Tíminn - 13.08.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.08.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. ágúst 1975 TÍMINN 3 Gömul hús, friðun þeirra og varðveizla, var mikið rædd í sam- bandi við húsin á Bernhöftstorfunni við Lækjargötu. Nú hafa umræður af þessu tagi blossað upp að nýju eftir að skýrt var frá hugmyndum arkitekta þess efnis að rifa Grjótaþorpið og reisa þar steinkassa i staðinn. En það má eyðiieggja gömui hús með öðru móti en að rifa þau. Sum fallegustu húsin I Reykjavik hafa veriðsvo illa leikin með breytingum, að þau eru ekki annað en ömurlegur svipur hjá fyrri sjón. Eitt þeirra er gamli kvenna- skólinn við Austurvöli, sem fleiri kannast við sem skemmtistað- inn Sigtún, sem eitt sinn var. Það hús hefur verið hroðalega leik- ið og er þó aðeins eittdæmi af mörgum. Á húsfriðunarsýningunni I Norræna húsinueru sýndar myndir af þvi hvernig húsiö leit út fyrr og hvernig það er útlits nú. Blandast nokkrum hugur um það hvor mynd hússins er fegurri? Félag leiðsögumanna: Útlendir leiðsögumenn án atvinnuleyfis taka vinnu frá Islendingum — og valda spjöllum á gróðri og landi Gsal-Reykjavik. Félag leiðsögu- manna hefur meö fréttabréfi vakið athygli á og varað við þeirri óæskilegu þróun, að þeim erlendu ferðamannahópum fari sifjölgandi, sem ferðist um'landið án tilsagnar eða viðskipta við is- lenzka aöila. Segir i fréttabréfinu að nú sé ljóst að I sumar hafi þessir hópar veriö fleiri en nokkru sinni fyrr, og margir hópar, sem áður hafi látiö is- lenzkar ferðaskrifstofur skipu- leggja ferðir sinar, fari nú á eigin vegum og án samráðs við is- lenzka aðila og án leiðsagnar beirra. í fréttabréfinu segir að leiðsögu menn þessara hópa séu út- lendingar, sm flestir hverjir hafi hér ekki atvinnuleyfi, og sakar félagið þá um að fara æði oft með rangar eða villandi upplýsingar um land og þjóð, — og að virðing þeirra fyrir gróðri og náttúru- fyrirbærum sé ekki ávallt sem skyldi. Segir i fréttabréfi leiðsögumanna, að ýmislegt bendi nú til þess, að erlendir ferðahópar muni i framtlðinni ekki einungis reyna að sniðganga þjónustu islenzkra ferðamanna heldur einnig fyrirgreiðslu is- lenzkra ferðaskrifstofa og bileig- anda, gisti- og veitingahUsa með því að koma með eigin farkost, tjöld og matföng till langs tima. Segja leiðsögumenn, að dæmi séu til þess að erlendir hópar hafi ætlað að koma með eigin svefn- vagna með sér,” og „eru þá fáir þjónustuaðilar eftir, sem hópar þessir kynnu að þurfa aö skipta við hér á landi,” segir I bréfinu. Af þessu tileftii sneri Tlminn sér til Birnu G. Bjarnleifsdóttur, formanns félags leiðsögumanna. Birna kvað aðeins þrjá Ut- lendinga, sem starfa sem leiðsögumenn hafa atvinnuleyfi hér, en taldi að tugir erlendra leiösögumanna störfuðu að meira og minna leyti sem leiðsögumenn án atvinnuleyfis. — Flestir þessara hópa hafa beint samband við bileigendur og þvi erum við að undirbUa nUna að kanna hversu mikii brögð eru aö þessu. Höfðum viö fengið lista með nöfnum allra sem hafa hópferðaleyfi og sér- leyfi á ákveðnum leiðum og eru þetta um 80 aðilar, sagði Bima, og bætti við að enginn virtist hafa áhuga á að hlýða á kvartanir I þessu sambandi, og sér virtist sem margir litu á þetta sem eigingimi af leiðsögumönnum. ,,En þetta er landkynning, og það er ekki sama hvernig hUn er gerð,” sagði Birna. — Viðgetum náttUrlega ekki sýnt það á neinúm pappirum að er- lendir leiðsögumenn gefi rangar eða villandi upplýsingar um land Framhald á 5. siðu. Verður göngudeild sykursfúkra lokað? Gsal—Reykjavik — Líkur benda til, að göngudeild sykursjúkra sem er til húsa I kjallara Land- spitalans neyðist til að hætta starfsemi sinni, þar eð kröfum um nauðsynlegar úrbætur hefur ekki verið sinnt af hálfu heil- brigðisyfirvalda. Þórir Helgason yfirlæknir göngudeildarinnar, hefur margsinnis gert heilbrigð- isráðuneytinu grein fyrir vanda- málum, sem steðja að deildinni, og óskað úrbóta. Þá hefur Helgi Hannesson, formaður samtaka sykursjúkra og Hjalti Pálsson, ritari samtak- anna farið á fund Páls Sigurðs- sonar, ráðuneytisstjóra i heil- brigðismálaráðuneytinu, og gert honum grein fyrir þvi, að ef ekki yröi bætt úr núverandi ástandi i þessum efnum, væri ógerningur að starfrækja deildina og lægi það eitt fyrir að loka henni og þar með hætta þeirri lifsnauðsynlegu þjónustu, sem hún veitir þúsund- um á ári. Þrátt fyrir að tæpir tveir mánuðir séu liðnir frá þvi for- maður og ritari samtakanna gerðu