraukið at- vinnu frá þvi sem áður var. Stöðug atvinna hefur verið i frystihúsunum tveim og jókst aflamagn úr rúmum þrjú þúsund tonnum i tæp fimm þúsund tonn miðaðviðsama tima i fyrra. Hins vegar mun afli smærri báta hafa verið tregur að undanförnu. En það háir staðnum hve atvinnulif er einhæft, það má litið útaf bregða svo ekki blasi við atvinnu- leysi. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga starfar ekki raunhæft i dag — Þá vildi ég að lokum koma aðeins inná störf jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, en úr honum fá þau greitt eftir höfðatölu ibúa sveitar- félagsins, við greiðslu er þvi ekki tekið tillit til raunverulegrar jöfn- unarþarfar. Þó svo til dæmis Dal- vik hafi snöggtum hærri tekjur en Ólafsfjörður þá fá Dalvikingar nær sömu upphæð og Húsviking- ar, sem eru enn betur settir hvað varðar fjárhag, fá þeir greitt eftir höfðatölu. Rekstursfjárþörfin er svipuð á hverjum stað og þvi ætti að breyta sjóðnum þannig að hann jafni tekjur sveitarfélag- anna. Að visu er til sjóður sem er ætlað þetta hlutverk, en hann nær hvergi nærri nógu langt. Það væri til dæmis hægt að fara eftir meðaltalstekjum á hvern ibúa slikt mat væri mun raunhæfara, sagði Pétur M. Jónsson, bæjar- stjóri, að lokum. Svona hefur jarðvegurinn skriðið f gegnum rifurnar á nýja stálþilinu 1 Ólafsfjarðarhöfn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.