Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 10.08.1975, Blaðsíða 28
Sunnudagur 10. ágúst 1975. Núfíma búskapur þarfnast BJUfER haugsugu Guðbjörn Guöjónsson GHÐI fyrirgóban mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS 3216 nemendur við H.í. 1980 á móti 2486 á síðasta óri Gsal-Reykjavik — Nýleg spá um nemendafjölda Háskóla islands árin 1975-1980 gerir ekki ráð fyrir neinni gifurlegri aukningu á fjölda nemenda i skólanum á þessu timabili. Þannig cr gert ráð fyrir því, að :121G nemendur stundi nám i skólanum árið 1980, en á siðastliðnu ári stunduðu nám i skólanum 2486. Spáin gerir þvi ráð fyrir aö á áðurnefndu tímabili muni 730 fleiri nemendur vera við nám i Háskólanum árið 1980 en var á s.l. ári. Arið 1980 er samkvæmt spánni gert ráð fyrir að 261 nemandi brautskráist á þvi ári, en i fyrra brautskráðust 206. Spá þessi byggir á tilfærslum nemenda i háskólanum frá 1. desember 1973 til 1. desember 1974 og byggir „blindandi á hegð- an kerfisins” á þessu timabili eins og Dr. Oddur Benediktsson, sem hefur unnið að gerð spárinn- ar, segir i ritlsem nýlega hefur verið gefið út með töflum um spá þessa. Dr. Oddur telur að i heild ættu niðurstöður spárinnar að vera nokkuð öruggar. Stúdentafjöldi við H. I. 1970-1980 í desember ár hvert. Deild 1970 1971 1972 1973 1974 Spá 1975 Spá 1976 Spá 1977 Spá 1978 Spá 1979 Spá 1980 Gu 41 49 55 49 52 57 63 64 69 73 73 Læ 286 301 402 414 406 420 445 465 489 490 500 La 226 224 237 235 22 2 222 229 243 254 263 266 Vi 226 242 304 325 316 331 353 372 392 405 408 Hei 466 569 683 791 848 908 972 1031 1088 1126 1126 V & R 264 337 387 421 433 460 501 540 567 585 585 Ta 47 50 49 42 53 60 68 80 90 99 103 Lyf 28 40 36 44 49 48 49 52 54 55 54 Hjúk - - - 24 37 46 56 56 59 61 61 Þjoð 122 116 115 93 70 52 44 39 39 40 40 Samtals 1706 1928 2268 2438 2486 2604 2780 2942 3101 3197 3216 Skýringar á deildaheitum á kortunum: Gu — hjúkrunarfræðadeild og Þjóð — þjóðfélagsfræði- 'guðfræðideild, Læ—læknadeild, La — iagadeild, Vi — viðskiptadeild, Hei — heimspekideild, V & R — verkfræði- og raunvisindadeiid, Ta — tann- læknadeild, Lyf — lyfjafræðideild, Hjúk — d \ ^ Fjöldi brautskráðra nemenda frá H.I. árin 19/1-1980. Miðað er við brautskraningu £ almanaksárinu. deild. A kortinu hér fyrir neðan eru ekki taldir með nemendur er ljúka brottfararprófi, en halda samt áfram i skólanum. Deild 1971 1972 1973 1974 Spá 1975 Spá 1976 Spá 1977 Spá 1978 Spá 1979 Spá 1980 Gu 2 5 8 6 3 3 6 3 5 6 Læ 24 17 29 32 36 32 37 35 54 41 La 33 27 30 26 20 17 15 17 18 19 Vi 38 33 31 48 37 36 39 41 46 48 Hei 45 27 29 22 29 33 33 40 40 43 V & R 19 49 56 56 58 55 59 72 74 78 Ta 7 9 6 6 9 7 5 7 8 12 Lyf 2 4 2 3 1 1 1 1 1 2 Hjúk - - - - - - 10 9 9 io' Þjóð - - 7 7 9 8 7 3 2 2 Samtals 170 171 198 206 202 192 212 228 257 261 Sýknaður af ókæru um skottulækningar og stefnir landlækni nú fyrir atvinnuróg Gsal-Reykjavik. — Eins og Timinn greindi frá i fréttum á sinum tíma, kom i ljos, að talið var að innflutt jurtate sem selt var hér á landi, hefði að innihalda fræ af svonefndri kannabisjurt. Heilbrigðis- og tryggingamálaráöuneytið kærði Jörgen Sölvason, kaupmann, fyrir sölu á þessu tei og enn- fremur sagði i kærubréfi ráðuneytisins, að átitiö væri að Jörgen Sölvason stundaði skottuiækningar. Mái þetta var tekið fyrir hjá sakadómi Reykjavikur og voru niður- stöður málsins á þá leið, að Jörgen Sölvason var sýknaður af öllum ákærum. Jörgen Sölva- son hefur nú ákveðið að kæra ólaf Ólafsson, landlækni ~ fyrir atvinnuróg. Eins og mönnum er eflaust enn i fersku minni, þá taldi Jörgen að hinar ýmsu tegundir af jurtatei