ráðuneytisstjóranum grein fyrir þvi, að svo kunni að fara að göngudeildin neyddist til að loka, og yfirlæknirinn hafi margsinnis óskað úrbóta i þessum efnum, hefur ekki borið á neinum við- brögðum ráðuneytisins i þá átt. Vandamál göngudeildarinnar er tviþætt, annars vegar afar þröngur húsakostur og hins vegar FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 14. ágúst, kl. 20:25 verður flutt leik- ritið „Kvöldkyrröin” eftir danska rithöfundinn Soya. Þar er fjallað um samskipti vistmanna á elli- heimili við lækna og hjúkrunarlið. Gamla fólkið er ekki dautt úr öll- um æðum, og forstöðukonan langt frá þvi nógu skilningsrik. Þegar betur er að gáð, kemur lika I ljós, álag á starfsfólk meira en það getur risið undir til langframa, eins og segir i bréfi frá aðalfundi Samtaka sykursjúkra. Um 3000 sjúklingar hafa komið á göngudeildina frá þvi hún tók til starfa fyrri hluta árs 1974. að ekki er allt með felldu hjá yfir- lækni heimilisins og margir eru breyzkir, þótt þeir séu með um- vöndunarsvip. Höfundur fer nærfærnum hönd- um um þetta efni og af næmum skilningi, en blandar hæfilegum skammti af kimni I alvöruna, eins og hans er von og visa. Framhald á 5. siðu. Fimmtudagsleikritið fjallar um samskipti starfsfólks og vist- manna á elliheimili ■ w nl'x~'a hk: . J V 7 ■ • jPj| K ' ÉHm BH w’- Þátttakendur I Kristilega norræna stúdentamótinu gengu fylktu liði i skrúðgöngu frá Laugardalshöll- inni upp úr hádeginu i gær og héldu til altarisgöngu f Dómkirkjunni. Hér á myndinnl sést skrúðgangan, með fána Noröurlandanna i fararbroddi, á leið sinni vestur Skúlagötu. — Timamynd: Róbert. 1 lf 1^ w I 1 i Laxá i Vindhælishreppi Laxá I Vindhælishreppi hefur ekki verið mikið á dagskrá meöal laxveiðimanna á siðustu árum, en það er hætt við þvi, að breyting verði á, ef laxinn tekur við sér eftir umfangsmiklar breytingar, sem þar hafa átt sér stað. Veiðisvæðið hefur undan- farið aðeins náð yfir tæplega tveggja kilómetra svæði neðst i ánni, en þar taka við tveir gamlir laxastigar, sem orðnir voru ærið hrörlegir, svo að laxinn gekk ekki upp þá. Þó hef- ur hann sézt skjótast upp á milli stigabrotanna, en af laxveiði ofan stiga hafa ekki farið sögur seinustu árin. Nú hafa bændurnir, sem þarna eiga land tekið sig til og endurbyggt þessa gömlu stiga, og biða menn fyrir norðan nú spenntir eftir aö sjá, hvað lax- inn gerir. Veiðifélagið Fiúðir hefur verið meö ána á leigu, og að þvi er Gunnar Arnason I Sportvöru- verzlun Brynjólfs Sveinssonar á Akureyri tjáði Veiðihorninu i gær, er hér um afskaplega skemmtilega á að ræða og góða aðstöðu til v^iða inni i Laxár- dalnum, sem mun vist i eyði að mestu eða öllu, en þar var áður fyrir mikil byggð. Laxá i Vindhælishreppi fellur i Húna- flóa og liggur milli Blönduóss og Skagastrandar, nær Blönduósi. Það eru aðallega félagsmenn i Flúðum, sem fram að þessu hafa stundað veiöi i ánni, en þar hafa veriðleyfðartværstengur. Til þessa hafa veiðzt rúmlega 50 laxar I ánni, og hefur verð á veiðileyfum verið 5000,00 kr. en veröur eftir 17. ágúst rúmar fjögur þúsund krónur á stöngina. Er það vissulega fagnaðar- efni, þegar nýjar skemmtilegar ár bætast við þær sem fyrir eru, jafn vinsælt sport og veiði- skapurinn er nú orðinn. Fnjóská Veiðihornið innti Gunnar eftir veiðinni I Fnjóská, og kvað hann lasveiöina genga heldur treg- lega og virtist veiðiskapnum svipa mjög til þess, sem var i hitteðfyrra, en þá var vatnið ekki i normal-hæð fyrr en i ágúst. Væri vatnið i ánni nú feti hærra en venjulega. Hún væri svo sem nógu tær og falleg, en hvitfyssandi neðan við rásina, sem sprengd var i ána til að auðvelda laxagengd upp eftir, og það liti út fyrir, að laxinn fengist ekki nema að mjög tak- mörkuðu leyti til að ganga upp ána, eða ætti erfitt með það. Hins vegar kvað Gunnar silungsveiðina á svæðinu ofan við brú ganga vel, og væri tals- verð ásókn i veiðileyfin, sem Gunnar selur i Sportvöru- verzlun Brynjólfs Sveinssonar á Akureyri, auk þess, sem um- sjónarmaður sumarbúðanna að Illugastöðum selur veiðileyfin. Þau kosta 1000,00 kr. á stöng yfir daginn, hálfan daginn kr. 600,00. Veiði lýkur á efri svæðunum I Fnjóská þann 9.september og á neðri svæöunum þann 14. sept- ber. Góð bleikiuveiði er venju- legast I lok veiðitimans á efri svæðunum, og þar er allt selt út veiðitímann frá mánaðamótum. Einhverjar eyður kvað Gunnar enn vera i bókuninni á miðsvæðunum og neðri svæðun- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.