Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. ágúst 1975 TÍMINN 3 Forsetahjónin á tslendingadeginum. TimamyndG.E. fyrst og fremst til þess að hitta frændsystkin okkar fyrir vestan ■ r*X — segir forseti Islands, nQTlOjr dr. Kristjdn Eldjdrn — segir Einar Ágústsson utanríkisrdðherra VS-Reykjavik. Tfminn náði i gær tali af Einari Agústssyni utanrlkisráðherra, en hann kom i gærmorgun heim frá Ameriku ásamt forseta Islands. Einari Agústssyni fórust orð á þessa leið: — Þessi ferð tókst ákaflega vel. Forseta tslands var tekið með kostum og kynjum, hvar sem við komum, bæði af ráða- mönnum og öðrum. Mér gafst kostur á að halda nokkrar ræð- ur, og lagði þá jafnan út af þvi, hve vel islenzka þjóðarbrotið hefði staðið sig i framandi heimsálfu. En að þvi er pólitfsk mál varðar, þá talaði ég einkum um landhelgismál. Ég hitti núverandi utanrikis- ráðherra Kanada, Mac Eachan, og snerist tal okkar um land- helgismál fyrst og fremst. Auk þess hitti ég Mitchell Sharp, sem ég þekki vel, þar sem hann hefur verið utanrikisráðherra Kanada lengst af þeim tfma, sem ég hef gegnt utanríkisráð- herraembætti hér heima. Þetta samtal var mjög gagnlegt. Sharp sýndi mikinn skilning á sérstöðu íslands i fiskveiðimál- um. Enn fremur gafst mér kostur á að koma fram bæði I sjónvarpi og útvarpi, og reyndi þá að túlka málstaö Islands, og ég varð þess var af samtölum við fólk að þetta hefur vakið nokkra eftir- tekt. Utanrikisráðherrahjónin heilsa aldraðri konu af islenzkum ætt- um á islendingadeginum. TimamyndG.E. Varð hvarvetna var við skilning d mdlstað okkar, VS-Reykjavik. Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, kom heim i gærmorgun, eftir að hafa verið viðstaddur hátiðahöld Vestur- Islendinga i tilefni af hundrað ára afmæli landnáms tslend- inga i Manitoba. Timinn átti ör- stutt samtal við forsetann og spurði hann um ferðalagið. Honum fórust orð á þessa leið: — Við fórum þessa ferð végna hundrað ára byggðar Islendinga I Manitoba, sem er elzta og frægasta Islendingabyggð i Vesturheimi, þótt vitanlega búi þeirmiklu viðar. Þetta var eins konar þjóðhátið á Gimli, hlið- stæð þvi sem var hér heima i fyrra. Þeir helguðu hátfðina landnámsmönnum Nýja tslands á sama hátt og okkur voru land- námsmenn Islands efst I huga i fyrrasumar. Menn voru i miklu hátiða- skapi, biöu þess með eftirvænt- ingu, hvernig veðrið myndi verða, og voru svo heppnir að fá ágætt veður til útihátiðahalda, sólskin og hlýindi, en þó ekki óþægilegan hita. Fólk dreif að hvaðanæva úr íslendingabyggð- um þúsundum saman. Við ferðuðumst viða um Nýja tsland, komum- til Lundar og fórum alla leið norður á Mikley, sem nú hefur verið gerð að þjóð- garði. Þar búa aðeins nokkrar fjölskyldur fólks af Islenzkum ættum, en annars er þar allt i eyöi. Að lokinni dvöl okkar i Mani- toba fórum við vestur á Kyrra- hafsströnd, til British Colum- bia, en þar er allstór hópur Is- lendinga og fólks af Islenzkum ættum. Þeir hafa stofnað þar Is- lendingafélag, sem þeir vænta sér mikils af. Elliheimilið i Van- couver heitir Höfn. Þar hittum við marga gamla Islendinga. Eins og ég sagði i upphafi, þá var ferðin fyrst og fremst farin til þess að hitta frændsystkin okkar fyrir