Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 22

Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 22
22 TÍMINN Sunnudagur 10. ágúst 1975. SJALDA ZEPPELII ALÞÝÐU Lokabréf í ritdeilum Nú-tímans. Zeppelinski alþýðumaðurinn samdi sjálfur fyrirsögnina halda ykkur eitthvað yfir 210, það er ekki lengur töffaralegt að geta' lesið allt um lifrina i Eric Clapton útúr fimmtán minútna gitarsólóum hans. Þessi gitarsóló er marklaus hringsnúningur, sem Jimmy Page dytti aldrei i hug að leika, vegna þess að hann lifir ekki svo lágkúrulegu vitsmunalifi sem Clapton. öll sóló Page eru styttri en 3. min. og svo fyllt með tilfinningu hans, að maður getur næstum snortið öxl hans i gegnum þau. Hann er aldrei að hugsa um lifrina i sér meðan nann leikur. Aftur tek ég fram að Zep. leika blues og rokk. Það kemur bezt fram á Led. Zep. 4, séu borin saman lögin When the Levee breaks og Rock’n Roll. Þessi list verður aldrei endur- tekin, og er það aðeins eitt af mörgum atriðum sem gera Led. Zep. 4 að timamótaverki. Cream voru alla tið i hinu yppai^lega blues-rokki. Þér teljið Cream betri en Zeepelin. Hingað til höfum vér bara heyrt órökstuddar fullyrðingar og útúrsnúninga. Ég hef kastað fram Niundu hljómkviðu poppaldarinnar, Stairway to Heaven og bið um sambærilegt meistaraverk frá Cream, eða eru það kannski ekki lögin sem hljómsveitirnar skulu dæmdar út frá? E.t.v. er það fjöldi hljómsveitar- mannanna eða nöfn þeirra? En sem sagt: þið þegið og þögnin er bezta svarið, sem nj,un nokkurn tima verið gefið (Það má þó búast við þvi að þið séuð nógu úrkynjaðir til þess að segja að Brúsi jafnist á viö Plant). Ég kasta fram forskrift að flestu nútima þunga-rokki: Whole Lotta Love og bið um eitthvað sem gæti hafa leitt Zeppelin úti prógressivuna, með ábendingu frá Cream. En i guðanna bæn- um farið ekki að þvæla um hið grunnhyggnislega „sound.” Það er svo margt annað—sem bakkar tónlistina upp. Þér segið, að bassinn sé orðinn að sólóhljóðfæri hjá Rjoma-Brúsa, en ekki hjá Bonham. Bassinn verður aldrei að sólóhljóðfæri hjá Bonzo svo lengi sem hann lemur húðirnar hjá Zep. Svo skammt veistu.... Það er ekki að furða að þú hafir dirfsku til þess að tala, meðan þú hefur ekki visdóm til þess að vita og þegja. Ég verð þó að reikna með að þetta sé ertni bréfritara. Eða er ég að leggja mig niður við að tala við algera fábjána? Jæja, en bassaleikur Jones er eins og gitarleikur Page: mjög fágaður, laus við ofstæki og aldrei út i bláinn. Hann leikur ljúfar melódiur, þegar gitarinn er i minimum t.d. i What is and what should never be. Jones er sennilega fyrsti maðurinn með fljótandi bassa (Stairway to Heaven). tJtsetjarinn Jimmy Page á snarastan þátt i þvi að gera meðlimi Led. Zep. samrýmda I tónlistarflutningum. Ct- setningarnar eru snilldarverk, sem margir hafa reynt, t.d. Eric Clapton. Page sat með Eric Clapton og John Mayall (Bluesbreakers) i stúdói fyrir nokkrum árumog aðstoðaði þá við upptöku. Það sem Page hef- ur afrekað á ferli sinum er látið liggja milli hluta, vegna þess, að hann er enginn framagosi. Það eina, sem hann vill, er að semja, vinna að og flytja góða tónlist ásamt vinum sinum. Forlögin ætluðu þessum hóg- væra manni að hefja