Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 12, ágúst 1975 Hvergerðingar óánægðir með skattamálin: Vilja neyzluskatta í stað tekjuskatts BH-Reykjavik. — Á sunnudags- kvöldið var haldinn i Hveragerði almennur borgarafundur uni skattamál. Mikil óánægja hefur rikt i Hveragcrði, siðan skatt- Gsal-Reykjavik. — t;ins og frá hefur verið greint i Timanum, var á siðasta fundi háskólaráðs samþykkt hvernig skipta ætti byggingarfé háskólans á árunum 1976-1980 milli framkvæmda á há- skólalóð og landspitalalóð. Kom fram i frétt Timans að fé það sem hér um ræðir, sé u.þ.b. 900 millj. kr. fyrir þetta timabil. Skipting nýbyggingarfjár Há- skóla íslands 1976-1980 var samþykkt á þennan hátt: Ár Til bygg. Til bygg. á hásk. lóð. á Landsp.lóð 1976 20% 80% 1977 30% 70% 1978 60% 40% 1979 60% 40% 1980 60% 40% skráin leit dagsins Ijós, og slikur borgarafundur hefur verið á döfinni um skeið, en samstaða náðist ekki milli stjórnmála- flokkanna á staðnum um þennan t fréttatilkynningu sem Timan- um hefur borizt frá Háskóla Is- lands segir að þessi ráðstöfun á skiptingu framkvæmdafjár skólans til nybygginga nokkur ár fram i timann sé til þess að auðvelda áætlanagerð. ,,Þessi skipting nýbyggingarfjár há- skólans yrði meginregia við gerð ýtarlegra, árlegra framkvæmda- áætlana, og skipting fjarins ákveðin nánar með þeim. Þessi meginregla kæmi siðan til endur- skoðunar fyrir árin 1981-1985 við gerð framkvæmdaáætlunar 1981”, segir i samþykkt háskóla- ráðs. fund, svo að hann var haldinn sem almennur borgarafundur og boðað til hans af undirbúnings- nefnd. Fundinn sátu á ann^ hundrað manns og sýnir það ljos- lega áhuga Hvergerðinga á þess- um málum. Framsögumenn voru Unnar Stefánsson, framkvæmdastjóri Sambands isl. sveitarfélaga, og Ólafur Nilsson, skattrannsókna- stjóri, sem báðir héldu stórfróð- leg erindi og svöruðu spurningum fundarmanna. Tvær ályktanir voru samþykkt- ar á fundinum, svohljóðandi: „Almennur borgarafundur haldinn á Hótel Hveragerði 10. ágúst 1975 samþykkir eftirfarandi ályktun um skattamál: Með tilliti til útsvars- og skatt- lagninga I byggðarlaginu á þessu ári, telur fundurinn að núgildandi lög um álagningu tekjuskatts og útsvars nái ekki þeim tilgangi að jafna ráðstöfunartekjur borgar- anna. Skorar fundurinn þvi á stjórnvöld að hraða undirbúningi nýrrar löggjafar um tekjuöflun rlkis og sveitarfélaga með það að markmiði: a. að fella niður sköttun tekna en skatta þess i stað neyzlu. b. að fella að mestu niður niður- greiðslur almenns neyzluvarn- ings. c. að fjölskyldubótum verði beitt i Framhald á bls. 19 80% nýbyggingarfjárH.Í. 1976 til framkvæmda á Landspítalalóðinni Guðlaug varð Norðurlanda- meistari: Þetta er frábær árangur hjá henni — segir Friðrik Ólafsson stór- meistari ö.B. Reykjavik. — Guðlaug Þorsteinsdóttir, hin unga og snjalla skákkona okkar, varð Norðurlandameistari i skák á sunnudaginn. Mótið fór fram I Osló og mun Guðlaug dveljast þar um tima. Blaðið hafði sam- band við Friðrik Ólafsson stór- meistara, og fórust honum svo orð um árangur Guðlaugar: — Þetta er frábær árangur hjá henni. Hún þekkti ekki styrk- leika þeirra skákkvenna, sem hún gekk til einvigis við, og með tilliti til þess, að flestar þessara kvenna eru þaulreyndar i skák er