Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 10. ágdst 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 90 Á þessari stundu fór Teasle ekki fram á meira en að mega halda henni í örmum sér. Hann marði síðustu glóð- ina úr sígarettustubbnum og kveikti sér i annari. — Hvað er klukkan þarna hjá þér? — Níu. Ég er enn svolítið óviss á tímamismuninum. Ég svaf f jórtán stundir eftir að ég kom hingað. Það var á meðan ég var að aðlagast tímamuninum. Þá var klukkan hérna ellefu, en hjá okkur hefði hún verið um tvö að nóttu. Er miðnætti hjá þér núna? — Já. — Ég verð að hætta í símanum, Will. — Svona fljótt? Hvers vegna? ..En Teasle náði brátt stjórn á sér á ný. — Allt í lagi. Það skiptir mig ekki máli. — Ertu viss um að ekkert sé að þér? — Ég er allur innvafinn í sárabindi, en það eru mest megnis skrámur. Býrðu enn hjá systur þinni? Eða getur þú ekki einu sinni sagt mér það? — Ég er búin að f á mér eigin ibúð. — Hvers vegna? — Will, ég verð að hætta í símanum. Því miður. — Viltu leyfa mér að fylgjast með hvað þú aðhefst? — Ef þú heldur það hjálpi þér eitthvað. Ég vissi ekki að þetta myndi reynast svona erfitt. Ég veit varla hvernig ég á að koma orðum að þessu.... Teasle heyrðist hún snökta. — Vertu sæll. — Vertu sæl. Teasle lagði tólið ekki á strax. Hann vildi vera með henni eins lengi og hann gat. Svo sleit hún sambandinu. Ekkert heyrðist nema sónninn og hann sat eftir einn. Þau voru búin að sofa saman í fjögur ár. Hvernig gat hún komið fram sem ókunnug manneskja. Það var ekki auðvelt. Hún snökti. Teasle vorkenndi henni, því hann vissi núað hún átti líka erf itt eftir slit sambands þeirra. FIMMTÁNDI KAFLI. Þetta er búið og gert. Gerðu eitthvað. Komdu þér af stað. Einbeittu þér að Rambo. Það eitt skiptir máli. Kannski er hann búinn að ná sér í bifreið. Þá verður hann fljótur að forða sér. Hann sá sokka sína og skó upp við klæðaskápinn. Hann fór í hvort tveggja í snatri. Hann tók Browning-skamm- byssuna úr leðurhylkinu og setti fulla skothleðslu í skot- geymsluna í skaftinu. Þá gyrti hann sig byssubeltinu og sneri því aftur. Hann veitti þessu athygli — og minntist þess svo,að þannig hafði Orval kennt honum að fara að. Harris leit á hann er hann kom labbandi eftir ganginum og inn í fremra herbergið. — Segðu það ekki. Segðu mér ekki að ég eigi ekki að f ara þarna út eftir á ný, sagði Teasle við hann. — Ég skal ekki segja það. Úti logaði á götuljósunum. Teasle andaði að sér tæru næturloftinu. Lögreglubíll stóð skammt f rá. Teasle var í þann veginn að setjast inn í bif reiðina þegar honum varð litið til vinstri. Þá sá hann að eldur blossaði upp í hinum hluta bæjarins. Logarnir sindruðu skærgulir undir skýja- himni næturinnar. Harris hrópaði til hans ofan af tröppunum: Fréttir af flóttamanninum: Hann er sloppinn út úr hellunum. Við vorum að fá f réttirnar. Hann er búinn að stela lögreglu- bif reið. — Ég veit það. — Hvernig getur þú vitað það? Gluggar lögreglustöðvarinnar nötruðu undan loft- bylgjunum og þrýstingnum af sprenginunum. Hver sprengingin á fætur annari heyrðist i átt frá aðalvegin- um, sem lá inn í bæinn. — Guð hjálpi okkur. Hvaðer nú þetta, sagði Harris. En Teasle vissi þegar hvað var um að vera. Hann píndi bifreiðina í gírana og