þvi sem hann seldi, hefðu lækningarmátt gegnum ákveðnum sjúkdómum. s.s. of háum blóðþrýstingi, sykursýki, gigt og fleiri sjúkdómum — og komu þessar upplýsingar fram I viðtali Ti'mans við Jörgen s.l. vetur. Þetta atriði svo og niður- stöður rannsókna á þvi, hvort ákveðin tegund af jurtatei þvi sem um getur, innhéldi fræ af kannabisjurtinni, varð til þess að ólafur Ólafsson landlæknir, skrifaði Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og vakti athygli ráðuneytisins á þessum tveimur atriðum. Kvað Ólafur, að Jörégn stundaði skottulækningar og óleyfilegan innflutning, og nefndi i bréfi sinu að Jörgen hefði játað það fyrir sér i votta viðurvist, að hann seldi tepakka, sem að hans dómi innihéldi efni sem hefði lækningamátt gegn ákveðnum sjúkdómum. I bréfi sem Þorkell Jóhannes- son próf. ritar um niðurstöður rannsóknarinnar, þ.e. um það hvort teið hafi að innihala kannabis, kemur fram, að i sýninu hafi fundizt leifar af nokkrum fræjum, ,,er veriö gætu kannabisfræ- Litapróf gaf neikvæða svörun fyrir kanna- bis”. Heildarniðurstöður voru þvi þær, að sýnið teldist ekki vera kannabis. Jörgen segir fyrir rétti, að hann sé kaupmáður, — en ekki læknir, sjúkraþjálfari né lyfja- fræðingur. Segir hann, að hann hafi vitað að i teinu væri Canna- bissativa, en kveðst aldrei hafa litið á það sem eiturlyf og ekki einu sinni dottið sllkt I hug. ,,Ég neita þvi algerlega að ég hafi stundað skottulækningar með sölunni á tei þessu, enda er þetta hvergi skráð undir lyf. Þetta myndi frekast vera eins og fjallagrös hér á landi,” sagði Jörgen. MOSFELLINGAR ÆFIR YFIR ÖSKUHAUGUM BH-Reykjavik. — Mig skortir orð til þess að lýsa ástandinu á ösku- haugunum þarna i Gufunesi, sem cru i rauninni ekkert annað en upp- eldisstöðvar fyrir svartbakinn, sem er hinn versti ógnvaidur öllu lifi við laxveiðiárnar i Koiiafirði og Leirvogi, og ætli þeir fái ekki að kenna á honum við Eliiðaárnar lika. Það er verið að tala umnauðsyn þess að út- rýma þessum vargi, en á meðan er beiniinis stuðlað að þvi að ala hann eins og með þessum sorphaugum við Gufunes. Þannig komst Guðmundur Magnússon i Leirvogstungu að orði, þegar Timinn ræddi við hann, en Guðmundur hafði látið orð að þvi falla við blaðið, hvern ógnvald væri verið aðala upp þarna á sorphaugunum. — Þið ættuð að sjá þessi ósköp af beinum, söguðum beinum, sem vargurinn hefur borið með sér af haugunum upp um allar sveitir. Þetta liggur i haugum meðfram ánni hjá okkur, — og það má rétt gera sér i hugarlund, hvaða tjóni fuglinn hefur valdið á laxinum i ánum með gifur- legu seiðaáti. öskuhaugarnir hjá Gufunesi hafa verið Mosfellingum mikill þyrnir i augum, og virðist svosem það ástand fari versnandi, er sifellt meira rusl er flutt þangað, frá æ fleiri byggðarlögum. Er engu likara en þangað sé safnað saman úrgangi og rusli af öllu Suðurlandsundirlendi, auk Hafnar- fjarðar, Seltjarnarness og Álftaness. Mun hafa verið ýtt eitthvað yfir ruslið til að byrja með, en það þótti of mikið verk, þannig að það er að mestu afskiptalaust. Það má ekki kvikna I þvi, þá leggur reykjarmökk og ódaun um allt nágrennið og I vissum átt- um langt upp i sveit. Það má ekki gera rok, þvi að þá fýkur ruslið út um allt. Þessu til viðbótar hafa Mosfellingar bent Timanum á, að reykjarfnyk- ur frá Áburðarverksmiðjunni færist sifellt i aukana, og sé orðinn illþol- andi,sér ilagi, þegar mökkurinn frá öskuhaugunum bætist við. Reykjarsvælan frá öskuhaugunum og áburðarverksmiðjunni svfður I augum Mosfellinga og máfurinn, sem fitnar á haugunum er þeim þyrnir i augum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.