Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 10. ágúst 1975. TÍMINN 13 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðalstræti 7, sfmi 26500- — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Hækkun lífeyrisbótanna Það hefur verið takmark núv. rikisstjórnar, að reyna að tryggja eftir megni hlut láglaunafólks og lifeyrisþega. Hvemig þetta hefur tekizt, sést á eftirfarandi yfirliti: Stuttu eftir að núverandi rikisstjórn tók við, eða 1. október 1974, hækkuðu almennar lifeyristrygg- ingar um 6%, sem kostaði þá tæpar 302 millj. króna, tekjudagpeningar um 7%, sem kostaði 24 millj. króna. Samtals nam þessi fyrsta hækkun 406 millj. króna, og eru þessar upphæðir allar miðaðar við ársgrundvöll. Aftur varð hækkun bóta 1. desember, eða tveimur mánuðum siðar, sem nam 3% og kostaði á ársgmndvelli rúmar 173 millj. króna. Þá varð hækkun á öllum bótum 1. april á þessu ári um 9%, sem þýddi útgjaldaauka að fjárhæð 455 millj. króna á ári. Tekjutrygging hækkaði um 16% frá sama tima, sem þýðir 250 millj. króna með sömu viðmiðun. Auk þess er skattaafsláttur greiddur sem tekjutrygging 1975, sem áætlað er að muni nema um 210 millj. króna. Samtals eru þetta um 915 millj. króna. Frá 1. júli sl. hækkuðu svo allar bætur al- mannatrygginga um 3%. Að auki tók svo rikis- stjórnin ákvörðun um, að bætur skyldu hækka um 8% frá sama tima, vegna almennra kauphækk- ana, sem urðu nýverið, en þær bætur koma ekki til útborgunar fyrr en i ágústmánuði. í reynd hækkuðu bætur tryggingakerfisins þvi um 11%, sem gildir frá 1. júli sl. og er áætlað að þessar hækkanir muni kosta um 740 millj. króna. Það má þvi segja, að á þessu tæpa ári, sem rikisstjórnin hefur setið, hafi lifeyrisbætur hækk- að yfir 2200 millj. króna á ársgrundvelli. Um hækkun bótanna til einstaklinga er það að segja, að ellilifeyrir einstaklings, sem ekki hefur aðrar tekjur hefur hækkað siðan 1. janúar 1974 úr 15.108 kr. i 29.222 kr., eða um 93%. Ellilifeyrir hjóna, sem likt er ástatt um, hefur hækkað úr 27.195 kr. i 51.169 kr., eða um 88%. Á sama tima hafa t.d. laun samkv. II. flokki Iðju ekki hækkað nema um 77%, en hann er sambærilegur við 6. taxta Dagsbrúnar. Þannig hefur rikisstjórnin sýnt i verki, að hún hefur reynt að tryggja hag lifeyrisþega eftir þvi, sem kostur hefur verið. En þetta hefur að sjálf- sögðu kostað rikissjóð aukin útgjöld, eða um 2200 millj. króna á ársgrundvelli, eins og áður segir. Af þessu hefur það leitt, að leggja hefur orðið á aukna skatta, t.d. nýja vörugjaldið. Hart er til þess að vita, að flokkar stjórnarandstæðinga og Alþýðusambandið skyldu mótmæla skatthækkun, sem var að miklu leyti óhjákvæmileg vegna hækkunar lifeyrisbótanna. Þegar á hólminn kem- ur er öll umhyggjan vegna lifeyrisþega ekki meiri en þetta. Loks er þess að geta, að ýmsar breytingar hafa verið gerðar á greiðslum lifeyrisbótanna, sem eru til hagsbóta fyrir lifeyrisþega frá þvi, sem áður var. Núverandi rikisstjórn hefur þannig ekki siður en vinstri stjórnin reynt að tryggja hag lifeyrisþega, þrátt fyrir miklu erfiðari að- stæður. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Heiðarleikinn er styrkur Fords Persónulegt fylgi hans fer vaxandi Ford og kona hans UM ÞESSAR mundir er liöið 1 ár siðan Gerald Ford varð forseti Bandarlkjanna og jafn- framt fyrsti forseti þeirra, sem ekki var þjóðkjörinn, heldur kosinn af þinginu. Hann komst I forsetastólinn með þeim óvenjulega hætti, að Agnew varaforseti hafði orðið uppvis að skattsvikum og varð þvi að láta af embætti. Þing- inu bar þá að kjósa varafor- seta eftir tilnefningu forset- ans. Nixon tilnefndi Ford og þingið féllst á það án teljandi mótspyrnu. Það styrkti Ford, að hann hafði verið vinsæll þingmaður og þótti reynast allvel sem formaður I flokki republikana I fulltrúadeild- inni. Ford var þá sagður hafa I hyggju að hætta þing- mennsku, og mun alls ekki hafa hugsað sér að gegna vara forsetaembættinu nema út kjörtimabilið. Demókratar, sem höfðu meirihluta á þingi, stóðu lika I þeirri trú jafn- framt þvi, að þeir litu ekki á Ford sem hættulegan keppi- naut, ef honum kynni að snú- ast hugur og verða i framboði fyrir republikana I næstu for- setakosningum. Atvikin