Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 15
14 TÍMINN Sunnudagur 10. ágúst 1975. Sunnudagur 10. ágúst 1975. TÍMINN 15 Undir beru lofti EINAR HAUKUR KRIST- JANSSON, skrifstofustjóri hjá Vegagerð rikisins, er einn þeirra, sem hafa lært að njóta islenzkrar náttúru, hvort sem hún býður upp á blitt eða stritt, samkvæmt hefð- bundinni skilgreiningu. Gróður- laus, hreggbarin fjöll, hvannstóð og blómabreiður — allt þetta kann hann vel að meta og for- dæmir engan hlut að óreyndu. Sama er að segja um veðrið. Ein- ar hefur fyrir löngu skilið, að vel- gengni ferðamannsins byggist meira á þvi, hvernig hann er út- búinn og á sig kominn, heldur en hinu, hvort hann fær rigningaskúr eða hriðargusu i fangið. Á rústum gamalla bæja Nú er Einar Haukur Kristjáns- son hingað til okkar kominn og ætlar að spjalla við lesendur Tim- ans i þætti okkar um útilif. Við skulum fyrst spyrja: — Ilvernig þykir þér skemmti- legast að ferðast, Einar? — Mér þykir langskemmtileg- ast að feröast fótgangandi með allt dót mitt á bakinu, svefnpoka og tjald, ef á þvi þarf að halda, en annars legg ég oft leið mina um slóðir þar sem sæluhús eru fyrir og ekki tjalds þörf. — Hvernig gönguieiðir velur þú þér helzt? — Fyrsta skilyrðið er að ekki sé neinn bilvegur i nánd, og þvi fáfarnara sem svæðið er, þvi betra. Mér finnst lika ákaflega gaman að ferðast um slóöir, þar sem byggð hefur verið, en er komin i eyði, helzt fyrir löngu. Það er ótrúlega heillandi að standa i rústum gamals eyðibýlis. Hvert hafa bæjardyrnar snúið? Hvað blasti fyrst við sjónum manns, sem kom út á hlað um sól- artfpprás? Hvernig hafa búskap- arskilyrðin verið? Hvers kráfðist lifsbaráttan af fólkinu einmitt hér? Og áður en ferðamaðurinn veit af, er hann farinn að kynna sér sögu býlisins, að svo miklu leyti, sem honum er það kleift, og lesa þjóðsögur, sem tengdar eru bæn- um og umhverfi hans. ,,1 hamrin- um bjó tröll, i hólnum álfur,” seg- ir Davið Stefánsson i prologus Gullna hliðsins. Og, svo aftur sé vitnað i Davið: „Ljósið er dautt, sem i bænum brann,/ bóndinn gleymdur, sem reisti hann....” en ókunnur ferðamaður stendur á hlaði eyðibæjar og er hugsi. — Hefur þú ekki safnað piönt- um á ferðum þinum? — Mér þykir ákaflega gaman að huga að gróðri, en plöntusafn- ari erég ekki. Mér þykja blóm, og reyndar hvaða jurtir sem er, missa mikið af fegurö sinni viö að vera þurrkaðar og pressaðar. Ég hef ekki gaman af þeim eftir að búiö er að fara þannig með þær. Hins vegar finnst mér ákaflega heillandi að skoða plöntur i þeirra eðlilega umhverfi. Margar þeirra breyta um lit, eftir þvi i hvaða hæð þær vaxa, eins og til dæmis ljósberinn, sem getur verið ljós- rauður niðri á láglendi, en eftir þvi sem ofar dregur.i f jöll og hlið- ar verður hann dumbrauöari og um leið fallegri. Likt er þessu far- ið með vetrarblómið. Það spring- ur oft út snemma vors á láglend- inu og fellur lika fljótt, en uppi i fjöllum getur það verið að springa út fram eftir öllu sumri, og þar geta menn séð það i slnuni eðlilega lit, jafnvel fram undir haust. Ég held ég velji Strandir....... — Ég spurði