Tíminn - 14.08.1975, Síða 2

Tíminn - 14.08.1975, Síða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 14. ágúst 1975 Ungmennasamtök norrænu miðflokkanna lýsa yfir eindregnum stuðningi við okkur í landhelgismdlinu HHJ-Rvik — „Ungmennasam- tök norrænu miöflokkanna lýsa þvi yfir á aöalfundi sinum i Umeá, aö þau styöja eindregiö þá ákvöröun ríkisstjórnar ís- iands aö færa fiskveiöilögsögu tslands út i 200 milur i október 1975. Viö skorum á rikisstjórnir Norðurlandanna aö styöja is- ienzku þjóöina í þessu nauö- synjamáli.” Þannig er að orði komizt I ályktun Nordiska Centerung- domens förbund — Ungmenna- samtaka norrænu miöflokkanna — sem eru einhver fjölmenn- ustu pólitisku samtök á Norður- löndum og hafa innan sinna vé- banda nokkuð á annað hundrað þúsund manns. Á þessum fundi NCF, sem haldinn var i Umeá i Norð- ur-Sviþjóð og var fyrsti form- legi aðalfundur samtakanna, voru fimm fulltrúar Sambands ungra framsóknarmanna, sem gerðistnú aðili aö samtökunum. Fulltrúar SUF voru þau Jónas Gestsson, Sigurður Haraldsson, Ingvar Baldursson, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Haukur Halldórsson. t viðtali við Timann i gær sögðu þeir Sigurður og Jónas, að islenzku fulltrúunum hefði verið tekið með miklum ágætum á þinginu og vakið hefði athygli þeirra hversu vel þingið var skipulagt. Mikill áhugi er á því aö auka starfsemi NCF og efla samstarf við hliðstæð samtök i öðrum Evrópulöndum. Á næstunni eru fyrirhugaðar ýmsar ráðstefnur um ákveðna málaflokka og verður hin fyrsta haldin I Reykjavik 27.-28. september. Þar koma saman 30 fulltrúar frá íslandi, Sviþjóö Finnlandi og Noregi og fjalla um orkumál og hafréttarmál. A aðalfundi NCF var kosin ný stjórn samtakanna og er Hauk- ur Halldórsson fulltrúi Islands i stjórninni, en varamaður af hálfu okkar er Sigurður Haraldsson. A þinginu O1 að tilhlutan for- manns sem er sænskur, sam- þykkt tillaga þess efnis að hvert aðildarfélag skrifaði rikisstjórn þesslands, sem ihlutá, og sendi þeim ályktun þá um stuðning við okkur I landhelgismálinu, sem samþykkt var á þinginu, ásamt greinargerð um nauðsyn okkar á útfærslu. Þeir Jónas Gestsson og Sigurður Haraldsson voru á meöal fulitrúa SUF á NCF-þinginu, þar sem samþykkt var skelegg áiyktun um stuðning viö okkur í iandhelgismálinu. Nýtt rit um íslenzk fræði STOFNUN ARNA MAGNÚSSONAR á tslandi hefur hleypt af stokkunum nýju fræðiriti, sem nefnist Gripla. t formála segir, að ritið muni „birta ýmsar ritgerðir og minnisgreinar um islenzk fræði, og einnig visindalegar útgáfur stuttra texta eða brota.” Þá segir og, að ætlunin sé ,,að Gripla komi framvegis út einu sinni á ári, 12-14 arkir i hvert sinn.” Þetta fyrsta bindi Griplu fjallar aðallega um islenzkar fomsögur. Fimm af tiu rit- gerðum bókarinnar eru erindi, sem flutt voru á al- þjóðaþingi um islenzkar fornsögur, sem haldið var i Reykjavik 1973, en auk þess eru þar fleiri ritgerðir um sama efni. Þess má að lokum geta, að Gripla er heitin eftir glötuðu handriti, sem á sautjándu öld bar þetta nafn. Ritstjóri Griplu er Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Arnastofnunar. BÚVÉLASALA í MEÐALLAGIÍÁR t nýútkomnum Sambandsfrétt- um skýrir Arnór Valgeirsson, framkvæmdastjóri Dráttarvéla h.f. frá þvi að búvélasaian i ár hefði verið i meðallagi, enda hefði tiðarfarið verið frekar stirt og heyskapur af þeim sökum byrjað seint. Hins vegar hefði verið annasamt hjá fyrirtækinu við dráttarvélaafgreiðslu, og hefði engan veginn reynzt unnt að anna eftirspurninni eftir Massey- Ferguson dráttarvélum. t þvi sambandi gat