Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN ÞriOjudagur 12. ágúst 1975 Jmsjón: Sigmundur ó, Steinarssoni Gunnar Örn skaut Keflvíkinga í kaf — þegar hann skoraði stórglæsilegt sigurmark (1:0) Víkinga af 25 metra færi ,,Það var þægileg tilfinning, að horfa á eftir knettinum, þar sem hann hafnaði f netinu”, sagði hinn skotharði Vikingur Gunnar örn Kristjánsson, sem skoraði stór- kostlegt mark gegn Keflvikingum á laugardaginn, — sem tryggði Vikingum sigur (1:0) í Keflavik. Markið, sem Gunnar örn skoraði, var stórglæsilegt — hann skaut viðstöðulausu skoti af 25 m færi með ristinni. Knötturinn þaut eins og elding að marki Keflvíkinga og hafnaði upp undir þverslá, al- gjörlega óverjandi fyrir Þorstein ölafsson, markvörð Keflvikinga, sem gerði þó heiðarlega tilraun til að verja með þvi að kasta sér á eftir knettinum. — „Það munaði ekki miklu að mér tækist að verja. Knötturinn þaut fram hjá fingurgómunum á mér”, sagði Þorsteinn eftir leikinn. Þetta mark hjá Gunnari Erni var eina atvikið i leiknum, sem yljaði áhorfendum um hjarta- ræturnar. Annars er það tæplega ofmælt, að leikurinn i Keflavik hafi verið einn sá lakasti, sem hefur sést i 1. deildarkeppninni i • sumar. Skilyrði til knattspyrnu voru ekki góð — rok, rigning og ofan á það bættist að grasvöllur- inn i Keflavik var eins og svamp- ur eftir langvarandi rigningar. Spörk á báða bóga án sýnilegs til- gangs var „aðall” leiksins. Lengi leit út sem leiknum myndi ljúka með markalausu jafntefli, en þegar 12 minútur voru til leiks- loka gerðu Keflvikingar þau mis- tök, sem leiddu til ósigursins. Vikingar sendu þá háa spyrnu fram völlinn, þar sem Kefl- vikingarnir Gisli Torfason og Hjörtur Zakariasson stukkubáðir upp — ætluðu að skalla Irá, en knötturinn hrökk írá þeim til Gunnars Arnar.sem þakkaði fyr- ir sig, með þvi að þruma knettin- um i netið, eftir að félagar hans höfðu kallað — „Skjóttu Gunnar!” Stuttu siðar munaði ekki miklu, að Keflvikingum tæk- ist að jafna, en þá átti ólafur Júliusson gott skot að marki Vik- ings, sem hafnaði i samskeytun- um. Það er ekki hægt að hrósa nein- um einstökum leikmönnum fyrir frammistöðuna i leiknum — knattspyrnulega séð var þetta lé- legur leikur. Einar Gunnarsson var skásti maður Keflavikurliðs- ins, en miðvörðurinn ungi hjá Viking Róbert Agnarsson var skástur hjá Vikings-liðinu. Dómari leiksins var Eysteinn Guðmundsson og skilaði hann hlutverki sinu vel. Hann þurfti þrisvar sinnum að gripa til gula spjaldsins — Keflvikingarnir Þorsteinn Ólafsson og Friðrik Ragnarsson, og Vikingurinn Ragnar Gisiason, fengu áminn- ingu hiá Eysteini. GUNNAR ÖRN.....Ef hann hittir inarkið, þá er ekki að sökum að spyrja”, sagði Tony Sanders, þjálfari Vikings. „Við hefnum ófaranna" — Sagði Guðni Kjartansson, þjólfari Keflavíkurliðsins, sem mætir Víkingi í kvöld í bikarkeppninni „Við erum ákvcðnir að hefna ófaranna. Þegar við mætum Vlkingum I bikarkeppninni— þá snúum við dæminu við og sigrum,” sagði Guðni Kjartansson, þjálfari Keflavíkurliðsins, eftir leikinn i Keflavik. — „Möguleikar okkar á meistaratitlinum eru nú