Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 12. ágúst 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 91 far sprenginganna og ryfu skörð i bogahafið um stund. Nú yrðu þeir að eyða talsverðum tíma til að krækja fyrir eldhafið. Til frekara öryggis ákvað hann að endurtaka þetta. Því meira sem þeir hefðu til að sinna, þeim mun meiri upplausn og f át. Þeir yrðu að hætta eftirförinni um stund og snúa sér að því að hef ta útbreiðslu eldsins. Framundan var Ijósastaur, en dautt var á perunni. Rambo sá bremsuljós annarrar bifreiðar lýsa á staur- inn, en ökumaðurinn stöðvaði bifreiðina, opnaði hurðina og starði aftur fyrir sig á logahaf ið. Rambo sveigði bif- reið sína inn á vinstri akreinina og stef ndi beint á f ram- Ijósin á sportbíl, sem kom akandi á móti honum. Sport- bíllinn sveigði inn á hægri akreinina til að ekki yrði árekstur, en í sömu mund sveigði Rambo líka inn á hægri akreinina. Þannig hélt hann áfram að sikksakka í veg fyrir sportbílinn unz ökumaðurinn keyrði upp á gang- stétt. Sportbíllinn braut niður stöðumæli og hentist gegn um sýningarglugga í húsgagnaverzlun. — Sófar og stól- ar, hugsaði Rambo með sér. Vonandi lendir hann mjúkri lendingu. Rambo var með bensíngjöf ina í botni. Hann var undr- andi að sjá ekki iengur einn einasta bíl á ferð um göturn- ar. Hvers konar bær var þetta eiginlega? Kiukkan var aðeins fáeinar mínútur yfir miðnætti og allir virtust gengnir til náða. Slökkt var á Ijósum í verzlunum. Ekki kom nokkur sála syngjandi út úr öldurhúsum staðarins. En þó var að færast líf í bæinn. Það var bókuð vissa. Hraði lögreglubifreiðarinnar og þungt vélarhljóðið minnti hann á laugardagskvöld, sem hann lifði fyrir mörgum árum þegar hann ók bílum í bílageymslur og notaði tækifærið til að spyrna svolítið. Rambo naut þessa alls á ný. Aðeins hann, bíllinn og vegurinn. Nú yrði allt í lagi héðan af. Hann skyldi spjara sig. Það reyndist hon- um auðvelt að komast ofan úr hæðunum og inn á aðal- veginn án þess að tekið væri eftir honum. Fyrst læddist hann laumulega gegnum bílakirkjugarð þá inn á akur- inn í átt að lögreglubílnum. Þat var allt mjög auðvelt. Lögreglumaðurinn með bílinn var líklegast uppi í hæðun- um með hinum leitarmönnunum,eða þá neðan á veginum að ræða við ökumenn vöruf lutningabílanna. Svisslyki11- inn var ekki í bílnum. Rambo neistaði þvf saman kveikjutengjunum. Allt var þetta leikur einn. Nú þaut bifreiðin áfram eftir veginum. Rambo fannst vélaraf lið streyma frá vélinni um eldsneytisgjöfina og í líkama sinn. Hann vissi að innan fáeinna klukkustunda yrði hann frjáls maður. Líklega myndi lögreglan reyna að senda skilaboð á undan honum og reyna að láta stöðva hann. Það var ekki nema eðlilegt. En meginhluti sveita þeirra var þegar að baki Rambos ásamt leitarmönnun- um. Það var því ólíklegt að hann mætti verulegri mót- spyrnu. Rambo var þess fullviss, að hann kæmist gegn- um bæinn og inn á einhvern af útskotsvegunum. Þar ætl- aði hann að fela bif reiðina. Þá var að f lýja yf ir hálendið. Kannski gæti hann laumast um borð í vöruf lutningalest, eða þá flutningabíl. Kannski gæti hann jafnvel stolið flugvél. Möguleikar hans voru sannarlega ótakmarkað- ir. — RAMBO..... Röddin barst úr bílatalstöðinni —og í fyrstu varð hon- um hverft við. — Rambo. Hlustaðu á mig. Ég veit þú heyrir til mín. Jú, röddin hljómaði kunnuglega. Rétt eins og minning frá löngu liðnum árum. Hann kom henni ekki fyrir sig. — Hlustaðu á mig.... Rödd mannsins var mjúk og hljómfögur.