Arnór þess, að fyrstu sex mánuði ársins 1974 hefðu samtals verið fluttar inn til landsins 437 hjóladráttarvélar af öllum gerðum að cif-verðmæti 116,5 millj. kr., en á sama tima i ár aðeins 244 vélar að cif— verðmæti 131,5 millj. Að visu hefði orðið verulegur innflutningur i júli, svo að verið gæti að vélasalan væri seinna á ferðinni i ár en endranær. En á hinn bóginn væri ljóst, að þarna heföi orðið umtalsverður sam- dráttur, sem bersýnilega stafaði fyrst og fremst af óvenju miklum innfluttum verðhækkunum, auk þess sem þarna væri hækkun á söluskatti og öðrum innlendum kostnaðarliðum ekki tekin með i reikninginn. Þrátt fyrir þennan samdrátt hefðu Dráttarvélar selt allar þær vélar, sem fyrirtækið hefði fengið afgreiddar erlendis frá, og reyndar ekki getað fullnægt eftirspurninni. MANUELA Wiesler flautu- leikari og Snorri Sigfús Birg- isson pianóleikari halda tón- leika i Norræna húsinu föstu- dagskvöldið 15. ágúst kl. 20:30. Öll verkin á efnisskránni eru frönsk og samin á 20. öld: 3 samleiksverk, eitt verk fyrir einleiksflautu og eitt fyrir einleikspianó. Steingrímsfjarðar- heiði einungis fær jeppabifreiðum ö.B. Reykjavik.— I forsiðufrétt i blaðinu i gær var sagt að hægt væri að komast úr Hrútafirði yfir Steingrlmsfjarðarheiði að Arn- gerðareyri. Þarna er rangt með farið, þvi 'að Steingrimsfjarðar- heiði er einungis göngufær og fær jeppum. Rétt er, að hægt er að aka úr Hrútafirði um Laxárdalsheiði, Steinadalsheiði eða Tröllatungu- heiði yfir á Vestfjaðaveginn sé fólk að koma að norðan. Að sunnan er um að ræða að fara Bröttubrekku eða um Mýrar og áfram um Heydalsveg vestur. Segja má að Vestfjarðahringur- inn byrji og endi i botni Þorska- fjarðar, sjö km. vestan við Bjarkarlund. Tvo nemendur vantar til þess að unnt sé að starfrækja fimmta bekk gagnfræðastigs að Laugum í Reykjadal ASK-AKUREYRI. „Þaö er ekki fyllilega ákveðiö ennþá hvort hér á Laugum veröur starfræktur fimmti bekkur gagnfræöa- stigsins,” sagöi Siguröur Viöar Sigmundsson kennari á Laugum. „Ennþá hafa einungis tiu ncmendur látiö skrá sig, en tólf þarf til þess aö möguleiki sé á að stofnsetja þennan bekk, sem er nýjung hjá okkur.” Þá sagði Sigurður að hug- myndin væri að hafa að minnsta kosti tvö kjörsvið, hjúkrunar- kjörsvið og verzlu.nar- eða uppeldiskjörsvið. Gæti svo farið að tvö þau siðarnefndu yrðu sam- einuð i eitt menntakjörsvið, en þar yrðu væntanlega helzt unglingar, er stefndu að mennta- skólanámi, en vildu spara sér einn vetur i menntaskóla fjarri heimilum sinum. Tvennt sagði Sigurður að hefði valdið þvi að Laugaskóli hefði i hyggju að koma á fót fimmta bekk. Annars vegar væri það, að úr landsprófi hefðu siöastliðið vor útskrifazt mjög góðir einstaklingar, sem skólinn hefði áhuga á að halda lengur i, og hins vegar væri það óneitanlega mun þægilegra og ódýrara fyrir unglingana að geta stundað námið heimanað frá sér. Næsta vetur verða að öllum likindum starfræktar sex bekkjardeildir að Laugum, með um 110-120 nemendum. lí JÍ J1 ilk M Blanda. Magnús Ólafsson á Sveins- stöðum hafði samband við Veiðihornið i gær, og kvað veið- ina i Blöndu hafa verið sérstak- lega góða á þessu sumri. Sagði Magnús okkur, að enn lægi ekki fyrir, hversu margir laxar væru komnir upp úr ánni á sumrinu, en hitt væri mál manna fyrir norðan, að þetta sumar yrði metsumar og mun betra en sl. sumar, er þá var bezta sumarið til þess tima. A siöastliönu sumri komu 1173 laxar upp úr Blöndu og var meöalstærð þeirra 9,9 pund. Kvað Magnús meðalstærðina á löxunum svip- aða á þessu sumri, en ekki kunni hann að segja