Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 12. ágúst 1975 TIMINN 13 husió Björgum Grjótaþorpinu Fyrirætlanir þær, sem nú virð- ast vera uppi um að rifa Grjóta- þorpið allt eða nær allt, virðast hafa vakið mikla athygli, og viðbrögð lesenda eru flest á eina .lund — fólk er sárgramt og stór- hneykslað. Menn vilja, að Grjótaþorpið eða það sem eftir er af þvi verði varðveitt, og þvi gert eitthvað til góða I stað þess að rifa og byggja lifvana stein- kumbalda. Hér fara á eftir fáein þeirra bréfa, sem Landfara hafa borizt um þetta mál. Fyrst er bréf frá „Reiðum Reykvik- ingi”. Honum farast svo orð: „Timinn segir i fyrirsögn á forsiðu á fimmtudaginn „Endurreist Grjótaþorp lokki með sérstæðri þjónustu og hlý- leika”. Þegar ég sá þetta hélt ég fyrst, að nú heföu borgaryfir- völd i Reykjavík loksins rumsk- að, og nú ætti að gera Grjóta- þorpinu eitthvað til góða. En gamanið fór að kárna, þegar ég las fréttina og skoðaði teikningarnar inni i blaðinu. „Endurreisnin” og „hlýleikinn” áttu nefnilega að vera fólgin i þvi að rifa hverfið og reisa ömurlega og lifvana steinkassa I staðinn. Nú skora ég á þig, Landfari sæll, borgarstjórnar- menn Framsóknarflokksins og raunar Reykvikinga alla, að bregða við hart og koma i veg fyrir þessa svivirðu. Það má aldrei verða, að Grjótaþorpið verði skemmt frekar en þegar er orðið, eða jafnvel eyðilagt með öllu eins og nú virðist vera i bigerð.” Þetta látum við nægja frá Reykvikingnum reiða og lofum næsta manni að taka til máls: „Ég er ekki I hópi þeirra sem vilja varðveita hvaða hreysi sem vera skal fyrir þá sök eina aö það er gamalt, en ég get samt ekki oröa bundizt, ef borgaryfir- völd ætla aö leggja út á þá fá- sinnu að fara að rifa Grjóta- þorpið. Það á að varðveita — ekki sem dauðan safngrip held- ur sem lifandi og manneskjulegt umhverfi. Mér skilst að nýting lóða i Grjótaþorpi sé tiltölulega há. Þess vegna er ástæðulaust að rifa það. Og áreiðanlegt er, að kostnaður við nýbyggingar yrði miklu meiri, en ef hresst yrði upp á húsin, sem þarna eru fyrir. Þetta hljóta meira að segja reglustikumenn að skilja — ég ætla ekki að minnast á manneskjulegt umhverfi og hlý- leika viö þá, þvi aö þeir virðast vera svo blindaðir af stein- steypu, að þeir skilja liklega ekki slikt. En ef gera á við húsin verður að gera það áður en þau ganga svo úr sér, aö þeim verði ekki vö bjargaö.” Sá er svo skrifar kýs aö kalla sig „Sannan Vesturbæing”. Siö- asti maður á Grjótaþorpsdag- skrá er Dalakarl i Vesturbæn- um. Framlag hans er svofellt: Landfari! Margt er nú ritað og rætt um svokallaö skipulag og menn þykjast þess umkomnir að ákveða hverjar verða þarfir og smekkur komandi kynslóða, hvað á að varðveita og hvað á að rifa, hvar á að byggja og hve rúmfrekur verður þarfasti þjónninn — það er billinn — i framtiðinni. En það er eins og það sé eitthvert tómahljóð I öll- um þeim viðamiklu tillögum sem lúta að skipulagi bæja og borgar. Þegar ótal sérfræðingar eru búnir að fjalla um efnið ár- um saman, eru endanlegar til- lögur loks lagðar fram i ábúðar- miklum og skrautlegum doð- röntum sem mestmegnis eru teikningar, og þar með ein- hverjar skýringar ritaðar á hátiðlegu máli, sem hvergi er notað nema af uppskrúfuðum sérfræöingum i steinsteypu, malbiki og bilafjölda. Það er eins og mannfólkið sem býr og starfar i bæjunum sé hálfgert eða algert aukaatriði. Nú er rétt einn ganginn búið að birta niöurstöður skipulags- fróðra aðila um framtiðaráætl- un borgarhverfis. Er það Grjótaþorpið I Reykjavik. Sann- ast sagna hef ég aldrei veitt þessu hverfi sérstaka athygli siðan ég flutti á mölina. Það