úr sögunni. Þess vegna þýðir ekkert annað en að stefna á bikarinn og ná honum til Keflavikur i fyrsta skipti,” sagði Guðni og hann var greini- lega kominn i mikinn vigahug. Keflvikingar fá tækifæri til að hefna ófaranna i deildinni i kvöld, þegar þeir mæta Vikingum á Melavellinum kl. 8 i bikarkeppninni. Þaö má búast við spennandi og fjörugum leik, þvi að mikið er i húfi. Roy AAcFarland átti stórleik á Wembley ROY McFarland fyrirliði Eng- landsmeistara Derby er nú kominn aftur I sitt gamla góða form, eftir meiöslin, sem hann átti við að strföa sl. keppnis- timabil. McFarland sýndi stór- leik á iaugardaginn, þegar Derby vann góðan sigur (2:0) yfir bikar- meisturum VVest Ham á Wembley-leikvanginum I Lundúnum. McFarland stjórsaði liði sinu eins og hershöfðingi, hann var alltaf á ferðinni og smitaði leikmenn Derby með .dugnaði sinum. Derby-’liðið lék mjög góða knattspyrnu gegn Lundúnaliðinu og skoraði tvö glæsileg mörk i fyrri hálfleik. Fyrst skoraöi markaskorarinn j Kevin Hector eftir að hann hafði fengið góða sendingu frá Charlie George, fyrrum leikmanni Arsenal, sem splundraði vörn West Ham. Rétt fyrir letkshlé innsiglaði siðan Roy McFarland sigur Englands- meistaranna, þegar hann þeysti inn I vitateig West Ham og sendi knöttinn með þrumuskoti i mark — óverjandi fyrir Mervin Day, ROY McFARLAND.... fyrirliöi Derby er nú búinn að ná sér eftir meiðslin. markvörð „Hammers.” Englandsmeistararnir sýndu þaö á Wembley, að það verður erfitt að vinna sigur yfir þeim i vetur. Þeir léku sterkan varnar- leik, en landsliðsmennirnir Rod Thomas, David Nish, Roy McFarland og Colin Todd áttu mjög góðan leik i vörninni, ig þeir hrundu öllum sóknarlotum West Ham. Þá áttu þeir Hector, Georgeog Francis Leegóðan leik I sókninni og sagði B.B.C. út- varpsstöðin að þeir Lee og George féllu mjög vel saman. Lið Derby var skipað þessum mönn- um gegn West Ham Boulton, Thomas, Nich, Todd, McFarland, Newton. Gemmill, Rioch, Lee, George og Hector. A laugardaginn fóru fram nokkrir leikir i „Anglo-Scots Cup” og urðu úrslit sem hér segir: Newcastle-Middlesb..........2:2 Sunderland-Carlisle.........0:1 Mansfield-Hull..............2:1 Leic ester-W .B.A...........2:1 Blackburn-Blackpool.........3:2 Man. City-Sheff. Utd........3:1 Bristol C.-Norwich .........4:1 Fulham-Chelsea..............1:0 UVERPOOL SIGRAÐI LIVERPOOL vann góðan sigur (2:0) yfir v-þýzka liðinu Dort- mund, þegar liðin léku vináttu- leik. Nýliðinn Jones og Peter Cor- mack skoruðu mörk Liverpool. KR-ingar AAartein Það var hinn mikli baráttuandi og kraftur i Framliðinu, sem gaf þvi sigur yfir KR s.l. sunnudagskvöld með þremur mörkum gegn tveimur. Framliðið tviefldist eftir að fá á sig mark á fyrstu minútu, og sóknarloturnar buldu á KR- ingum. Þegar dómarinn blés siöan til leikhlés hafði Fram tekið 2-1 forystu. Og þó að KR-ingum tækist að jafna i seinni hálfleik, létu Framarar það ekki á sig fá, og þeir skoruðu sigurmarkið að- eins tiu minútum siðar. Leikur þessi fór fram á Mela- vellinum, vegna þess að Laugar- dalsvöllurinn er ónothæfur um þessar mundir. Fyrri