i upphafi, hvernig þér þætti skemmtilegast að ferð- ast, og nú langar mig að spyrja, HVAR á landinu þér hefur þótt á- nægjulegast að vera á ferð. — Þessu er dálitið vandsvarað, en þó held ég.að ég verði að setja Hornstrandir efst á blað. Ég hef farið nokkrar ferðir þangað og verið sérlega heppinn með veður I öll skiptin. — Ekki hefur þú farið alla þá leið gangandi? — Nei, ekki alla leið frá Reykjavik! Það væri of mikið, þótt ég sé gefinn fyrir útiráp. Ég VIÐ STJORNUM EKKIVEÐRINU en búnaði sjálfra okkar, getum við ráðið Rætt við Einar Hauk Kristjánsson skrifstofustjóra um Strandir og sitthvað fleira hef haft þann hátt á að fara með langferðabil, annað hvort til tsa- fjarðar eða vestur á Snæfjalla- strönd, fá bát með mig þaðan i Jökulfiröi og fara i gönguferðir þaðan. Ef ætlunin er að sækja Horn- bjarg heim, er hentugast að fara I Veiðileysufjörð og ganga Hafnar- skarð, sem er 519 metra hátt, yfir i Hornvik. A Höfn i Hornvik er björgunarskýli, þar sem tilvalið er að hafa bækistöð og fara i gönguferðir þaðan til nærliggj- andi staða, meðal annars á sjálft Hornbjarg. Einnig má bregða sér inn i Látravik, þar sem vitinn er, og hitta um leið vitavörðinn aö máli. Hugsanlegt er að hann geti lánað þér bát til þess að sigla á út með bjarginu, en það er ekki sið- ur fagurt, þegar á það er horft frá sjó. í Hornbjargi er ákaflega mikill gróður, svo að það virðist allt hvanngrænt tilsýndar, þökk sé blessuðum fuglinum, sem hefur lagt til allan þennan áburð. — Það er þá vlst ekki neitt smáræðis fugialif þarna? — Nei, þaö má nú segja! Bjargið iðar allt af lifi, hvar sem á það er litið og hvenær sem mann ber þar að, eða svo að segja. — Og þarna mun vera nóg af eyðibýlum tii þess að vekja með ferðamanninum angurværar hugrenningar, eins og við minnt- umst á hér að framan? — Já, ekki vantar það vist. Þarna er eiginlega ekki nema einn bær i byggð, Látravik, þar sem vitavörðurinn býr. Á Horni var lengi þribýli, eins og kunnugt er, en nú er þar allt i eyði, sömu- leiðis Höfn i Hornvik. 1 Rekavik, Hælavik og Hlöðuvik eru lika gamlar bæjarrústir. 1 Hlöðuvik- inni hafa býlin reyndar verið tvö, hét annað á Búðum, og þar entist byggðin lengur, en Hlöðuvik lagð- ist i eyði fyrr. 1 Kjaransvik eru rústir af býli, vafalaust nokkuð gömlu. Þar hefur bæjarlæknum verið veitt inn i hús til þess að menn þyrftu ekki út eftir vatni I hvernig veðri sem var að vetrinum, en þessi háttur hefur viða verið á hafður, aö leiða vatn i gegnum eitthvert bæjarhúsanna til þess að spara mönnum erfiöi og óþægindi. Þar gerðist hín raun- verulega þjóðsaga — Lifsbaráttan hefur trúlega verið hörð á þessum slóðum? — Eins og allir vita, sem eitt- hvað þekkja til slikra mála, þá er spurningin um það, hvort gott sé undir bú á tilteknum stað, mjög undir aldarhætti komin, og þvi stigi tækni og verkmenningar, sem menn standa á. A meöan sveitaheimilin bjuggu mest að sínu, fyrir daga véltækninnar, hefur áreiðanlega verið gott undir bú á Ströndum. Þar var kjarngott til beitar, reki nægur og sjávar- afli oftast nærtækur. En hvort sem lifsbaráttan á Ströndum hefur