Tíminn - 13.08.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.08.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. ágúst 1975 TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarfiokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500- — afgreiðsiusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Ekki tilviijun — heldur stefna Eins og kunnugt er, hefur fjárhagsafkoma Reykjavikurborgar verið bágborin. Af þeim sökum hefur orðið að ráðast i niðurskurð á framkvæmdum, sem fyrirhugaðar voru á þessu ári. Bitnar sá niðurskurður á nauðsyn- legum framkvæmdum eins og skólamann- virkjum, heilsugæzlustöðvum og húsnæði fyrir aldraða, auk annarra brýnna framkvæmda. Ætla mætti, að borgarstjórnarmeirihluti Sjálf stæðisflokksins gripi fegins hendi sérhvert tækifæri til að hressa upp á fjárhag Reykja- vikurborgar, þegar svona stendur á, En það er öðru nær. Að visu er nýtt til fullnustu heimild til álagningar útsvars á hinn almenna borgara, en hins vegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn með engu móti fengizt til að nýta til fullnustu heim- ild til álagningar aðstöðugjalda á fyrirtæki, eins og öll önnur stærri bæjarfélög gera þó. Sést á þessu, að borgarstjórnarmeirihlutinn tekur hagsmuni fyrirtækja og atvinnurekenda fram yfir hagsmuni almennings og borgarinn- ar sjálfrar með þvi að afsala sér milljónum króna, sem sjálfsagt þykir að innheimta af fyrirtækjum annars staðar. Hér er ekki um neina tilviljun að ræða, heldur stefnu. Sést það m.a. á þvi, að nýverið afsalaði Reykjavikurborg sér 17 millj. króna i gatnagerðargjöldum i nýja miðbænum með þvi að láta byggingaraðila greiða aðeins 750 kr. á hvern rúmmetra, en hefur heimild til að láta þá greiða 1322 kr. fyrir rúmmetrann. Hér er um að ræða svokallað ,,Hús verzlunarinnar”. Til samanburðar má geta þess, að i miðbænum i Kópavogi eru gatnagerðargjöldin tæpar 1700 kr. á rúmmetrann og fengu þó færri en vildu lóðir þar. Kristján Benediktsson, borgarráðsmaður Framsóknarflokksins, mótmælti ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans harðlega, og i it- arlegri bókun benti hann á, að gatnagerðar- gjöld i nýja miðbæjarkjarnanum mættu að ó- sekju vera mun hærri en annars staðar i borg- inni, þar sem fasteignir þar væru hærra metnár og ávöxtuðu sig betur en annars stað- ar. Auk þess væri kostnaður Reykjavikurborg- ar við skipulagningu þessa svæðis orðin gifur- lega mikill og ætti eftir að vaxa. Þar að auki þyrfti að tengja þetta svæði við ytra gatnakerf- ið með miklum umferðarmannvirkjum, er kostaði hundruð milljóna króna. Einnig benti Kristján á, að með þessu lága gatnagerðar- gjaldi væri verið að skapa varhugavert for- dæmi, þvi að eðli málsins samkvæmt væri ekki hægt að láta aðra aðila, sem byggja i nýja mið- bænum greiða hlutfallslega hærri gjöld. Af ,,Húsi verzlunarinnar” missir borgar- sjóður 17 milljónir króna, en þegar á hverfið er litið i heild, tapar borgarsjóður hundruðum milljóna króna. Þetta gerist á sama tima og Reykjavikurborg er i verulegri fjárþröng, og á sama tima og borgarstjórinn i Reykjavik talar um glannaskap, þegar samþykkt er að reisa ibúðir fyrir aldraða fyrir 300 milljónir króna. Reykjavikurborg hefur vissulega nóg að gera við þær milljónir króna, sem meirihluti borgarstjórnar er að afhenda fyrirtækjum og atvinnurekendum á silfurbakka. Þeim væri betur varið til skóla, sjúkrahúsa og dvalar- heimila fyrir aldraða. a.þ. ERLENT YFIRLIT Sambúð Bandaríkjanna og Japans aldrei betri Ford og Miki kom vel saman Miki og Ford Kjarnorkurikin sex HINN 6. ágúst siðastliðinn undirrituðu þeir Ford Banda- rikjaforseti og Miki forsætis- ráðherra Japans sameigin- lega yfirlýsingu I Hvita hús- inu, þar sem m.a. var lýst yfir þvi, að þessi riki myndu vinna kappsamlega að þvi, að hindra frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna, þ.e. að fleiri riki gerðust ekki framleiðend- ur kjarnorkuvopna en þau, sem þegar eru það. Þessi riki eru nú sex, eða Bandarikin, Sovétrikin, Kina, Bretland, Frakkland og Indland. En 23 riki, auk sex framangreindra, hafa nú kjarnorkuver eða eru I þann veginn að reisa þau, en þessi riki eru: Argentina, Austurriki, Austur-Þýzkaland, Belgía, Brasilia, Búlgaria, Filippseyjar, Finnland, Hol- land, ttalia, Japan, Júgó- slavía, Kanada, Mexikó, Pakistan, Spánn, Sviþjóð, Sviss, Suður-Kórea, Taiwan, Tékkóslóvakia, Ungverjaland