Tíminn - 13.08.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 13.08.1975, Qupperneq 1
Seðlabankinn í leiguviðræðum um Austurstræti 14 FJ-Reykjavik.Viðræður standa nú yfir um að Seðlabanki íslands taki á leigu hluta hússins Austurstræti 14. Austurstræti 14 er hornhús á Pósthússtræti/Austurstræti og mun standa til að Seðlabankinn taki á leigu mikinn hluta hússins, að undan- skilinni jarðhæðinni, að veitingahúsinu Öðali. Sem kunnugt er liggja nú niðri framkvæmdir við byggingu Seðla- bankans við Arnarhól. Mjöl- °9 lýsisnýting loðnunnar í algjöru lógmarki m > O borgarkikhús 1 sjd bls. 2 BORGARLEIKHÚS UPP Á MILLJARÐ Ö.B.—Reykjavik—Núer verið að ljúka við hringveginn um Vest- firði. Kafli sá sem nú er verið að leggja siðustu hönd á er fyrir Hestfjörð. Þessi langþráði vegakafli sem nú er að komast i gagnið nær frá botni Skötufjarðar að Eyri i Seyöisfirði. Núna næstu daga mun þvi fólki verða kleift að aka hringinn um Vestfirði að Horn- ströndum undanskildum. Hægt er að fara frá Hrútafiröi yfir Stein- grfmsfjarðarheiði að Arngerðar- eyri. Að sögn Sigurðar Jóhanns- sonar, vegamálastjóra hefur ekki verið um neinar stórar brúar- framkvæmdir að ræða á vega- kafla þessum nema ef þá helzt væru brýrnar yfir Hundsá i Skötufirði og i botni Hestfjarðar. Vegur þessi hefur verið ærið kostnaðarsamur, þvi byggja þurfti hann upp að mestu leyti frá grunni og skilyrðin ekki alltaf sem bezt. A vegaáætlun 1972-’75 var gerð ráð fyrir að i veginn færu 25 milljónir á hverju ári áætlun- arinnar, þannig að á þessum fjór- um árum hafa farið samkvæmt þeirri áætlun um 100 milljónir króna. Fé þetta nægði þó ekki til aö unnt væri að ljúka við veginn svo fengið var happdrættislán úr rikissjóði að upphæð 80 milljónir króna og gerði það vegagerðinni kleift að ljúka veginum, sem áður segir. Djúpvegurinn mun verða opnaður fyrir smærri bifreiðir um næstu helgi, en verður opnaður allri umferð um eða fljótlega upp úr næstu mánaðamótum. ÞAÐ KOSTAR 30-40 KRÓNUR AÐ AKA HVERN KÍLÓMETRA ö.B. Reykjavik — Staðið hefur yfir að undanförnu könnun á rekstrarkostnaði bifreiða á veg- um FIB. Teknar voru fyrir i könnun þessari tvær tegundir bifreiða, annars vegar Volks- wagen en hins vegar Range Rover. Að sögn Sveins Odd- geirssonar framkvæmdastjóra FtB hafa kannanir þessar staðið yfir i nær fimm ár á Volkswagen en i tvö ár á Range Rover. Kannanirnar hafa miðazt við rekstur bifreiðanna á hvern kilómetra. Teknir voru fyrir tiu liðir: 1) afskriftir, 2) bensin, 3) smurning, 4) hjólbarðar, 5) varahlutir, 6) viðgerðir, 7) tryggingar, 8) bifreiðaskattur, 9) ýmislegt, 10) meðalvextir á bifreiðinni. Samkvæmt niður- stöðum könnunarinnar hefur komið fram, að séu allir fyrr- nefndir liðir reiknaðir, að undanskildum 10. lið, kostar hver ekinn kilómetri á Volks- wagen, miðað við núverandi gengi kr. 26.68, en séu meðai- vextir reiknaðir kemur hver ek- inn kilómetri út á kr. 31.10. Könnunin hefur sýnt, að meðal- akstur Volkswagen yfir árið sé 16.000 km. Volkswagen kostar i innkaupi frá umboðinu i dag kr. 1.018.800 millj. Skv. könnun eyðir hann 11 litrum á