verið mönnum blið eða strið fyrr á öldum, og hvernig sem afkomuskilyröin hafa verið þar, þá hefur mér iðu- lega fundizt, að girnilegra sé til fróðleiks að kynna sér sögu byggðar á útnesjum og I afdölum heldur en þar sem aðstæöur virö- ast hafa verið mönnum þægilegri. Mér finnst jafnvel, að hin raun- verulega þjóöarsaga hafi fyrst og fremst gerzt þar sem baráttan við náttúruöflin var hörðust. Þar reyndi alvarlegast á það, hvort þjóðinni tækist að lifa i landinu, — hversu mikla harðneskju landið mætti bjóöa börnum sinum. Ornefni segja lika oft mikla sögu. A Ströndum eru viða hljóm- mikil örnefni, eins og til dæmis Harðviörisgjá — hún er I Horn- bjargi, — Svaðaskarð er lika til þar, en það orð nota Hornstrend- ingar um aurskriðu. Hún heitir svaði, og þá er viðbúið að stikla þurfi yfir slika torfæru, þegar farið er um Svaðaskarð. Dögund- arfell er lika til á þessum slóðum. Já, það er ekki sama, hvort menn kynnast örnefnum á landabréfi eða úti 1 náttúrunni. I Fljótavik eru að minnsta kosti tvöeyðibýli, Glúmsstaðir og Atla- staöir. A Atlastöðum er núna björgunarskýli, þannig að þar er hægt að gista. — Eru fcrðaleiðir ekki heidur torgcngar þarna, svo fjöllótt sem er á Ströndum? Einar Haukur Kristjánsson skrifstofustjóri. Timamynd Róbert. — Ekki er ofsagt af fjöllum á Ströndunum. Fjallvegir eru þar margir, og flestir háir. Þegar menn þurftu að skreppa til næsta bæjar, hafa þeir oftar en ekki þurft að bregða sér I fimm hundr- uð metra hæð yfir sjávarmál, hvernig sem viðraði og hvernig sem færið var. Það er létt verk að ganga þessar götur um hásumar- ið, en menn geta rétt imyndað sér hvernig þaö hefur verið að vetrin- um, þegar hjarn var eða svellalög og allt ein fljúgandi hálka, hvar sem stigið var fæti. Hengiflug i sjó fram eða þverhníptir hamrar og stórgrýttar skriður tóku við hverjum þeim, sem missteig sig i brattanum, og fyrir eitt ógætilegt fótmál týndi hann engu nema lif- inu. Það er undarlegt að ganga þessar gömlu götur, sem viða eru ekki annað en máðir troðningar. Okkur, sem vanir erum greiöfær- ari vegum, blöskrar, að menn skyldu komast þetta torleiði með stórgripi, hesta og jafnvel kýr. En þetta var gert, og sárasjaldan hlauzt af þvi slys, það er stað- reynd. Og jafnvíst er hitt, að þessar aðstæður hljóta að hafa sett mark sitt á fólkið, sem við þær bjó og hamrað I skapgerðina hörku og seiglu, áræði og þó gætni. Gróðurinn vex — en fönnunum fjölgar — Nú hafa Strandir verið i eyði um langt árabil. Hefur þú séð mun á gróðri þar frá þvi að þú komst þangað fyrst? — Ekki get ég sagt það, enda er ekki svo langt síðan ég fór að ferðast þar um, að sliks sé að vænta. En menn, sem þar eru bornir og barnfæddir, sjá gifur- legan mun. Þar sem áöur var ekki stingandi strá, er nú allt vaf- iðgróðri. Enginn vafi er á, að það er friðuninni að þakka, en hins vegar hefur það einmitt komið i ljós á þessum norðlægu slóðum nú á siöustu árum, að veðráttan fer kólnandi, þvi að nú eru þykkar fannir farnar að liggja þar lengur fram eftir sumri en áður. Eftir þessu hafa kunnugir menn tekið. . Ég var hérna um árið