Tíminn - 13.08.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.08.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 92 snarbeygói og renndi bifreiðinni ískrandi á heitum gúmmíhjólbörðunum inn á bílastæöi bensínstöðvar. Þar var engan mann að sjá og allt slökkt fyrir nóttina. Hann hljóp út úr bílnum og sparkaði inn rúðuna í hurðinni. Þá gekk hann inn í stöðvarhúsið og setti í gang raf magnið á eldsneytisdælunum. Þá greip hann barefli og hljóp út. Hann barði plasthjálminn af dæluhúsunum. Alls voru tvær dælur og báðar með tvöfaldan haus. Þá greip hann dæluslönguna og festi handfangið. Bensínið flæddi út á götuna. Rambo tryggði það/ að benzínið rynni óhindrað þó hann færi. Hann ók lengra uppeftir götunni og stöðv- aði þar bílinn. Gatan að baki hans var öll löðrandi í bensíni. Hann kveikti á eldspýtu. Á einni sekúndu varð nóttin að hábjörtum degi. Feiknalegt eldhafið teygði úr sér frá gangstétt til gangstéttar. Stærstu logarnir náðu marga metra upp í loftið. Vegna hitans brakaði og brast í veggjum næstu húsa. Gluggar splundruðust. Hitabylgjan æddi yfirallt. Rambogaf í botn og lögreglubif reiðin þaut vælandi á brott. Enn flæddi benzínið um allt. Það streymdi undir bifreiðarnar, sem lagt var í bíiastæðun- um. Bifreiðarnar sprungu hver á fætur annarri og brak- ið þeyttist hátt í loft upp. Það var andstæðingum hans sjálfum að kenna. Á Ijósaskilti við bílastæðið stóð þetta: Bannað að leggja bifreiðum eftir miðnætti. Rambo varð hugsað til þess hvað gerast myndi þegar þrýstingurinn minnkaði í aðalgeymunum, sem grafnir voru undir bensínsöluna. Eldurinn myndi læsa sig í nær- liggjandi hús, þá myndi hann læsa sig í slöngurnar og loks ofan í sjálfa geymslutankana. Hálft hverfið myndi springa í loft upp. Það ætti að nægja þeim til að hætta eftirförinni. Svo sannarlega. Aftur heyrðist rödd Trautmans úr talstöðinni: — RAMBO. Ég bið þig að gef ast upp og hætta. Þetta er ekki til neins. Þú vinnur ekkert með þessu. Fylgstu með mér, muldraði Rambo enn. Svo slökkti hann á tækinu. Hann var nú nærri kominn út úr miðbæn- um. Innan fáeinna mínútna væri hann svo sloppinn. SAUTJÁNDI KAFLI Teasle beið átekta. Hann var búinn að leggja lögreglu- bíl sínum þvert yfir aðalveginn, sem lá um bæjartorgið. Hann hélt á skammbyssu, og skyndilega sá hann bílljós koma æðandi móti sér úr átt frá logahafinu og sprengi- drununum. Kannski var Rambo snarari í snúningum en Teasle hélt. Kannski var hann nú þegar kominn út úr bænum. En Teasle efaðist þó um það. Hann setti sig í spor Rambos og fann hvernig bíllinn nálgaðist torgið. Sjálfur sá hann Ijósin skýrast. Sirenuljósið á þaki bif- reiðarinnar sást nú greinilega. Sírenuljós. LÖGREGLU- BÍLL. Teasle losaði öryggið af byssunni og miðaði. Hönd hans var stöðug. Þetta varð að gera rétt. Annað tækifæri myndi ekki gefast. Hann varð að vera þess fullviss, að þetta væri Rambo en ekki einhver af lögreglumönnun- um. Vélarhljóðið varð nú háværara. Bílljósin lýstu nú beint á hann. Teasle reyndi að greina andlit ökumanns- ins. Þrír dagar voru liðnir síðan hann sá andlit Rambos. En það var ekki um að villast. Teasle þekkti höfuðlag hans og stuttklippta lokkana. Þetta var hann. Nú voru þeir loks einir. Hvor gegn öðrum án utanaðkomandi truf funar. En nú voru þeir ekki i skóginum, heldur í bæn- um. Þar þekkti Teasle bezt til. Nú setti hann leikreglurn- ar. Aðalljósin blinduðu hann um stund. Hann skaut einu skoti og svo enn öðru Hálfsjálfvirk skammbyssan dældi kúlunum yfir veginn. Hvernig líkar þér nú, hugsaði Teasle, sigri hrósandi. Um leið og hann miðaði kastaði Rambo sér undir mæla- borðið. Kúlan splundraði framrúðunni og næst á eftir tættust bæði f ramhjólin. Teasle skaut eins hratt og hann frekast gat. Lögreglubifreiðin hentist stjórnlaus áfram. Teasle kastaði sér frá. Sekúndubroti síðar skall bíllinn á bif reið Teasles. Eftir stóð málm