Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 1
 Jtk / — — -li. 1 ■ Landvélarhf TARPAULIN RISSKEMMUR 180. tbl. — Þriðjudagur 12. ágúst—59. árgangur. u HF HORDUR GUNNARSSON SKULATUNI 6 - SIMI (91)19460 Atkvæðagreiðsla um verkfallsheimild BH-Reykjavik. — Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur ákvað fyrir helgi aö leita verkfallsheimildar i máli undirmanna á kaupskipun- um. Allsherjar atkvæðagreiðsla hófst kl. 9 í gærmorgun, og stend- ur til kl. 5 á miðvikudag. Margir greiddu atkvæði I gær og skeyti eru þegar farin að berast frá skipunum. Þannig komst Hilmar Jónsson, formaður Sjómannafélags Reykjavikur, að orði i gær, þegar Timinn ræddi við hann um horf- ur i kjaradeilu undirmanna á kaupskipunum. Kvað Hilmar hafa verið ákveðið i siðustu viku að visa kjaradeilunni til sáttasemjara, og hefði Torfi Hjartarson, rikissáttasemjari, málið með höndum, en hann hefði ekki boðað til fundar i deilunni ennþá. Hilmar Jónssonsagði, að stjórnin hefði ekki treyst sér til nýrrar atkvæðagreiðsiu um bráðabirgðasamkomulag enda þótt út- gerðarmenn hefðu hnikað til einu atriði frá samkomulaginu, sém fellt var. Hefði verið um smábreytingar á yfirvinnu, sem stjórnin hefði ekki talið skipta verulegu máli. Brúin yfir Múlakvísl lokuð enn um sinn ö.B. Rvik. — Nú er unnið að þvi að veita vatni frá burðarstöplin- um á Múlakvislarbrií svo unnt verði að kanna þær skemmdir, er þar hafa orðið. Mun þvi verki verða lokið á morgun eða mið- vikudag, en fulinaðarviðgerð lýk- ur vart fyrr en i næstu viku. Brú þessi, sem mun vera um 20 SKEMMDIR I NYJA VEGINUM FYRIR AUSTAN SELFOSS ára gömul var byggð i miklum flýti eftir að gömlu brúna hafði tekið af i hlaupi. Stuttu eftir að lokið hafði verið við að reisa brú þessa tók áin að dýpka farveg sinn og þurfti þvi skjótra aðgerða við. Var brugðið á það ráð að framlengja stöplana niður á við svo góð festa næðist. Blaðið hafði samband við Helga Hallgrimsson, yfirverkfræðing hjá Vegagerðinni, og tjáði hann blaðinu að það.sem sennilega hef- ur gerzt þarna, er að áll hefur myndazt við vesturenda brúar- innar og grafið undan stöplinum með þeim afleiðingum að straumþungi árinnar hefur fellt hann. Við þetta seig brúin það mikið að ekki hefur verið unnt að aka yfir hana. Gerðar verða ráð- stafanir til að koma i veg fyrir að þetta endurtaki sig. Brúin mun verða lokuð allri umferð nema gangandi fólki þar til viðgerð hef- ur verið lokið, en vonazt er til að henni ljúki i næstu viku. Fært er fyrir jeppa og stærri bifreiðir Fjallabaksleið. Gsal-Reykjavik — Skemmdir hafa komið fram i nýja veginum austan Selfoss, en sem kunnugt er, hafa i sumar staðið yfir fram- kvæmdir við lagningu 14 km varanlegs slitlags frá Selfossi austur að vegamótunum, þar sem ekið er upp i Skeiðahrepp. Komið hafa fram talsverðir galiar i þeirri oliumöl, sem lögð hefur verið, — bæði hafa myndazt hvassar holur I oliumölina og eins hefur strax komið fram slit i henni. Ekki er enn ljóst hvað hér veldur, en svo virðist sem tvennt komi til greina, annars vegar að gallar séu i undirbyggingu vegar- ins á kafla og hins vegar að galiar séu i sjálfri oliumölinni. Þessa dagana er verið að leita orsaka skemmdanna. Til þess að bæta hér um, þarf annars vegar að leggja þriggja sentimetra þykkt slitlag ofan á oliumölina að hluta og hins vegar að fylla upp i holurnar. Þá er ekki enn ljóst hvort þarf að skipta um undirlag vegarins að einhverju leyti. Tekið skal fram að umbæt- ur hér að lútandi fara að sjálf- sögðu eftir þvi, hvað niðurstöður rannsókna um orsök skemmd- anna kunna að leiða i ljós, en um áðurnefnda möguleika hefur ver- ið rætt aðallega. Ljóst er að skemmdir þessar muni hafa