okkur frá þyngd þess stærsta. Hins vegar sagði Magnús okk- ur veiðisögur, sem við kunnum vel að meta. Þrjár stengur eru leyfðar i Blöndu, en hvort það er ástæðan til hinnar gifurlegu veiði þar, vitum við ekki. Hitt sagði Magnús okkur, að algengt væri, að tuttugu laxar fengjust á stöngina á dag, og svona til að krydda söguna bætti Magnús þvi viö, að vitaö væri til þess, að 47 laxar hefðu fengizt á eina stöng! Ef hér er átt við á stöngina yf- ir daginn, erum við nánast dol- fallnir, en hafi viðkomandi stangarhafi fengið þessa veiði á lengri tima, erum við reiðubún- ir að gleypa söguna með flugu, girni, færi og öllu draslinu! Laxá á Ásum. Úr þvi að við náðum I hann Magnús á Sveinsstöðum á ann- að borð, fengum við hann til að segja okkur frá Laxá á Asum i leiðinni, og ekki fengum við leiðinlegri fregnir þaðan. Þar litur nefnilega út fyrir metveiði I einni ánni enn, og sagðist Magnús skuli verða bú- inn að afla nákvæmari talna fyrir næsta viðtal, en upp úr ánni væru komnir eitthvað á fjórtánda hundraðið. En þar með er engan veginn öll sagan sögð, þvi að veiðin er takmörkuð við tuttugu stykki á dag, og ekki nema tvær stengur leyföar I ánni! Kvað Magnús það algengt að menn væru búnir að fylla kvót- ann um miðjan dag og yrðu þá að hætta veiðinni, þótt góöur timi væri eftir. Má þvi segja, að seint verði ofsögum sagtaf veiðiskapnum á þessu sumri, enda kom bóndinn upp i Magnúsi, meðan við rædd- um saman, og sagði hann, að blessunarlega hefði verið gott veiðiveður i sumar — en alveg afleit heyskapartið! Magnús vissi ekki nákvæm- lega, hversu lengi væri bókað i ána.Æn veiðileyfin fengjust hjá bændunum sjálfum þarna i Vatnsdalnum. Langá. Einar Jóhannesson I Borgar- nesi sagði Veiðihorninu I gær frá þvi, aö nú væru komnir 430 lax- ar upp úr Langá, veiðisvæði númer tvö, sem mun vera fyrir Stangarholti, ef við munum rétt. Kvaö Einar þessa veiði með af- brigðum góða, þvi að veiði hefði ekki hafizt þarna fyrr en 13. júli, og aðeins væru leyfðar þrjár stangir á þessu svæði, sem sagt, á einum mánuði eru komnir rúmlega 130 laxar á stöng, eða að meðaltali 4-5 laxar á stöng á dag. Einar kvað meðalþunga lax- anna, sem veiðzt hafa vera fjög- ur til sjö pund. Þyngsti laxinn mun vera 17 pund, og tveim 15 punda mundi Einar eftir. Einar kvað mikinn áhuga á veiðileyfum, og II. svæðið kvaö hann leigtallan timann, en veiði lýkur þann 14. september. Hæsta leiga á stöng á svæðinu er kr. 15.000,00 en þarna er ágætis aðstaða i veiðihúsi innifalin, raunar allt, nema maturinn. Varmá og Þorleifs- lækur i ölfusi Þorlákur Kolbeinsson hitti Veiðihornið að máli i gær og sagði okkur, að nú hefðu 62 lax- ar veiðzt i ánni, og væri veiðin ekki bundin við neitt eitt svæði öðru fremur, heldur veiddist laxinn núna alls staðar. Þetta er góður lax, yfirleitt um 7 pund, sagði Þorlákur, og stærsti laxinn er 11 pund. Við inntum Þorlák eftir sjó- birtingnum, og kvaðst Þorlákur ekki vera alveg nógu ánægður með hann, en allt stæði það nú til bóta. Hins vegar kvað Þorlákur mikla ásókn i veiðileyfin, og þvi væri ástæöa til að benda mönn- um á, að veiöileyfin væru tak- mörkuð, og nauðsynlegt að panta þau. Veiðisvæðinu er skipt i fernt. Á þrem hlutum eru seld silungsveiðileyfi, sem kosta 800 kr og þau fást á þessum bæjum: 1. svæði (sem er neðsta svæðið I ánni): Efri-Grimslæk- ur. 2. svæði: Bakki. 3. svæði: Vorsabær, en þar er ekki simi. Loks eru seld veiðileyfi á efsta svæðið i Eden i Hveragerði, og kvað Þorlákur verð þeirra ekki vera nema 1000,00 kr. á stöng.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.