sannar kannski, að þessi bæjar- hluti stingur ekki I augu og er ekki fyrir neinum. Þessi gömlu timburhús sem standa við göt- ur, sem uröu til vegna þarfa gangandi fólks eru ekkert sér- stakt augnayndi, en þau eru hluti af Reykjavik, og hafa þjónað og þjóna enn sínum til- gangi. Þaö býr fólk i þeim. 1 sumum þeirra eru litlar verzlanir og önnur smáfyrir- tæki. Ein undantekning er frá þessu, sem er 'griðárlegt stein- steypuskrimsli, sem gnæfir eins og illkynjað, ofvaxið æxli upp úr timburhúsunum, sem byggð eru af alúð og smekkvisi hand- verksmanna, og frummynd þeirra hefur sennilega aldrei á teikniborð komið. I Timanum birtist nýlega framtiðarsýn skipulagssnillinga þeirra, sem reisa vilja nýtt Grjótaþorp á þeim rústum, sem þeir vilja sjálfir leggja. Af þeim drögum, sem þarna.gaf að lita, er engu likara en fyrrnefnt æxli eigi að breiðast út um allt hverf- ið. Þarna gataö lita hvern stein- kumbaldann af öðrum i skipu- lögðum röðum og til að þetta liti nú ekki út eins og uppraðaöir eldspýtustokkar eru efstu hæðir nokkurra húsanna skásneydd- ar, og er súhúsagerðarlist einna likust þeirri, er fundin var upp þegar kamramenningin reis hvað hæst á Islandi. Báknin eru eins og risavaxin náðhús. Göngugötur eru nú aftur að Blásari óskast Vil kaupa heyblásara. Upplýsingar i Grænhól, simi um Hvera- gerði. Teppadeild • Hringhraut 121 • Simi 70-603 Fjölbýlishús Stofnanir Sveitarfélög Verktakar komast i tizku. Þvi er þá verið að leggja niður þær fáu gömlu göngugötur, sem enn eru til i Reykjavik? Hvað liggur á að jafna Grjótaþorpið við jörðu til þess eins að gera það nákvæm- lega eins og aðra miðbæjar- kjarna, sem til stendur að reisa á óbyggðum svæðum? Þvi meira sem rifiö er af gamla miðbænum verður Reykjavik fátæklegri, shma hve háreistar glerhallir eru reistar á rústun- um. Eftir að hinar hrikalegu hugmyndir skipulagsfræðing- anna voru birtar fór ég að skoða þetta gamla bæjarhverfi. Satt er það, að þar er niðurniðslan mikil, og greinilegt er að hvorki húsum, lóðum né stigum hefur verið gert neitt til góða i marga áratugi. Hverfiö er að drabbast niður og hefur verið lengi að þvi. En samt er áreiðanlega hægt að koma gamla þorpinu i sóma- samlegt horf — og meira en það, ef svolitil rækt er lögð við það og mjóir og brattgengir göngustig- ar geta orðið aðlaðandi ekki sið- ur en hellulagðar breiðgötur. Tillaga min er þvi sú, að Grjótaþorpið verði látið i friði fyrir niðurrifsmönnum, en ofur- litlu af þeim fjármunum, sem kostar að byggja risavöxnu kamrana, verði varið til að lifga upp á það sem enn stendur af gamla hverfinu. er orösending til þeirra, sem eru að leita aðteppum í hundruðum eða þúsundum fermetra. Komið eða hringið — við bjóðum fjölmargar gerðir, ýmist af lager eða með stuttum fyrirvara. Orvalsteppi með mikið slitþol frá Sommer, Kosset, Marengo, Manville og Weston. Og greiðsluskilmálarnir — þeir eru við allra hæfi. Við sjáum um máltöku og ásetn- ingu. Útgerðarmenn — Vélstjórar Höfum til afgreiðslu með stuttum fyrirvara hinar viðurkenndu stýrisvélar (Hydraulisk- ar) í allar gerðir báta og skipa frá 10-300 fet á lengd. Löng og góð reynsla. Getum einnig útvegað allar gerðir vökva-tjakka t.d. fyrir gálga, fiskilúg- ur, færibönd o.fl. JEINAR FARESTVEIT & CO. HF. B ERGSTAÐ ASTRÆTI 10A in/s CYLHIDERSERVICE BOX 1023- 7001 TRONDHEIM - NORWAV - TEL (075) 31 560 - TELEX - 55171 TD1 Jörð óskast til kaups ó Ströndum Rekafjara skilyrði. — Upplýsingar i sima 7-27-56 i Reykjavik. Góðar kýr til sölu Upplýsingar i Efri-Vik, Landbroti, simi um Kirkjubæjarklaustur. lervi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.