i för með sér nokkurn kostnaðarauka, en engar tölur hafa enn verið nefndar i þvi sam- bandi. Þá er ekki ljóst, hvaða aðili mun bera þann kostnaðar- auka, sem er samfara þessum skemmdum, en rannsóknir um orsök skemmdanna munu eflaust leiða i ljós, hver er skaðabóta- skyldur. Verktakar þessara vegafram- kvæmda eru Istak og Sveinbjörn Runólfsson og eftirlit með þeim hefur verkfræðistofan Mat sf. fyr- ir hönd Vegagerðar rikisins. Oliu- mölin er keypt hjá Oliumöl h.f. Sigfús Thorarensen, verk- fræðingur hjá ístak, sagði i viðtali við Timann I gær, að orsök skemmdanna gæti verið I oliu- mölinni og nefndi, að hún væri mjög viðkvæm sérstaklega I vætutíð. „Limefni er blandað I oliuna til að olian limist við stein- ana. Til þess að þetta gerist bæði rétt og vel, þurfa steinarnir að vera tiltölulega hreinir, limefnið gott, og það má ekki vera mikill raki i steinunum. Þegar svona skemmdir koma fram, er þvi ekki svo auðvelt að segja hvar orsaka skemmdanna er að leita”, sagði Sigfús. Hákon Ólafsson, hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins, taldi liklegt að undirbygging vegarins ætti e.t.v. einhverja sök á áðurnefndum skemmdum, og sagði að gera mætti ráð fyrir, að það þyrfti að skipta um undirlag á veginum að einhverju leyti. Að öðru leyti kvað hann oliumölina sennilega aðalorsök skemmd- anna. Framkvæmdum við þessa vegarlagningu á að vera lokið fyrir 1. október n.k. og að sögn Sigfúsar Thoranensen hjá Istak hefur verkið unnizt samkvæmt áætlun. Tilboðsupphæð þessa verks var 170 millj. kr. Þessi mynd sýnir skemmdirnar, sem hafa orð- ið á nýja veginum fyrir aust- an Selfoss. Þegar myndin var tekin, var búið að fylla i götin, sem duttu i siitlagið, en eins og sjá má er þarna gat við gat. Rannsóknir standa nú yfir á þvi, hvort um sé að kenna galiaðri oliumöl eða gaiiaðri undirbyggingu vegarins. Timamynd: P.Þ. Fylgzt var nóið með hátíða- höldum Vestur- Islendinga og þeim sam- glöddust allir innilega Sjá viðtöl viö forseta tslands, dr. Kristján Eldjárn, og utanrikisráðherra, Einar Agústsson, um vesturför þeirra i sambandi við ts- íendingadaginn 1975. » o SILDARVERKSMIÐJURNAR A SIGLUFÍRÐI o NEITUÐU AÐ TAKA VIÐ LOÐNUNNI BH-Reykjavik. — Loðnuskipin Ami Sigurður AK og Eldborg GK komu til Siglufjarðar á sunnu- dagsmorgun með 5—600 lestir af loðnu hvort skip, og hugðust landa feng sinum þar. En þá brá svo við, að forráðamenn Sildar- verksmiðjanna á staðnum neit- uðu með öllu að taka við loðnunni þar sem þeir töldu hana úrhrak til vinnslu. Stóð i stappi með löndun skipanna, þar til ákveðið var i gærkvöldi að losa skipin að þessu sinni með þvi skilyrði að ékki yrði reynt að landa loðnu sem þessari oftar. Mun löndun hafa gengið snurðulaust fyrir sig eftir að þessi ákvörðun var tekin. Það er álit manna fyrir norðan, að tilgangslaust sé að halda veið- um af þessu tagi áfram. Loðna sú, sem fengizt hefur út af Reykja- fjarðarál, sé alls ekki vinnsluhæf, alltof litil og horuð. Sé engin ástæða til að halda loðnuskipum viö veiðar, ef ekki er hægt að ná annarri loðnu en þessari. Hins vegar telja menn, að engin reynd sé komin á það, hvort ekki sé stærri og feitari loðnu að finna á miðunum fyrir Norðurlandi, og að brýn nauðsyn sé fil,að það mál verði kannað til hlitar. Til þess veröi að breyta um aðferð og i stað tveggja báta, þurfi að hafa fjóra báta að minnsta kosti á mið- unum fyrir norðan, sem hafa að- stöðu til að kanna, hvort ekki séu fengsælli mið en þessi fyrir hendi. Eins og mál stóðu i gærkvöldi var ekki annað séð en loðnubát- amir tveir myndu hæ'tta veiðum, en hvert þeir myndu halda suður aftur, var ekki vitað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.