árangurinn hennar hinn ágætasti. Sú elzta mun vera i kringum fimmtugt. Hún var alveg óhrædd og virtist þess al- búin að takast á við þær. Ég vona að þetta sé upphaf að mik- illi sigurgöngu hennar”. Guðlaug Þorsteinsdóttir er fædd i Reykjavik 2. marz 1961, dóttir hjónanna, Sigurlaugar Siguröardóttur og Þorsteins Karls Guðlaugssonar renni- smiös. Þau búa að Kársnes- braut 123 i Kópavogi. Guðlaug Þorsteinsdóttir við skákborðið. á heimili foreldra sinna. NU AAEGA AAENN KOAAA AAEÐ AAEIRA AF TOLLFRJÁLSUAA VARNINGI FRÁ ÚTLÖNDUAA Fjármálaráðuneytið hefur gef- ið út nýja reglugerð um tollfrjáls- an farangur ferðamanna og far- manna við komu frá útlöndum. Helztu nýmæli reglugerðarinn- ar, hvað ferðamenn varðar, eru þau, að andvirði varnings, sem ferðamönnum er heimilt að hafa með sér frá útlöndum, hækkar úr kr. 8.000 i kr. 14.000 miðað við smásöluverð erlendis. Af þeirri fjárhæð má andvirði annarra vara en fatnaðar þó ekki fara fram úr kr. 7.000, andvirði mat- væla, þar með talið sælgæti, ekki fram úr kr. 1.400, og andvirði myndavéla, sjónauka, útvarps- tækja og segulbandstækja ekki fram úr kr. 10.500. Hvað varðar innflutning far- manna og flugliða, sem hafa verið 20 daga eða skemur i ferð, hækkar hámarksandvirði toll- frjáls varnings úr kr. 1.500 i kr. 3- 000. Sé ferð á bilinu frá 21 til 40 dagar skal farmönnum og fluglið- um heimilt að flytja með sér toll- frjálsan varning að andvirði kr. 9.000 en fyrir 14.000 kr. sé ferð lengri en 40 dagar. Engar breytingar eru frá eldri reglugerð um það magn áfengis og tóbaks, sem feröamenn og á- hafnir mega taka með sér til landsins. Merkasta nýmæli reglugerðar- innarer heimild fyrir tollyfirvöld til að hafa aðskilda tollafgreiðslu annars vegar fyrir þá, sem hafa engan tollskyldan farangur með- ferðis við komu til landsins og hins vegar fyrir þá, sem annað hvort hafa tollskyldan farangur meðferðis eða farangur sem háður er innflutningstakmörkun- um eða banni. Skulu hinir fyrrnefndu farþegar ganga um hlið merkt grænu skilti með áletruninni „Enginn toll- skyldur varningur”, en hinir siðarnefndu um hlið merkt rauðu skilti með áletruninni „Tollskyld- ur varningur”. Um leið og farþegi hefur gengið um hlið, sem merkt er samkvæmt framansögðu telst hann hafa svarað þvf sem tollgæzlumanni bæri ella að spyrja um, hvort hann hafi meðferðis tollskyldan varning eða varning, sem háður er innflutningstakmörkunum eða banni. Komi fram við skoðun farang- urs varningur, sem ekki hefur verið gerð grein fyrir eins og fyrir Sýslunefnd Norður-Þingeyjarsýslu: Oviðunandi ástand í orkumálum sýslunar SÝSLUNEFND Norður-Þingeyj- arsýslu samþykkti nýlega svo- hljóðandi ályktun um orkumál: „Aðalfundur sýslunefndar Norður-Þingeyjarsýslu haldinn á Kópaskeri 15. júli 1975 telur nú- verandi ástand i orkumálum sýsl- unnar algerlega óviðunandi og standi það beinllnis i vegi fyrir þróun byggðarinnar. Leggur sýslunefndin þvi áherzlu á, að nægilegrar raforku verði aflað eins fljótt og mögulegt er. Einnig krefst sýslunefndin þess, að nægileg varaorka sé ætið fyrir hendi i sýslunni. Bendir sýslunefndin á, að mikið öryggi yrði i lagningu nýrrar háspennu- linu frá Kröfluvirkjun norður i Kelduhvsrfi. Sýslunefndin mælir með þvi, að hugmyndin um Norðurlands- virkjun