Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 25

Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 25
Sunnudagur 10. ágúst 1975. TÍMINN 25 Konan sýndi Óla litlu systur i gegnum glugga í hurðinni. — Ekki er hún nú falleg, hugsaði óli. skánar hún með timan- um, hugsaði Óli. Hann hafði heyrt einhvern segja, að nýfædd börn væru oft heldur óásjáleg fyrsta kastið, Hún hlýtur að lagast, hugsaði Óli- Svo fékk hann aðeins að fara með blómin inn til mömmu og skila til hennar kveðju frá pabba, og hann sagði henni að þeim liði ágæt- lega heima. — Ég sé um allt, sagði Óli rogginn. Eftir eina viku þá kom mamma heim með litlu systur. Nú var hún orðin miklu fallegri, og pabbi sat með hana og sagði að hann gæti verið barn- fóstra, þótt hann væri með fótinn i gifsi. Nú voru þeir Óli og pabbi orðnir leiðir á pylsum og súkkulaðikök um og is, og voru glaðir þegar mamma fór að búa til mat fyrir þá. Meðan mamma var að búa til matinn ætlaði Óli að lita eftir systur sinni. Hún svaf i vöggunni. pabbi var að lesa blöðin, og Óli var að leika sér. Allt i einu fór litla systir að gráta. — Ég skjal sjá um þetta, sagði Óli, ég skal leika við hana, svo að þú getir haldið áfram að búa til matinn, mamma min, sagði hann. Svo fór hann með fallega bruna- bilinn sinn og sýndi henni, en hún öskraði bara hærra. Þá náði hann i lúðurinn sinn og blés. Óli dansaði Indi- ánadans, en ekkert dugði, litla systir grét og hljóðaði. Nú kom mamma og sagði við Óla: — Matur- inn þinn er tilbúinn, farðu nú að borða. Þú hefur verið duglegur að sjá um alla hluti hér heima, en þetta getur þú ekki séð um, þvi að nú vill litla systir fá að drekka. Hún er svöng og þá grætur hún svona. Og Ekki gráta.Viltu sjá brunabflinn? Á ég að dansa eða spila á lúður? Nú er litla systir svöng, sagði mamma. mamma tók hana upp og lagði hana við brjóst sér og gaf henni að drekka, og litli anginn svolgraði i sig mjólkina. Siðan lét mamma hana upp við öxlina á sér og þá ropaði litla systir, þvi að það sagði mamma, að hún ætti að gera, svo að hún fengi ekki magapinu. Nú var hún sæl og södd og svaf rótt. — Hvenær get ég farið að leika við hana og passa hana, sagði Óli. — Næsta sumar, sagði mamma hans, þá verður hún orðin eins árs, og þá getur þú leikið við hana. — En hvað á hún nú að heita? sagði Óli, ekki getum við alltaf kallað hana ,,litlu systur”. Svo fóru þau Óli og mamma inn til pabba, og sögðu að nú yrði hann að hætta að lesa blöðin, þvi að það ætti að fara að velja nafn á litlu syst- ur. — Ég sé um það, sagði Óli allt i einu, auð- vitað á hún að heita Kristin eins og amma min i sveitinni. — Það er alveg ágætt, svöruðu pabbi og mamma i kór. Auðvitað á hún að heita Kristin. Já, það er óhætt að segja það, hann Óli sér um allt, sagði pabbi hlæj- andi, nú er hann lika bú- inn að finna nafn á litlu systur, en liklega verð- um við samt að fá prest til að skira hana, en Óli aðstoðar hann við at- höfnina. — Það verður gaman, sagði Óli og ljómaði af gleði. WESTON DANSKA WESTON teppaverksmiöjan er ein stærsta teppaverksmiðja Evrópu og þekkt fyrir gæða- f ramleiðslu. Til þess að gefa viðskiptavinum okkar færi á að kynnast þessari úrvalsframleiðslu höfum við á Weston TEPPUM og gefur þar á að lita yfir 100 mis- munandi gerðir og liti, allt frá ódýrum gerviefnum og upp í dýrustu alullarteppi. Þér veljiðgerðina, við tökum málið af íbúðinni — og inn- an þriggja til f jögurra vikna er teppið komið, nákvæm- lega sniðið á flötinn. Þér greiðið aðeins eftir máli flatarins — þ.e.a.s. engin aukagreiðsla vegna afganga. Teppadeild * Hringbraut 121 • Simi 10-603

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.