vestan hafið. Þetta var eúci opinber heimsókn. Engu að siður tók landsstjórinn yfir öllu Kanada — en þar eru auk þess landsstjórar yfir hverju fylki — á móti okkur af hinni mestu vinsemd og rausn. Sama gerðu aðrir ráðamenn vestur þar. Þeir fylgdust náið með hátiðahöldum Islendinga og samglöddust þeim innilega. Það er opinber stefna Kanada- stjórnar að láta þjóðabrotin I landinu halda sér og varðveita sem bezt tungu sina, siði og aðra menningu. Með þvi telja þeir sig vera að halda við fjölbreytni og litauðgi hins kanadiska þjóðfé- lags, og reynslan hefur sýnt, að það stangast engan veginn á að vera góður kanadiskur þegn og halda þó i heiðri erfðir þess lands,sem menn eru ættaðir frá. Stórskemmdu tvær flugvélar: „Vonum, að nú verði flugskýlinu læst" Stórtjón unnið d tveim flugvélum ó Reykjavíkurflugvelli ' Ö.B. Reykjavfk. — Þær voru ekki fagrar á að lita vélarnar tvær, sem tveir piltar stór- skemmdu I flugskýli á Reykja- vikurflugvelli aðfaranótt sunnu- dagsins. Hafði annar piltanna komið sér fyrir i minni vélinni, sem er eins hreyfils, tveggja sæta vél af gerðinni Piper Super Cup og ræst hreyfil hennar. Vélin ók af stað og rakst önnur vængstifa hennar I vél, sem stóð fyrir fram- an hana. Við það snérist vélin i hring og lenti með hreyfilinn I hægri væng hinnar vélarinnar, sem er af gerðinni Piper Apache og klippti hann nær af‘. Má það teljast hin mesta mildi aö ekki skyldi stórslys hljótast af uppátæki þessu. Aætlaö er að tjónið nemi um tveim milljónum króna. Skýli það, sem vélarnar voru geymdar i er i eigu Reykjavikur- flugvallar, sem leigt hefur það út til nokkurra einkaaðilja i Reykja- vik. Skýli þetta stendur opið allan sólarhringinn án nokkurrar vörzlu, en þó hefur slökkviiiðið á Reykjavikurflugvelli reynt að hafa gætur á þvi af fremsta megni. Aö sögn Hreins Haukssonar, eins eiganda þessara véla, mun hafa veriö brotizt inn i vélar, sem stóðu i skýli þessu fyrir tveim ár- um. Voru þá slökkvitæki tekin úr vélunum og dæltúr þeim inn i vél- amar. Ekkert var gert I þvi máli þá en að sögn Hreins vonast menn til aö skýlinu verði nú læst eða að vörður verði fenginn til að lita eft- ir að engir óviðkomandi séu að þvælast um skýlið. Báöar vélarnar eru kaskó- tryggöar og að sögn Kannesar Johnson forstjóra Trygginga h.í. er málið I rannsókn en að öllum likindum mun tryggingafélagið greiða skaðann en gera siðan endurkröfu á piltana. Ir iÍln hrrf* flij Laxá í Kjós Það var aldeilis gott hljóðið i Jóni Erlendssyni, veiðiverði, þegar Veiðihornið ræddi við hann i gær, og kvað hann ljóst, að veiðin i ánni yrði betri en árið 1973, það væri ekkert að miða við siðastliöið ár, jafn steindautt og það var. En sem sagt, i gær voru komnir 1760 laxar upp úr ánni, en á sama tima i fyrra voru þeir 1083. Alls veiddust I fyrra 1428 laxar og árið 1973 voru þeir 2015. Lesendum til frekari upp- lýsinga skal þess getið, að veiði hófst 10. júni, og i ánni eru leyfö- ar 10 stangir. Jón Erlendsson kvað veiðina hafa tregðastuppá siðkastiö, þó væri engan veginn hægt að segja, að hún væri slæm. Á laugardaginn hefðu veiðzt 36 laxar og á sunnudag veiddust 20 laxar. Stærsti laxinn, sem veiðzt hefur á þessu sumri er 18,5 pund. Þeirveiddust