verði að veruleika hið allra fyrsta ’’ er mælt i reglugerðinni skoðast hann ólöglega fluttur inn og skal gerður upptækur til rikissjóðs. Tollafgreiðslukerfi þetta er tek- ið i notkun hér á landi fyrir til- stuðlan Tollasamvinnuráðsins i Brússel, sem Island er aðili að og hefur það þegar verið tekið upp i mörgum löndum. Vonazt er til, að kerfi þetta geti flýtt verulega fyrir tollafgreiðslu farþega við komu frá útlöndum og er nú að þvi unnið, að fyrirkomulag þetta verði tekið upp á Keflavikurflug- velli. Skráðum atvinnu- leysingjum fækkar BH-Reykjavik. — Atvinnu- leysingjum á skrá fækkaði veru- lega i júlimánuði, miðað við júnl- mánuð, og voru á atvinnuleysis- skrá þann 31. júli 305 manns i kupstöðunum, en voru 804 í júni- mánuöi. Alls voru á atvinnuleys- isskrá á landinu öllu i lok júli- mánaðar 305 manns, en voru 892 i lok júnimánaðar. Fækkunin er hvað mest áber- andi I Reykjavik, að sjálfsögðu, en þar voru um siðustu mánaða- mót á atvinnuleysisskrá 121 kari og 57 konur, eða samtals 178 manns. 1 lok júnimánaðar voru 502 á atvinnuleysisskrá i Reykja- vik. Er auðséð að verkfallið á stóru togurunum hefur haft sitt að segja með atvinnuleysisskrán- inguna i júnilok, og lausn þess vafalaust orsök þess, hve fólki á atvinnuleysisskrá hefur fækkað. Sést þetta greinilega á stöðum eins og Akranesi, þar sem 63 voru á skrá i júnilok en aðeins 31 nú, Akureyri, þar sem 175 voru á skrá, en 29 nú. 1 einum kaupstað, Siglufirði, hefur skráðum at- vinnuleysingjum fjölgað. Þar eru nú 28 á skrá, en voru 11 fyrir mán- uöi. Af stærri kauptúnum þar sem atvinnuleysingjum hefur heldur fjölgað má nefna Stykkishólm með 18 atvinnuleysingja skráða (13) og Selfoss með 11, áður 6. Kristilega stúdenta- mótinu lýkur í kvöld BH-Reykjavik. — Kristilega stúdentamótinu, sem staöið hefur hér i borginni undanfarna viku, lýkur i kvöld. t gær var efnt til útisamkomu i grasgarðinum i Laugardal. Var þar margt manna samankomið, auk þátttakenda i mótinu, sem gengu fylktu liði frá Laugardalshöilinni. Þarna fóru fram ræöuhöld og söngur.og þótti samkoman hin ánægjulegasta i hvivetna. Timinn ræddi i gærkvöldi við Thorstein Egeland, sem er einn þátttakenda i mótinu, en hefur haft i mörgu að snúast, þar sem miklar kóraæfingar hafa hvilt á herðum hans og annar undir- búningur. Lét Thorstein mjög vel af mótinu og kvað það hafa haft góð áhrif, ekki aðeins meðal þátt- takenda, heldur og ekki siður út á við, og það skipti verulegu máli. Dagskráin mótsdagana hefur yfirleitt verið með svipuðu sniði, og verður henni þannig háttað i dag, að flokkalestur bibliu hefst að loknum morgunverði, siðan hefst sameiginlegur bibliulestur fram að hádegi. Eftir hádegið er frjálst, þá stunda menn söng- æfingar, iþróttir o. fl„ en kl. 16.30 taka umræðuhópar til starfa um ýmis efni, svo sem kristindóm og pólitik, vandamál tjáningar, trú- arlifið almennt og bibliuna, og hefur þá fátt eitt verið nefnt. Kvöldsamkoman hefst svo kl. 8.30. Aðalræðumaður kvöldsins verður Henrik Terret frá Finnlandi, en þarna verður mikið sungið svo sem undanfarin kvöld, almennur söngur, einsöngur og kórsöngur. Mikið fjölmenni var á útisamkoin unni I grasgarðinum Laugardal á sunnudaginn. Timamynd: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.