staddur vestur i Veiðileysufirði um mán- aðamótin júli/ágúst. Þá voru þar geysimiklar fannir fram i sjó, og svo voru þær þykkar i sárið, þar sem sjórinn hafði brotiö framan af, að stálið var fullkomin seiling min. En gróðurinn á milli skafl- anna var svo mikill, að ég óð hann I hné. Aðallega var það blágresi, vföir og birki. Kaldbakur er ekki hlýlegt nafn, Kaidbaksvik ekki heldur. En það hefur nú samt veriö fagurt veður i Kaidbaksvikinni, þegar Páil Jónsson tók þar þessa mynd, þvi sólin gerir sér ekki neina rellu út af nafni þess staðar, sem hún skin á hverju sinni. Undir Hornbjargi eru þessi einkennilegu þil, tröllauknar hellur, sem risa á rönd. Og skelfing er nú mað- urinn smár i samanburði við hamramma náttúruna. „Margra kosta völ, og allra góðra....” — Hversu lengi er verið að fara þetta, til dæmis frá Reykjavik? — Frá Reykjavik er stytzt að fara með bil vestur á Snæfjalla- strönd, það er ekki nema sjö til átta klukkustunda akstur. Báts ferð þaðan i Veiðileysufjörð tekur fjóra til fimm klukkutíma, og sé gönguferðin hafin þaðan án mik- illa tafa, er hægt að vera kominn alla leið norður á Hornbjarg tæp- um sólarhring eftir að lagt var af stað úr Reykjavík. Þegar á Hornbjarg er komið, á ferðamaðurinn margra kosta völ, og allra góðra. Hann getur til dæmis byrjað á þvi að hvila sig og halda kyrru fyrir, ef hann skyldi hafa þreytzt á leiðinni þangað vestur. 1 Hornvik er hægt að dveljast i nokkra daga án þess að láta sér leiðast, þvi að þar er margt að skoöa. Þegar Hornbjarg og Hælavik- urbjarg hafa verið skoðuð, þar sem þau standa hvort andspænis öðru, gæti verið ráð að ganga inn Strandir, alla leiö I Furufjörð — það er ágætur hringúr — og þaðan um Skorarheiði i Hrafnsfjörð, ekki sizt ef sú fyrirhyggja hefur verið á höfö að láta bát sækja sig þangað, en ekki I Veiðileysufjörð. Ekki væri heldur fráleitt að láta sér detta i hug að ganga Svarta- skarð og sækja Reykjafjörð heim. í Reykjafirði er sundlaug, siöar þar var búið, og nægur jarðhiti. Þaðan er hægt að fara i göngu- ferðir á Drangajökul, skoða Hrollaugsborg og Hljóðabungu. Björgunarskýli með talstöðvum — Þarna I grenndinni er Furu- fjörður. Heldur þú aö hann beri enn nafn með rentu? — Alls staðar á Ströndum er geysimikill rekaviður á fjörum, mér virtist hann einna mestur i Bolungavik, sem er næst norðan við Furufjörð. Þar eru viðarstafl- arnir margir, hver upp af öðrum, og virtist sem ekki hefði verið hróflað við timbrinu árum sam- an. — Er ekki samt i fiestum til- vikum hirt um rekann? — Bændurnir frá Reykjafirði koma þar á hverju sumri og vinna rekavið i girðingastaura, sem þeir selja til Isafjarðar og viðar. — Það er kannski dálitið um það að burtfluttir Strandamenn eigi þar sumardvöl? — 1 Ófeigsfirði og Ingólfsfirði held ég að sé búið flest eða öll sumur, og sömuleiðis á Dröngum. — Eru þá ekki viöast hvar þarna einhver hús, sem hægt er að láta fyrirberast I, ef veður er i Skjaldarbjarnarvik á Ströndum. Báturinn I fjörunni sannar, svo ekki verður um .villzt, að hér hafa menn leitað bjargræðis út fyrir landsteinana, þótt brim freyði á skerjum og úthafsaldan eigi greiða ieið til lands. Slikar aðstæður ala upp i mönnum kjark og áræði, samfara gætni. óhentugt tii þess að liggja i tjaidi? — Jú, en auk yfirgefinna ibúð- arhúsa eru mjög viða skýli, sem fyrst og fremst eru ætluð skip- brotsmönnum, en koma vitanlega til góða öðrum feröamönnum. 