tveir vænir strax I júni — og hann er svo sem nógu stór i ánni, alltaf verið að setja i ógnar bolta, sem auð- vitað sleppa. Jón kvað allt vera bókað i ána a.m.k. fram til 14. ágúst. Hann væri ekki viss um hvað væri eft- ir þann tima, en þá byrjaði friið hans. Loks sagði Jón okkur fregn- ir,sem komu okkur þægilega á óvart. Laxagarparnir þarna i Kjósinni hafa aldeilis fengið uppbótá laxinn, þar sem er sjó- birtingur, sem er að ganga núna, vænn og fallegur fiskur, allt upp i 6 pund. Sagði Jón okk- ur af einni veiðiklónni, sem fékk 10 sjóbirtinga til viðbótar við laxinn, en sjóbirtingurinn veið- istá sömu svæðum og laxinn, og þess vegna ekki seld sérstök veiðileyfi fyrir hann. Andakílsá. Benedikt Jónmundarson hjá Stangveiðifélagi Akraness skýrði Veiðihorninu svo frá i gær, að úr Andakilsánni væru komnir 220 laxar, en veiði hófst þar 26. júni. Leyfðar eru tvær stengur i ánni. Meðalþungi lax- anna er 6-7 pund, en stærsti lax- inn, sem enn hefur komið á land i sumar, er 18 pund. Þá hefur silungsveiði i Anda- kilsá verið mjög sæmileg á þessu sumri, en neðan við brúna eru fjórar silungsstengur leyfð- ar, og hefur verið mikil ásókn I þau veiðileyfi. Benedikt kvað allt bókað út þennan mánuð, en eitthvað væri enn óselt af leyfum seinasta timabilið, en veiði lýkur I Anda- kilsá þann 20. september. Flekkudalsá. Þá veitti Benedikt Jónmunds- son Veiðihorninu þær upp- lýsingar varöandi Flekkudalsá, að úr henni væru komnir 315 laxar. Veiöi hófst þar 1. júli, og 3 stengur eru leyfðar i ánni. Flekkudalsá var allgóð veiðiá hér fyrrum, en féll niður um tima. 1 fyrra komu 300 laxar á land allt veiðitimabilið, þannig að hún virðist vera i góðri fram- för. Meðalþungi laxanna i Flekku- dalsá viröist vera rúmlega 7 pund, en stærsti laxinn, sem veiðzt hefur þar i sumar, er 13 pund. Eitthvað er óselt af leyfum á siðasta timabilinu, en veiði lýk- ur I Flekkudalsá þann 10. september. Engin silungsveiöi er i Flekkudalsá. A myndinni má sjá hvernig stærri vélin, sem er af gerðinni Piper Apache, er útleikin eftir sviptingarnar. Timamynd Róbert Reykvíkingar fengsælir í happdrætti Háskólans I gær var dregið I 8. flokki Happdrættis Háskóla Islands. Dregnir voru 10.125 vinningar að fjárhæð 94.500.000 krónur. Hæsti vinningurinn, niu millj- ónir króna, kom á númer 27495. Umboðsmaöurinn i Álfheimum, Kolbeinn Kristinsson, seldi trompmiðann og tvo miöa til við- bótar af þessu númeri. Attunda milljónin var seld i umboöinu á Reyðarfirði og sú niunda i Aðal- umboðinu i Tjarnargötu 4. 500.000 krónur komu á númer 41173. Voru allir miöarnir af þessu númeri seldir i umboðinu á Akureyri. 200.000 komu á númer 23802. Þessir miðar voru seldir i eftir- töldum umboðum: Hjá Frimanni Frimannssyni i Hafnarhúsinu og hjá Arndisi Þorvaldsdóttur á Vesturgötu 10. 50.000 krónur: 2170 — 3599 — 4347 — 4385 — 5274 — 5342 — 6232 — 7314 — 11880 — 12028 — 12998 — 15026 — 17236 — 18428 — 19441 — 21249 — 23687 — 25535 — 27494 — 27496 — 28968 — 29872 — 30576 — 31951 — 32662 — 34810 — 40404 — 40602 — 41892 — 42695 — 42788 — 44647 — 44925 — 49936 — 50385 — 50492 — 52364 — 55394 — 55629 — 57214 — 59085 — 59516.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.