hún þaut út úr bílastæðinu með miklum hávaða. Hann yrði að komast þanqað í tæka tíð. Sextándi kafli Bifreið Rambos hentist inn í bæinn. Hann þeyttist fram hjá manni á mótorhjóli. Maðurinn nam staðar furðu lostinn og leit um öxl. í baksýnisspeglinum sá Rambo aðalgötuna baðaða eldtungum, sem læstu sig í tren meðfram vegarbrúninni. Bjarminn frá rauðum og gráðugum eldtungunum geislaði á bílnum. Rambo sfe' bensíngjöfina í botn og bifreiðin æddi áfram eftir aðal- götunni. Að baki honum blossaði eldurinn upp í kjöl- G E I R I D R E o K I K U B B U 1111:1 Ilil 1 Sunnudagur 10. ágúst 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn tinarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) a. Concerto grosso i A-dúr eftir Hándel. Hátiðarhljómsveitin i Bath leikur, Yehudi Menuhin stjórnar. b. Magnificat i D- dúr eftir Bach. Elly Ameling, Hanneke von Bork, Helen Watts, Werner Krenn, Tom Krause og Há- skólakórinn i Vin syngja með kammersveitinni i Stuttgart, Karl Munchinger stjórnar. c. Sinfónia i B-dúr eftir Johann Christoph Bach. Hljómsveitin Nýja Philharmonia leikur, Raymond Leppard stjórnar. d. Fiðlukonsert nr. 3 i G-dúr (K216) eftir Mozart. David Oistrakh stjórnar og leikur með hljómsveitinni Philharmoniu. 11.00 Messa i ílómkirkjunni á vegum Kristilegs stúdenta- félags. I tilefni af norrænu kristilegu stúdentamóti á fslandi. Prestur: Séra Guðmundur Óli Ólafsson i Skálholti. Organleikari: Henrik' Perret. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Að selja tékkávisun i Helsingfors.Björn Bjarman rithöfundur segir frá. 13.40 Harmonikulög. Viola Turpeinen og félagar leika. 14.00 Staldrað við á Patreks- firði — fyrsti þáttur. Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. 15.00 Miðdegistónleikar: frá tónlistarhátiðinni i Dubrownik i fyrrasumar. Flytjendur: Strengjasveit Bolshoj-leikhússins, Jurij Reentovitsj, Galina Olejnisjenko og Tamara, Siniavskaja. Flutt verða verk eftir Tartini, Há'ndel, Rojtmann, Liszt, Bach, Verdi, Rossini og fleiri. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.15 Barnatimi: Gunnar Valdimarsson stjórnar. Meðal annars lesa Svan- hildur óskarsdóttir og stjornandi ljóð eftir bor- stein Valdimarsson. Rætt verður við tvær ungar stúlkur, Heiðdisi Sigurðar- dóttur og Lindu Metúsalemsdóttur og Helgi Hjörvar 8 ára les úr Uglu- spegli. 18.00 S t u n d a r k o r n m e ð Ruggiero Ricci. sem leikur á heimsfrægar fiðlur frá Cremona á ttaliu. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Úr handraðanum.Sverr- ir Kjartansson annast þáttinn. 20.00 Sinfóniuhljómsveit ís- lands leikur i útvarpssal. Páll P. Pálsson stjórnar. Flutt verða lög eftir Offenbach, Strauss, Kalda- lóns, Anderson og Katsjatúrian. 20.20 Stebbi i Seli. Brot úr ævi Stephans G. Stephanssonar. — Fyrsti þáttur. Gils Guðmundsson tók saman. Flytjendur auk hans: Dr. Broddi Jóhannesson, dr. Kristján Eldjárn og Óskar Halldórsson. (Aður á dag- skrá i mai 1961) 21.00 Frá tónleikumi Akur- eyrarkirkju 25. júni s.l. Flytjendur: Luruper- Kantorei frá Hamborg, Angelika og Júrgen Henschen. Stjórnandi: Ekkehart Richter. a. Tvær mótettur: „Locus iste” og „Virga Jesse” eftir Anton Bruckner. b. Toccata og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.