hálfleikur var nokkuð vel leikinn af báðum liðum, bæði liðin notuðu kantana mjög vel og oft mátti sjá skemmtilegt samspil og skiptingar. Framarar hófu leikinn, en ekki leið á löngu, þar til dæmd var aukaspyrna á þá á miðjum vellinum. Halldór Björnsson spyrnti vel inn i teiginn, Framari skallaði knöttinn upp i loft, og beint fyrir fætur Atla Þórs, sem skaut frekar lausu skoti að marki en þrátt fyrir góöa tilraun tókst Arna i marki Fram ekki að hindra það, að STADAN 1. DEILD Staðan er nú þessi I 1. deildar- keppninni, þegar aðeins 3 um- ferðir eru eftir: Akranes .......11 6 3 2 22:10 15 Fram...........11 7 1 3 14:8 15 Vikingur.......11 4 3 4 13:10 11 Keflavik.......11 1 3 4 12:11 11 FH............H 4 3 4 9:17 11 Valur......... 11 3 4 4 14:14 10 Vestm.ey.......11 2 4 5 10:19 8 KR ............11 2 3 6 10:15 7 Markhæstu menn: Guðmundur Þorbjörnss., Val ...7 Matthias Hallgrimss., Akranes .7 Örn óskarsson, Vestm.ey........7 Marteinn Geirsson, Fram .......6 Atli Þ. Héðinsson, KR .........5 Teitur Þo’rðarson, Akranes.....5 Eins og sést á stigatöflunni, þá verður baráttan milli Akraness og Fram um meistaratitilinn. Liðin mætastá Laugardalsvellin- um um næstu helgi og má segja að sá leikur' sé úrslitaleikur mótsins. Allt bendir til að það verði Eyjamenn og KR-ingar sem berjast á botninum. knötturinn rann inn fyrir linuna. 1-0 fyrir KR og ekki liðin minúta! Næstumínúturnarvoru KR-ingar meira með knöttinn, en tókst ekki að skapa sér hættuleg færi. Smám saman fóru Framarar að taka leikinn i sinar hendur og á 12. minútu komst Kristinn Jörunds- son einn inn fyrir en skaut föstu skoti rétt fram hjá. Á 17. minútu var gefin há sending inn I vitateig KR, Jón Pétursson skallaði fyrir markið til Rúnars Gislasonar, sem skallaði yfir Magnús mark- vörð og þrjá KR-inga, sem voru til varnar á linunni, og knötturinn lenti efst i markhorninu. Enn hélt sókn Fram áfram, en inn á milli áttu KR-ingar vel út- færð hraðaupphlaup, sem þó sköpuðu ekki mikla hættu. Á 23. minútu áttu KR-ingar vel útfærð hraðaupphlaup, sem þó sköpuðu ekki mikla hættu. Á 23. minútu átti Kristinn Jörundsson, að þvi er virtist, hættulaust skot að marki, en Magnús markvörður KR hélt ekki knettinum og rann hann fyrir fætur Marteins Geirs- sonar, sem aðeins þurfti að ýta honum i markið. Skömmu seinna fékk Marteinn tækifæri til að bæta enn við markatöluna, en hann Jóhannes v sem „yfirfr —þegar Celtic vann Aberdeen á lauga ★ Jóhannes má ekk gegn Val JÓHANNES Eðvaldsson, sem skrifaði undir samn- ing við Celtic á föstudag- inn, lék með liðinu gegn Aberdeen á laugardaginn i skozka deildarbikarnum — en Celtic vann þá sigur (1:0) á Parkhead. — „Mér þótti leikurinn ekki nógu góður", sagði Bjarni Felix- son, formaður knatt- spyrnudeildar KR, en hann var meðal áhorfenda á leiknum. „Jóhannes komst ágætlega frá leiknum, en hann var notaður sem „yfirfrakki" á miðherja Aberdeen Jarvie, elti hann hvert sem hann fór. — Þar sem Jóhannes var notað- ur sem „yfirfrakki” i leiknum, þá tók hann ekki virkan þátt i leik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.