rokkið upp á æðri svið. Það hefur hann gert og þýðir litið fyrir ykkur rjóma- lúðana, að bera á móti þvi. Munurinn, sem vér zeppelinskir sjáum á Cream og Zeppelin er e.t.v. Page. Ég sendi vini minum greinar rjómarass og Ragnars Krim. Undrun sina orðaði hann þannig: Framhald á bls. 27 Hér sé Zeppelin og friður veri með yðar forglötuðu sálum, rjómarass og Ragnar Krim. Enn á ný stend ég i stórræðum við að munnhöggva yður i spað, þér vesalings fá- fróðu lömb, þér syndarar, þér ómálga börn. Nú hefur nýr maður sett höfuð sitt undir pennastöng mina. Sá heitir Ragnar Krim. Hann er há- vaxinn maður, Ijós yfirlitum, með blá augu, kominn af skag- firzkum hestaþjófum og er oft með hendur i rassvösum meðan hann talar. Bjártsýni ævintýramaður!!! Ekki er það nú merkileg tónlistarstefna, sem er grund- völluð af samspili bassa og bassatrommu (þetta er greini- lega siðasta hálmstrá yðar rjómafretara, og þið eruð reiðubúnir að leggjast eins lágt og lagzt verður, vegna Cream) Hið þunga blues-rokk er fyrst og fremst grundvallað af vissu hugarfari, og af þungum hljómi gitars og bassa. Þróun þess hef- ur fylgt takmörkunum gitarsins. Upphaflega voru Cream einungis i bluesinum. Þá kom Jimi Hendrix fram og opnaði augu Claptons fyrir möguleik- um gitarsins. Eftir það var Cream i blues-rokkinu. Cream er aðeins þakkað fyrir að gera „soundiö” þyngra. Búið! Zeppelin upphófu prógressiva rokkið, sem þér rjómakisur hafið lokað augum yðar fyrir i öllu umstanginu i kringum jarðarför Cream. Prógressiva rokkið er nýr kafli I sögu rokksins, og lokuðu Zeppelin þar með hurðinni á Cream. Cream tilheyra ekki lengur nútimanum, nema ef vera skal vegna þeirrar almennu vit- neskju, sem þeir hjálpuðu við að koma af stað hljómlistarmanna i milli um blues-rokkhljóminn. Ragnari Krim er mjög umhugað um að koma þvi inn hjá fólki, hversu merkt skref hafi verið stigið i átt til mannúðarlegri lifnaöarhátta i heiminum, þegar náin sam- skipti voru tryggð milli bassa og bassatrommu. Ég skal segja þér frá mun merkara sam- starfi: Til er lag með Zep, sem heitir Out on the tyles. Þar berjast þrir þættir Led. Zep. um að beina athygli hlustandans að sér: gitar, trommur og radd- bönd. Þó svo að manni virðist þeir aðskildir I þessum þætti lagsins eru þeir eins nátengdir og frekast verður. Siðan sam- einast þeir, og lagið er þrumað áfram með hvatningum Plants. Þetta lag er dæmi um sanna Zeppelin-list. Það má vera að hljómur gitarsins i þvi sé ekki original, en uppbygging þess er original, og nokkuð sem hinir fákunnandi Cream gátu aldrei gert. Tónlist Zeppelin er mun þróaðri heldur en tónlist Cream. Hún er öll þakin i spekúlasjónum og djúpri ihugunCream er aðeins yfirborðskennd hávaðahljóm- sveit. Þeir drekkja sorgum sin- um i hávaðann eins og Jimi Hendrix. Ringulreiðin ræður rikjum i herbúðum þeirra. Ykkur rjómagormunum mis- heppnast að fá fólk til þess að Ný skoðanakönnun Nú-tímans: spurningar ____________í ágúst________________________ Ailt frá þvi Ijóst var, að skoðanakönnun Nú-timans um 10 beztu LP-plötur ársins l!)74hafði dregið að sér mun fleiri þátttakendur en hiiðstæðar skoðanakannanir meðal poppunnenda hérlendis hafa ýmsir —bæöi skriflega og munnlega — hvatt