1 þeim eru neyðartalstöðvar sem hægt er að gripa til, ef eitthvað ber út af. Eitt þessara skýla er i Höfn i Hornvik, en siðan ekki fyrr en i Barðsvik, þar sem er litið skýli, varla fyrir meira en sjö til átta menn. I Furufirði er stórt og gott björgunarskýli, sem rúmar að minnsta kosti tuttugu manns. 1 Reykjafirði eru tvö ibúðarhús, og er annað þeirra notað af bændun- um, sem koma þangað til þess að hirða um rekann, eins og ég sagði áðan, en hitt er opið gestum og gangandi, og þar er ágætt, að vera. Næsta hús er á Dröngum, en þar er búið að sumrinu, svo húsið stendur ekki autt. Hins vegar er þar áreiðanlega næg gestrisni innan veggja, ef þurfandi ferða- mann skyldi bera að garði. Sama er að segja um Ófeigsfjörð og Ingólfsfjörð. Ef við höldum I vestur frá Hornvik, verður næst fyrir okkur björgunarskýli i Hlöðuvik. Það er litið, tekur innan við tiu manns, en þar er neyðartalstöð, eins og i öðrum skýlum, og hægt að koma frá sér boðum, ef eitthvað bjátar á. — A Atlastöðum i Fljótavik, Látrum i Aðalvik, og á Sléttu eru einnig skýli. 1 Jökulfjörðum er ekkert björg- unarskýli fyrr en i Hrafnsfirði. Þarer litið skýli, varla fyrir fleiri en átta manns. Hins vegar er ekki neitt skýli I Veiðileysufirði, og er það miður fariö, þvi að þar gæti einmitt komið sér vel að geta hvilzt undir þaki. — Það eru auövitað ekki neinir bílvegir um þessi landsvæði, sem við höfum verið að tala um? — Nei, bilvegur nær ekki lengra en að Unaðsdal á Snæ- fjallaströnd. Þeir, sem lengra vilja halda, verða að fá sér bát, en opnir bátar mega ekki flytja fólk nema innan Isafjarðardjúps og i Jökulfirði. Ferðamenn geta ekki fengið þá með sig út fyrir Rit, og mun það vera vegna tryggingar- innar. Þetta þýðir, að ef fáir menn eru á ferð saman, þurfa þeir að nota fætur sina mikið, eða leggja að öðrum kosti i mikinn kostnaö, þvi að stórir dekkbátar eru dýrir, og borgar sig reyndar alls ekki að taka þá á leigu, nema um allstóra feröahópa sé að ræða. „Veðrið er hvorki vont né gott....” — Nú ert þú skrifstofustjóri, Einar, og þar af leiðandi bundinn við skrifborð mestan hiuta ársins, eins og fleiri góðir menn. Finnst þér ckki erfitt að takast allt i einu á hendur langar og strangar gönguferðir? — Nei, það finnst mér ekki, enda fer ég ekki slikar ferðir „allt i einu”. Ég geng eitthvað, meira eða minna, flestar helgar allan ársins hring, og það er ekki siður skemmtilegt að ganga úti að vetri en sumri. Á veturna er umhve'rfið ennþá stórkostlegra, veðráttan ó- bliðari og býður upp á meiri fjöl- brytni en á sumrin. En þá er að haga búnaði sínum i samræmi við það. Veður er i eðli sinu hvorki vont né gott. Hins vegar eru menn misjafnlega vel út búnir. Og úti- veru má njóta I hvernig veðri sem er. —VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.