Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 10. ágúst 1975. TÍMINN 23 Brezkir tónlistarmenn eru vesturfarar Fjöldibrezkra rokktónlistarmanna hefur á sið- ustu árum yfirgefið heimaland sitt og flutt yfir til Bandarikjanna. Brezkir rokktónlistarmenn eru Vesturfarar nútimans og hver veit nema efir 100 ár haldi brezkir rokktónlistarmenn sina hátið vestra, — svipaða þeirri sem Vestur- tslendingar héldu um siðustu helgi. En hvað fær brezka rokktónlistarmenn til að flýja föðurland sitt? Jú, það eru skattarnir, sem brezka ljónið gerir þeim að greiða. Hér fer á eftir úrdráttur úr tveimur viðtölum um þetta efni, við Mick Jagger. Mick Jagger, söngvari og höfuðpaur The Rolling Stones segir: Ég elska Bretland, en þrátt fyrir það get ég ekki séð neina skynsam- lega ástæðu fyrir því, að gefa brezka rikinu hverja krónu,sem ég vinn mér inn. Skattalögin hafa eyðilegt okkar litla tónlistarþjóðfélag og við, tónlistarmennirnir, erum ekkert ýkja hrifnir af þvi. t viðtölum sem nýlega hafa birzt við Jagger I tónlistarblöð- unum New Musical Express og Creem gerir hann þetta vanda- mál að umtalsefni. Jagger kveðst vilja leika heima i Eng- landi og segir að hljómleikar Rolling Stones þar fyrir ári hafi verið góðir. „Enginn vill yfir- gefa Bretland, — en..”, segir Jagger og bætir við. „Ef þú ert ekki gætinn þarftu að greiða ná- lægt 100% af tekjum þinum til rikisins, — sem er algjört brjál- æði. Það sem ég sakna einna helzt frá Bretlandi er krikkett- timabilið”. Jagger bendir á að þrjár borgir hafi lengi verið aöalmið- stöðvar popptónlistarinnar i heiminum, New York, Los Angeles og London. Siöan segir hann: „Skattalögin hafa farið svo illa með London hvaö þetta áhrærir, að segja má að borgin hafi gjörsamlega hrunið. Að vísu eru margir tónlistarmenn þar ennþá, en mikill fjöldi hefur farið burt, Bitlarnir fyrst, og Stones, sfðan Zeppelin og Elton John, The Faces...Eric...og margir fleiri. Við, tónlistar- mennirnir erum ekki ánægðir með þessa þróun mála, þvi það er búið að eyðileggja okkar litla tónlistarsamfélag og það tók langan tima að byggja þaö upp”. Um peninga segir siðan Mick Jagger, að það sé ekki eftir- sóknarvert I sjálfu sér að hafa peninga milli handanna, hins vegar væri svo margt.sem hægt væri að kaupa fyrir peninga. Hann nefnir að draumur brezkra barna I lægstu stéttum þjóðfélagsins hafi á áratugnum milli 1950-1960 verið sá, að eign- ast hús og stórt landsvæði þar I kring. Kveður hann þennan draum einnig hafa verið stærst- an hjá fiestum lágstéttarmönn- um brezkum á 19. öld. „Þessi straumur fluttist yfir á 20. öld- ina og svo langt að brezkir söngvarar I rokkhljómsveitum gerðu hann að sinum. Og marg- ir gerðu drauminn að veruleika. En það er dýr munaður að eiga svona draum f raunveruleikan- um og margir hafa orðið að selja drauminn vegna hárra skatta. Ég keypti mér svona stórt hús með ofsalega stóru landssvæði I kring. A átta árum dvaldi ég þar I tlu daga.” Stones hafa allir búið I Banda- rikjunum frá þvi I byrjun mal á þessu ári og Jagger hefur búið þar allt frá þvl Goat’s Head Soup var tekin upp. Þessi langi búsetutimi Jaggers vestra hefur leitt til þess aðýmsir hafa talið Jagger stefna að því að gerast rikisborgari i Bandarikjunum, og meira að segja hefur ákveð- inn staður verið nefndur i þvl sambandi sem heimili Jaggers, Biancu og litla barnsins. ,,Ég er ekki viss um að ég kæri mig um að setjast að i Bandarikjunum fyrir fullt og allt”, segir Jagger. „Ég gæti eflaust fengið leyfi til þess, en ég hef ekki sótt um það. Mér llka Bandarlkin mjög vel, þetta er ágætis staður, en mér likar Evrópa einnig. Ég óttast Bretland þessa stundina, þvi staðreyndin er sú, að ef ég léki á 50 hljómleikum þar, myndi ég aðeins afla tekna, sem svaraði einum þeirra, kaup mitt á hin- um 49 hljömleikunum myndi renna beint i rlkiskassann. Það er erfitt að lifa I Bretlandi þessa dagana vegna hinna gifurlega háu skatta”. Svo mörg eru þau orð. Stones hafa verið i hljóm- leikaferðalagi um Bandarlkin siðustu vikur og samkvæmt fréttum hefur þeim verið tekið sérstaklega vel. Blaðamaður Creem spurði Jagger, hvort það væri eitthvað sérstakt tilefni hjá hljómsveitinni að fara i þessa hljómleikaferð. Jagger varð undrandi á spurriingunni, en svaraði: „Þetta væri eins og ég spyrði þig, hvort nokkurt sérstakt til- efni væri fyrir þvl, að þú tækir þetta viðtal við mig. Þetta er einfaldlega mitt starf, min köll- un, — og min ánægja. Orðrómur hefur sagt að þessi ferð hafi verið slöasta ferð Stones. „Þetta var lika sagt 1969, og þetta var sagt 1972. Ég get sýnt þér blaðaúrklippurnar. Hvers vegna segja blaðamenn- irnir þetta? Þeir hafa sennilega ekkert annað til að skrifa um. Ég hata þessa spurningu. Ég hef veriö spurður þessarar spurningar frá þvi ég var 19 ára,” segir Jagger og það er þungt I honum hljóðið. Með Stones I hljómleikaferða- laginu var nýi gitarleikari hljómsveitarinnar, Ron VVood, sem áður var i Faces og flestir poppunnendur þekkja. Þá lék Billy Preston með Stones I ferð- inni. Hér sjást þau hjónakornin Bianca og Jagger, — en sögusagnir herma aö þau sjáist æ minna og minna saman. Sagt er aö Bianca hafi verið að dandalast með öðrum gæja.... '-------------------------------^ AAest seldu LP-hljómplötur vikuna 28/7 - 3/8 mm 1. Sumar á Sýrlandi Stuömenn 2. One of These Nights Eagles 3. American Graffiti Ýmsir gamlir 4. Venus & Marz Wings 5. Shame, shame, shame Shirley and Co 6. Lítil fluga Pelican 7. Bankrupt Dr. Hook 8. Roger McGuinn and Band Roger McGuinn and Band 9. Last Farewell Roger Whittaker 10. One Size Fits All Frank Zappa & Mothers of Inven- tion Hafið þið athugað að i flestum tilfellum eru hljómplöt- urnar ódýrari hjá FACO - hljómdeild, LAUGA- VEGI 89. Simi: 13008. SENDUM I PÓSTKROFU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.