þáttinn til að gera frekari athuganir á skoðunum lcsenda sinna. Nú-timinn hefur nú orðið við þessari hvatningu og leggur hér 10 spurningar fy rir lesendur sina. Það er svo undir ykkur komið, ágætu lesend- ur, hvort skoöanakanuanir sem þessar verða gerðar á vegum poppþátta dagblaðanna. Það má hiklaust deila um þaö, hvort poppþættir i dagblöðum eigi að vera vettvangur fyrir skoöánakannanir, (ef hægt er að kalla þetta fyrirbæri okkar þvi nafni) og eflaust eru allir sam- mála um það, aö heppilegast væri að itarleg könnun yrði gerð af einhverjum öðrum aðila, s.s. þeim sem fengizt hafa viö skoöana- kannanir hérlendis. Athuganir á þessu helzta áhugamáli ungs fólks hafa þó ekki fundið náð fyrir augum þeirra, er hlutazt hafa til um aðrar skoðanakannanir hér, — og merkilegt er, að þrátt fyrir allitarlegar skoðanakannanir um efni dagblaðanna, hefur aldrei verið athugað hvort poppþættir höfði til umtalsverðs fjölda lesenda. Okkur er þvi ljóst, að við erum kannski að ráðast hér i verk, sem við stöndum ekki undir og verður okkur aðcins til vand- sæmdar. Nú-timinn er þó ekki á þeim buxunum að gefast upp áð- ur en á hólminn cr komið, og sem fyrr treystir þátturinn þvf á sína lesendur, að þeir bregðist ekki, og höfðar í þvi sambandi tii þeirra eigin skynsemi. Skoðanakannanir isvipuðum dúr og þessi er, eru ekki gerðar fyrir þáttinn heldur fýrir lésendúr þáttaríns. Fyrir þig. Dagblööin eru frá öllum til allra, frá þjóðinni til þjóðarinnar. Agæti iesandi, viðbiðjum þig að hafa þessa staðreynd i huga, áð- ur en þú hefur ákveðið að synja okkar litlu bón. Nú-tíminn 1. Hvaða (listamann — hljómsveit), sem fram hefur komið i popptónlistinni á siðastliðnum fimm árum (frá 1970) telur þú athyglisverðasta (n)? svar:.............. 2. Hvaða islenzk(ur) (listamaður)- hljóm- sveit) telur þú að eigi mest skilið að verða fræg (ur) utan ís- lands? svar: ............. 3. Hvaða hljómsveit er að þinum dómi bezt á íslandi i dag? svar: ............. 4. Hvaða hljómsveit er að þinum dómi efnilegust (bjartasta vonin) á íslandi i dag? svar: ............. 5. Ef þú ættir að nefna beztu LP-plötu allra tima, — hvaða plötu myndir þú nefna? svar: .............. 6. Hvaða lag Bitlanna fellur þér bezt? svar: .............. 7. Hvern af Bitlunum (John, Paul, George, Ringo) telur þú merkastan frá tón- listarlegu sjónar- miði, — eftir að Bitlarnir hættu? svar: .............. 8. Ritdeilur hafa verið i Nú-timanum um það, m.a. hvor hljómsveitin sé betri, Led Zeppelin eða Cream. Hvora hljómsveitina telur þú vera betri? svar: ............ 9. Tvö lönd hafa áunn- ið sér nafnbótina stórveldi í popptón- listinni, — Bretland og Bandarikin, og hafa menn löngum deilt um það, hvort landið eigi að teljast meira stórveldi. Hvort myndir þú nefna Bretlánd eða Bandarikin? svar: ............ 10. Hver er iélegasta hljómsveit, sem þú hefur heyrt i? svar: ............ Skilafrestur i þessari ágúst-skoðanakönn- un Nú-timans er til 31. ágúst. Klippið at- kvæðaseðilinn út og sendið til Nú-tímans. Utanáskriftin er: Nú-timinn, Edduhús- inu v/Lindargötu, Reykjavik. ATH. í spurningum 1, 5 og 10 er bæði átt við það sem islenzkt er og erlent.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.