og Vestur-Þýzkaland. öll þessi riki gætu framleitt kjarnorkuvopn með tiltölulega litlum fyrirvara. Bandarikin og Sovétrikin beittu sér fyrir þvi á árinu 1968, að gerður var samningur um að koma I veg fyrir frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna. 94 riki hafa nú staðfest þennan samning, en 15 til viðbótar hafa undirritað hann, en eiga éftir að staðfesta hann. Japan er eitt þessara rikja. Miki er sagður hafa skýrt Ford frá þvi, að Japan myndi staðfesta samninginn fljótlega. Miki lét jafnframt svo ummælt á blaðamannafundi, að Japanir ætluðu sér aldrei að eignast kjarnorkuvopn. Meðal þeirra rikja, sem ekki hafa undirrit- að framangreindan samning, eru Kina, Frakkland og Ind- land, Israel og sum Arabarikj- anna hafa ekki heldur undir- ritað hann. Það vakti athygli, að þessi yfirlýsing þeirra Fords og Mikis var undirrituð 6. ágúst, eins og áður segir, en þann dag voru liðin rétt 30 ár frá þvi að Banda- rikjamenn vörpuðu kjarn- orkusprengju á Hiro- shima, er varð 80 þús manns að bana. Þessa atburðar var minnzt sérstaklega i Hiro- shima þann dag og vlðar um heim. Hvorugur þeirra Fords eða Mikis minntust þó sér- staklega á þetta, þegar þeir undirrituðu yfirlýsinguna. 1 yfirlýsingu þeirra segir hins vegar, að þeim rikjum, sem ráði yfir kjarnorkuvopnum, beri að vinna að takmörkun- um á þeim, og að þeim beri að treysta öryggi þeirra rikja, sem ekki hafi kjarnorkuvopn. I framhaldi af þvi er sagt, að kjarnorkuvopn Bandarikj- anna treysti öryggi Japans. 1 samræmi við það er lýst yfir þvi, að öryggissáttmáli Bandarikjanna og Japans sé mjög mikilsverður og verði unnið áfram á grundvelli hans. Þá verði haldið áfram að treysta samvinnu landanna og auka samráð milli rikis- stjórna þeirra. Utanrikisráð- herrar þeirra muni hittast a.m.k. tvisvar á ári. Þá var á- kveðiðað Schlesinger varnar- málaráðherra færi i heimsókn til Japans siðar i þessum mán- uði. 1 viðræðum þeirra Fords og Mikis, sem stóðu i tvo daga, bar varnir Suður-Kóreu ma. á góma, en Bandarikin hafa nú um 40 þús. manna her þar. Ford og Miki lýstu yfir þvi, að þeir teldu núverandi varnar- aögerðir I Suður-Kóreu nauð- synlegar, en jafnframt væri það von þeirra, að Norð- ur-Kórea og Suður-Kórea héldu viðræðum áfram með það fyrir augum, að Kórea yrði sameinuð á friðsamlegan hátt. Þá var lýst yfir þvi, að sam- starf Bandarikjanna og Jap- ans væri aukið á sviði alþjóð- legra efnahagsmála. A blaöamannafundi lýsti Miki yfir þvi, að Japan myndi auka efnahagslega aðstoð við löndin i Asiu. ÞAÐ ER álit kunnugra blaða- manna, að eftir þennan fund þeirra Fords og Mikis sé sam- búð Bandarikjanna og Japans aftur komin i það horf, eins og hún var bezt áður en veru- legrar tortryggni gætti hjá japönskum stjórnmálamönn- um fyrst eftir, að Nixon ákvað Kinaför sina, án þess að hafa ráðgertum það við stjórn Jap- ans áður. Siðustu stjórnarár Nixons haföi samvinna Bandarikjanna við bæði Vest- ur-Evrópu og Japan heldur versnað, sökum ferðalaga Nixons til Peking og Moskvu. Ýmsir óttuðust, að Bandarikin kynnu að semja við kommún- istarikin á kostnað banda- manna sinna. Siðan Ford kom til valda hefur þessum ugg I Vestur-Evrópu og Japan verið að miklu leyti eytt. Ford hefur gert sér far um að sýna I verki, að náin samvinna við Vestur-Evrópu og Japan væri höfuðatriði bandariskrar ut- anrikisstefnu. Japan hefur nú þá stöðu, að ekki aðeins Bandaríkin, heldur ekki siður Sovétrikin og Kina sækjast eftir að bæta sambúðina. Japanir fara sér mjög gætilega og reyna að styggja engan þessara aðila. Ljóst virðist samt, að þeir meta mest tengslin við Banda- rikin og óttast þau minna en hin ríkin. Hins vegar vilja þeir vera sem mest óháðir. Eink- um hefur Miki verið talsmað- ur þeirrar stefnu, að þau yrðu óháðari Bandarikjunum, en hefðu þó vinsamlegt samstarf við þau og sérstakt samstarf um varnarmál. Hin góða sambúð Banda- rikjanna og Japans um þessar mundir, sýnir að aðstæður geta fljótt breytzt i alþjóða- málum, þvi að ekki eru nema tæp 34 ár siðan Japanir eyði- lögðu Pearl Harbour i skyndi- árás, og rétt 30 ár síðan Bandarikin vörpuðu kjarn- orkusprengju á Hiroshima. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.