Tíminn - 13.08.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.08.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 13. ágúst 1975 TÍMINN 13 B—Bi „Varkár ferðalangur” skrifar: „Margsinnis á ári hverju leggja sjálfboðaliðar Slysa- varnafélags Islands og fleiri björgunarsveitarmenn fram þúsundir vinnustunda, bila, tæki, eldsneyti og margt fleira endurgjaldslaust til leitar að innlendum sem erlendum ferða- mönnum, sem hafa týnzt uppi á öræfum tslands. Fullyrða má, að kostnaður þessu samfara skiptir tugum ef ekki hundruð- um milljóna ár hvert, væri hvert atriði umreiknað i pen- inga. Oft á tiðum er verið að leita að fólki sem hefur villzt af hrein- um glannaskap eða óvitaskap, og þvi er kannski ekki óeðlilegt að spurt sé: Hver á að borga fjárfrekar leitir og hvað er hægt að gera til að stemma stigu við að f jölmargir týnist árlega uppi á reginfjöllum? Eftir þvi sem ég kemst næst, eru ekki til neinar reglur um það, hvernig skuli bregðast við af opinberri hálfu, þegar þarf að leita að týndum ferðalöngum. Það er þvi litið á það sem sjálf- sagt og eðlilegt, að sjálfboða- liöar Slysavarnarfélagsins séu reiðubúnir hvenær sem er að fórna sinum dýrmæta tima, fjölskyldu, bilum og tækjum til leitar — i hvaða veðri sem er og við hvaða aðstæður sem eru. En er þetta bæði sjálfsagt og eðli- legt? Það er vert að hugleiða, hvað SVFI sparar þjóðarbúinu árlega i þessu sambandi. Við leitir er alltaf einhver kostnaður sem verður að greiða — og hver greiðir hann? Ferða- skrifstofurnar sem hlut eiga að máli i flestum tilfellum, en SVFl þarf að sjá um að innheimta þá reikninga. Á slikt starf að vera i þeirra höndum? Spurningar hér að lútandi eru bæði margar og flóknar og svör við þeim liggja ekki á lausu. Augljóst er, að eitthvað þarf nauðsynlega að gera til að koma betri skipan á þessi mál en nú er. En hvað þarf að gera og á hvern hátt veröur það gert? Þetta er óleyst spurning, en við henni þarf að fást svar. Tekið skal fram, að ferða- málaráð ríkisins hefur engin af- skipti af málum sem þessum. Að lokum væri kannski ekki úr vegi að menn ihugi aðeins, hver skipan yrði á þessum mál- um, ef Slysavarnarfélag íslands yrði lagt niður. EFTIRFARANDI vísa datt inn um dyrnar hjá Landfara, sem að þessu sinni leggur ekkert til málanna en biður meö nokkurri forvitni um hve sannspár hag- yrðingurinn er: Hræfugla við himin ber. Hratt þeir brýna gogga, þvi að Visir orðinn er útibú frá Mogga. Abc. Hólahátíðin á sunnudaginn Um langan aldur hefur Hóla- hátiðin veriö haldin I 17.--viku sumars ár hvert. Má leita uppruna hennar allt til daga Jóns biskups ögmundarsonar, en allt frá þeim tlma hafa Noröiendingar tekiö sér I munn orðin, ,,aö fara heim aö Hólum.” Svo er enn. Viðast hvar úr byggðum •norðanlands, svo og viðar aö, hópast fólk heim að Hólum til hátíðahalda ár hvert. Hefur jafnan verið fjölmennt heima á staðnum þennan dag. Þess vegna vilja þeir sem vilja veg Hóla- staðar sem mestan leggja áherzlu á sameiginlegar minningar i for- tið og sameiginlegar hugsjónir i framtiö. Hin árlega Hólahátlð verður haldin næstkomandi sunnudag, 17. ágúst og hefst kl. 3 eftir hádegi með skrúðgöngu er prestar ganga til dómkirkjunnar. Siðan hefst hátiðarguðsþjónusta, sr. Emil Björnsson, prédikar, en sr. Birgir Asgeirsson á Siglufirði og sr. Pétur Sigurgeirsson, vigslu- biskup, þjóna fyrir altari. Kvintett frá Akureyri annast kirkjusöng. Organisti er Hörður Askelsson. Kl. 16.30 verður samkoma i Dómkirkjunni, þar sem sr. Arni Sigurðsson, formaður Hóla- félagsins flytur ávarp. Hörður Ágústsson skólastjóri flytur erindi um Hóladómkirkju hina fornu. Kvintett frá Akureyri syngur. Siðan leikur Inga Rós Ingólfsdóttir einleik á selló með undirleik Harðar Áskelssonar. Auk þess verður almennur söng- ur. 1 sambandi við Hólahátiðina verður aðalfundur Hólafélagsins haldinn að Hólum og hefst hann kl. 10.30 fyrir hádegi. Veitingar veröa seldar á staðnum, svo og merki félagsins og fjórða hefti tiðinda prestafélags hins forna Hólastiftis. Prestar eru minntir á aö hafa hempur sinar með sér. Laxanet og silunganet til sölu. Sterkt girni. Djúp, grunn. löng stutt. Upplýsingar á auglýs- ingadeild blaðsins sími 19523. Einnig í sima 30636 og á herbergi 426 Hrafn- istu. Upptökuheimili rikisins, Kópavogi óskar að ráða starfsfólk (uppeldisfulltrúa) Stúdentspróf, kennarapróf eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf send- ist Upptökuheimili rikisins, Kópavogs- braut 17, Kópavogi fyrir 24. ágúst 1975. Jörð óskast helzt i Rangárvalla- eða Árnessýslu — i skiptum fyrir fimm herbergja ibúð i mið- bæ Reykjavikur Tilboð sendist afgreiðslu Timans, merkt Sveitalif 1860, fyrir n.k. mánaðamót. fjunnd) y(bo:tC(hf)0n //./. Akureyri Glerárgötu 20 Simi 2-22-32 Reykjavik Suðurlandsbraut 16 ■ Simi 3-52-00 AUÐVELT í UPPSETNINGU — Öndvegis geymsla Reiðhjól, sláttuvélar, garðyrkjuáhöld o. fl. þurfa líka ,,þak yfir höfuðið" HÖFUAA Á LAGER KANADÍSK GARÐHÚS ÚR STÁLI Auðvelt i uppsetningu - Öndvegis geymsla Fólksbila- Jeppa- Vörubita- Lyftara- Búvéla- Traktors- Vinnuvéla- Veitum alhliöa hjólbaröaþjónustu Komið meðbílana inn I rúmgott húsnæði r ...." ........... OPIÐ: mánucí.-fimmtud. 8-19 föstudaga 8-22 laugardaga 9-17 HJOLBARÐAR HÖFÐATÚNI 8 SlMAR 16740 OG 38900 Laus staða Við Bændaskólann á llólum er laus til umsóknar staða kennara með véifræði og járnsmlði sem aðalkennsiu- greinar. Æskilegt er að viðkomandi geti jafnframt tekið að sér kennslu i reikningi og eðlisfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar landbúnaðarráðuneytinu fyrir 15. september n.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.