og glerhrúga. Bíll Teasles hentist í hálfhring og skall aftur á bíl Rambos. Sá tókst aftur af stað og hentist lengra upp á gangstéttina. Bensínlokið losnaði og skoppaði eftir götunni. Bensín skvettist á gangstéttina. Teasle hljóp hálfboginn í átt að bil Rambos og dældi skotunum á hurðina. Þegar hann var kominn nógu nærri reif hann hana opna og dældi enn skotunum undir mælaborðið. En Rambo var horfinn. Framsætið var autt, utan hvað i því var dökkur blóð- blettur. Teasle kastaði sér á götuna og skimaði gætilega í kring um sig. Undir bíl sá hann glitta í fætur Rambos, þar sem hann hljóp upp á gangstéttina og hvarf inn í hliðargötu. Teasle hljóp þegar á eftir honum. Hann nam staðar við múrvegginn rétt við hliðargötuna og bjó sig undir að hlaupa inn og skjóta. Hann botnaði alls ekki í blóðslett- unum á gangstéttinni. Ekki kom honum til hugar, að hann hefði hitt andstæðing sinn. Kannski hafði hann slasazt í árekstrinum. Þetta var mikið blóðmagn. Ágætt. Það ætti að draga úr hraða hans. Inn úr götunni heyrði hann þung högg rétt eins og verið væri að brjóta upp hurð. Teasle kannaði hversu mörg skot voru eftir í byss- Miðyikudagur 13. ágúst 1975 Miðvikudagur 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: Rauðárdalnum” eftir Jó- hann Magnús Bjarnason örn Eiðsson les (11). 15.00 M iðdegis tónleik ar Gyorgy Sandor leikur Tiu þætti fyrir pianó op. 12 eftir Prokofieff. Stoika Milanova og Belgiska sinfóniuhljóm- sveitin leika Konsert i a- moll op. 99 fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Sjostako- vits, René Defossez stjórn- ar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.00 Lagið mitt .Berglind Bjarnadóttir sér um öska- lagaþátt fyrir börn yngri en 12 ára. 17.30 Smásaga: „Draugaskip- ið” eftir Richard Middleton Indriði Indriðason þýddi. Kjartan Ragnarsson les. . 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Á kvöldmálum, Gisli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson sjá um þáttinn. 20.00 Frá tónlistarhátiðinni I •Schwetzingen i mai s.l. 20.20 Sumarvaka a. Cr ritum Eyjólfs Guðmundssonar á Hvoli.Þórður Tómasson i Skógum les þriðja lestur. b. Skálinn og kirkjan i Ljár- skógum Hallgrimur Jóns- son frá Ljárskógum segir frá. c. Kvæði eftir Sigurð Gislason frá Kárastöðum á Vatnsnesi.Baldur Pálma son les. d. Kórsöngur Þjóð- leikhúskórinn syngur is- lenzk lög undir stjórn og viö undirleik Carl Billich. 21.30 Útvarpssagan: ,,Og hann sagði ekki eitt einasta orö” eftir Heinrich Böll.Böðvar Guðmundsson byrjar lestur þýðingar sinnar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Rúbrúk” eftir Poul Vad.Úlfur Hjörvar byrjar lestur þýðingar sinnar. Ein- ar Bragi flytur formálsorð. 22.45 Orð og tónlist.Elinborg Stefánsdóttir og Gérard Chinotti kynna franskan visnasöng. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Gunnlaugs saga orms- tungu, Framhaldsmynda- saga. 2. þáttur. Teikningar Haraldur Einarsson. Þulur Óskar Halldórsson. 20.50 Nýjasta tækni og visindi Rannsóknir á lifnaðarhátt- um kaliforniskra gráhvela. Nýjustu framfarir i gervi- limasmiði Ferskvatn, nýt- ing þess, vinnsla og vernd- un. U m s j ón a r m a ðu r Sigurður H. Richter. 21.20 Saman við stöndum (Shoulder to Shoulder) Ný, bresk framhaidsmynd i 6 þáttum, byggð á heimildum um réttindabaráttu breskra kvenna á fyrstu tugum 20. aldar. Aðalhlutverk Sian Phillips, Louise Plank, Patricia Quinn, Angela Down og Georgia Brown. 1. þáttur. Pankhurst fjölskyld- anj^ýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. I þessum fyrsta þætti greinir frá högum þeirrar fjölskyldu, sem á fyrstu ár- um þessarar aldar var einna skeleggust i barátt- unni fyrir auknum réttind- um kvenna i Bretlandi, og einnig leitast við að sýna að- draganda þess, að konur bundust samtökum um bar- áttumál sin. 22.35 Pagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.