hverja 100 km. Rekstrarkostnaður á Range Rover á hvern km. að öllum lið- um meðtöldum, nema 10. lið, kemur út á kr. 35.45, en ef allir liðir eru meðtaldir verður út- koman kr. 41.45. Range Rover kostar i dag frá umboðinu hér kr. 2.7 millj. Könnunin sýnir, að bensineyðsla Range Rover nemur 21 litra á hverja 100 km. Reiknaðermeð að árleg keyrsla Range Rover sé um 25000 km. DJÚPVEGUR OPNAÐUR SMÁBÍLUM UM HELGINA BYLTINGIN í NÍGERÍU BREYTIR ENGU UM BYGGINGAR BREIÐHOLTS Gsal-Reykjavik — Eins og Tim- inn hefur áður greint frá i frétt- um, hefur komið til greina að byggingafyrirtækið Breiðholt hf. taki að sér að byggja milli 1-2000 ibúðir i Nígeriu. Eftir að bylting var gerð þar i landi ekki alls fyrir löngu, var óttast að ekkert yrði úr samningum á þessu verki, en samkvæmt upplýsingum Sigurð- ar Jónssonar, framkvæmdastjóra Breiðholts h.f. hefur byltingin engin áhrif þar að lútandi. Breiðholt hf. sendi mann til Nigeriu fyrir skömmu og bar hann þær fréttir heim, að þessi áform hefði i engu breytzt þrátt fyrir nýja stjórn i Nigeriu. Ekkert hefur þó verið ákveðið i þessu sambandi og að sögn Sigurðar Jónssonar er vart hægt að gera ráð fyrir endanlegum niðurstöð- um málsins fyrr en eftir nokkra mánuði. ,,En þetta er allt já- kvætt”, sagði hann. Eins og áður segir, rikir enn mikil óvissa um það, hvort af þessum ráðagerðum verður og flest atriði i þessu sambandi eru enn óljós, að sögn Sigurðar. Fari svo að af þessum fram- kvæmdum verði, munu allir „lykilmenn” við byggingu þess- ara ibúða verða islenzkir, og hús- in munu verða teiknuð af Is- lendingum. Að sögn Sigurðarer gertráð fyrir að þessar ibúðir risi i Lagos, höfuðborg Nigeriu. Vart þarf að taka fram, að þetta myndi verða stærsta verk- efni sem islenzkt byggingarfyrir- tæki tæki að sér, ef úr samningum yrði. SAMKOMU- LAG UM SVARTSENGI BH-Reykjavik. — Náðst hefur fullkomið samkomulag á milli Hitaveitu Suðurnesja og landeig- endafélags Þórkötlustaða og Hóps um nýtingu jarðhita á Svartsengi. Undanfarið hefur staðið yfir undirskriftasöfnun hinna mörgu aðila, sem hlut eiga að máli, og munu aðilar hittast i náinni framtið og skiptast á plöggum. Þá munu og þeir menn, sem skipa gerðardóm i málinu, fá samningsplöggin i hcndur og verða formlega settir i dóminn. Þessar upplýsingar fékk Tim- inn i gær hjá fulltrúum samnings- aðila, og tjáðu þeir okkur, að samningurinn væri á þá leið, að fjallað væri um eðli kaupanna, greiðslur og samkomulag um gerðardóm, sem ákveði verðið, svo og sé þar ákveðið, hverjir skipi gerðardóminn, en það eru þeir Gaukur Jörundsson, prófessor, Guðmundur Magnús- son, prófessor og Pétur Stefáns- son, verkfræðingur. Hafa þeir all- ir tekið þeirri málaleitan vel að skipa dóminn. Mábúast við, að skriður komist á framkvæm iir i náinni framtið. Fyrir nokkru var boðið út efni til lagningar hitaveitunnar i Grinda- vik, og er nú verið að athuga til- boðin, sem bárust. Þá mun afráð- ið, að útboð i verkið sjálft, þ.e.a.s. hitaveituframkvæmdirnar i Svartsengi, 1. hluta, verði boðnar út innan skamms.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.