Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 10. ágúst 1975. TÍMINN 9 TÍMINN HEIMSÆKIR ÓLAFSFJÖRÐ * " ' ...........< Brýnast að fá íþróttavöll og nýjan stökkpall — rætt við Stefán B. Ólafsson um íþróttir Ólafsfirðinga og byggingamál á staðnum Stefán B. Ólafsson er formaöur tþróttabandalags Ólafsfjarðar og var fyrr á árum ágætur sklða- maður. Hann hefur ekki lagt þá iþrótt alveg á hilluna, en hefur einnig lagt stund á goif, og ætlaði er Timinn ræddi við hann, að fara I öidungakeppnina á landsmótinu í golfi. Svigið er orðið útundan en meiri áherzla lögð á norrænu greinarnar — Hvað viltu segja um Iþrótta- aðstööu almennt á Ólafsfirði? — Ég vildi telja hana alveg sæmilega. Hér er möguleiki að stunda flestar ef ekki allar þær Iþróttir sem við Islendingar leggjum stund á. Það brýnasta er að fá íþróttavöll og nýjan stökk- pall. Það er einn hérna i miðjum bænum en brautin er einungis 14 metrar, sem er allt of litið. Það hefur alltaf staðið til að byggja nýjan stökkpall vestan við bæinn hjá Kleifarhorni, en hafnargerðin komst i landið og skemmdi brekkustæðið við leit að grjóti, þannig að nú er mun meira verk að koma þvi i gagnið en áður. Þarna getur orðið um að ræða 40—50 metra langa braut, sem er alls ekki mikið þegar haft er I huga að krakkarnir leika sér að litlu brautinni i bænum. En galli er aftur á móti við þá braut, að mjög erfitt er að halda snjó I að- rennslinu og þvi hefur komið til tals að setja sérstakt nælonefni I brautina til að bjarga þvi við. Þá er 300 metra löng togbraut ofan við bæinn, en svig hefur þrátt fyrir allt, alltaf frekar setið á hakanum en meiri áherzla lögð á norrænu greinarnar. I sambandi við fótboltann, þá má geta þess, að þegar hefur ver- ib lokið við að dæla upp sandi i Stefán B. ólafsson völlinn en hann verður fyrir ofan gagnfræðaskólann. Fótboltaliðið er nú i þriðju deild, en erfiðleik- um er háð að hóa saman liði, þeg- ar svo mikið er af sjómönnum i þvi og raun ber vitni. Þegar það, ásamt öðru, er haft i huga, er ekki hægt að segja annað en að liðið hafi staðið sig vel nú I sumar og enn betur I fyrra. — En hvernig er aðstaða kylf- inga? — Fyrir þá er i Skeggjabrekku 9holuvölluren þetta er þriðja ár- ið sem kylfingar fá aðstöðu þar, Aður voru þeir á Sveitarenda, en i Skeggjabrekku er nokkuð betra svæði, hins vegar er eftir að laga það svolitið áður en aðstaöan verður fullkomin. Það myndi heyrast hljóð úr horni ef þeir fengju ekki launin sin — Nú starfar þú sem múrara- meistari, hvað getur þú sagt um byggingaframkvæmdir á staðn- um? — A Ólafsfirði hefur aldrei ver- ið byggt meira en undanfarin ár, en nú i dag er minna um einbýlis- hús en oft áður. Núna eru i bygg- ingu tvö raðhús, sem byrjað var á I vor og fimm einbýlishús, sem framkvæmdir hófust við i vor eða sumar. Þá eru i smiðum hús sem byrjað var á síðastliðnu ári. Það er eftirtektarvert að fólk er slður en svo farið að minnka við sig og jafnvel eru menn á miðjum aldri að byggja stórhýsi, sem verður með tið og tima tómur geymur. Það, sem er svo verst við að starfa að byggingaframkvæmd- um er það, að húsnæðis- málastjórn virðist hreinlega ætla að drepa okkur. Lánin frá henni dragast stöðugt og menn búast tæplega við þeim fyrr en i októ- ber. Það myndi eitthvaö syngja i rikisstarfsmönnunum ef þeir fengju ekki launin sin fyrr en mörgum mánúðum siðar en ráð var fyrir gert, sagði Stefán að lokum. Stökkpailurinn Ný hús I smiðum á Óiafsfiröi. er bylting í baggahirðingu UMA-baggakastarinn er tengdur á þri- tengi traktorsins og siðan er glussinn tengdur frá traktornum við slöngu er fylg- irmeðlyftistrokkkastarans. Er þetta eins tenging með hraðkúplingu likt og er á sturtuvögnum. Baggakvislinni er rennt undir baggann og siðan er tekið i stjórn- stöngina á traktornum og kastast þá bagginn aftan i vagn,sem tengdur er á bita baggakastarans eða lyftukrók traktors- ins. Kastlengdin fer eftir snúningshraða vélar traktorsins Sérstakur kontrolventill er á vökvaleiðslunni til að stilla fallhraða kvislarinnar til að koma i veg fyrir að kvislin geti stungist i jörð á ósléttu landi eða hoppað og stungist i miðjan næsta bagga ef baggarnir eru mjög þéttir á teignum. Afköst baggakastarans eru um 100 baggar/min. Þótt túnið sé rakt eftir áfall eða smáskúr, þá hefur það engin áhrif á afkastagetu UMA-bagga- kastarans. Til afgreiðslu strax á kr. 115.000.- Athugið að aðeins örfáir eru eftir á lager [alatalalalslalalaialalalalalalaísíalLalala HEYVINNUVÉLAR UMA-baggakastarinn Samband islenzkra samvinnufelaga VELADEILD Ármula 3 Reykjavik simi 38900 Ia[a[á[á[álala[a[á[a[alsila[p[ala[s[s[g[g[s Duolux Y Bílaperur — Fjölbreytt úrval Perur i mælaborð o.fl. mm „Asymmetriskar” framljósaperur Pulsuperur „Halogen” framljósaperur Tveggja pola perur framljósaperur Heildsala — Smásala ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.