Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 10. ágiist 1975. Þegar Óli eignaðist litla systur Óli teiknaði pabba sinn og mömmu. Óli var i leikskóla. Hann var duglegur að teikna. Hann teiknaði mynd af pabba sinum og mömmu, og svo útskýrði hann myndirnar fyrir fóstrunni, sem hét Emma, en Óli kallaði hana frænku. — Sko, sjáðu frænka, sagði hann, pabbi er með gifs á fætinum, þvi hann er smiður og datt ofan af húsi og fótbrotn- aði. Hann er svo stór hann pabbi, að ég verð að láta hann ná yfir allt blaðið, Þetta er mamma min i rauða kjólnum. Hún vinnur á simanum, en sjáðu hvað hún er feit. Það er af þvi að hún ætlar bráðum að fara að eignast litið barn, Er þetta ekki góð mynd af henni? Þegar Óli kemur heim úr leikskólanum, þá segir pabbi hans við hann: — óli minn, getur þú farið og keypt blað handa mér að lesa? Mér leiðist svo, að liggja svona aleinn.á meðan þú ert i leikskólanum og mamma þin að vinna ég þarf að fá eitthvað til að lesa. — Ég sé um það, sagði Óli mannalega og stökk af stað. —Viltu smyrja fyrir mig brauðsneið með kæfu, kallaði pabbi á eftir honum. — Ég sé um það, svaraði Óli, — þegar ég kem aftur með blaðið. Ég get ekki allt i einu. Þú ert að verða rellinn pabbi. Þegar Óli kom aftur með blaðið, varð pabbi hans heldur en ekki fyrir vonbrigðum. í stað þess að kaupa eftirmiðdags- blaðið þá hafði hann keypt myndablað. — Þetta eru langskemmti- legustu blöðin, sagði Óli, ég hlakka svo til að lesa blaðið með þér, þegar ég er búinn að ná i brauðið handa þér við eldhúsborðið og sagði henni allt, sem hafði gerzt þann daginn. Um nóttina vaknaði Óli við það að pabbi kall- aði i hann og bað hann að hringja á sjúkrabil fyrir mömmu, þvi að hún þyrfti að fara á fæðingardeildina að eiga barnið. Númerið stendur aftan á sima- skránni,. eins og ég er búinn að sýna þér áður. — Ég sé um það, sagði Óli og hoppaði fram úr rúminu. Hann hringdi og mað- ur kom i simann og Óli sagði honum að senda bil i flýti. — Já já sagði maðurinn, hvert er það? — Auðvitað heim til okk- ar, að Sólgötu 7, sagði Óli. Svo setti hann ýmis- legt nauðsynlegt i tösku fyrir mömmu sina, t.d. hálfa súkkulaðitertu, sem henni þótti góð, gamla dúkku og bók, sem lá á náttborðinu hjá mömmu. — Gleymdu ekki tannburstanum, sagði pabbi hans. Nú kom upp úr kafinu, Þú verður að hringja á sjúkrabfl, sagði pabbi. Hjúkrunarkonan spurði eftir pabba hans, en Óli sagði, að hann kæmist ekki i simann, þvi að hann væri fótbrotinn og væri i rúminu. — Talaðu bara við mig, — ég sé um allt hér, sagði Óli. — Já, viltu þá skila þvi til pabba þins, að mamma þin hafi fætt litla dóttur og þeim liði báðum vel. Óska þér til hamingju með litlu syst- ur þina, sagði stúlkan svo við Óla, en hann var svo utan við sigvað hann gleymdi að kveðja stúlk- una, og lagði bara sim- ann á aftur. — Hver var þetta? u* „r," s ; Pabbi og óli lesa myndablaðið. Óli fann ekkert brauð, en hann mundi, að það voru til ispinnar i is- skápnum, svo að hann náði i tvo, — einn handa sér og annan handa pabba. — Þetta er skrýtin kæfubrauðsneið, sagði pabbi og hló. Svo fóru þeir að lesa myndablað- ið og skemmtu sér vel, þangað til að mamma kom heim úr vinnunni. Hún flýtti sér að setja kartöflur i pott og búa til mat, og á meðan sat óli að það var lögreglan sem Óli hafði hringt til, en ekki sjúkraliðið, en lögregluþjónarnir sögðu að það væri allt i lagi, þvi að þeir vissu að mömmu lá á að komast af stað á spitalann, — og svo var farið með hana i lögreglubil á fæðingar- deildina. Óli fór ekki i leikskól- ann morguninn eftir, og þegar siminn hringir, þá flýtir hann sér að svara. Það var hringt frá fæðingardeildinni. Hvað var þetta? kallaði pabbi hans spenntur. — Það varð stelpa! — hjúkrunarkonan óskaði mér til hamingju með litlu systur mina, og bað að heilsa þér og óskaði þér til hamingju með dótturina. Nú ertu ekki bara pabbi minn, heldur litillar stelpu lika. Nú skaltu fara út og kaupa gott handa okkur að borða, sagði pabbi. Svo skrifaði hann á miða, að Óli ætti að kaupa pylsur, súkku- laðiköku og is. — Nú verður einhver að fara og heimsækja mömmu og færa henni blóm, sagði pabbi. — Ég sé um það, sagði Óli. Svo lét pabbi hans hann fá peninga fyrir leigubil og blóm- um. Óli keypti rauð- bleikar rósir, og svo ók hann i leigubil aleinn i heimsókn á fæðingar- deildina. Þegar hann kom þangað hitti hann unga hjúkrunarkonu, sem brosti til hans og spurði hann, hvað hún gæti gert fyrir hann. — Jú, mig langar til að sjá litla barnið, sem Anna Jensen eignaðist i morgun. — Einmitt það, sagði stúlkan og hló, þú ert kannski pabbinn! Mikið skelfing fannst Óla þessi stúlka heimsk, en hún var góðleg á svipinn, svo að hann fór að útskýra málið fyrir henni. — Hann pabbi er fótbrotinn heima, og ég er að koma með rósir til mömmu, svo hún fái blóm eins og hinar kon- urnar, þó að hann geti ekki komið, og svo vil ég fá að sjá þessa litlu stelpu, — og mig langar lika til að fá að tala við mömmu. — Komdu með mér góði minn, sagði stúlkan og fór með Óla að hurð, sem var með stórum glugga á. Svo fór hún inn i herbergið og kom svo með litlu systur Óla til að sýna honum hana. Hún var rauð i framan og gretti sig og vældi. Ekki er hún nú mikið falleg, en kannski

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.