höguðu þvi þannig, að Nixon varð að segja af sér eins og Agnew, og Ford varð þannig fyrsti og sennilega sið- asti þingkjörni forseti Banda- rlkjanna. Hann hafði vissa samúð, þegar hann tók við embættinu, en það breyttist skyndilega, þegar hann beitti forsetavaldinu til að náða Nixon fyrirfram af öllum sök- um. Þetta er hins vegar minna umdeilt nú, þvl að það hefði orðið leiðindasaga fyrir Bandarikin og getað veikt for- setaembættið, ef langvarandi réttarhöld hefðu orðið i máli fyrrverandi forseta og hann dæmdur að lokum. En I fyrstu vakti þessi ákvörðun Fords mikla gagnrýni og átti sinn þátt I þvi að fyrstu mánuðina, sem hann gegndi forsetaem- bættinu þótti hann ekki sigur- vænlegur frambjóðandi. ÞETTA viðhorf hefur hins vega verið að smábreytast slðustu mánuðina og veldur þar mestu, að Ford hefur tekizt að vekja persónulega tiltrú með framkomu sinni. Það álit hefur stöðugt styrkzt, að hann sé heiðarlegur og vilji ekki vamm sitt vita. Þá sé hann hreinskilinn og leitist við að leyna þjóðina engu. Stjórn- in I Hvíta húsinu sé nú þvi orð- in allt önnur en I tið Nixons. Hún sé eins lítið leynileg og hún frekast getur verið. Þessi framkoma Fords virðist á góðum vegi með að endur- vekja tiltrúna til forseta- embættisins. A sama hátt hefur Ford tekizt að endurvekja tiltrúna til rlkisstjórnarinnar. Nixon stefndi að þvi, að draga öll völd I hendur forsetans og gera ráöherrana að eins konar skósveinum. Ford hefur nú skipt um menn i flestum ráð- herraembættum. Honum þykir hafa heppnazt val þeirra vel, en einkum hefur hann valið reynda háskólamenn. Hann hefur jafnframt veitt þeim viðtæk völd. Þannig hyggst hann dreifa valdinu að hætti fyrri forseta, þegar Nixon er undanskilinn. Tvö mikilvægustu ráðherraem- bættin eru þó áfram skipuð mönnum frá tið Nixons, þ.e. embætti utanrikisráðherrans og varnarmáiaráðherrans. en flestum kemur saman um, að val þeirra hafi Nixon heppnazt vel. Hann veitti þeim lika meira svigrúm i starfi en öðrum ráðherrum. Þótt Ford hafi átt I deilum við þingið eða þingmeirihluta demókrata, hefur honum tekizt að hafa gott persónulegt samband við þingmenn. Þess vegna er andstaðan gegn hon- um þar allt annars eðlis en andstaðan gegn Nixon. Það hefur lika hjálpað Ford, að demókrötum hefur ekki tekizt að móta neina ákveðna stefnu, og sæta þeir verulegri gagn- rýni fyrir það. ÞAÐ verður ekki heldur sagt um Ford, að honum hafi tekizt að marka neina sér- staka stefnu, t.d. I glimunni við verðbólguna og atvinnu- leysið. Þar hefur verið að miklu leyti treyst á þær spár, að efnahagsástandið muni bráðlega batna af sjálfu sér. Að svo miklu leyti sem Ford hefur markað stefnu, bendir það til að hann hneigist enn I ihaldsátt, t.d. varðandi öll opinber útgjöld og samneyzlu. Eftir Watergate-málið og önn- ur slik mál, virðist lika að al- mennir kjósendur I Banda- rikjunum hugsi minna um stefnur en áður, en meira um menn. Aðaláherzlan virðist nú lögð á heiðarlega og opna stjórn. Þeim kröfum kjósenda virðist Ford hafa tekizt að fullnægja I vaxandi mæli, Þvi benda skoðanakannanir nú til þess, að Ford sé öruggur um að hljóta útnefningu republik- ana sem frambjóðandi þeirra i forsetakosningunum 1976 og að hann muni sigra öll þau forsetaefni demókrata, sem nú er mest rætt um, en ekkert þeirra nýtur verulegs persónulegs fylgis. Hættu- legasti keppinautur hans myndi verða Kennedy, en hann neitar enn að gefa kost á sér. Ford hefur fyrir nokkru lýst yfir þvi, að hann muni gefa kost á sér til framboðs, og hefur þegar falið ákveðnum mönnum að undirbúa framboð sitt. Hann segist muni láta flokksþingið ráða vali vara- forsetaefnisins, en yfirleitt er það venja, að flokksþingið velji varaforsetaefnið eftir ábendingu þess manns, sem það er búið að velja sem for- setaefni. Vafalitið þykir, að undir slikum kringumstæðum muni Ford kjósa Rockefeller, þótt hann vilji ekki segja það nú til að styggja ekki þá hægri menn, sem hafa horn I siðu Rockefellers. En þótt Ford þyki sigurvæn- legur nú, getur margt gerzt á þvi rúmlega ári, sem er eftir til kosninganna. T.d. yrði það Ford óhagstætt, ef efnahags- bati væri ekki kominn til sögu þá. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.