— Ég heiti Sam Trautman. Ég var yfirmað- ur þjálfunarskólans sem þú varst í. Auðvitað. Maðurinn sem aldrei var sjáanlegur. Rödd hans hljómaði stöðugt í gjallarhornum og hátölurum þjálfunarbúðanna. Sérhverja klukkustund. Dag og nótt. Enn meiri hlaup, færri máltíðirog minni svefn. Röddin, sem ávallt boðaði harðræði oq erfiði. Þanniq var þá komið. Teasle var búinn að fá Trautman sér til hjálpar. Þetta útskýrði og varpaði Ijósi á ýmsar þær aðferðir, sem leitarmennirnir höfðu beitt. Bölvaður fanturinn. Hann snerist þá gegn eigin mönnum. — Rambo. Ég vil að þú hættir þessu og gef ist upp áður en þeir drepa þig. Hvað annað, helvizkur, hugsaði Rambo upphátt. — Hlustaðu á mig. Ég veitað þú átt erf itt með að skilja þetta, en eina ástæða þess að ég hjálpa þeim er sú, að ég vil ekki að þeir drepi þig. Það er nú þegar búið að kalla saman lið f yrir f raman þig. Þar f yrir aftan mun taka við önnur sveit. Þeir munu þreyta þig þar til þú verður ger- samlega örmagna. Hefði ég minnstu von um að þér tæk- ist að snúa á þá, þá yrði ég f yrsti maður til að hvetja þig til f lóttans. En ég veit því miður að þú kemst ekki undan. Þú verður að trúa mér. Ég er sannfærður um það. Gefstu upp meðan það er enn hægt. Enn getur þú gefið þig fram og sloppið lifandi. Þér eru allar bjargir bannaðar. Fylgstu með mér, muldraði Rambo. Keðjusprengingarnar dundu að baki hans. Rambo HVELL G E I R I Pabbi minn seg: ir að maður eigi að njóta lifsins þegar maður^ er ungur, þvi seinna,>>' koma áhyggjur og \ábyrgð. Hvað er það? , 11 wm Þriðjudagur 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl 8.45. Knútur R. Magnússon les ævintýrið „Litlu haf- meyjuna” eftir H. C. Ander- sen (2)., Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25. Hljómplötusafniö kl. 11.00 Endurtekinn þáttur Gunnars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 t léttum dúr. Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 14.30 Miðdegissagan: „t Rauðárdalnum” eftir Jóhann Magnús Bjarnason. örn Eiðsson les (10) 15.00 Miðdegistónleikar: ts- lenzk tónlist. a. Tilbrigði eftir Pál Isólfsson um stef eftir ísólf Pálsson. Rögn- valdur Sigurjónsson leikur. b. „I lundi ljóðs og hljóma,” laga flokkur eftir Sigurð Þórðarson við ljóð Daviðs Stefánssonar. Sigurður Björnsson syngur. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. c. Lög úr sjónleikn- um „Pilti og stúlku” eftir Emil Thoroddsen, Inga T. Lárussón og Eyþór Stefáns- son. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir) 16.25 Sfðdegispopp Tónleikar 17.30 Sagan: „Maður lifandi”, barnasaga handa fullorðn- um eftir Gest Þorgrimsson. Þorgrimur Gestsson les sögulok (6) 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Hugdeigi helmingurinn. Dr. Gunnlaugur Þórðarson flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverrisson kynnir. 21.00 (Jr erlendum blöðum. ólafur Sigurðsson frétta- maður tekur saman þáttinn. 21.25 Frá tónlistarhátiðinni i Bergen i maí s.l. Flytjend- ur: Aaron Rosand og Robert Levin. a. Sónata i g-moll, „Djöflatrillusónatan,” eftir Giuseppe Tartini. b. Sónata nr. 3 i d-moll op. 103 eftir Johannes Brahms. 22.00 Fréttir. 22.15 Harmonikuiög. Charles Magnante leikur. 2 3 0 0. „W o m e n i n Scandanavia”, sjötti og siðasti þáttur — hringborðs- umræður. Þættir á ensku, sem gerðir voru af norræn- um útvarpsstöðvum, um stöðu kvenna á Norðurlönd- um. Þátttakendur eru stjórnendur þáttanna á undan. George Varcoe stjórnaði gerð sjötta þáttar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriöjudaqur 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Lifandi mvndir.Þýskur fræðslumyndaflokkur um upphaf og þróun kvik- myndagerðar i Þýskalandi. 2. þáttur. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulur ólafur Guðmundsson. 20.50 Svona er ástinBandarisk gamanmyndasyrpa. Þýð- andi Jón O. Edwald. 21.40 Rannsóknanefnd flug- slysa. Bresk fræðslumynd um' rannsóknir á flugslys- um. Sýnt er hvernig reynt er að finna orsakir hvers slyss, þannig að læra megi af reynslunni og auka með þvi flugöryggi i framtiðinni. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.50 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.