Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 8
8 TtMINN ÞriBjudagur 12. ágúst 1975 öræfalandslag Sigöldusvæðisins birtist feröalanginum jafnvel enn tignarlegar, þegar ótamin orkan hef- ur verið beizluð og virkjuð, og viiit skap hennar verður aö lúta manninum ogþjdna honum. Ekiö verður framhjá hinum sérkennilegu hellum á Laugarvatnsvöll- um fyrir ofan Lyngdalsheiðina, en slikar furður láta ferðalangar ógjarnan fara framhjá sér. FR AMSÓKN ARFÉLÖGIN I Reykjavik efna til sinnar árlegu sumarferðar um næstu helgi, eða nánar til tekið á sunnudaginn kemur, þann 17. ágúst. Undanfar- iðhefur staðið yfir umfangsmikill undirbúningur fararinnar, þvf að ferðir þessar hafa jafnan notið mikilla vinsælda og verið fjölsótt- ar. Iiefur margt rennt stoðunum undir vinsældir ferðanna, góður félagsskapur, góð stjórn og góður undirbúningur, og ekki er að efa, að svo verði einnig að þessu sinni. Benti miðasalan, sem hófst i gær- morgun, strax til þess, að þeir væru margir, sem vildu bregða undir sig betri fætinum um helg- ina og fara sumarferöina til Sig- öldu. Timinn vildi gjarnan veita les- endum sinum innsýn i ferða- áætlunina og fékk þvi hinn kunna leiðsögumann Jón Gislason, póst- fulltrúa til þess að segja frá ferö- inni, og þeirri leið, sem farin yrði. — Við leggjum mikið upp úr þvi að geta lagt af stað stundvislega klukkan 8 á sunnudagsmorgun- inn og eru menn beðnir að koma tlmanlega að Rauðarárstig 18, svo að það megi verða, sagði Jón Gislason. — Fyrsti áfanginn er sá, að ekið verður sem leið liggur til Þingvalla, um Gjábakkahraun um Lyngdalsheiði til Laugar- vatns. Þar verður ekið um Laugardalsvelli, en þeir eru mjög sérkennilegir, og þessi leið var aðalalþingisleiðin áður fyrr fyrir þá, sem til þings komu frá Rangárvallasýslu og Skaftafells- sýslum. Þá er komið til Laugar- vatns, sem er sögufrægur staður að fornu og nýju. Þar var reistur fyrstihéraðsskólinn á Suðurlandi, og hefur laugavatniö verið notað til ýmissa þarfa. Við kristnitök- una héldu margir af Alþingi og BH ræðir við Jón Gíslason, sem verður einn leiðsögu- manna í förinni Jón Gislason. létu skirast i volgu vatninu. Siöan verður ekið austur Laugardalinn, framhjá hinu tignarlega Miödals- fjalli. Uppi á þvl er hnjúkur eða kista, sem þjóðsögur herma aö sé full af gulli, en frá þvi munu leið- sögumenn segja nánar. Að Laugardalshólum er geysi- lega fagurt útsýni yfir uppsveitir Arness- og Rangárvallasýslu, en þaðan verður ekið austur yfir Brúará en þar er landslag ákaf- lega stórbrotið. Þar var fyrr á ár- um steinbogi, sem biskupsfrúin I Skálholti lét brjóta niður til þess að varna flökkufólki aðgang að staðnum. Úthliðarhrauns vil ég geta sér- staklega. Þar er mjög sérkenni- legt umhorfs. Þá verður ekið upp með Bjarnarfelli að Geysi, en þar verður stanzað og hverasvæðið skoðað. Siðan verður ekið að Brúarhlöðum og að Gullfossi, þeim unaðslega stað. Þarna renn- ur Hvitá I fögrum gljúfrum niður á jafnlendið neöan við Skipholts- fjall. Að sjálfsögðu verður fossinn skoöaður, en siðan ekið niður Hrunamannahrepp, sem er blóm- legasta sveitin á Suðurlandi, nið- ur að brúnni á Stóru-Laxá og niður á Sandlækjarholt — og beint upp i Gnúpverjahrepp og upp i Þjórsárdal. Matazt verður I hinu fagra umhverfi hjá Hjálp. Siðan verður ekið upp Búrfells- háls og yfir nýju brúna á Þjórsá fyrir ofan Tröllkonuhlaup og beina leið upp að Sigöldu. Þar verður stanzað og framkvæmdir á svæöinu skoðaðar I leiðsögn verkfræðings. Veröi skyggni gott og veður fagurt verður ekiö að Hraun- eyjarfossi og einnig fariö upp að Þórisvatni, en af Útigönguhöföa er eitthvert fegursta útsýni inn á öræfin, sem hugsazt getur. Þá er komið að seinasta áfanganum, akstrinum heim. Að. verður um kvöldið I Galtalækjar- skógi, stanzað þar og matazt, en siðan haldið niður Holtin og Asa- hrepp og um Hellisheiði heim til Reykjavikur. Er ráðgert, að ferð- inniljúki þarkl. 23:00 um kvöldið. Geysir hefur veriö hálftregur tii að sýna mönnum tign sfna og reisn, en það er aldrei að vita, hvað hann kann að gera fyrir sumarglaða ferðalangana, sem heilsa upp á hann á sunnudaginn. Að verður aö Laugarvatni, þeim hugljúfa og fagra stað. A heimleiðinni verður ekið um Landssveit, sem er ein hinna búsældarlegu og fögru sveita á Suðurlandsundirlendinu. Og þá spiliir litsýnið til Hekiu ekki fyrir ánægjunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.